Tíminn - 14.01.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.01.1995, Blaðsíða 4
4 T [ VMHHII Laugardagur 14. janúar 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: )ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 150 kr. m/vsk. Nefnd til bjargar Seölabanki íslands gaf út greinargerð þann 2. nóvember síðastliðinn um ástand og horfur í peningamálum. Þar er meðal annars vikið að skuldum heimilanna vib lánakerfið í landinu. Þar kemur fram ab þær hafa vaxið hröðum skref- um á síðustu árum og námu í árslok 1993 64% af landsframleiðslu, en voru rúm 13% árið 1980. Þær hafa því fimmfaldast á þennan mæli- kvarða á þessu tímabili. í lok júní á síðasta ári námu skuldirnar í krónutölu 264 milljónum króna. Skuldsetning heimila vegna lána, sem flokkast undir íbúbarlán, eru um 40% í stað 10% árið 1980. Sé miðað við ráðstöfunartekjur, hefur hlutfallið vaxið úr 25% í 115%. Þær upphæðir, sem hér eru tilgreindar, eru geigvænlegar og sú þróun, sem verið hefur síð- ustu árin, getur auövitað ekki gengið til lengdar. Skuldaaukningin nemur um 1 milljarði á mán- uði. Þessi mál heyra undir félagsmálaráðuneytið, en sannleikurinn er sá ab þar hefur veriö horft upp á þessa þróun án þess að nokkuð væri að gert. Vanskil hafa hrannast upp í húsnæðiskerf- inu og var 15 milljarða höfubstóll húsbréfa í vanskilum í lok síðasta árs, en gjaldfallnir vextir og afborganir námu 700 milljónum króna. Rannveig Guðmundsdóttir félagsmálaráð- herra virðist nú hafa í hyggju að setja af stað vinnu til þess að athuga og skoða þennan vanda, og víst er betra seint en aldrei. En það segir vissulega sína sögu um aðgerðaleysi stjórn- valda í þessum efnum, ab fyrst er farið að skoða þessi mál þegar nokkrar vikur eru eftir af kjör- tímabilinu. Það hlýtur því ab koma í hlut næstu ríkis- stjórnar að glíma við þennan vanda. Flokksþing Framsóknarflokksins samþykkti stefnumótun í þessu efni í nóvember, þess efnis að breyta hlut- verki Húsnæbisstofnunar og efla hana sem sér- staka ráðgjafarstöð heimilanna og leggja af mörkum 3000 milljónir af opinberu fé til þess að greiða fyrir skuldbreytingum. Tillögur voru um að fjár yrði aflað með breytingum á eigna- skatti, þess efnis að peningalegar eignir yrðu skattlagðar með sama hætti og aðrar eignir og hátekjuskattur skilaði um 400 milljónum króna. Þetta er hluti af þeirri lífskjarajöfnun, sem þarf að koma til ef það á að takast að halda vinnu- friði í landinu. Við svo búib má ekki standa, að hluti þjóðarinnar býr að skattfrjálsum eignatekj- um meðan aðrir verða gjaldþrota og missa tök á fjármálum sínum. Skuldir heimilanna eru tíma- sprengja sem springur í andlitið á stjórnvöldum fyrr en síðar, ef þessi þróun fær að halda áfram. Það er staðreynd ab stöbugt fleiri einstaklingar í landinu stefna nú í fjárhagslegt þrot. Þetta kemur meðal annars fram í síauknu álagi á fé- lagsþjónustur sveitarfélaga um allt land um beina fjárhagslega aðstoð. Það er ekki mikill tími aflögu fyrir athugun og skoðun á þessum mál- um. Aðgerba er þörf. Eigur annarra veðsettar Oddur Ólafsson skrifar „Hvergi í lánaviöskiptum tíðkast að hægt sé að veðsetja eigur ann- arra." Þessi setning er tekin upp úr leiðara Morgunblaðsins s.l. fimmtudag, þar sem sýnt er