Tíminn - 04.02.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.02.1995, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 4. febrúar 1995 Vaxandi ríkisskuldir áhyggjuefni. Sverrir Geirmundsson, ritstjóri Vísbendingar, um sögulegt mark ríkisskulda sem eru orbnar meiri en árstekjur ríkissjóös: Ellefu af hverjum 100 kr. fara í vaxtagreibslur Hlutfall erlendra skulda rík- issjóös hefur farib mjög vax- andi á síbustu árum og í árs- Þorsteinn setu- ráðherra í Hag- virkismálinu Forsætisrábherra hefur skipab Þorstein Pálsson seturábherra til ab úrskurba í málefnum tengd- um vibskiptum Hafnarfjarbar- bæjar vib fyrirtækib Hagvirki- Klett hf. á árunum 1992-1994. Rannveig Gubmundsdóttir fé- lagsmálarábherra hefur, meb vísan til stjórnsýslulaga, vikib úr sæti vib mebferb og úrskurð kærumáls varð- andi ákvarbanir bæjarstjórnar Hafnarfjarbar í tengslum vib fjár- málaleg vibskipti hennar vib áður- nefnt fyrirtæki. ■ Níu yfirlæknar stybja Sighvat „Yfirlæknar heilsugæslustööva í Reykjavík og á Seltjarnarnesi lýsa yfir fullum stuðningi við þá fyrir- ætlan heilbrigöisráðherra að taka upp tilvísanakerfi." Þessa yfirlýs- ingu undirrituöu yfirlæknar níu heilsugæslustöðva og sendu m.a. til fjölmiöla. ■ lok 1993 nábu þessar skuldir því sögulega marki ab verba hærri en ríkistekjur á einu ári. Þetta segir Sverrir Geir- mundsson, hagfræbingur og ritstjóri Vísbendingar sem kom út í gær. Vitnar Sverrir í þessu efni í skýrslu Ríkisend- urskobunar um endurskob- un ríkisreiknings 1993. Fram kemur í greininni ab skuldasöfnun erlendis hefur vaxib mjög á síðustu ámm. Em þær um 51% af öllum skuldum ríkisins. Til saman- burbar er slíkt hlutfall til muna lægra í nágrannalönd- um, 13% í Noregi, 12% í Sví- þjób, 23% í Þýskalandi, en Finnar með 43% svo dæmi séu tekin, en þær tölur eiga reynd- ar vib árin 1990 og 1991. Heildarskuldir, innlendar og erlendar, á A-hluta námu alls 270,1 milljarbi króna í árslok 1993 og höfbu þá vaxib um rúmlega 74 milljarba að raun- gildi á aðeins fimm árum, og ekki hvað síst árin 1992 og 1993, sem að hluta stafar af gengisfellingum þau ár. Á sama tíma stóðu ríkistekjur nánast í stað. Fjármagnskostnaður hefur því orðið sífellt stærri út- gjaldaliður hjá ríkinu. Á árinu Gríptu 84.979,- stgr. 1993 voru vaxtagjöldin um 12,3 milljarðar króna, eða sem svarar því að ríkissjóður greiði 11 krónur af hverjum 100 í vexti. Segir Sverrir í grein sinni að ljóst sé að hallarekstur undan- genginna ára hafi leitt til þess aö stórum hluta ríkistekna sé nú ráðstafað með „sjálfvirk- um" hætti til innlendra og er- lendra fjármagnseigenda. Svigrúm stjórnvalda til aö hafa áhrif á tekjuskiptinguna og veita fjármunum til arð- samra opinberra framkvæmda hafi aö sama skapi þrengst verulega. ■ Útlánsvextir ekki lægri í fjögur ár Útlánsvextir banka og spari- sjóba hafa ekki verib lægri í fjögur ár, segir í grein eftir Ól- af K. Ólafs í Vísbendingu, vikuriti um vibskipti og efna- hagsmál. Ariö 1994 var fimmta árið í röð sem raunávöxtun óverð- tryggðra skuldabréfalána banka og sparisjóða var hærri en verðtryggöra