Tíminn - 04.02.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.02.1995, Blaðsíða 5
5 Tímomynd CS A vinnumarkaðinum Jón Kristjánsson skrifar Laugardagur 4. febrúar 1995 fara nú harðnandi á vinnumarkaðinum, hvort sem um er ab ræða þann almenna eða kennara í grunnskólum og fram- haldsskólum. Hin mikla þátttaka í at- kvæðagreiðslu kennara og eindreginn stuðningur við verkfallsboöun gefa vís- bendingu um þá hörku sem er í uppsigl- ingu, ef ekki verða nein straumhvörf í samningamálum. Fálmkennd vibbrögb Það er ekki ofsögum sagt að viðbrögð stjórnvalda hafa verið heldur fálmkennd þaö sem af er. Fjármálaráðherra kallaði kennara á sinn fund eftir áramótin og fór fram á það að aögerðum yrði frestað. Hann lét jafnvel í ljós þá skoðun ab óeðliiegt væri að núverandi ríkisstjórn mótaði stefnuna í launamálum á síðustu mánubunum sem hún starfaði. Kennarar svöruðu með því að stjórnvöld hlytu að hafa skoðun á því hvaða launastefna ætti að vera í skólum landsins. Það er alveg ljóst að mikil óánægja með kaup og kjör kraumar undir hjá kennarastéttinni í landinu. Allir ættu að geta verið sammála um þab markmið að efla skólana og ein leiðin til þess sé að þar ríki gott andrúmsloft og kennarar uni bærilega sínum hlut. Harðvítug verk- fallsátök nú eru mikið áhyggjuefni, og þau geta haft mjög skaðvænleg áhrif á skólastarf og framvindu náms. Því ber viðsemjendum skylda til að láta einskis ófreistað til þess aö skapa andrúmsloft til viðræðna. Verkfallsboðun er staðreynd, samþykkt meö yfirgnæfandi meirihíuta. Yfirlýsingar forsætisráðherra um útdeil- ingu verkfallssjóða, svo eitthvaö sé nefnt, þjóna engum tilgangi nema þeim að hleypa kergju í þær viöræður sem þurfa að fara fram. Kröfugerð ASÍ Það eru hins vegar ekki kennarar einir sem eru í átökum á vinnumarkaðinum. Samningar eru lausir almennt. Verka- lýðsfélögin við Faxaflóa hafa bundist samtökum um samflot í samningagerö- inni. ASÍ hefur kynnt sínar kröfur fyrir stjórnvöldum. Ríkisstjórnin gaf í nóvember síðast- liðnum yfirlýsingu um abgerðir sem áttu ab greiöa fyrir kjarasamningum. Ekki er aö sjá að hún hafi haft mikil áhrif, enda voru þær aðgerðir, sem þar voru boðaðar, yfirborbslegar, svo ekki sé meira sagt. Kröfugerð Alþýbusambandsins um að- gerðir ríkisvaldsins hnígur að aðgerðum í skattamálum og hækk- un á tryggingabótum til þess að koma til móts við lægst launaba fólkið í landinu. Einnig gerir ASI kröfur um aðgerðir vegna greibsluerfiðleika í húsnæöismálum. Það er sýnilegt, þegar þessi kröfugerö er skob- uð, ab tíminn á síðasta ári hefur af stjórnvöldum verið illa not- aður til þess aö undirbúa kjarasamninga. Allar kröfur ASÍ hafa verib í umræðu á síðustu vikum og mánubum. Tveir til þrír milljarðar Forsvarsmenn ASÍ telja ab það kosti ríkissjóð 2 til 2,5 milljarða króna að hrinda tillögum sínum í framkvæmd. Aðgerbir af þessu tagi hafa veriö í um- ræðunni. Flokksþing Framsóknarflokks- ins mótaði stefnu sína í atvinnu- og kjaramálum í nóvember, og þab vill svo til ab sú stefna er mjög samhljóba þeim kröfum sem Alþýðusambandið setur nú fram. Framsóknarmenn telja að það þurfi ab setja um þaö bil þrjá milljarba króna í opinberar aðgerðir tií þess að koma til móts