Tíminn - 17.12.1994, Side 6

Tíminn - 17.12.1994, Side 6
6 9mm» Laugardagur 17. desember 1994 Fallvaltur veruleiki Þegar Martha „Doe" Roberts og eiginmabur hennar til 46 ára seldu húsgagnaverslunarkeðju sína í New York og fluttu í lítið en huggulegt húsnæbi í Shelby, Tennessee, féllu þau strax fyrir hinu fámenna sveitasamfélagi. Mestum hluta tíma síns vörbu þau til góögerðarstarfa og trúar- legrar ræktunar, en einnig brugðu þau sér vib og í eina danshús bæj- arins. 7. ágúst 1992, þegar eiginmað- ur Does kom heim, var húsið mannlaust. Þab var upphaf ráö- gátu sem átti eftir ab vekja lands- athygli á næstunni. Horfin sporlaust Roberts tilkynnti iögreglunni ekki um hvarfið fyrr en u.þ.b. 10 klukkustundum eftir að hann saknaði konunnar sinnar, á þeim forsendum að ekki væri óvanalegt að Doe brygði sér út til vinkvenna sinna án þess að skilja eftir miba. Doe hafbi hins vegar nýlega verib í augnaögerö og því var ekki lík- legt að hún myndi hafa sig mikið í frammi á meðan hún var að ná sér eftir aðgerðina. Svo virtist sem jöröin hefbi gleypt Doe. Lögreglan lýsti eftir henni í gervöllu fylkinu, en allt kom fyrir ekki. Eiginmaður Doe lá ekki undir grun. Hann virtist einlægur í áhyggjum sínum og hið farsæla 46 ára hjónaband sagði sitt. Hitt kom á daginn að hann hafði ver- ið boðaður á fund hjá ókunnum manni, sem sagbist hafa áhuga á að kaupa hluta eigna hans sem enn var óseldur, á sama tíma og konan hans hvarf. Maburinn lét aldrei sjá sig. Mögulegt var því að einhver hefði sett upp símtalið sem gildru til að eiginmabur Does yrði örugglega fjarverandi á þess- um ákveðna tíma. Nokkrum dögum seinna bar hr. Roberts fram játningu fyrir lög- reglunni. Hann sagði frá skila- boðum sem lágu á símsvaranum sama dag og konan hvarf. Þar hafbi mannsrödd, með erlendum hreim, fyrirskipað honum ab greiba 60 milljóna kr. lausnar- gjald í skiptum fyrir konuna sína. Röddin sagði jafnframt að hann yrði aö eyöileggja símsvarann með skilabobunum á og síbar yrði haft samband við hann. Hr. Ro- berts sagðist ekki hafa þorað að gera annab en það sem röddin bauð honum og því hefbi hann engar sannanir í höndunum um þessa upphringingu. Romona Swain yfirfulltrúi, sem sá um rannsókn málsins, komst að því ab sannarlega haföi verið hringt í hr. Roberts þennan dag. Henni fannst saga hans trúleg, enda myndi hr. Roberts trúlega allt til vinna að bjarga lífi kon- unnar sinnar ef svona stæði á, að hennar mati. Alríkislögreglunni var blandað í málið. Þegar ekkert bitastætt fannst, var ákveðið aö menn hennar græfu í jörðina á nokkr- um líklegum stöðum í leit ab lík- inu, en allt kom fyrir ekki. Það leið ár, en enn var málinu haldið gangandi. Á þeim tíma sem liðið hafði, hafði hr. Roberts boðib fé til hvers þess sem gæti hjálpað ab upplýsa málið og fór upphæðin stighækkandi eftir því sem tíminn leið. ✓ Abendingin 3. ágúst 1993 hringdi ókunnur maður í Swain yfirfulltrúa og sagði að 59 ára gamall ættingi Ro- bertshjónanna hefði upplýsingar um málib. Hann hét Charles Lord og var mjög virtur athafnamabur og virkur í kirkjulegu sóknar- starfi. Lord bjó skammt frá Ro- bertshjónunum. Swain og menn hennar höfðu reyndar haft ákvebnar grunsemd- ir um Lord þennan vegna fjár- máiavandræða sem hann hafði Martha Doe Roberts. Martha Doe Roberts flutti ásamt manni sínum úr borgarlífinu í fámennt og rólegt samfélag. Þau höfbu ekki dvaliö lengi i sveitinni þegar líf þeirra breyttist í martröö. steypt sér í. Þegar Swain hafði samband vib Roberts, skýrði gamli maðurinn frá því ab Lord hefbi beðið sig um peninga til abstoðar skömmu áb- ur en Doe hvarf. Hann hafði neit- að því og Lord brugðist illa viö. Næstu vikur fóru í að reyna að finna veikan punkt á Lord, enda var hann sá fyrsti sem lá undir grun um að vera viðriðinn málið. Loks töldu yfirvöld sig hafa næg gögn í höndunum til ab birta Lord ákæruna og handtaka hann. Swain og Lord voru æsku- vinir og það voru þung spor fyrir vinkonu hans ab birta honum mannránsákæruna. Vibbrögb Lords voru aftur nánast