Tíminn - 14.01.1995, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.01.1995, Blaðsíða 15
Laugardagur 14. janúar 1995 15 Kristinn Jónsson Einarsstöbum, Reykjadal Kristinn fónsson (Diddi), fyrrver- andi bóndi, fœddist á Einarsstöð- um í Reykjadal 7. febrúar 1926. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akur- eyri 8. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Jón Haraldsson frá Einarsstöðum í Reykjadal, f. 6. september 1988, d. 18. apríl 1958, og Þóra Sigfúsdóttir frá Höllustöð- um í Reykjadal, f. 15. október 1889, d. 14. apríl 1979. Kristinn var fœddur og uppalinn á Einars- stöðum. Hann var sjöundi í röðinni af 11 alsystkinum en að auki átti hann einn hálfbróður, Ingimar fónsson. Kristinn bjó félagsbúi með brœðrum sínum, þeim Sigfúsi og Einari, sem nú eni báðir látnir. Kristinn var ókvœntur og barnlaus. Útfór hans fer fram frá Einars- staðakirkju í dag. Því skal ei með hryggð í huga horfa eftir sigldri skeið. Allra bíðurefsti dagur, enginn kýs sér far né leið. Trú á þann, sem tendrar lífið, tryggir sátt og frið í deyð. (Jón Har.) Elsku Diddi frændi. Við viljum með örfáum orðum minnast þín. Ofarlega í huga okkar eru góðar minningar frá því um veturinn 1991 þegar þú dvaldir hér fyrir sunnan og varst að bíða eftir því að gangast undir enn eina erfiða aðgerð. Þegar við svo kvöddum þig, kvöldið fyrir uþpskuröinn, t MINNING ríkti innra með okkur gleði. Gleði yfir því aö fá að upplifa þessar góöu stundir með þér. Gleði yfir því að fá tækifæri til að ræða við þig um lífið og tilgang þess. Við minnumst Þorrablóts- ins hjá Alla fyrir þrem árum síð- an. Þá sungum við mikið og átt- um ógleymanlega kvöldstund. Á aðfangadag fyrir tveimur árum síðan var okkur tilkynnt það símleiðis að þú yrðir að gangast undir aðra aðgerð sem var þaö erfið fyrir þig að þá vorum við sátt viö að þinn tími væri kom- inn. Sjálfur tókst þú því meö miklu æðruleysi, sáttur við þín örlög og hlutskipti í lífinu. Elsku Diddi frændi. Þú varst mjög greiðvikinn og góður mað- ur, góður frændi, hjartahlýr og hafðir meira gaman af því að gefa en þiggja. Haföu þökk fyrir frá okkur öllum og nú vitum við að þér líöur vel. Guð geymi þig elsku frændi. Anna Þóra, Guðrún fóna og fóhanna Bragadœtur Ferjan hefúr festar losað. Farþegi er einn vm borð. Mér er Ijúft — af mcetti véikum mœla nokkur kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þétt oggleðibrag, þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fyrir liðinn dag. 0. Har.) Það var undarleg tilfinning sem hríslaðist um mann, þegar fréttin af andláti Kristins barst okkur. Minningarnar hrönnuð- ust upp eins og rigningarský á himni og fyrr en varði fór að rigna. Diddi (eins og hann var ævinlega kallaður) var nú loksins dáinn. Oft var maður búinn að í- mynda sér að það yröi mikill létt- ir þegar við fengjum þessa fregn, en svo var ekki. Þó var full á- stæða til aö gleðjast, því þetta var það eina sem Diddi þráði. Eftir 18 ára veikindi var hann orðinn einfættur stomasjúklingur, illa farinn vegna innvortis bruna og langra og strangra lyfjameðferða. Hann hafði orð á því að hann yrði stundum svekktur þegar herbergisfélagar hans dóu. Hon- um fannst hann vera útundan að fá ekki aö fara yfir móöuna miklu og hitta bræður sína og foreldra, sem hann saknaði sárt. Þrátt fyrir veikindi dvaldi Diddi langdvölum heima á Ein- arsstöðum, nánar tiltekið í Ein- arsstaðaskála, sem bróöir hans Aðalsteinn léði honum til frjálsra nota. Það var mikið kappsmál hjá honum að geta séð um sig sjálfur og þurfa sem minnst aö vera upp á aðra kom- inn. Svo til á hverju sumri heim- sóttum við fjölskyldan