Tíminn - 20.01.1995, Síða 1
STOFNAÐUR 1917
79. árgangur Föstudagur 20. janúar 1995 14. tölublað 1995
Börnin
skynja líka
sorgina
Eins og önnur börn í þessu landi
hafa börnin í leikskólanum
Hjalla í Hafnarfirbi tekib þátt í
sorginni sem hefur gagntekib
alla landsmenn undanfarna
daga vegna atburöanna í Súba-
vík.
En hvaða augum líta börnin
slíkar hörmungar? Hrund Guð-
mundsdóttir sem starfar á Hjalla
sagði um þetta í samtali við Tím-
ann:
„Strax og fregnin barst á mánu-
dagsmorgun safnaði ég hópnum
mínum saman og sagði frá því sem
gerst hafði. Líka að á staðnum væri
fullt af björgunarfólki sem væri aö
reyna að hjálpa fólkinu og nú
skyldum vib reyna ab gera það sem
við gætum. Og svo héldumst við í
hendur, lokuðum augunum og
sendum allar góðu hugsanirnar
okkar vestur til þeirra sem þarna
voru í neyð."
Hrund sagði ab í framhaldi af
þessari stund hefðu börnin látib í
ljós margvíslegar tilfinningar.
Nokkuö hefði borið á því að sum
þeirra væru hrædd og þá heföi til-
hneigingin verið sú að fullvissa sig
um ab húsin sem við sjálf ættum
heima í væru svo sterk að ekkert
snjóflóð ynni á þeim. Hrund sagði
þó ab þörfin fyrir að skapa sér ör-
yggiskennd væri misjafnlega mikil
hjá börnunum.
„Viö sögðum þeim líka frá litlu
börnunum sem dóu í snjóflóðinu
og líka að ein mamman væri búin
að missa öll börnin sín, þau væru
öll dáin. Þá sagði einn drengjanna
aö þá yrði hún að eignast ný börn,
en um leið var því bætt við að þab
yrðu ekki sömu börnin," sagði
Hrund Guömundsdóttir.
Biskupinn yfir íslandi hefur farið
þess á leit ab prestar sinni sérstak-
lega börnum, bæði í skólum og á
dagheimilum. Ragnheiður Sverris-
dóttir í Fræðslu- og þjónustudeild
kirkjunnar sagöi að prestar hefðu
veriö í sambandi við Biskupsstofu
vegna þessara tilmæla biskupsins,
þannig að ljóst væri að þeir væru
að sinna sálgæslu, sérstaklega
vegna atburðanna í Suðavík.
A fundi sem fræðslustjórinn í
Reykjavík hélt með skólastjórum
grunnskólanna í gær bar á góma
hve mikilvægt væri að ræða afleið-
ingar snjóflóöanna undanfarna
daga við börnin og kom fram ab
margir kennarar hefðu þegar rætt
þessi mál við nemendur sína. ■
Snjóflóö taka enn sinn toll:
Maður lést á Reykhólum
Aldrabur mabur lést í snjóflóbi
sem féll á útihús vib bæinn
Grund skammt frá Reykhól-
um í fyrrakvöld, en sonur
mannsins sem einnig lenti í
flóbinu komst lífs af. Björgun-
arsveitarmenn frá Reykhólum
leitubu í alla fyrrinótt í aftaka-
vebri og fundu mennina tvo í
morgunsárib.
Um 30 björgunarsveitarmenn
frá Reykhólum hófu strax leit
vib mjög erfibar aðstæbur, en
mjög hvasst var á stabnum og
mikill skafrenningur. Svo hvasst
var á köflum ab leitarmenn urðu
ab leggjast nibur í snjóinn til ab
hreinlega fjúka ekki í burtu í
verstu vindhviðunum. Þab var
síðan klukkan 7.30 í gærmorgun
sem björgunarsveitarmenn
fundu mennina tvo og var eldri
maburinn þá meb lífsmarki, en
sonur hans betur á sig kominn.
