Tíminn - 14.01.1995, Qupperneq 5

Tíminn - 14.01.1995, Qupperneq 5
Laugardagur 14. janúar 1995 5 Taugarnar þandar Tímamynd CS Jón Kristjánsson skrifar Ríkisstjórn Davíös Oddssonar veröur enn tilefni til greinaskrifa, þótt valda- tími hennar fari nú aö styttast. Stjórnar- samstarfiö hófst meö hlýjum handtök- um Jóns Baldvins Hannibalssonar og Davíðs Oddssonar úti í Viöey og heit- strengingum um framtíðina. Þessar voru helstar: - Atvinnulífiö skyldi ganga án opin- berra afskipta. - Svokallaöar sértækar aögeröir skyldu heyra sögunni til. - Sjóbasukk og spilling skyldi ekki liöiö. - Nú skyldu fara í hönd tímar hinna hljóðlátu og traustu stjórnenda, sem yröu ekki alltaf í fjölmiölum, en því samhent- ari bak viö tjöldin. Ab svo mæltu gengu þeir félagar til þess verks aö hækka vextina. Klögumálin ganga á víxl Þegar litiö er til þessara maídaga árið 1991 og yfirlýsingarnar rifjaöar upp, eru atburöir síðustu daga næstum því eins og farsi. Hafnarfjarðarbrandari er eiginlega of veikt orö yfir þessa atburöarás. Hún hljómar til dæmis skemmtilega nú yfir- lýsingin um samhentu ráðherrana, sem yröu ekki í fjölmiðlum. Eftir tæpra fjög- urra ára stjórnarsetu ganga klögumálin á víxl, og Davíö Oddssyni og flokksbræðr- um hans viröist vera þaö efst í huga hvernig þeir geta gert sér sem mestan mat úr óvinsældum formanns samstarfs- flokksins. Bera þeir þó fulla ábyrgð á gerð- um hans. Davíð ryðst fram á völlinn í Hafnar- fjaröarmálinu með stórar yfirlýsingar um yfirhilmingar og hugsanleg lögbrot, og Jón Baldvin svarar fullum hálsi. Slíkur stórfiskaleikur í ríkisstjórn er sjaldgæfur vegna niála á sveitarstjórnarstiginu, en þetta sýnir betur en margt annað hvaö taugarnar eru orönar þandar í stjórnar- samstarfinu. Utanríkismálin Þaö er alveg ljóst af atburðum síöustu daga, og þótt litið sé mun lengra aftur í tímann, aö ekkert sam- band er á milli utanrík- isráðherra og sjávarút- vegsráöherra. Þaö er vafamál aö annar^hafi lyft símtóli til aö hafa qq samband viö hinn, 5* hvaö þá meira. Þetta er |T|<3Í€fVlÍ stóralvarlegt, þar sem óvenjuerfið mál, sem snerta þeirra mála- ------------------- flokka, hafa komiö upp á kjörtímabilinu. í alvöru ríkisstjórn ætti aö vera náib sam- starf milli þessara tveggja ráöherra um stefnumótun íslendinga í samningavið- ræöum um úthafsveiðar, ekki síst á norð- lægum slóöum. Hvernig hefur samband verib rækt viö Kanadamenn um sameig- inleg hagsmunamál þessara ríkja? Hvers vegna voru íslendingar ekki aðilar að við- ræðum Kanada og Noregs um sjávarút- vegsmál? Þetta eru spurningar sem upp koma varöandi hina neybarlegu stöbu, sem nú er uppi hvaö snertir samskiptin við Kanada, þegar gengur á skeytasend- ingum milli utanríkisráöherra og sjávar- útvegsráðherra í fjölmiðlum vegna heim- sóknar kanadíska sjávarútvegsráðherrans. Samtakaleysi og ágreiningur innan rík- isstjórnarinnar er hvergi alvarlegri en í ut- anríkismálum, því að hann grefur uridan trausti á íslenslui utanríkisstefnu. Létta leiðin Ijúfa framundan? Langt er síðan ráöherrar ríkisstjórnar- innar fóru í skotgrafirnar og byrjuöu aö leggja línurnar fyrir næstu kosningar. Áróöurinn á aö byggja