Tíminn - 14.01.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.01.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 14. janúar 1995 7 Cóöur árangur hefur náöst í þorskeldi í kvíum hér á landi. Birgir Albertsson, frumkvööull í kvíaeldi á þorski: Tvöföldun á stærð þorsks á tiltölulega skömmum tíma Góírnr árangur hefur náöst í þorskeldi í kvíum hér á landi á undanförnum tveimur til þremur árum. Birgir Alberts- son, sjómaöur frá Stöövarfiröi og frumkvööull í þorskeldi hér á landi, segir aö þrátt fyrir óhöpp í eldinu og viö sölu á eldisþorski, lofi þær tilraunir, sem geröar hafa veriö, mjög góöu og eldiö hafi skilaö mjög fallegum þorski. í vetur hafa sex aðilar verið meö þrjár kvíar í Stöðvarfirði. Þar af hefur Birgir, ásamt félaga sínum, verið með eina kví síð- astliðin þrjú ár. Við sögðum frá því í Tímanum í gær, að þeir Birgir Albertsson. hefðu orðið fyrir því óhappi að net í kvínni rifnaði á fjórum stöðum og þeir misstu um 2/3 af þorskinum út, en náöu að slátra afganginum. Útkoman var mjög fallegur þorskur, sem mjög gott verð fékkst fyrir. Eins og áöur sagði, er Birgir frumkvöðull að þorskeldi í kví- um hér á landi. Hann segir að á sínum tíma hafi hann aldrei hirt undirmálsfisk, heldur þess í stað haft Iag á að koma smáfisk- inum niður lifandi. Hann hafi þó löngun til að nýta hann á einhvern hátt, og þá hafi hann dottið niður á áratuga gamla sögu um Færeyinga, sem veiddu fisk í lestarnar á skútunum og sigldu meö hann lifandi til Bret- lands, þar sem þeir slátruðu honum og seldu á hæsta verði. „Þá sá ég að þaö var lítill vandi að koma honum í land hér og gera hvað sem er við hann," segir Birgir. Þetta gerði Birgir einmitt fyrsta árið: hirti undirmálsfisk, flutti hann lifandi til lands og setti í kví, sem hann hafði kom- ið sér upp í Stöövarfirði. Seinna meir hafi hann hins vegar nýtt allan þann þorsk, sem hann veiddi, til eldis, en ekki einung- is undirmálsfisk. Birgir segir að nokkuö margir aðilar séu nú þegar komnir af stað með þorskeldi í kvíum og enn sé nokkurTneyfing á þeim málum. Hann segir þorskeldi í Eldisþorskur í kví. kvíum örugglega eiga mikla framtíö fyrir sér. Sem dæmi seg- ir hann að í þeim 4-5 tonnum af fiski, sem hann hafi veitt í sum- ar til aö setja í kvíarnar, hafi uppistaöan verið smár fiskur. Þetta hafi hann veitt nær ein- göngu á handfæri, auk lítils magns á línu, og það hafi í ein- um og einum róðri náðst ágætis fiskur. Hins vegar hafi þorskur- Hommar og lesbíur halda borgarafund í Reykjavík um réttindamál sín. Skýrsla nefndar um réttindi gagnkynhneigöra: Mega „giftast" en ekki annast um bamauppeldi Borgarafundur um málefni lesbía og homma veröur hald- inn á Hótel Borg á morgun, sunnudag, kl. 14 til 16. Tilefn- iö er nýútkomin skýrsla nefndar um málefni samkyn- hneigöra. Meöal þeirra, sem fram koma á fundinum, eru flutningsmenn þingsályktun- artillögu um afnám misréttis gagnvart samkynhneigöum, þau Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, Ossur Skarphéöinsson og Guörún Helgadóttir, auk fulltrúa þriggja ráöuneyta. ísland mun skipa sér í fremstu röð landa sem berjast fyrir mannréttindum, verði laga- og réttarbót fyrir samkynhneigt fólk að lögum. Niðurstöður nefndar, sem fjallað hefur um málefni þessa hóps, liggja nú fyrir. Nefndin var skipuð vorið 1992 af Alþingi. Það vor var yfir- lýst sú stefna stjórnvalda að misrétti gagnvart samkyn- hneigðu fólki skyldi hverfa og í kjölfar þess var nefndin skipuð. Percy B. Stefánsson, varafor- maður Samtakanna '78, sem er félag lesbía og homma, segir aö ekki séu allir á eitt sáttir um aukin réttindi lesbía og homma í íslensku þjóðfélagi og hafi skoðanamunur glöggt komið fram í skýrslu nefndarinnar sem fyrr er greint frá. Ekki eru allir nefndarmenn á eitt sáttir um réttindi lesbía og homma á íslandi. Sá skoöana- munur kemur fram í skýrslu nefndarinnar. Minnihluti nefndarinnar krefst fullra rétt- inda fyrir hópinn, en meirihlut- inn er tregur í taumi. Meirihlutinn felst á aö hommar og lesbíur geti „gifst" og þannig staðfest sambúö sína, en slík „gifting" getur aðeins farið fram borgaralega, ekki í kirkju. Hins vegar er ekki gert ráö fyrir að samkynhneigt fólk geti axlað ábyrgð á uppeldi barna, með sameiginlegri forsjá eða ættleiðingu. Percy B. Stefánsson segir að Samtökin '78 fagni auknum mannréttindum, sem nú séu loksins í sjónmáli. Hins vegar megi