lána. Var raunávöxtun skuldabréfalána sú lægsta síðan 1990, enda þótt nokkrar hækkanir yrðu á útlánsvöxtum á seinni árs- helmingi síðasta árs, segir í greininni í Vísbendingu. ■ jöfnunargjald á útflutta unna matvöru: Gæti þýtt óbeinan útflutn- ing á landbúnabarvörum Verbi greidd jöfnunargjöld af hráefni í unna útflutta mat- vöru, gæti þab þýtt hagsbætur fyrir landbúnabinn í formi óbeins' útflutnings, þar sem hráefni úr landbúnabi yrbi notab í matvöru í neytenda- pakkningum. Heimild til þess að leggja jöfnunargjöld á innflutta mat- vöru og greiða í staðinn jöfnun- argjöld af hráefni, sem notað er í unnin jnatvæli til útflutnings, skapar nýja möguleika í mat- vælaiðnaði, til þess að fullvinna vöm og flytja út. Þetta á ekki einungis við í landbúnaði, held- ur kemur fullvinnsla á fiskafurð- um einnig til með aö njóta góðs af. „Þetta er forsenda fyrir því að matvælaiðnaðurinn geti full- unnið verulega unnar vörur til útflutnings í neytendapakkn- ingum," segir Haukur Halldórs- son, annar af formönnum sam- einaðra bændasamtaka. Haukur segir að í þessu geti falist mögu- leikar til nokkurs konar óbeins útflutnings landbúnaðarvara, s.s. í formi osts, eggja, kjöts, grænmetis o.fl. í unnum vörum. Önnur ríki innan EES beita jöfnunargjöldum við útflutning á landbúnaöarafurðum. Inn- flutningur er tollaöur og út- flutningur nýtur styrkja. Geng- ið er út frá s.k. gagnkvæmnis- reglu, sem gerir ráð fyrir því að samkeppni sé á grundvelli hag- kvæmni og framlegðar. Mark- miðið er að framleiðendur borgi sama verð fyrir sambærilegt hráefni alls staðar innan EES. GSM síma á góöu veröi ERICSSON ERICSSON POCKET GH 337 Léttur og handhægur GSM farsími sem vegur aðeins um 197 gr og er með 2 Watta sendistyrk. Minni fyrir númer og nöfn. Hleðsluspennir fyrir rafhlöður fylgir. f stgr. Beocom BEOCOM 9500 Beocom frá Bang & Olufsen. Úrvals hönnun og gæði. Beocom vegur aðeins um.197 gr og hentar því einstaklega vel í vasa og veski. Sendistyrkurinn er 2 wött. Síminn er einfalaur í notkun með minni fyrir númer og nöfn. Hleðsluspennir fyrir rafhlöður fylgir. MOTOFtOLA MOTOROLA 8200 Nýjasti og léttasti GSM síminn frá Motorola vegur aðeins 149 gr með minnstu gerð rafhlöðu. Sendistyrkurinn er 2 Wött. Flipi er á símanum sem lokar takkaborðinu. Hægt er að stilla á titrara í stað hringingar. Símanum fylgir fullkomið hleðslutæ! ' og tvær rafhlöður. 98.900,- stgr. Ef þú.kaupir Motorola síma hjá Pósti og síma nýtur þú hraðskiptaþjónustu Motorola um allan heim vegna mögu- legra bilana á ábyrgðartíma. MOTOROLA 7200 Viðurkennd Motorola gæði. Lítill og léttur GSM farsími. Sendistyrkurinn er 2 Wött. Flipi er á símanum sem lokar takkaborðinu. 100 númera skammvalsminni. Símanum fylgir fullkomið hleðslutæki og tvær rafhlöður. f stgr. Visa og Eurocard raðgreidslur Fjöldi fylgihluta fáanlegur. Traust viðgerðar- og varahlutaþjónusta. POSTUR OG SÍMI Söludeild Ármúla 27, sími 63 66 80 Söludeild Kringlunni, sími 63 66 90 Söludeild Kirkjustræti, sími 63 66 70 og á póst- og símstöðvum um land allt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.