fram á að það sé óhæfa að handhafar fiskveiðikvóta geti veðsett veiði- heimildir sínar, þar sem fiskurinn sé eign þjóðarinnar, eins og laga- grein kveður á um. Leiðarahöfundur hefur greini- lega haft hugann bundinn við veðsetningar einstaklinga á eig- um þjóðarinnar og ekki gætt þess að_á íslandi er það alsiða að í lána- viðskiptum séu eignir annarra en lántakenda veðsettar. Frumstæðar og misjafnlega vel reknar lána- stofnanir bókstaflega krefjast þess aö taka veð í eigum annarra en lántakenda. Bankar baktryggja víxla og skuldabréf, sem einstaklingar og fyrirtæki fá lán út á hjá þeim með því að krefjast uppáskrifta manna og kvenna, sem koma þessi lán í rauninni ekkert við, nema að því leyti að þeir sem þau taka eru kannski vinnufélagar, kunningjar eða ættingjar. Margir sjóöir, svo sem lífeyris- sjóðir, líka þeir opinberu, lána fólki óspart háar upphæðir út á fasteignir, sem lántakendur eiga ekkert í, en fá veðleyfi eigenda þeirra sem tryggingu fyrir greiðslu. ✓ Oviðkomandi ábyrgir Lánasjóður íslenskra náms- manna lánar ekki út á menntun, nema að einhverjir sem ekki njóta menntunarinnar ábyrgist að lánin séu endurgreidd. Krítarkortafyrirtækin heimta að einhverjir aðrir en þeir, sem kort- in fá í hendur, tryggi að staðið sé við skilmála, ef korteigandi er ekki borgunarmaður fyrir úttekt- um sínum. Kortafyrirtækin eru í eigu bank- anna, svo að eðlilegt er að við- skiptavinum þeirra sé sýnd sama tortryggni og ósvífni og öðrum viðskiptavinum peningastofn- ana. Allt er þetta gert til að tryggja einhliða hagsmuni peningastofn- ana, sem ekki treystast til að sýna eigin viðskiptavinum þann sóma að trúa þeim fyrir eðlilegum lána- viöskiptum. Lánastofnanir neyða ættingja og vini lántakenda til að skrifa upp á og veðsetja eignir, sem í raun koma banka eða lántakanda ekkert við. Margir kaupa eða stofna fyrirtæki upp á þau býti að fá lán til kaupa og rekstrar. Bank- arnir heimta uppáskriftir og veb í íbúðum ættingja og vina, í stað þess ab taka sjálfir áhættuna af út- lánum sínum. Samt tekst þessum stofnunum að tapa hundruðum milljóna, eöa sem svarar öllum Breiðholts- hverfunum, í afskriftir vegna snarbrjálaðrar lánastefnu. Eignir teknar traustataki Margar fjölskyldur og einstak- lingar eiga um sárt ab binda vegna þess að lán, sem þeir hafa aldrei tekið eða notiö góbs af, falla á þá þegar hinn eiginlegi lán- takandi stendur ekki í skilum. Löglærðir innheimtumenn láta sýslumenn taka veð í eignum þeirra, sem lánað hafa nafn sitt, kyrrsetja þær og löglegar fjárkúg- unaraðgerbir hefjast. Rábi við- komandi ekki við greiðslur, eru eignir hans teknar traustataki til aö bankinn fái sitt. Bankinn tekur enga ábyrgb á viðskiptavinum sínum og þykist ekki þurfa að gera það, og enn síð- ur neina áhættu á eigin útlánum. Samt tekst svona stofnunum að tapa og tapa ár eftir ár og afskrifa milljarba á milljarða ofan. Við lauslega eftirgrennslan virðist sem ábyrgðir óviðkomandi aðila á útlánum peningastofnana séu stundaðar í margfalt ríkara mæli hérlendis en meðal alvöru peningastofnana þar sem fjár- málalegt siðgæði er á hærra stigi en meðal síblankra og skuldugra íslendinga. Þar fara bankar líka á hausinn þegar vitlaust er staðið að rekstrinum, en hér er bara