spyrja að því í leiöinni hversu lengi samkynhneigðum beri minni hlutur en öðrum þjóðfélagsþegnum. Því sé nú boðað til borgarafundar til um- ræðna og skoðanaskipta um framtíðarmöguleika samkyn- hneigðra á íslandi. inn, sem upp úr kvínni kom, verið eins og fiskur af bestu færaslóð. „Gríðarlega fallegur fiskur," segir Birgir Albertsson og segir jafnframt að með eldi í kvíum náist að tvöfalda stærð fisksins á tiltölulega skömmum tíma. Birgir er mjög ánægður með viðbrögð yfirvalda við þeim til- raunum sem hann hefur verið að gera í þorskeldi. Hann segir sjávarútvegsráðuneytið í ráð- herratíð Halldórs Asgrímssonar hafa verið frumherjum í þorsk- eldi mjög innan handar og hafi veitt fé til verkefnisins, auk þess sem veitt hafi verið leyfi til að veiða npkkur tonn utan kvóta til að setja í kvíarnar. Þá hafi þeir einnig fengið styrk frá Byggðastofnun. Ekki er ljóst meö framhaldið hjá Birgi, því hann hefur áhuga á að fara í önnur verkefni tengd þessu og hann hefur þegar gefið loforð um að taka þátt í ýmsum tilraunum með aðila frá Haf- rannsóknarstofnun -og jafnvel stendur til aö þær tilraunir fari fram í Stöðvarfirði. Þrátt fyrir bjartsýni nú hefur Birgir ekki átt sjö dagana sæla. Hann var óheppinn þegar kvótakerfið var sett á, og hann hefur tapaö tveimur milljónum í kvóta, því hann hirti ekki und- irmálsfiskinn þegar kvótinn var settur á, heldur sleppti honum aftur í sjóinn. Aðrir fóru ekki þannig að ráði sínu og voru þess í stað með á bilinu 10-15 tonn af undirmálsfiski í sínum kvóta, þegar hann var settur á, en Birg- ir ekki eitt einasta kíló. Auk þessa hefur hann eins og áður sagði lent í ýmsum óhöppum, en Birgir ber sig þó vel og held- ur ótrauður áfram. ■ Hellisheiöi: Slys viö framúrakstur Á fjórða tímanum í gær var tilkynnt um umferðarslys á Hellisheiði við Bláfjallaafleggj- ara. Þar lentu saman fólksbif- reið og jeppabifreið með þeim afleiðingum að farþegi í þeirri síðarnefndu var fluttur á sjúkrahús, talsvert meiddur í andliti. Meiðsli annarra voru minniháttar. Atvikið gerðist með þeim hætti að ökumaöur fólksbif- reiöarinnar reyndi að taka fram úr í blindbyl og í þeirri svipan, þegar hann var kominn upp að hlið þeirrar bifreiðar sem taka skyldi framúr, kom jeppabif- reiðin akandi út úr kófinu, með þeim afleiðingum að þær lentu saman. Allir hlutaðeigandi voru í bílbeltum, en fólksbif- reiðin er talin ónýt. ■ Húsavík: Dregib úr atvinnuleysi á milli ára Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tímans á Akureyri: Dregið hefur úr atvinnuleysi á Húsavík á milli ára samkvæmt yf- irliti yfir atvinnuleysisdaga á ár- unum 1993 og 1994. Atvinnu- ástand á Húsavík var nokkru betra um síöustu áramót en í lok ársins 1993. Atvinnuleysisdagar í nóv- ember á síöasta ári voru um 990 á móti 1.100 í sama mánuði árið á undan. Fyrstu fimm mánuði síöasta árs var atvinnuleysi meira en á sama tímabili áriö 1993, en í júní sner- ist dæmið við og síðan hafa at- vinnuleysisdagar verið færri í hverjum mánuði, ef miðað er við sömu mánuði á árinu 1993. Því má merkja ákveðinn viösnúning í atvinnumálum um mitt síðasta ár, að sögn Aöalsteins Baldurssonar, formanns Verkalýðsfélags Húsa- víkur. Mest atvinnuleysi mældist á Húsavík í upphafi síðasta árs, eða rúmlega 3.000 atvinnuleysisdagar í janúar, en ástæður þess má aö verulegu leyti rekja til sjómanna- verkfallsins sem stóð yfir fyrstu vikur ársins. Atvinnuleysisdagar voru á bilinu’ 1.500 til 1.800 í febrúar til apríl, sem var nokkru meira atvinnuleysi en á sama tíma á árinu 1993, en í maí minnkaði atvinnuleysi á Húsavík niöur í rúmlega 1.000 atvinnuleysisdaga og í júní var atvinnuleysið komiö niður í 300 atvinnuleysisdaga. Minnsta atvinnuleysið var í júlí eða liðlega 100 atvinnuleysisdag- ar. Frá þeim tíma hefur atvinnu- leysið aftur fariö vaxandi, þótt það hafi ekki náð atvinnuleysis- tölum síðari hluta ársins 1994. Aðalsteinn Baldursson sagði at- vinnusveifluna árstíðabundna. Fyrstu mánuðir ársins væru erfið- astir, en mjög drægi úr atvinnu- leysi þegar kæmi fram á vor og sumar. Þegar tvö undanfarandi ár væru borin saman, væri sveiflan svipuð hvað árstíðir varðar, en at- hyglisvert sé ab fyrrihluta ársins væru fleiri atvinnuleysisdagar skráðir en árið á undan, en færri á síbari hluta ársins. í því fælust já- kvæbar vísbendingar um atvinnu- ástandið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.