Tíminn - 14.01.1995, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.01.1995, Blaðsíða 19
Laugardagur 14. janúar 1995 TOUJtKKU 19 Mallhíasar: Sorg? I>aö cr alvcj> stórkosllegl.... I'.f framhaldslíf cr til, ööru vísi cn í minningunni og í niöj- unum, er cg sannfærö um þaö, aö hinir framliönu vilja ekki aö eltirlifandi ástvinir gangi í sorg, heldur vilja þeir, aö þeirra sé minnst meö kærleikshug og fyrirbænum og þeir fái aö vera áfram hluti af iífi okkar. I>aö viröist líka svo, aö einhverjir góöir andar vari fólk stundum við hættum og jafnvel hjálpi því á þungri stund. Vissan er víös fjarri, en viö veröum aö vona, aö einhver til- gangur sé meö þessu öllu sam- an, og gæfubarningurinn sé þaö ákjósanlegasta, eins og Sig- uröur skólameistari sagði ein- hverju sinni. /•/ vilknsl Síi cr verdur aldrci hryg&ur, livcrl viskubarn á sorgarhrjðsáim liyyur. í sorgarhafsdjúpi sannleiksperlan skín, l>ann sjó máttu kafa, efhún skal verda !>ín.“ Móöir mín og Huldá ræktu vel frændsemi sína meðan báö- ar lifðu. Kom Ilulda oft í heim- sókn á Hólavallagötuna hin síðari ár, þegar leiö hennar lá suöur til þess aö heimsækja börn sín sem hér búa. Móöir mín lést áriö 1987. Um mánaðamótin ágúst- september síðastliöin fékk ég eitthvert hugboð um aö ég yröi aö fara og sjá Huldu frænku mína. Viö höfðum reyndar rætt saman í síma skömmu áöur. I>á sagöi hún eitthvaö í þá veru aö hún væri ekki viss um aö hún lifði fleiri sumur. Ég hringdi því í hana meö dags fyrirvara og boðaði komu mína. Þá endurtók sagan sig frá 1947. Nema ég settist upp í eig- in bifreiö og ók greitt á renni- sléttum vegi í glaöasólskini noröur í Blöndudal. Aldrei hef ég séö dalinn eins fagran eins og þarna í sólskininu og ekki var að spyrja að móttökunum hjá þeim mæögum, Huldu og Dóru. Mér var boöið allt þaö besta sem hægt er aö bjóöa gesti, kjötsúpa og rófur og kart- öflur beint upp úr moldinni. Síöan var búiö um mig í fallegu stofunni hennar Huldu, sem var aö mestu óbreytt frá því ég kom þar fyrst, nema nú haföi bæst viö mikið af bókum og myndum af fjölskyldunni. Hulda leit mjög vel út og var bráöhress. Ekki óraöi mig fyrir því aö innan hálfs mánaðar myridi hún greinast meö alvar- legan sjúkdóm og ætti skammt eftir ólifað. Næsta dag var sama dýrðar- veðrið. Viö Dóra gengum niður aö Blöndu. Áin var friðsamleg og stillt. Við Hulda kvöddumst svo skömmu síðar í sólinni fyrir utan bæinn hennar. Blessuð sé mæt minning Huldu á Höllustööum. Sigríður fónsdóttir Þaö var í byrjun þessarar ald- ar, 21. ágúst 1908, aö hjónun- um á Guölaugsstöðum, Guð- rúnu Björnsdóttur og Páli Hannessyni, fæddist dóttir, sem í skírninni var nefnd Hulda Sigurrós. Þessi barnsfæðing hefur ör- ugglega veriö foreldrunum mjög kær, því þótt þetta væri þeirra 8. barn, var Hulda fyrsta stúlkan af þeirra börnum, sem komst til fullorðinsára. Eftir þetta áttu þau hjón 4 börn, en af þeim lifðu aöeins piltur og stúlka. Guölaugsstaöaheimilið var efnaheimili í þeim skilningi aö þar var alltaf nóg aö bíta og brenna, en þrátt fyrir þaö uröu þau Guölaugsstaðahjón aö sjá á bak 5 af sínum 12 barna hópi, en upp komust 5 bræður og 2 stúlkur. Vinnumaöur, sem eilt sinn var á Guölaugsstööum, setti saman nafnavísu um þau systk- ini, sem er á þessa leið: I lunnes, lleryur, lljiirn, (iudmundur, Dóri, llulda (>x Árdis hueverskar heimasœtur xulljayrar. Öll eru þessi systkini þekkt fólk. Hannes kenndur við Und- irfell, Bergur (Elinbergur) lést ungur, Björn alþingismaður frá I.