kæruleys- isleg og hann sagðist hafa átt von á þessari heimsókn í langan tíma. „Loksins get ég þá létt á samvisk- unni," sagði Lord og virtist meina það sem hann var að segja. Stundarbrjálæði? Lord þóttist ganga hreint til verks og sagðist hafa lent í mikl- um spilaskuldum við nokkra fé- laga sína í sóknarnefndinni (!) og taldi sig verða ab greiða úr því máli til að bjarga heiðri sínum. Hann sagðist hafa hringt í hr. Ro- berts 6. ágúst og ginnt hann á SAKAMÁL fundinn, sem Robert hafði skýrt frá. Þegar Roberts fór að heiman hringdi hann dyrabjöllunni hjá Doe og bað hana að koma meb sér í bílnum, því maðurinn henn- ar hefði lent í umferðarslysi. Hann hafði verib mjög tauga- veiklabur og keyrt fullhratt, með þeim afleiðingum að hann var næstum búinn að keyra út af veg- inum á mikilli ferð og Doe skall í Húseign Robertshjónanna. framrúðuna, enda ekki í öryggis- belti. Hún hlaut nokkra áverka af högginu og missti meðvitund. Þegar hér var komiö sögu, sagði Lord ab hann hefbi hætt að hugsa skýrt og einbeitt sér fyrst og fremst að því að ekki kæmist upp um hann. Hann keyrði því að næstu brú og varpaði líkama Do- es yfir brúarhandriðið þar sem hún lét líf sitt. Áður hafði hann tekið persónulega muni hennar úr vösunum og hent þeim í rusl- ið. Lord var settur bak við lás og slá og lögreglan reyndi hvað hún gat til að finna líkið í ánni sem rann undir brúna. Þaö fannst hins veg- ar ekki, þrátt fyrir mikla leit. Líkfundurinn Swain var ekki sátt við sögu Lords og fannst sem hann slyppi of vel fá réttvísinni, ef annað. sannaðist ekki á hann. Hún fékk því heimild til að rannsaka hús og garöeign Lord- hjónanna og það átti eftir að skila árangri. Eftir gaumgæfilegar jarðvegsrannsókn- ir fannst líkiö af Doe Roberts. Ný ákæra var birt hinum sein- heppna Lord, enda snerist máliö nú um morð en ekki manndráp og mannrán. Þegar honum var skýrt frá því að líkið hefði fundist í garöinum heima hjá honum, sá hann að allar bjargir voru bann- abar. Til að losna vib dauðarefs- ingu gerðist hann samvinnuþýö- ur og nú var sagan gerbreytt frá fyrstu útgáfu. Hann hafði læðst inn til Does og bundið hana vib stól. Hann ot- aði hnífi að hálsi hennar og neyddi hana til að taka 10 svefn- töflur, sem urðu til þess að hún- féll í dá. Þá kom Lord henni út í bílinn og fór meö hana heim. Eiginkona Lords var fjarverandi þegar þetta átti sér stab og beið Lord nú eftir ab Doe rankaði við sér. Þegar hún komst til meðvit- undar hafði hann kynmök við hana, en kæfði hana því næst með kodda. Það var létt verk, enda mótstaða Does lítil eftir lyfjaátið. Hann hafbi ab því búnu grafið líkið í garðinum og sagt konu sinni, er hún kom heim, að hann hefði gróðursett burkna í garðin- um þar sem umrótiö var. Eiturnaðra „Þessi maður á skilið að deyja," sagði Roberts harmþrunginn, er hann hlustaði á sakborninginn lýsa þessu ódæðisverki sínu í rétt- arsalnum. Dómurinn varð þó ekki strang- ari en lífstíbarfangelsi og 20 ár aö auki. Talin er mikil mildi að Swa- in og menn hennar skyldu ekki láta sér segjast og halda málinu opnu þangað til það leystist, því fleiri mál komu upp úr kafinu sem hefðu getab orðið samfélaginu til skaba ef Lord hefði áfram veriö frjáls maður. Þannig má nefna að hann hafði fjárkúgað tvo aðra að- ila eftir morðið á Doe, auk þess sem hann hafði svikib milljónir út úr kirkjunni. Dómarinn sem dæmdi Lord var æskufélagi hans og vinur, og það var með miklum þunga sem hann las hinstu orðin yfir sakborningn- um í réttarsalnum: „Þú ert hættu- legur samfélaginu og berð litla eöa enga viröingu fyrir náunganum." „Við höfum alib nöðru við brjóst okkar," sagbi sveitarstjór- inn í Shelby. Hr. Roberts hefur ekki enn náð sér eftir atburðina og dvelur á sjúkrahúsi. Örlög konu hans eru kaldhæðnisleg, þegar það er skoð- ab að þau hjónin yfirgáfu eril og hættur stórborgarlífsins til að komast í fribinn og kyrrðina í sveitinni. Allt er fallvalt í þessari veröld. ■ Romona Swain yfirfulltrúi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.