Tíminn - 11.01.1995, Side 3

Tíminn - 11.01.1995, Side 3
Mi&vikudagur 11. janúar 1995 IWiw 3 ✓ Omar Ragnarsson aftur til Sjónvarpsins eftir sex og hálft ár hjá Stöö 2: Ráðinn á abalskrif- stofu Sjónvarpsins Ómar Ragnarsson, fréttamaö- ur og skemmtikraftur, kemur á ný til starfa hjá Sjónvarpinu um næstu mána&amót, eftir aö hafa veri& hjá Islenska út- varpsfélaginu í sex og hálft ár. Gengiö var frá rá&ningu Ómars og starfslokum á Stöö 2 um mána&amótin ágúst-sept- ember á sl. ári. Hjá Sjónvarpinu mun Ómar vinna á aöalskrifstofu sem starfs- maður Péturs Guðfinnssonar framkvæmdastjóra en ekki á dagskrár- eöa fréttadeild. Þar Omar Ragnarsson meö farsímann og hljóönemann. Fyrsta verk hans hjá RÚV mun hann hafa aðstöðu til að veröur aö stjórna spurningakeppni framhaldsskólanna „Cettu betur". sinna þeim verkefnum sem þyk- ir henta a& hann vinni á hverj- um tíma, en fyrst og fremst inn- lendri dagskrárgerð. Aöspur&ur hvort hann væri rá&inn sem nokkursskonar „Nestor" til Sjón- varpsins sagöi hann að þaö maetti alveg eins líta á þaö þann- ig. í þaö minnsta hefði þetta fyr- irkomulag aö ráöningu hans gert þab að verkum ab mjög fáir fjöll- uöu um endurkomu hans til Sjónvarpsins og því vissu ekki margir af þeirri ákvörðun á sín- um tíma. Ómar segir að helsta ástæöan fyrir því aö hann ákvað aö snúa aftur til starfa hjá Sjónvarpinu sé þörfin fyrir aö breyta til, en hann fullyrðir aö hann hafi aldr- ei unniö í mörg ár á sama staö. Auk þess hefði hann skilið eftir hjá Sjónvarpinu mörg verkefni sem hann náöi ekki aö ljúka viö áöur en hann hóf störf hjá Stöð 2. Þessi verkefni vill hann klára og hrinda öðrum í framkvæmd. Hann neitar því að hann sé að hverfa frá Stöð 2 vegna ósam- komulags um kjör sín og laun. Þvert á móti þá lofar hann fráfar- andi samstarfsmenn og stjórn- endur og segir ab tíminn á Lyng- hálsi hafi bæöi verið góður og lærdómsríkur. ■ Eyjólfur Sveinsson. um þorskinn. Þar hafi kannski verið veöjaö á rangan hest, en benda mætti á að Vestfiröing- um hefði verið stýrt inn á þessa braut. „Þaö breytir hins vegar engu hver ástæöan var. Verkefnið núna er aö tryggja að sjá til þess aö þarna þrífist blómlegt at- vinnulíf sem styðji og styrki fólkið sem á svæðinu býr," sagði Eyjólfur Sveinsson. Starfshópurinn sem unnið hefur að Vestfjarðaaðstoö er skipuð eftirtöldum: Eyjólfur Sveinsson formaður, Brynjar Sigtryggsson, skipaður af félags- málarábuneytinu, Einar Mat- hiesen sveitarstjóri í Hveragerði, skipaður af fjármálaráðuneyt- inu, Ægir Hafberg sparisjóðs- stjóri á Flateyri, skipaöur af Byggðastofnun, en auk þess hef- ur Guðmundur Jóhannsson, viðskiptafræðingur í fjármála- ráðuneytinu, starfað sem ritari nefndarinnar. ■ Vestfjaröaaöstoö: 200 milljónir í pottinum og óvíst hvort þœr ganga út. Eyjólfur Sveinsson, formaöur starfshóps um aöstoöina: Skammtíma deyfilyf eru ekki á boðstólum 100 miHjónum króna af opin- beru fé hefur verið varið til uppbyggingar á Vestfjöröum undanfarna mánuði, - 200 milljónir eru enn í pottinum, og raunar nokkru meira þar sem ekki hefur allt verið greitt út meðan vissum skilyrðum er ekki fullnægt. Eftir rúman mánuð kemur í ljós hvort 300 milljónirnar ganga yfirleitt út. Starfshópurinn sem unnið hefur að Vestfjaröaaðstoð hefur ekki beinlínis slegið um sig með milljónunum og sumum Vest- firðingum þykir sem þeir séu fastir á fé, félagarnir að sunnan, undir stjórn Eyjólfs Sveinsson- ar, aðstoðarmanns Davíðs Oddssonar forsætisrábherra. Meb aðgerðunum er verið aö freista þess að efna til hagræb- ingar sem leiða eiga til varan- legra áhrifa. Skammtíma deyfi- lyf eru ekki á matseðlinum. „Markmiðið er að ná fram