á því aö verðbólga sé lítil sem engin, viöskiptajöfnuöur hag- stæður, hagvöxtur hafi veriö á síðasta ári, vextir hafi farið lækkandi, og Sjálfstæðis- flokknum, að sögn forsætisráöherra, ein- um treystandi til að varðveita þennan stöð- ugleika. Kenning var fundin upp um áramót- in um þaö aö allt hafi farið úrskeiöis árið 1988 og nú sé „létta leiðin ljúfa" framundan, svo notaöur sé ágætur bók- artitill. Raunveruleikinn Þetta segir ekki nema hálfan sannleik- ann. Lág verðbólga á rætur sínar að rekja til þjóöarsáttarinnar, sem gerb var á tíma fyrri ríkisstjórnar og byggöist meðal ann- ars á því aö Iaunamenn sættu sig viö lág- markshækkanir á kaupi. Atvinnuleysi hefur þrefaldast í prósentuvís á síbustu fjórum árum, og samdráttur hefur verib í efnahagslífinu. Lág verðbólga er líka sam- dráttareinkenni. Hagstæður viöskipta- jöfnuöur kemur til af tvennum ástæöum: samdrætti í kaupgetu og því, ab framleið- endum í sjávarútvegi, sjómönnum og út- gerðarmönnum, hefur tekist aö halda þar uppi mikilli verömætasköpun, og veruleg uppsveifla varö í loðnu- og rækjuveiöum á síöasta ári auk hækkandi verös og út- hafsveiða. Samkvæmt spá Þjóöhagsstofn- unar um horfur á næsta ári, er gert ráö fyrir aö þessi jákvæöa þróun haldi áfram, þótt við spána séu fyrirvarar. Vonandi gengur sú bjartsýnisspá, sem sett var fram í desember, eftir. Þab sem mistekist hefur Ríkisstjórnin hefur auövitað brotiö öll þau grundvallaratriði, sem sett voru fram í upphafi valdaferils hennar. Sértækar að- geröir hafa verið teknar upp, opinber af- skipti hafa verið höfö af atvinnulífinu, spillingarmálin hafa komið upp sem aldr- ei fyrr. Hins vegar komu þær sértæku aö- gerðir og opinberu afskipti af atvinnulíf- inu seint og um síðir og án heildarstefnu. Fortíöarhyggjan var allsráöandi og for- usta ríkisstjórnarinnar var eins og meiri- hluti bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði upptekin af því aö láta gera skýrslur um svokallaðan fortíöarvanda, en horföi ekki til framtíðar. Þetta aögerðaleysi hefur án efa aukiö samdráttinn og er mesti áfellis- dómurinn yfir stjórnvöldum. Forgangsmálin Þaö er mest áríðandi nú aö sækja fram á þrennum vígstöövum. í fyrsta lagi aö jafna kjörin í gegnum skatt- og launa- kerfiö. í öbru lagi ab skuldbreyta lánum einstaklinga í verulegum mæli, og í þriðja lagi aö efla þær stofnanir, sem vinna aö atvinnumálum og leggja til fjármagn fyr- ir þá sem eru meö góðar hugmyndir um nýjungar í atvinnulífinu. Sé þetta ekki gert, skapast hér þjóðfélag misréttis og stórfelldra átaka á vinnumarkaði. Það er ekki álitleg framtíöarsýn. Viö íslendingar getum ekki sætt okkur viö tveggja stafa atvinnuleysisprósentu. Þjóöfélagið er svo lítið og tengslin svo ná- in, að þjóöarsálin þolir ekki slíkt. Ég hef hitt forsvarsmenn ýmissa sveitarfélaga upp á síðkastið. Félagsleg aðstoð viö fólk, sem þarf að leita á náöir sveitarfélagsins, er vaxandi útgjaldaliöur um allt land. Þetta er réttur sem fólk á, en þaö eru þung spor aö nota hann. Það verður aö koma í veg fyrir aö slík þróun veröi áfram. Um þaö þarf að verða þjóöarsamstaöa. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.