öngumýri, Guðmundur bóndi á Guölaugsstööum, Hulda sem hér er kvödd, Halldór búnabar- málastjóri og Árdís hárgreiöslu- meistari í Reykjavík, en hún var forustukona í sínu stéttarfélagi um árabil. Eftirlifandi af þess- um systkinum er nú aðeins Björn, sem verður 90 ára nú í febrúar n.k. Eins og öll þessi systkini var Hulda forkur duglegur. Hún hafði erft þá ættarfylgju að vera raunsæ og velja heldur lengri en öruggari leiðina en þá styttri og vafasamari. Hún hafbi skýrar skoðanir á mönnum og málefnum og kunni vel að verja sinn mál- staö, geröist þess þörf. Hún haföi erft frá föður sínum frá- sagnarhæfileika og frásagnar- gleði, en hann var þekktur sögumaður á sinni tíð. Ritað mál, hvort sem það var bundiö eða óbundiö, taldi hún hina mestu list og heyrði ég hana segja að löngunina til að skrifa heföi verið erfiðast aö láta frá sér fyrir hiö daglega amstur. Ljóð lærði hún utanað í rík- um mæli og ætlaöi að hafa þab sér til hugarhægöar, ef hún yröi blind, en samúb með blindum og óttann við að verða blind bar hún með sér frá unga aldri. Á mælikvarða ungra stúlkna frá þessum tíma fékk Hulda góba menntun. Guðlaugsstaða- heimilið var mannmargt og systkinin mörg. Því var ráðinn heimiliskennari til að annast barnauppfræðsluna og búa þau undir frekara nám. Veturinn 1924-25 var Hulda vib nám í Kvennaskólanum á Blönduósi, en að því loknu fer hún í Gagn- fræðaskólann á Akureyri og út- skrifast þaðan gagnfræbingur 1928. Þrjá næstu vetur er hún við barnakennslu í Bólstaöarhlíðar- hreppi og suður í Borgarfiröi, en er heima á Guðlaugsstöðum á sumrin. í Bólstaöarhlíöarhreppi kynntist hún ungum og glæsi- legum manni, Pétri Péturssyni frá Steiná. I’étur var verkséöur og áhlaupamaður til allra verka. Hann haföi verið 2 ár viö nám í Noregi eftir búfræöingsnám á Ilólum. Pétur var þekktur fyrir að beita plóg og herfi meö betri árangri en ábur haföi þekkst og hefur því örugglega verið eftir- sóttasta bóndaefni um þessar mundir. Því gat þaö ekki farið á annan veg, þegar þau mættust Pétur á Steiná og heimasætan frá Guð- laugsstöðum, að þeirra hugir féllu saman, sem var staðfest með brúbkaupi heima á Guð- laugsstöðum 2. júní 1933. Mér er þetta brúökaup sérstaklega minnisstætt vegna þess að þetta var fyrsti mannfagnaður sem ég var viðstaddur, en svo ungur að ég vissi ekki nema ab litlu leyti hvað fram fór. Ungu hjónin byrjuðu strax búskap. Eengu einhver jarðaraf- not í Einnstungu og höföu þar sjálfstæðan búskap í 3 ár. Árið 1935 festa þau kaup á jöröinni Höllustööum og gengu með því inn í hálfefndan fram- færslusamning milli Jóns Ólafs- sonar og Sigurbjargar Jónsdótt- ur, fyrri eigenda jarðarinnar. Höllustaðir eru ekki landstór jörð, en landgóð og í marga stabi hin álitlegasta bújörb. Um mibja 19. öld haföi búið á Höllustöðum Jón Halldórs- son, hann var smiður og bú- maður góður. Byggbi snotran bæ, reisti gripahús og safnaðist auður. Hann átti auk Höllustaöa, Brandsstaöi í Blöndudal, Krók og Krókssel á Skaga. Viö fráfall Jóns komu Höllustaðir í hlut Sigurbjargar dóttur hans, sem tók þá við búi þó ógift væri. Sigurbjörg var enginn skör- ungur, svo fljótlega fór að síga á ógæfuhlið með búskapinn á Höllustöðum. Sem dæmi um framtaksleysi Sigurbjargar má geta þess að eitt sinn kom hún aö máli vib Jón Guðmundsson, sýndi honum biðilsbréf sem hún hafbi fengið og spurbi hann hverju svara skyldi. Þegar hann fór ab lesa bréfib, sá hann ab það var að verða 2 ára gam- alt, svo hann spuröi hvort ekki hefbi þurft ab svara þessu fyrr. Þá sagði hún: „Sei, sei, nei, ekk- ert liggur á." Þegar Hulda og Pétur komu í Höllustaði 1935 voru nær öll peningshús jafnt og bæjarhús komin að falli. Af túninu, sem var stórþýft, komu tæpir 100 hestburðir af tööu. Því var strax ráðist í aö byggja