Tíminn - 20.01.1995, Síða 8

Tíminn - 20.01.1995, Síða 8
8 Föstudagur 20. janúar 1995 Rússar flagga á forseta- höllinni í Grosníu Moskvu - Reuter Rússneskt herliö dró þjóðfána sinn að húni á þaki forsetahallar- innar í Grosníu. Höllin hefur laskast mjög í skotárásum undan- farinna vikna, en tsétsneska upp- reisnarliöið hefur haft aðalbæki- stöð í höllinni sem auk þess hefur mjög táknræna merkingu fyrir þjóöarsálina. Tsétsenar hafa haft rússneska stríðsfanga í haldi í höllinni en engar sögur fara af afdrifum þeirra. Hörkubardagar voru víðs- vegar í borginni í gær, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar af hálfu Rússa og Tsétsena um að nú skyldi sest að samningaborði í þeim tilgangi aö binda enda á blóðbaðið án tafar. Vopnahlé sem vænst var að gengi í gildi á miðvikudagskvöld reynd- Jammú á Indlandi - Reuter Víst er talið að rúmlega 200 manns hafi farist í snjóflóðum í Himalajafjöllum. Þegar hafa 133 lík fundist en talið er að um 400 manns liggi enn undir snjó- farginu og því eru líkur á því að tala látinna eigi eftir að hækka. Snjóflóðin féllu á þjóðveginn milli Jammú og Sringar í Ka- ist óskhyggja ein og það þykir ekki góðs viti að Borís Jeltsín for- seti Rússlands setti þrjá hershöfð- ingja sem titlaðir voru aðstoðar- vamamálaráðherrar af í gær. Orð fór af því að allir væru þeir mót- fallnir herförinni til Tsétsenju. ■ smír. Fimm fólksflutningabílar fóru út af veginum og urðu þar slys á mönnum. Um 400 manns hafa leitað hælis í jarðgöngum sem þjóð- vegurinn liggur um, en þyrlur frá indverska hernum eru að flytja vistir og hjálpargögn á snjóflóðasvæðið. Sjöundi hver Breti er varla læs eöa skrifandi Lundúnum - Reuter Einn af hverjum sjö Bretum er tæplega læs og skrifandi eða fær um að leggja sanan og draga frá. Þetta kom fram í könnun sem tók til 3 þúsund manna úrtaks, en niðurstöð- urnar voru birtar í gær. Þær gefa til kynna að fólk sem nú er á þrítugsaldri sé mun verr í stakk búið að þessu leyti en foreldrar þess voru á sama aldri. Þingmenn Verkamanna- flokksins voru ekki lengi aö hagnýta sér þessar upplýsingar og talsmaður flokksins í fræðslumálum, David Blunkett, segir að þetta sé til marks um að uppfræðslu ungmenna hafi hrakað í stjórnartíð íhalds- flokksins. ■ Delors vill styrkja sambandsstjórnina Brussel-Reuter Jacques Delors sem lætur af embætti forseta framkvæmda- stjórnar ESB um helgina lagði á það ríka áherslu í ræðu á Evópu- þinginu í gær að aðildarríkin yrðu að styrkja sambandsstjórnina og efla pólitíska einingu innan Evr- ópusambandsins. „Hér á ég við afstöðu til sam- bandsstjórnar - ekkert annað en vilji til að efla hana gerir okkur kleift að skilgreina hvernig við eigum að skipta með okkur verk- um og ábyrgð," sagði Delors sem hér áréttaði þá skoöun sína að Evrópusambandiö eigi að þróast í átt til sambandsríkis. Skiptar skoð- anir hafa jafnan verið um þetta viðhorf, ekki síst í Bretlandi. ■ Yflr 200 láta líflö í snjóflóöum í Kasmír Ráðgáta krókódílanna leyst Kína: 200 konum bjargað úr klóm þrælasala Beijing - Reuter