Tíminn - 11.01.1995, Síða 6

Tíminn - 11.01.1995, Síða 6
6<~ Mi&vikudagur 11. janúar 1995 UR HERAÐSFRETTABLOÐUM SlMriim Irinm-1 mmglyilmtmblmilS * ímimrmnJmM KEFLAVIK Stórgjöf til Sjúkrahúss Suöurnesja: Kvibsjá sem veldur byltingu í skurbabgerbum Nýtt kvi&sjártæki sem gef- ib hefur verið til Sjúkrahúss Suðurnesja veldur byltingu í skurðaögerðum á sjúkrahús- inu. Þetta sagði Ólafur Hákansson, læknir við SHS, við formlega móttöku tækis- ins fyrir skömmu. Það eru Lionsklúbbur Keflavíkur, Ki- wanisklúbbur Keflavíkur og Lionessuklúbbur Keflavíkur sem gáfu tækið en heildar- verð þess er metið tæpar 3,3 milljónir króna. Kviðsjártækið saman- stendur af fullkominni myndbandsupptökuvél sem sett er upp á tilheyrandi sjónpípu, öflugur ljósgjafa, loftgjafa, sjónvarpsskjám og myndbandstæki. í stuttu máli þá gerir tækið læknum kleift ab gera aðgeröir í gegnum lítil „hnappagöt" á sjúklingum í stað þess að þurfa að skera stóra skurbi. Nú rýna læknarnir í Keflavík í sjónvarpsskjái í stað þess. Með kviðsjártækinu er hægt ab skoða liði, loftrúm í höfbi, kviðinn og í raun alla staði mannslíkamans þar sem hægt er ab fara inn með „kíki". Lobnuflokkunarstöð og stálþil í Helguvík: Framkvæmdir ganga vel Framkvæmdir við bygg- ingu loðnuflokkunarstöbvar í Helguvík ganga mjög vel. Um er að ræða 600 fermetra stálgrindarhús. Lokið hefur verið við stálgrind og klæð- ingu og verið er að steypa gólfplötuna. Við hliðina á flokkunar- stöbinni er síðan að hefjast bygging á tveimur tvö þús- und tonna loönutönkum. Það eru Helgavíkurmjöl hf. og SR-mjöl hf. sem standa að byggingu flokkunarstöðvar- innar. Þorsteinn Erlingsson hjá Helguvíkurmjöli hf. er ánægður meb gang mála en sagði kraftaverk ef fram- kvæmdum lyki fyrir mibjan febrúar eins og að var stefnt. T.d. vantar enn rafmagn á svæðið. Enn er verið að vinna í kaupum á loðnuverksmiðju frá Noregi og nú er fulltrúi frá íslandi í viðræðum fyrir Helgavíkurmjöl við norska Fulltrúar félaganna sem gáfu kviösjártœkiö ásamt stjórnarformanni Sjúkrahúss Suöurnesja. eigendur loðnubræðslu. Loönuverksmiðjan verður staðsett niðri á hafnarsvæð- inu og verður því ekki sýni- leg nema frá sjó. Neskaupstaður: íslensk getspá styrkir mæbra- styrksnefndir í desember sl. afhenti ís- ensk getspá mæðrastyrks- nefnd Kvenfélagsins Nönnu fimmtíu þúsund krónur ab gjöf, en alls gaf íslensk get- spá eina milljón króna til mæbrastyrksnefnda um allt land. Þetta er í annað sinn sem ísensk getspá styrkir mæðrastyrksnefndir með fjárframlagi. Menningarsjóbir Austur- kaftfellinga: Karlakórinn og Leikfélagib fengu hæstu styrkina Nýlega var úthlutað úr Menningarsjóbi Austur- Skaftfellinga en það er kaup- félagið sem ávaxtar þann sjóð. Alls var úthlutab 620 þúsundum króna til 17 að- ila. Hæstu styrkina fengu Karlakórinn Jökull og Leikfé- lag Hornafjarðar. Jökull fékk styrk vegna karlakóramóts í maí nk. og Leikfélagib til framkvæmda vib aðsetur félagsins. Hvor aðili um sig fékk 100 þúsund krónur. Séö yfir hafnarsvœöiö íHelguvík ofan afberginu. Bygging stálgrindar- hússins gengur vel. AKUREYRI Innanlandsflug Flugleiba: Aukning í far- þegaflutningum til og frá Akureyri Veruleg aukning var á far- þegaflutningum til og frá Akureyri á vegum Flugleiða árið 1994. Alls voru fluttir 106.656 farþegar en árið 1993 voru þeir 100.374 sem er aukning um 6.2%. Einnig var aukning í fraktflutning- um á þessari leið. Árið 1994 voru flutt 574 tonn af frakt en árib ábur 560 tonn. Samkvæmt upplýsingum frá Bergþóri Erlingssyni, um- dæmisstjóra Flugleiða á Norðurlandi, eru ástæður þessarar aukningar betri markaðssókn bæði erlendis og innanlands og stundvísi. Aukning varð alla mánuði ársins nema í janúar en þá gekk illa að fljúga. Flug féll niður 10 daga á árinu, þar af 5 daga í janúar. Á síðasta ári fluttu Flug- leiðir 258.070 farþega innan- lands á máti 250.211 árið 1993. Þar af voru flutningar til og frá Norðurlandi tæp- lega 49% af heildarflutning- unum en voru 45% árið 1993. Sauðárkrókur: Hegranes SK ann- ar aflahæsti ísfisk- togari landsins ísfisktogarar Skagfirðings hf. á Sauðárkróki öfluðu mjög vel á árinu eða alls 7.656 tonn og heildarafla- verömæti 