ný peningshús, steypa heygeymslur og endurbyggja bæinn aö mestu leyti. Þá var vatn lagt inn og frárennsli út, en í þá tíö var slíkur munaöur sagður vera öll heimsins þæg- indi. Vorib 19.38 leigja þau part af jörðinni og flytja í Guðlaugs- staði, en hafa umtalsveröan bú- skap áfram á Höllustöðum. Ab Höllustööum flytja þau aftur 1943 og eru þá búin að byggja nýtt íbúðarhús. Upp frá því helga þau Höllustöðum alla sína starfskrafta. I.eiöin frá Guðlaugsstöðum og út í Höllustaði er ekki löng. Hulda telst því ekki víðförul kona, en hún þekkti kjör frum- býlinga á krepputímum og lifbi að sjá árangur verka sinna. Nú finnst ekki þúfa í Höllu- staðatúni og 3 íbúöarhús eru á staðnum. Afkomendur Huldu og Péturs halda uppbygging- unni áfram og traust búseta er á Höllustöðum. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, sem eru þessi í aldursröð: Páll Bragi, alþingismaöur, var giftur Helgu Ólafsdóttur frá Siglufirði. Hún er látin. Síðari kona hans er Sigrún Magnús- dóttir, forseti borgarstjórnar í Reykjavík. Birgir Már, lögmaður í Hafn- arfirbi, kona hans er Sigríður Jósepsdóttir lögfræbingur. Hanna Dóra, ógift, kennari í Kópavogi. Pétur Ingvi, læknir á Akur- eyri, kona hans er Þorgerður Kristjánsdóttir símritari. Mann sinn missti Hulda 1977 og eftir lát hans bjó hún að mestu leyti ein í gamla hús- inu, þar til hún fór á Héraðs- hælið á Blönduósi nú í vetur og andaðist þar 9. janúar s.l. Minningarathöfn verður í Svínavatnskirkju nú 14. janúar og ab lokinni bálför veröur jarbsett í heimagrafreit að Gub- laugsstöðum. Hulda er af þeirri kynslóð sem lifði mestu þjóbfélags- breytingar sem orðib hafa á Is- landi. Hún sá torfhúsin hverfa fyrir steinbyggingum og þúfur láta í minni pokann fyrir plóg og herfi, vegi teygja sig yfir ófærar keldur og ár hverfa und- ir brýr, en þegar átti að fara ab setja Blöndu í pípu var henni nóg boðið og setti sig alfarið á móti þeirri ráöagerö. Dæmi nú hver fyrir sig, þvi allir sem uppaldir eru í Blöndu- dal hafa einhverntíma setiö á árbakkanum, starað í iöuna og látiö sig dreyma um framtíðina. Þó Hulda væri alla tíö mikil félagshyggjukona, virti hún rétt einstaklingsins og setti sjálf- stæöi íslands öllu ofar. Um þaö leyti sem veriö var ab stofna lýðveldi á íslandi, raulaði Hulda oft viö vinnu sína þjóðhátíöarljóöiö eftir Huldu skáldkonu, „Hver á sér fegra föðurland". Við systkinin sendum börn- um þínum og öllum aðstand- endum okkar dýpstu samúöar- kveðjur. Megir þú eiga góöa ferö til iandsins ókunna. Arnljótur Guðmundsson Hin langa jiraut er liöin. Nú loksins hlaustu friöinn og allt er orðið hljótt. Nú saell er sigur unninn og sólin hjört upp runnin á bak við dimma dauöans nótt. (V. Briemj Er ég lít í minn sálarspegil og rifja upp stutt en frábær kynni mín af Huldu, er samt af nógu aö taka. Hún var ekki bangin þó hún biði endalokanna og liði ekki vel, heldur jós hún úr sínum sagnabrunni gömlum sögnum og kvæbum, svo unun var á að hlýða. Og þó ekki væri skrifuö um hana nein bók, svo ég viti til, átti hún nóg efni í margar bæk- ur, bæði í rituðu máli og eins sem hún geymdi meö sjálfri sér. Ég var svo lánsöm ab fá ab lesa sumt af því sem hún hafði skrifað, þar var mikill fróðleikur sem væri þess verður aö koma út á prenti. Henni þótti þaö ekki tiltökumál, þó hún kynni nokkrar ljóðabækur utan að, sem líklega er ekki öllum gefib. Nú er hennar stríði lokiö hér á jörðu, vetrarnóttin tók hana í faðm sinn og bar hana inn á ei- lífðarstrendur þar sem öll mein batna. Hún var sátt við endalokin, því eins og hún sagði sjálf, þá fannst henni bæbi fróblegt og gaman að hafa lifað svona lengi. Þessi orb lýsa henni vel. Að lokum vil ég þakka henni fyrir samverustundirnar og sendi fjölskyldu hennar mínar samúbarkvebjur. Bóthildur Halldórsdóttir DAGBOK Lauqardaqur 14 janúar 14. daqur ársins - 351 dagar eftir. 