af- skrifað og óviðkomandi fólk látið borga fyrir asnaspörk þeirra sem valdið hafa og lána fé. ✓ I tímans rás Áhættan Lánastarfsemi er áhættusöm og er ekkert sjálfsagðara en að þeir, sem viðskiptin stunda, taki áhættuna. En ab veðsetja eigur annarra og gera kröfur til þess, eins og íslenskir bankar gera, er mjög vafasamt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Staðfest dæmi um frekju og ósvífni löggildra rukkara lána- stofnunar, er að tiltölulega lág upphæð úr lánasjóði féll á áþyrgðarmenn. Einn var útvalinn til að þjarma ab eins og tíðkast í svona viðskiptum. Sýslumaður var fenginn til að kyrrsetja eigur viðkomandi. Dugði ekki fimm herbergja íbúð sem veð fyrir upp- hæð, sem nemur nokkurra daga launum sýslumanns, heldur var bíll delinkventsins einnig kyrrsett til að tryggja greiðsluna. Svona aðfarir eiga sér stað í svo- köllubu réttarríki. Menn eru sviptir ráðstöfunarrétti yfir öllum eigum sínum með hótunum um aö þær séu frá þeim teknar, ef þeir ekki borga lítilmótlegar skuldir annarra manna. Allt er þetta löglegt og pottþétt af hálfu lánastofnana. Fæstum dettur í hug ab athuga hvort bankaviðskipti séu yfirleitt rekin með þessum hætti í útlandinu, eða í þeim löndum sem viö þykj- umst vera að bera okkur saman við. Skyldi það t.d. tíðkast að krít- arkortafyrirtæki geri þriðja og fjórða aðila ábyrga fyrir að við- skiptavinir þeirra standi í skilum? Ekkert traust Þaö er greinilegt aö bankar og aðrar lánastofnanir bera ná- kvæmlega ekkert traust til vib- skiptavina sinna. Það er ákveðið fyrirfram ab þeir séu tæpast borg- unarmenn fyrir lánum sem þeir taka. Ella þyrfti ekki þessa eilífu ábyrgðarmenn og eignir þeirra til ab tryggja að staðið sé í skilum. Bönkunum kemur svo ekkert við hverjir borga vitlausu lánin þeirra eða aö hverra eignum þeir ganga þegar sjálfir lántakendurnir eru komnir í þrot. Ef allt væri með felldu, mundu bankamir sjálfir taka ábyrgð á sínurri viðskiptavinum. Ef þeir treystast ekki til þess, eiga þeir einfaldlega ekki að taka þá í við- skipti sem þeir óttast að séu ekki borgunarmenn fyrir lánunum. Lánastofnanir eiga heldur ekki að fjármagna fyrirtæki eða lána til þeirra fé, nema að þeir álíti að fyr- irtækin standi undir greibslum. Það er fráleitt að lána manni pen- inga til að eignast veitingahús eða bát og ganga svo að eignum for- eldra hans eða ömmu, þegar dæmið gengur ekki upp. Annað hvort lána þeir út á sjálfan at- vinnureksturinn og eiganda hans eða láta vera að fjármagna fyrir- tækib. Annaö er tæpast siblegt. Mikilsmetinn lögmaður, sem annars er á móti náinni sam- vinnu við Evrópulönd, hefur látið þá skoðun í ljósi, að íslensku fjár- málalífi væri það mikil nauðsyn aö fá aö minnsta kosti einn er- lendan banka inn í landið. „Til aö kenna þeim, sem fyrir eru, kurt- eisi" voru rök hans. Þetta ætti að vera stjórnendum lánastofnana og viðskiptavinum þeirra umhugsunarefni. Þab er rétt, sem leiðarahöfund- ur Morgunblaðsins skrifaði, aö hvergi í lánaviðskiptum tíðkast að veðsetja eigur annarra. Nema auðvitað í næstum öllu íslenska lánakerfinu, eða þeim anga þess sem að almenningi snýr. Þar þykir sjálfsagt ab kasta ábyrgðinni yfir á óvibkomandi aðila. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.