854 milljónir króna. Hegranes SK-2 var aflahæst með 2.263 tonn og aflaverðmæti 244.1 millj. króna og er togarinn annar aflahæsti ísfisktogari lands- ins samkvæmt þeim tölum sem liggja fyrir. Aflahæstur er „gamla" Gubbjörg ÍS- 46 frá ísafirði með 2.859 tonn og 254.1 millj. kr. aflaverðmæti en þó var togarinn aðeins á veið- um til 16. september. Næstaflahæstur Saubár- krókstogaranna er Skagfirð- ingur SK-4 með 1.932 tonn og 238 milljónir í aflaverð- mæti. Skafti SK-3 með 1784 tonn og 210 milljónir króna og loks Drangey SK-1 með 1677 tonn og 161.5 millj. kr. aflaverðmæti. Sá togari var bæði frá í einn mánuð vegna viðhalds og eins var minni útflutningur á afla af þeim togara en hinum þremur. Frá undirritun samninga á dögunum. Scaniaumboðið verður hjá Heklu Þann 19. desember síðastlibinn var undirritaður í Södertálje í Svíþjób umboðssamningur milli Scania og Heklu hf. Samninginn undirrituðu fyrir hönd Scania, Göran Löfgren forstjóri og Urban Erdtman framkvæmdastjóri, og fyrir hönd Heklu þeir Sigfús Sigfús- son forstjóri og Sverrir Sigfús- son framkvæmdastjóri. Samningurinn tekur gildi þann 11. febrúar n.k. og felur í sér sölu á Scania vörubifreibum, hópbif- reiðum og strætisvögnum hér- lendis ásamt viðgerða- og vara- hlutaþjónustu því samfara. Scania hefur átt miklum vin- sældum að fagna á íslandi og eru nú á skrá samtals 1.041 vörubif- reiðir, hópbifreiðir og strætis- vagnar á öllu landinu, eða um 30% af heildarflotanum. Scania- verksmibjurnar eru þekktar fyrir afar vandaða framleiðslu og hafa sérhæft sig í smíði stórra vörubíla og dráttarbíla, frá 16 tonnum að heildarþunga og þar yfir, með hreyfla sem afkasta frá 210-500 hestöflum. Undirbúningur er nú þegar hafinn hjá Heklu til þess að tryggja að sem best verbi ab því staðið að veita eigendum Scania- bíla á íslandi sem besta þjónustu. Meðal annars hefur verið byggt nýtt 850 m2 verkstæði, búið full- komnustu tækjum til að þjóna Scania-bifreiðum. Áætlanaflutning- ar Eimskips aukast um 15% Á síðastliönu ári voru heildar- flutningar meb skipum Eim- skips 1.018 tonn, en þeir voru 990 þúsund tonn árib 1993. Þetta er í fyrsta skipti, sem flutningar með skipum félags- ins eru meiri en ein milljón tonna. Umtalsverð aukning varð á flutningum meb áætlanaskipum Eimskips í inn- og útflutningi til og frá Islandi, sem eru mikilvæg- ustu þættirnir í flutningastarf- semi félagsins. Þessir flutningar jukust úr 500 þúsund tonnum í um 575 þúsund tonn, eða um 15%. Mest aukning hefur oröiö í útflutningi, sem er í samræmi við aukinn útflutning þjóðarbús- ins, meðal annars á sjávarafurð- um. Flutningar milli erlendra hafna jukust jafnframt verulega, eða um 23%, og voru þeir sam- tals tæp 100 þúsund tonn á ár- inu. Flutningar Eimskips með stórflutningaskipum í inn- og út- flutningi hafa hins vegar dregist saman um 16%. Á libnu ári voru starfsmenn Eimskips og dótturfélaga þess að meðaltali um 760, en þar af störf- ubu um 160 erlendis. Starfs- mönnum hefur fjölgað nokkuð frá árinu 1993, en þá voru þeir að meðaltali 746. Þessi fjölgun átti sér stað á starfsstööum Eimskips erlendis, en á undanförnum tíu árum hefur verið unnið mark- visst að uppbyggingu á starfsemi Eimskips utan Islands. Á liðnu ári jukust umsvif erlendu starf- seminnar umtalsvert og varb veltuaukningin um 12%. Eigin skrifstofur félagsins erlendis eru nú 14 talsins í 10 löndum í Evr- ópu og N.-Ameríku. Eimskip rekur nú 10 skip og eru átta þeirra í áætlanaflutning- um, en tvö í stórflutningum. Öll skipin eru mönnuö með íslensk- um áhöfnum. Sameiginlegt umferöarátak á Suövesturlandi: Fylgst meö umferð hesta- og vélsleöafólks Lögreglan á Suðvesturlandi verbur meb sameiginlegt um- ferðarátak dagana 16.-22. janúar næstkomandi, sem beinist ab þessu sinni ab um- ferð hesta- og vélsleðafólks, auk þess sem fylgst veröur með búnaði á dráttarkerrum. Ætlunin er að gefa eftirliti meb þessum þáttum meira vægi í umferðareftirliti, reyna að vekja athygli hlutaðeigandi á reglum sem lúta að þessum þáttum og fá þá til samstarfs um ab framfylgja þeim eftir því sem kostur er. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.