2.vika Sóiris kl. 10.58 sólarlag kl. 16.16 Dagurinn lengist um 5 mínútur. Félag eldrl borgara í Reykjavík og nágrenni Bridskeppni, tvímenningur, kl. 13 og félagsvist kl. 14 i Risinu sunnudag. Dansab í Goðheimum kl. 20. Almennur félagsfundur í Ris- inu kl. 17 á mánudag. Gjábakki, Fannborg 8 Námskeibin í Gjábakka byrja í næstu viku. Leirvinna mánudag kl. 09.30, glerlist þriðjudag kl. 09.30, framsögn þriðjudag kl. 17. Þorrablótib er 21. janúar. Sím- inn í Gjábakka er 43400. Nýjung hjá Útivist Ferð til að kynna Kjörgönguna, sem er nýjung sem Útivist hyggst taka upp, verður farin í dag, laug- ardag. Lagt verður af stað kl. 10.30 frá Umferðarmibstöðinni með rútu. Þátttakendum verður skipt í þrjá hópa eftir óskum um gönguhraba og því farnir mis- langir áfangar, en á sömu göngu- leib. Hverjum hópi fylgir sérstak- ur fararstjóri. Áð þessu sinni verða fyrir valinu hlutar Bláfjalla- leiðarinnar og nágrenni hennar. Hópamir koma samtímis ab Ár- bæjarlaug eftirþriggja til fjögurra tíma göngu. I lok göngunnar verður bryddab upp á þeirri nýj- ung að koma saman og ræða um og ákveða næstu Kjörgöngu Úti- vistar. Göngufólkinu gefst kostur á að fara í laugina (hafib með ykkur sundföt) eba spjalla saman yfir kaffibolla. Ab því loknu verð- ur farið í rútu niður á Umferðar- mibstöð. Aðaltilgangur Kjörgöngunnar er að fá sem flesta út að ganga sér til hreysti og heilsubótar og njóta samgleðinnar. Kjörgangan á aö vera vib allra hæfi. Hafdís Helgadóttir sýnir í Gerbubergi Á morgun, sunnudag, kl. 15, opnar Hafdís Helgadóttir mynd- listarsýningu í Menningarmið- stöbinni Gerðubergi. Eldsneyti sýningarinnar er sótt í „strætó" og ummyndað í skjá- list og blandaba tækni á pappír. Efnisins aflaði Hafdís í Reykjavík s.l. sumar, en sýninguna vann hún í Finnlandi. Hafdís stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1988-1992 og við Kunstakademi- et i Trondheim. Síban haustib 1993 hefur hún verið í fram- haldsnámi í Bildkonstakademin i Helsinki þar sem hún er ab ljúka mastersnámi. Þetta er fyrsta einkasýning Haf- dísar, en hún hefur áöur tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Sýningin er opin frá kl. 10-21 mánud.-fimmtud. og frá kl. 13- 16 föstud.-sunnud. Sýningunni lýkur 12. febrúar. „Vib slaghörpuna" í Listasafni Kópavogs Á morgun, sunnudag, hittast þeir Martial Nardeau, flautuleik- ari, og Jónas Ingimundarson, pí- anóleikari, vib flygilinn góba í Listasafni Kópavogs — Gerbar- safni. Þeir flytja fjölbreytta efnis- skrá fyrir flautu og píanó, auk þess sem þeir leika einieiksverk hvor á sitt hljóbfæri. Tónleikarnir „Við slaghörp- una" hefjast kl. 16 á morgun. Að- göngumiðar við innganginn. Sýningar í safninu eru opnar og hægt að fá sér hressingu á veit- ingastofu safnsins. Kvikmyndasýning í Nor- ræna húsinu Á morgun, sunnudag, kl. 14 verður norska kvikmyndin „Her- man" sýnd i Norræna húsinu. Hún er frá árinu 1990 og er gerb eftir samnefndri sögu eftir Lars Saabye Christiansen. Allir eru vel- komnir og aðgangur er ókeypis. Útsölur í Kringlunni Nú um helgina hefja um þrjá- tíu verslanir útsölur sínar í Kringlunni. Af því tilefni verður Kringlan opin bæði í dag og á niorgun, sunnudag. í dag verbur opið frá 10 til 16 og á morgun frá kl. 13 til 17. Sumar verslanir, sem eru ab hefja útsölu, ætla ab hafa opið lengur bæði laugardag og sunnudag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.