hann og dvöldum við gott yfirlæti í Skál- anum. Diddi var einstaklega gestrisinn og góður heim aö sækja. Hann lét sig ekki muna um að hafa til mat og baka stafla af pönnukökum, ef von var á gestum. Kjötsúpan hans var sú besta noröan heiða. í Skálanum var oft glatt á hjalla, mikib spjall- að, sungið og skrafað um alla heima og geima, allt frá hesta- mennsku til háandlegra mála. Diddi hafbi alltaf frá einhverju að segja og gat verið fyndinn í meira lagi, enda frásagnarlist hans á þingeyska vísu. Persóna hans var margbrotin. Hann var ævinlega fyrsti maður til að rétta hjálparhönd þar sem hann gat orðið að liði og var hann vanur ab drífa í hlutunum. Hann hins- vegar tranabi sér aldrei fram og vildi helst vera lítiö áberandi. Hestamennska hafbi verið hans líf og yndi þar til hann veiktist. Átti hann fjölda verðlauna því til staðfestingar. Það eru vandfundnar persónur eins og Diddi. Ævinlega var hægt ab reiöa sig á hann, ef á aðstoö þurfti að halda. Hann þekkti ekki hugtakið nísku, og þrátt fyrir veikindi og erfiðleika barmaði hann sér aldrei. Jafnvel þegar fót- urinn var tekinn af honum æðr- aðist hann ekki, þó tilhugsunin hefði verið óbærileg. Þegar hann kom í heimsókn til okkar fyrst eftir að hann var oröinn einfætt- ur, hafði hann orð á því aö þaö hefði verið feill, að útvega sér ekki lepp fyrir augað, því að þá hefði fólk haldið að þarna væri gamall sjóræningi á ferð. Þetta hefur hann eflaust sagt til þess að við værum ekki svona alvöru- gefin yfir þessu. Mildb lærbi mabur af Didda og verður honum aldrei nógsam- lega þakkaö fyrir þaö sem hann lagði okkur í té sem förunautur þennan stutta veg sem lífið r. Gub blessi minningu þína, Diddi minn, og líði þér sem best þar sem þú dvelur núna í faðmi vina. V. Gísli Valdemarsson Nú er hönd að hœgum beði hnigin eftir dagsins þrautir. Signt er yfir sorg og gleði, sœst við örlög. — Nýjar brautir. Biðjum þess á blíðum tónum berast megi þréyttur andi endurborinn Ijóss að landi, lofandi dag með ungum sjónum. (J. Har.) Elsku Diddi minn, hafbu inni- lega þökk fyrir allar góðu stund- irnar og allan þinn hlýhug og velvild í minn garð og fjölskyldu minnar. Þú varst algjör perla. Guð blessi þig og minningu þína. Lilja Kristín Bragadóttir in Stefánsson Eyri, Mjóafiröi Fæddur 23. janúar 1924 Dáinn 7. janúar 1995 Látinn er sveitungi minn, Eg- ill Stefánsson. Fyrrum nemandi minn í barnaskóla, seinna ná- granni og samverkamaður um málefni byggðarlagsins. Langar mig að minnast hans hér með örfáum orðum. Egill fæddist á Brimnesi í Fá- skrúðsfirði 23. janúar 1924. For- eldrar hans voru hjónin Margr- ét Ketilsdóttir og Stefán Eiríks- son bóndi. Þau bjuggu næstu sex árin á Hvalnesi við Stöðvar- fjörð en fluttust að Krossi í Mjóafiröi 1930 ásamt þremur börnum, Baldri, Agli og Ragn- heiði. Yngsti sonurinn, Jón Ás- geir, fæddist í Mjóafirði. Systk- inin ólust upp með foreldrum sínum á Krossi og Minni-Dölum þar sem þau bjuggu einnig nokkur ár. Sterk samheldni hef- ur veriö meb þessari fjölskyldu alla tíb. Árið 1950, þann 10. maí, gekk Egill að eiga eftirlifandi konu sína, Ólöfu Jóhannsdóttur á Eyri í Mjóafirði. Foreldrar henn- ar voru Jóhanna Benediktsdótt- ir og Jóhann Stefánsson. Þau bjuggu á Eyri til æviloka, sein- asta áfangann í skjóli Egils og Ólafar sem var einkadóttir þeirra. Jóhanna lést fyrir skömmu á 101. aldursári. Egill og Ólöf hafa einnig búið á Eyri allan sinn búskap, byggðu þar í byrjun íbúö sína áfasta eldra húsinu. Ungur byrjaöi Egill sjósókn á eigin vegum, fyrst í félagi með Baldri bróður sínum, og gerðu þeir út trillu frá Mjóafirði á sumrin. Einnig réðst hann þá stundum