Tíminn - 14.01.1995, Side 8

Tíminn - 14.01.1995, Side 8
8 Laugardagur 14. janúar 1995 Hagvrbingaþáttur Þegar séra Hjálmar á Sauðárkróki og Vilhjálmur Egilsson sóttust báðir eftir fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðurlandskjördæmi vestra, sakaöi Vilhjálmur Pálma Jónsson, fráfarandi þingmann, um beinan stuðning við séra Hjálmar. Af því tilefni varð Hauki Sigtryggssyni þetta að orði: Ýmsir verða til þess tregir að taka því með huga glöðum er séra Hjálmars verða vegir víða stráðir Pálmablöðum. Búi skrifar og yrkir: Ýmsa dýrmæta visku fáum við óbreyttir meðaljónar úr margskonar umfjöllunarþátt- um. Ekki síst um kynjamismun þann sem tröllriðið hef- ur vitsmunalífi okkar undanfarna tvo áratugi. Nýlega var komið inn á „limavöxt" í slíkum þætti: Æðri viska oft er fœrð okkur heimskum bjánum; um gígantíska tippastœrð talar fólk á skjánum. Konum verður varla hlíft; vafalítið mcetti, til að mynda, mestu dýpt mœla í nœsta þœtti. Feluvísan í síðasta þætti var svona: íslensk þjóð er afar sundruð orðin, herma sögur núna; árið 1994. Vísan: íslensk þjóð er afar sundruð orðin, herrna sögur núna; árið nítján hundruð níutíu og fjögur. Önnur feluvísa: Það er engin þörf að ræða þetta meir, en verið getur samt að margir kaupi kvæðakverið eftir mig í vetur. Engilbert á Hallsstööum sendir sléttubandavísu: Drengur góður aldrei ann illum gróðaprettum. Gengur fróður, hvergi hann hreytir sóðaslettum. Afturábak Sóðaslettum hreytir hann hvergi, fróður gengur. Gróðasprettum illum ann aldrei góður drengur. Sami botnar gamlan fyrripart: Enn er risið aflið nýtt upp úr krataflokki. Botn: Ekki visið fljóðið frítt fer á hvatabrokki. Aftur gamall fyrripartur: Allir bankar bjóða lán, basl og þanka svoefa. Botn frá Kristni Gísla Magnússyni: Efþað vankast, verður smán. Verst mun blanka hœfa. eða Svo sértu krankur aura án, ertu vanka-skrœfa. Bragi Björnsson. Og hann bætir við: Vel þó lukkist lán að fá og létti á skuldahögum, krónan reynast kann ofsmá er kemur að skuldadögum. Nýr botn: Vekja litla von og trú veikir stjómarliðar. Botnar og vísur sendist til Tímans Stakkholti 4 A6 snúa rassinum rétt Fatastíls- og framkomunám- skeið eru meðal námsgreina sem Heiðar kennir og heldur sérstök námskeið fyrir þá sem áhuga og þörf hafa á að kynn- ast stílfræðum klæðaburðarins og framkomutækni. Hvar bjátar svo helst á hvað varðar stíl og framkomu heims- borgaranna á klaka norður- hafa? Á maður að klæða sig eft- ir framkomu sinni eða koma fram eftir því hvernig maður er klæddur? Svar:. Hvorugt. Þetta er tvískipt námskeið, en þó samtvinnað. Til dæmis kona, sem klæðir sig mjög vel en kann ekki aö hreyfa sig, gerir fötunum ekki góð skil, og kona, sem hreyfir sig gífurlega fallega en er ekki vel klædd, skaðar heildar- myndina af sjálfri sér. Sé hægt ab tala um einhvern alþjóðastabal í hreyfingum, þá hreyfa íslenskar konur sig mjög vel. En þab eru vissir kauðskir hlutir sem þarf ab laga. Til dæmis hvernig fólk fer í og úr yfirhöfn. íslendingar, bæði menn og konur, demba þessu yfir höfuðið á sér og hrinda smáhlutum um koll og brjóta og bramla. Þetta á ab gerast öbruvísi. Svo eru athafnir eins og þær, ab þegar komib er inn þar sem fólk er fyrir, snýr fólk sér við þegar inn er komiö, lokar á eft- ir sér og snýr þá rassinum í fólkið. Þetta er ópent og þarf að læra að gera ekki. íslendingar eru ansi vel reist- ir og líkamsburður og líkamlegt atgjörvi það gott að göngulag íslenskra kvenna er upp til hópa mjög gott. Þúfnagöngu- lagið er að mestu horfið. Yngri konurnar hafa ekki ver- ið mjög duglegar að ganga á háum hælum og lenda því í smávandræbum þegar þær tylla sér upp á þá. Hvernig áég a b vera? Heiðar Jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Að kunna sig eða ekki í kokkteilboðum og þar sem fólk hegöar sér frjálslega og tal- ar saman, er algengt að ein- hverjir í hópnum troöast um og snúa baki í einhverja af við- ræöufélögunum. Þetta er nán- ast dónaskapur. Svo eru sumir sem ekki virða persónulegt svæði og troðast alltof nærri viðmælendum sínum. Svona ósiðum er hægt að venja fólk af og það er ég að kenna í fram- komunámskeiðum. Það verður að hafa í huga að líkamstalið, hvernig við beitum okkur, er stór hluti af framkomunni og ekki síöur mikilvægt en hvað við segjum eba hvernig við klæöum okkur. í framkomu margra okkar vantar hugsun og aga, etíkett og prótókoll, ef nota má al- þjóöleg orb yfir þennan hluta siðmenningarinnar. Hvaða hefðir í framkomu eru það, sem við ættum síst að sleppa,. en rækta með okkur? Herramennska er vib lýði og á að vera við lýði, burtséb frá kvennabaráttunni. Það á að koma fram við konur eins og konur áfram, opna ,fyrir þær bíldyrnar og annað slíkt. Siðalaus kynslób Kurteisi og herramannlegir siðir fórust fyrir um skeið, en núna finnst mér unga fólkið kunna þetta betur en þeir sem eru að byrja ab grána og fá skalla. Það varb mikil sveifla í hegðunarmynstri með einni kynslóð. Konur hættu að taka herramennskunni og úr því urðu vandræði og óþarfir árekstrar. Það eru ekki bara karlarnir sem verða að taka sig á, heldur konurnar líka og þær skulu varast að gera karlana að fíflum þegar þeir eru að sýna þeim kurteisi. . Einstaka kona tekur herra- mennsku og kurteisi af hálfu karls ávallt þannig að hann sé að stíga í vænginn við hana eða sé að sýna henni lítilsvirðingu. Svoleiðis hugsanagang og framkomu þarf að lagfæra. Karlmenn, sem sakaðir eru um að sýna konum ekki kurt- eisi og herramennsku, svara því til að þeirra herramennsku hafi verib hafnað, og fyrst þeir séu álitnir vera ruddar sé best að hegða sér eins og ruddar. Tilgerð og tildur eru ekki endilega kurteisi, heldur fram- koma sem gerir það að verkum að öbrum líöur vel í návist manns.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.