við lægst launaða fólkið og það sem á í greiðsluerfiðleikum. Stuttur lánstími húsbréfa og almennra bankalána leiðir af sér greiðslubyrði, sem fólk ræður ekki við á tímum minnkandi at- vinnu og tekjurýrnunar af þeim sökum. Það er fyrst nú á síðustu vikum að nefnd er byrjuð að skoba þessi mál á vegum félags- málaráðuneytisins. Þetta er eitt dæmið enn um seinaganginn meb allt sem varðar af- komumál fólksins í landinu. Samstööuleysiö blífur Þab eru fleiri blikur á lofti en hér hafa verið raktar. Ef ríkisvaldið vill greiða fyrir kjarasamningum, getur þurft breytingar á löggjöf. Til þess þarf að tryggja víötæka samstöðu á löggjafar- samkomunni og sam- komulag innan ríkis- stjórnarinnar. Hins vegar vekur þaö at- hygli að enn einu sinni virðist vanta taisam- band innan ríkisstjórn- arinnar. Forsætisráb- herra lætur ekki svo lítið ab kveðja for- mann samstarfsflokksins til, þegar rætt er um kröfugerð heildarsamtakanna. Það hefur þó komið í ljós í viðræðum við Jón Baldvin, að hann var tilbúinn ef hann hefðl verið boðaður. Þetta bendir til þess að samskiptin séu enn undir frostmarki, og einnig bendir þetta til aö forsætisráð- herra ætli sér að leika einleik í þessu máli. Stundaglasiö aö renna út Alþingi á nú aðeins eftir ab starfa í þrjár vikur. Þegar því lýkur verða fimm vikur til kosninga. Stundaglas þessarar ríkisstjórnar'er því að renna út, og í raun- inni er hún hætt störfum fyrir löngu á þann mælikvarða sem lagöur er á starf ríkisstjórna hverju sinni. Aðgerðir munu því miðast við það að bjarga sér á handa- hlaupum í þeirri kosningabaráttu sem framundan er. Ráðherrar ríkisstjórnar- innar eru löngu komnir í skotgrafirnar til þess að bjarga eigin skinni í orrahríðinni, og samstarfsflokkurinn er ekki heilagur, síður en svo. ASÍ fyrst Ef einhver áætlun er til hjá ríkisstjórn- inni varðandi kjaramálin, er líklegt að stuðlað verbi ab samningum við ASÍ og reynt aö útfæra þá á hina sem í deilum standa. Þetta verður áreiðanlega erfiöur róður á þeim umbrotatíma sem fram- undan er. Það er því líklegt að ókyrrbin verði mikil á næstu vikum, og ekki er séb fyrir endann á þeim slag. Svigrúm ríkisvaldsins Þær spurningar kunna að vakna hvern- ig það geti komið heim og saman að auka útgjöld ríkissjóðs um 3 milljaröa króna, þegar viðvarandi hallarekstur hef- ur verið allt kjörtímabilið. Nýlega eru komnar tölur um afkomu ríkissjóbs á síbasta ári. Þar kemur fram að hallinn er tveimur milljörðum króna minni en gert var ráð fyrir í fjárlögum. 5,5 milljaröa króna tekjuauki skiptir þarna sköpum. Þetta stafar m.a. af já- kvæðum þáttum í sjávarútvegi, en sýnir jafnframt hvab sveiflur í þjóðarbúskapn- um eru fljótar að hafa áhrif. Allar aðgerð- ir, sem miða að því að auka atvinnu og treysta afkomu almennings í landinu, hafa áhrif á afkomu ríkissjóðs, bæði tekju- og gjaldamegin. Atvinnuleysis- vandinn og samdráttur í tekjum eru jafn- framt ríkisfjármálavandi. Þarna á milli er órjúfanlegt samhengi. Því er langt frá því að þriggja milljarða útgjöld til ab treysta atvinnu og auka tekjur mundu koma fram öll í versnandi afkomu. Tekjuhliðin mundi óhjákvæmi- lega breytast á móti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.