Ármótahátíðin í Kína hefst 31. janúar og nú stendur sem hæst herferð yfirvalda í landinu gegn allskyns glæpalýö sem aldrei er öflugri en í kringum hátíðarhöldin. Liður í þessari herferð er handtaka 208 manna og upplausn á 26 klíkum þeirra en þessi glæpastarfsemi hefur snúist um það að ræna konum og selja þær sem kvonfang. í þessu eina tilviki, sem átti sér stað í Sjanxí-héraöi, norðar- lega í Kína, tókst að upplýsa 432 mál og bjarga ríflega 200 kon- um úr klóm þrælasalanna á ein- ungis þremur dögum, að sögn dagblaðs sem gefið er út á ábyrgð stjórnvalda. ■ Lundúnum - Reuter Breskir og japanskir vísinda- menn telja sig hafa komist að því í hverju sú tiktúra móðir náttúru liggur sem gerir krókó- dílum kleift að mara í kafi klukkustundum saman. Vís- indamennirnir telja líkur á því aö hægt verði að rækta þennan eiginleika inn í mannslíkam- ann. Skýringin á því að krókódílar og skriðdýr, þeim skyld, geta verið í kafi langtímum saman án þess að draga andann, er sú að blóðrauöi þeirra er einstæður að því leyti að tiltekin sameind í rauðu blóðkornunum geymir í sér súrefni og það gerir þessum skepnum kleift að vera í kafi svo lengi sem raun ber vitni. Þetta einstæða súrefniskerfi er frá- brugðið þeim eiginleikum sem hvalir, skjaldbökur og fleiri sjáv- ardýr eru gædd, en þau geta einnig veriö mjög lengi í kafi án þess að taka til sín súrefni. Kiyoshi Nagai, sem starfar við rannsóknastofnun í sameinda- líffræði í Lundúnum og er í nánu samstarfi við vísinda- menn í Osaka, segir að blóð- rauði krókódílanna dæli súrefni inn í vef sem er undir miklu álagi. Nagai telur að blóðrauða- rannsóknir þessar kunni að leiöa til þess að hægt veröi að einrækta mótefni í mönnum sem m.a. geti komiö að gagni í baráttunni við krabbamein og fleiri sjúkdóma. VESTURFARARNIR g: Haraldur Eina ; sögu ra Sótt kom í lib Þóris þann vetur og andabist hann og mikill hluti libsins. Eiríkur rauoi andabist og þann vetur. Þorvaldur kom ab máli vib Leif. Óvíða hefur landið verið kannað. Menn eru fúsir að leggja í vesturför. Svo var gert. Þovaldur bjóst til ferbar með þrjá tugi manna. Þeir héldu í haf og segir ekki af för þeirra fyrr en þeir komu til Vínlands. Þú getur farið með skip mitt, bróðir, til Vínlands ef Jaú vilt. Fyrst vil ég aö sóttur verði viöur i skeriö, er Þórir átti. Þelr settust aö í Lelfsbúöum, bjuggu þar um skip og sátu um kyrrt þann vetur og velddu flsk sér til matar. Um vorlö fór eftlrbátur sklpslns, ab fyrlrrnælum Þorvaldar, og nokkrlr menn vestan fyrlr landib og könnubu þar um sumarlb. Þelm sýndlst landlb fag urt og skogótt og skammt mllll sjávar og skógar. Eyjótt var þar mjöq og mikiö grunn- saevi og hvftir sandar. I eyiu einni fundu þeir kornhjálm af tré; ekki fundu þeir tleiri mannaverk. Þeir komu til Leifsbúða ab hausti. Hér er fagurt og hér vildi ég bæ minn reisa. Svo mæltl Þorvaldur í ferb sumarlb eftlr fyrlr austan og hlb nyrbra fyrlr landlb og enn f austur fyrlr landlb og Inn f fjarbarkjafta og ab höfba er þar gekk fram.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.