Þyrla Landhelgisgæslunnar
-var kvödd til og fór hún frá
Reykjavík kl. 9.40 og lenti á
Reykhólum um kl. 11.00, en
læknir var meb í förinni. Þyrlan
tók yngri manninn og flutti
hann á slysadeild Borgarspítal-
ans í Reykjavík, en faðir hans
var þá látinn og var hann fluttur
burt meb flóabátnum Baldri til
Stykkishólms.
Um borð í flóabátnum var
einnig snjóbíll og björgunar-
sveitarmenn sem voru á leið í
Gufudalssveit, þar sem íbúar
hafa verib sambands- og vista-
lausir í nokkra daga. í gærkvöldi
voru þeir enn á leið í Gufudal-
inn og sóttist þeim ferbin seint,
enda snjóbíllinn ekki meb snjó-
tönn. ■
Fóstrurnar Sóley og Hrund ásamt hópnum sínum á Hjalla. „ Héldumst í hendur meö lokuö augu og sendum allar góöu hugsanirnar vestur," TimamYnd cs
segir Hrund.
Bondadagur €r l dag,ensvonefnistfyrstidagurþorra.
Til þess er œtlast aö konur séu venju fremur góöar viö bœndur sína í dag
og mun þaö raunar vera nokkuö útbreiddur siöur. En ídag hefst líka ver-
tíÖ þorrablótanna, þar sem þorramatur er í öndvegi. Hér má sjá þá Þór-
arin Guömundsson og Guöjón Haröarson íMúlakaffi í Reykjavík hampa
tveimur girnilegum þorrabökkum.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri þegar fjárhagsáœtlun Reykjavíkurborgar var
lögö fram í gœr:
„Skepnan hefur snúist
gegn skapara sínum"
„Gobsögnin um hina styrku
fjármálastjórn rann líka sitt
skeib á enda þegar blákaidur
veruleikinn um vibskilnab
Sjálfstæbisflokksins í Reykja-
vík þrengdi sér fram í dagsljós-
ib. Vib tökum bara Ián, var
lausnarorb sjálfstæbismanna
og skuldir borgarinnar jukust
úr 4,5 milljörbum króna í árs-
lok 1990 í 12,4 milljarba í árs-
lok 1994," sagbi Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgarstjóri
mebal annars í ræbu sinni í
borgarstjórn í gær þegar hún
lagbi fram og skýrbi fyrstu
fjárhagsáætlun nýs meirihluta
borgarstjórnar í Reykjavík.
„Skepnan hefur snúist gegn
skapara sínum," sagði Ingibjörg
Sólrún eftir ab hafa farib yfir
helstu þætti fjárhagsáætlunar-
innar. Hún sagbi ab þvert á
hrakspár minnihluta sjálfstæðis-
manna hefði fjárhagsáætlunin
veriö unnin í mikilli sátt og sam-
lyndi í borgarstjórnarflokki fé-
lagshyggjuaflanna í Reykjavík.
Bobskapur sjálfstæðismanna um'
sundurlyndi þeirra afla hefbi nú
snúist upp í andhverfu sína og
skepnan snúist gegn skapara
sínum. Sundurlyndiö væri mest
meðal sjálfstæðismanna sjálfra.
Reykjavíkurborg er stórt „fyr-
irtæki" eins og sjá má af því að á
tekjuhlið rekstrarreiknings er
reiknab meb rúmlega 10 millj-
arða innkomu. Reiknað er með
ab rekstrargjöld ársins endi í
10.630 milljónum og fari þann-
ig 524 milljónir fram úr fjárveit-
ingum ab viðbótarfjárveitingum
mebtöldum.
„Hinn nýi meirihluti er sam-
hentur og pólitískt ábyrgur.
Hinn nýi meirihluti hefur beitt
sér fyrir siðbót á borbi en ekki
bara í orði. Hinn nýi meirihluti
hefur bjartsýnan framkvæmda-
vilja og ætlar aö gera þab sem í
hans valdi stendur til að gera
Reykjavík aö betri borg til að
búa í," sagbi Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir í lok ræbu sinnar í
gær. Nánar verður sagt frá fjár-
hagsáætlun Reykjavíkurborgar í
blaðinu á næstu dögum. ■