Tíminn - 14.01.1995, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.01.1995, Blaðsíða 12
12 wtmmtt Laugardagur 14. janúar 1995 Fyrsti Þjóbvakafundur Jóhönnu Siguröardóttur var haldinn á Selfossi í fyrrakvöld: „Vanskil í húsbréfakerfi eru ekki mér aö kenna" „Þa& er fráleitt ab kenna mér og húsbréfakerfinu almennt um aukin vanskil á lánum þess. Enginn kennir raf- magnsveitunum um vanskil almennings vib þær, eba segir Póst og síma mislukkaba stofnun af því símareikningar fjölmargra eru í vanskilum. Þessi vandi helgast af of lág- um launum og fyrir hækkun þeirra og bættum kjörum ætl- ar Þjóbvaki svo sannarlega ab berjast." Þetta sagði Jóhanna Sigurbar- dóttir alþingismabur - mebal annars á opnum stjórnmála- fundi sem Þjóövaki, stjórnmála- hreyfing stuöningsmanna hennar, gekkst fyrir á Selfossi í fyrrakvöld. Þetta var fyrsti al- menni stjórnmálafundurinn sem hreyfingin gengst fyrir, en á næstunni veröur fariö um landið og fundir haldnir víða. Um 100 manns voru á fundin- um, þar af margir sem til þessa hafa verið taldir stuðnings- menn annara flokka. Helsti stuöningsmaöur Jó- hönnu Siguröardóttur á Suö- urlandi er Þorsteinn Hjartar- son, skólastjóri á Brautarholti á Skeiöum. í framsögu hans kom meðal annars fram aö Þjóbvaki væri upphaf nýrra tíma og hugsunar í íslenskum stjórnmálum. Siöferöileg og mannleg gildi yröu sett í önd- vegi í starfi hreyfingarinnar, sem og barátta gegn hroka, forréttindum og spillingu. Friösöm bylting „Þjóðin er að snúast til bar- áttu gegn spillingu," sagði Þorsteinn. Má segja aö rauði þráöurinn í máli hans og margra annara fundarmanna hafi veriö sá aö gera skyldi frið- sama byltingu á íslandi. Þar yröu forréttindi minnihluta- hópa tekin af og kjör fólksins í landinu jöfnuð á flestum svið- um. Með slíku væri kominn grundvöllur fyrir heilbrigðu þjóðfélagi í landinu. ✓ Omótuð stefna LETTOSTAR þrjár tegundir á léttu nótunum MUNDU EFTIR OSTINUM LinSSXyn létto§tur [ W ) „Þjóðvaki er fyrsta tilraunin í langan tíma til aö breyta flokkakerfinu á íslandi. Tími er kominn til aö breyta því og íslensku þjóöfélagi almennt. En viljiö þið óbreytt ástand hvet ég ykkur endilega til að kjósa fjórflokkinn," sagöi Þjóðvakamaðurinn Ágúst Ein- arsson, prófessor. Hann fór mörgum orðum um stjórn- Jóhanna Siguröardóttir sagbi húsbréfakerfib ekki ástœbu vanskila, heldur lág laun. Ágúst Einarsson vill ab stjórnmál snúist um fólk. markmið hef ég ávallt haft aö leiðarljósi í mínu stjórnmála- starfi. Fyrir vikið segir minn gamli flokkur mig vera ein- sýna," sagði Jóhanna Sigurö- ardóttir í inngangsorðum ræðu sinnar. Hún fór vítt yfir svið þjóðmálanna og sagði hún, rétt eins og Þorsteinn Hjartarson, vera þörf á al- mennri siðbót í stjórnmálum á íslandi. Hafði Jóhanna á orði auðsöfnun á fárra hend- ur, ranglátt skattakerfi, óhóf- lega risnu og ferðakostnað starfsmanna í ríkiskerfinu, ranga forgangsröðun í málum þeim er opinberir aðililar ann- ast og fleira í þessum dúr. „Þjóðfélagið er að leysast upp í stríöandi fylkingar vegna misskiptingar sem þarf að uppræta," sagði Jóhanna. Þorsteinn Hjartarson segir þjóbina vera ab snúast gegn spillingu. Tímamyndir SBS kerfi fiskveiöa, en núverandi fyrirkomulag segir hann rang- látt. í orði og á borði eigi fisk- urinn í sjónum að vera þjóð- areign og arður af fiskveibum verði að koma öllum lands- mönnum til góða, andstætt því sem nú er. Því sé fráleitt að fámennur hópur geti veðsett þessa sameiginlegu eign þjóð- arinnar. Ennfremur segir Ág- úst að allur fiskur eigi að fara um fiskmarkað, enda geti það eitt tryggt frjálsa og eðlilega verbmyndum. T rúnaöarbrestur þjóbar og þing- manna „Stjórnmál eiga að snúast um tilfinningar fólks," sagði Ágúst Einarsson. „Og það er sagt að hver þjóð fái þá stjórn- málamenn sem hún á skilið. Það hefur orðið trúnaðarbrest- ur milli þjóðar og þingmanna, sem er alvarleg staðreynd. Þess vegna finnst mér þið eiga skilið betri stjórnmál og stjórnmálainenn en nú er. Viljiö þið hinsvegar óbreytt ástand hvet ég ykkur endilega til að kjósa fjórflokkinn," sagði Ágúst. „Þjóövakinn ætlar ab standa við það sem hann lofar. Það Á-Þjóðvakafundinum á Sel- fossi kom aldrei skýrt fram með hvaða hætti Þjóövakinn og Jóhann hygðust ná fram markmiðum og stefnumálum sínum. Þó var frá því greint að málefnahópar væru í gangi sem ynnu að mótun stefnu- skrár og verða áherslurnar þá væntanlega á þeim nótum sem að framan greinir. í máli nefndra framsögu- manna á Selfossfundinum kom fram að; „... Þjóðvakinn ætlar ekki að gera allt fyrir alla," eins og komist var að orði. Samandregið má segja að stefna hans virðist eiga að vera uppræting klíkuveldis, samtryggingar, ábyrgðarleysis og forréttinda. Kjör þeirra er höllum fæti standa — ekki aö- eins fjárhagslega — verði bætt og þannig verði skapað þjóð- félag jafnaðar og réttlætis. Bjartsýn á gengi á Suöurlandi Jóhanna Sigurðardóttir kvaðst vera bjartsýn á gengi Þjóðvakans í kosningunum í apríl næstkomandi. Máli sínu til stuðnings vitnaði hún í skoðanakönnun frá í nóvem- ber sl. þar sem framboðið mældist meb 17 til 18% fylgi. Það er jafnmikið fylgi og Al- þýðuflokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti á Suburlandi mældust með samanlagt þá og Framsóknarflokkurinn í kjör- dæminu var þá á svipuðu róli. "Eftir kosningar í vor verður sprettur milli Framsóknar- flokks og Alþýðubandalags um hvor flokkurinn verbur á undan til Davíðs," sagði Jó- hanna. Meira fjölyrti hún ekki um hugsanlegt stjórnar- mynstur að loknum kosning- um eða um hugsanlega ríkis- stjórnarþátttöku Þjóðvaka. -SBS, Selfossi. Skatthlutíall bama í staðgreiðslu 1995 Skatthlutfall barna sem fædd eru 1980 eða síðar er 6% í staðgreiðslu á árinu 1995. Launatekjur barna undir kr. 77.940 hjá sama launagreiðanda eru undanþegnar staðgreiðslu frá 1. janúar 1995. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.