á stærri báta og tog- ara, einkum að vetrinum. Raunar tengdist ævistarf Egils t MINNING Stefánssonar sjónum alla tíð. En árib 1954 varö sú breyting að hann tók að sér að annast fastar bátsferöir til Noröfjarðar, fyrst vikulega, seinna tvær ferðir í viku. Veiðar stundaði hann þó nokkuð jafnframt og hafði einnig lengst af örlítinn stuðn- ing af landbúskap. Egill annaðist þessar bátsferð- ir fulla þrjá áratugi, síðustu árin í félagi meb eldri syni sínum, Jó- hanni, sem síðan yfirtók útgerð- ina. Höfðu þeir þá fyrir nokkru fest kaup á nýjum 13 smálesta plastbáti. Þegar Egill tók við áætlunar- ferðunum var Mjóifjöröur enn vegarsambandslaus með öllu — og er það enn stóran hluta árs. Bátsferðir þessar eru því afar þýðingarmiklar fyrir byggðina. Hafa þær verib reknar af miklu öryggi allan tímann, enda um- hirða báts og vélar með miklum ágætum. Egill Stefánsson sat í hrepps- nefnd Mjóafjarðar 1957-1978. Hann kom til starfa á þeim vett- vangi eftir aukakosningar þegar fjöldi manns hafði flutt burt úr sveitinni á fáum árum, þar með fjórir hrepppsnefndarmenn og jafnmargir varamenn. Fram- undan var eins konar varnar- barátta þeirra sem eftir voru. Er það saga út af fyrir sig og veröur ekki sögð hér. En víst er um það ab „feröaþjónusta" Egils og þeirra feöga hefur verið þýðing- armikill þáttur vibnámsins. — Upp úr 1960 beitti Egill sér fyrir því að byggð var frystigeymsla fyrir matvæli, beitu og beitta línu og hefur komib ab góbu gagni síðan. Þegar leitast er við að rekja æviferil roskins manns í fáum orðum verður hitt fleira sem liggur á milli lína — hjá því verður víst ekki komist. Egill Stefánsson var aldrei heilsu- sterkur og síðustu árin átti hann við að stríða erfið veikindi. Sjúkrahúslegur uröu þó aldrei. langar. En umhyggja eiginkonu og aðhlynning var óhvikul og traust. Synir Egils og Ólafar eru tveir, Jóhann og Sævar, báöir búsettir á Mjóafirði. Bamabömin eru sjö og hið fyrsta af.næstu kynslóð hefur þegar litið dagsins ljós. Það er margs að minnast og margt að þakka þegar kvaddu er vinur og samferðamaður í sextíu ár. Og seint gleymi ég ör- uggri forsjá Egils í nær óteljandi sjóferðum sem ég fór með hon- um fyrir Nípu á þrjátíu ára ferl- inum. Við Margrét sendum Ólöfu og öbrum ástvinum Egils Stefáns- sonar innilegar kvebjur og biðj- um þeim blessunar. Vilhjálmur Hjálmarsson 11 p HEILBRIGÐISEFTIRUT REYKJAVÍKUR Gjöld vegna hundahalds í Reykjavík Borgarstjórn Reykjavíkur hefur ákvebið ab gjald vegna hundahalds 1995 verbi óbreytt kr. 9.600. Samkvæmt ákvörbun borgarstjórnar og gjaldskrá sem umhverfisrábuneytib stabfesti 12. janúar sl. skal gjaldib greibast í þrennu lagi meb gjalddögum 16. janúar, 15. febrúar og 15. mars. Eindagi er einum mánubi eftir gjalddaga og reiknast dráttarvextir frá gjalddaga verbi gjaldib eigi greitt í síbasta lagi á eindaga. Heilbrigbiseftirlit Reykjavíkur. ^tWféiag HROSSABÆNDA BÆNOAHÖLLINNI HAGATOnGt Bændur Slátrun hrossa til japans kallar á góba fóbrun. Fitu- sprengt kjöt eru gæðin sem greitt er fyrir meb 10% yfir- verbi. Skráib feit hross til slátrunar hjá sláturleyfishöfum. Félag hrossabænda ||f ÚTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræ&ings er óskab eftir tilbo&um í upp- steypu og fullnabarfrágang vi&byggingar Brei&holtsskóla ásamt ló&. Helstu magntölur: Flatarmál húss 800 m2 Rúmmál B.055 m3 Verkinu á a& vera lokib 15. ágúst 1995. Utbobsgögn ver&a afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkiuveqi 3, Reykjavík, qeqn 15.000 kr.skilatryggingu. Tilbo&in ver&a opnub á sama sta& mi&vikudaginn 1. febrúar 1995, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.