styrkingu á atvinnu- og þjón- ustusvæðunum með samein- ingu fyrirtækja, en við horfum mjög stíft til þess ab fyrirtækin geti staðið viö skuldbindingar sínar til lengri tíma. Að öðrum kosti er styrkingin auðvitað engin eba í besta falli tíma- bundin," sagbi Eyjólfur í viðtali við Tímann í gær. Sameining ekkert töfraorb Eyjólfur sagði að sameining fyrirtækja væri ekkert töfraorð út af fyrir sig. Alþingi hefði ákvebið í maí síðastliðnum ab reyna þessa leið og hefði starfs- hópurinn sem að málinu kom sett sér stífar vinnureglur í því skyni að ná sem bestum árangri. „Þessi upphæð, 300 milljón- ir, er í raun smáupphæb í sam- anburði vib vandamálin sem er að finna á svæðinu. í upphæð- inni sjálfri felst ekki lausnin. Við höfum hvatt menn til að- geröa, við höfum aðstoðaö viö að ryðja hindrunum úr vegi, við höfum hjálpað fyrirtækjunum í samningum við lánardrottna og vib höfum gert þeim kleift að fara þessa leið. Það er aðalgagn- ið af þessari Vestfjarðaaðstoð, ekki þeir fjármunir sem við höf- um undir höndum, sem eru auðvitaö smámunir mibað við stærðargráðu vandamálsins," sagði Eyjólfur. Fyrirtækin kvarta undan hörkunni „Fyrirtækin hafa sum hver kvartað yfir því ab við séum svo- lítið harðir við þau. Á okkur strandar hins vegar ekki. Fyrir- tækin þurfa að koma með málin fullunnin til okkar og við höf- um bæbi aöstoðað fyrirtækin, lagt þeim til ráðgjafa á okkar kostnab og unnið með þeim í að fullklára málin. Aðstoð til þriggja hópa hefur verið sam- þykkt. Þau voru mjög langt komin þegar lögin voru sett í maí í fyrra og fimm hópar til viðbótar eru í vinnslu og við höfum sett okkur það markmið að sjá fyrir endann á því innan mánaðar, eða um eða upp úr miðjum febrúar," sagði Eyjólfur Sveinsson. Mikill vilji til aö stokka upp Eyjólfur sagði að hluti af vandamálum rekstrarins á Vest- fjörðum stafaði af því hversu fastheldnir Vestfirðingar heföu verib á sitt rekstrarmynstur gegnum tíbina. Þetta fyrir- komulag hefur reynst vel allt þar til nú á tímum skerts kvóta og erfiðra ytri aðstæðna. Því hefði það komið sér og starfs- hópnum á óvart hversu mikill vilji til uppstokkunar hefur komiö fram. Eyjólfur sagbi aðspurður að rétt væri að Vestfirðingar hefðu vissulega verið mjög einhæfir í framleiöslunni og mest hugsaö Austurbœjarskólamálib: Samkomulag um málsmeo- feröina Ólafur G. Einarsson átti fund meö Áslaugu Brynjólfsdóttur fræbslustjóra í gær að ósk fræöslustjóra vegna Austur- bæjarskólamálsins. Eins og á&ur hefur komið fram hér í Tímanum taldi menntamála- ráðherra fræðslustjórann ekki hafa fariö ab lögum þegar hann veitti skólastjóranum leyfi frá störfum. Ekki var þó talin ástæða til að áminna fræbslustjórann. Á fundinum kom fram ab ráð- herra og fræðslustjórinn eru sammála um að nauðsynlegt hafi verið — til að tryggja skóla- starf — ab skólastjórinn kæmi ekki til starfa. í samtali blabsins við Áslaugu Brynjólfsdóttur í gær kom fram að Fræðsluskrif- stofan mun á næstu dögum skila ráðuneytinu lokaskýrslu um málið og menn séu sam- mála um í hvaða farveg eðlileg- ast sé að máliö fari. Hún vildi hins vegar ekkert tjá sig um málið frekar en sagði að fundur- inn hefði verið góður og vel far- ið á með sér og ráðherranum. ■ „Afkvœmiö" tekur á sig mynd „Afkvœmi" Laugardalshallar er nú að taka á sig mynd, en vibbyggingin var sú lending sem nábist eftir margra mánabapjark um húsncebismál Heimsmeistarakeppninnar í handknattleik, sem fram fer í maí nœstkomandi. I dag þykir ekkert annab benda til en ab vibbyggingin verbi tilbúin fyrir 7. maí, en hún hýsir vibbótaráhorfendapalla. Tímqmynd cs

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.