Tíminn - 04.02.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.02.1995, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 4. febrúar 1995 Haavrðinaaþáttur Annáll 1994 30. des. s.l. fylgdi Tímanum aukablaö með ofangreindri fyr- irsögn. Þar er á forsíöu glæstur hópur níu leiötoga, en und- ir stendur: „Sorgmæddur fálki og sölnuð rós". Þarna er greinilega hálfsögö sagan og tæplega þaö. Æskilegt að bæta þar viö, skrifar Búi, og yrkir: Sorgmœddur fálki og sölnuö rós, Sighvatur, Össur og Veiga. Ólafur þungbúinn, Þorsteinn til sjós, þrautseigur Friðrik með smáauradós, Halidór með klippumar — þau skulu ást vora eiga. Annálsbrot samkvæmt sömu heimildum: Hátt í skjánutn þjóðar þaut — það mun hafa gerst í mars — þegar Arthúr Björgvin braut Baldurs hlekki, hugarfars. Utanríkisráðherrann rauk með konu sína burt, Og síðan setti hann sendiráð í Kína. Flokksþinginu flýtti ncest, fór þá mjög í vena: Hanna fór í fýlu cest, félagsmálaráðhena. Þjóðin var kjósandi þetta og hitt, þá var nú elgurinn vaðinn. Misstu þar reykvískir Sjálfstœðið sitt, Sólrúnu fengu í staðinn. Jakob þola mótgang má, mörgum fannst þó vena að eftir strögl var strcekað á Stuðmann sendihena. íslenska þjóðin til Þingvalla fór, en þá urðu stjómendur hissa er sást hve hún var orðin óhemju stór — en ófétis vegurinn þröngur og mjór — og svo þurftu auðvitað allir að kúka og pissa!! Á Norðausturlandi er lítið um kjöt, þó landkosti vel megi nýta. Sauöfénað vantar þar sjálfsbjargarhvöt, sárt er það ástand að líta. Þar eru hreinlega lömbin svo löt að þau liggja og nenna ekki að bíta. Orðsending frá höfundi: Framanskráðir fréttamolar eru hirtir upp úr fyrrnefndu aukablaði af handahófi, hnoðaðir og lagaðir til samkvæmt kröfum vísnamarkaðarins. Svona verður feluvísan í síðasta þætti að alvöruvísu: Hann rauk upp með suðvestanroki og rigningarhryðjum á fóstu- daginn. Þá kom ég í Kópavog og keypti þar notaða tösku. Gamall fyrripartur Áramótaskaupið sko skömm í hattinn þáði. Botn Því það hafði tíðum tvo trítilmenn að háði. Eða: Edda Björgvins cesti svo, allan landslýð þjáði. Stefán Bjarnason Eða: Látum kattarþvottinn þvo þetta kaup með láði. Kristinn Gísli Magnússon Nýr fyrripartur (hringhenda) Vetrarbrautin víð og há viðrar skautið bjarta. Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Uppburðarleysi og ákveðni í síöasta spurningatíma hjá Heiðari var rætt um kynferöis- lega áreitni og hver séu skilin milli þess að karl eða kona sýni hinu kyninu vináttuhót eöa láti í ljósi ástarhrifningu og hins hvenær um frekjulega áreitni er að ræða og jafnvel glæpsam- lega. Efnið er svo viöamikið að því verða ekki gerð skil nema í lengra máli en svo að rúmist í einum þætti. Hér er því haldið áfram þar sem frá var horfið um kynferðislega áreitni. Heiðar: Konur geta komið í veg fyrir að karlar sýni þeim óhóflega áreitni, nema að við sjúka menn sé aö eiga sem leggja konur í einelti eða láta sér ekki skiljast að nei þýðir nei. Hér var fólk aliö upp í ein- hverju óskaplega dyggðugu samfélagi, púrítanismi og tvö- falt siðgæði voru hluti af upp- eldinu og svo var öllu sleppt lausu og með kynjabaráttunni hættu karlar og konur að læra að umgangast hvert annað á eölilegan og óþvingaðan hátt. Úr verður hræðsla og áreitni. Karlmenn skbrtir sjálfstraust og ég kenni að þeir hafi lítið álit á líkamsvexti sínum hið neðra. Ef þeir verða úr hófi ágengir, til dæmis á dansleikjum, og hegða sér við dansfélaga eins og þeir séu með skrúfjárn í vasanum eða eitthvað slíkt, kenni ég kon- um aö slá þá út af laginu og spyrja hvort þeir séu að norðan eða eitthvað svoleiöis. Ef konan sýnir ákveðni og öryggi, getur hún komist hjá miklum mis- skilningi. Ég vil meina að það, sem oft er kölluð kynferðisleg áreitni, sé raunverulega kynferðislegt skjall. Ef stráklingur er aö skjalla eldri konu svona og hún kærir sig ekki um meira af svo góðu, strýkur hún á honum nefbrodd- inn og spyr hvort hann láti líka svona við mömmu. Vandamálin En „sexual harassment" er vandamál. Ef maður á vinnu- stað leggur konu í einelti eða kona mann og það margendur- tekur sig að verið er að beina orðum að kynferöislegum at- höfnum og káfa og strjúka viö- komandi, þá eru alvarleg sam- skiptavandamál uppi. Þá erum við komin að þeim gjörðum, sem sjálfsagt er að klaga yfir og taka föstum tök- um. í svona málum, eins og mörg- um öörum, er visst persónulegt svæði sem hver og einn gefur sér. Við þurfum öll visst rými fyrir okkar persónu, sem fer svo og svo marga sentímetra út fyrir okkar líkama. Og fólk er með af- skaplega mismunandi þarfir á pláss. Til að mynda manneskja, sem er mikill snertari og snertir viö- mælendur sína mikið, er með tiltölulega lítið svæöi kringum sig. Mörgum þykir snerting óþægileg og snerta ekki aðra. Þetta verðum viö aö virða, sem kurteisi. Þegar við kynnumst fólki, gerum við okkur nokkuð fljótlega grein fyrir því án um- hugsunar hvaba líkamleg frí- svæbi viðkomandi manneskja vill helga sér. Og þab þurfum við að viröa. Sá, sem verbur fyrir óþægi- legri áreitni á vinnustað eöa af aðilum sem hann eða hún hitt- ir oft, er fyrsta ráðið að tala við viðkomandi í einrúmi af fullri vinsemd, en ákveöni, um aö hegðunin sé óæskileg og að Hvernig áég að vera? Heiðar Jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda nánari kynna sé ekki óskað. Þetta hrífur, ef ekki er um þeim mun brenglaðra fólk að ræða. Öskur og óöagot geta bara virk- að.öfugt. Elskuleg áreitni Skemmtileg áreitni í restina: Það var kona á fyrirlestri hjá mér þar sem áreitni barst í tal, en hún gerir það yfirleitt í fyrir- lestrum þegar fólk fer að spyrja. Hugguleg kona á miðjum aldri kvaddi sér hljóðs í tiltölu- lega fámennum hópi. Hún sagðist vinna við bókhald á nokkuð stóru vélaverkstæði og vera eina konan á vinnustaðn- um. Hún sagðist ekki vilja sleppa þessari vinnu fyrir hvað sem væri í boði. Hún átti að mæta yndislegri kynferðislegri áreitni af vinnufélögunum á hverjum vinnudegi og héldi það í sér lífinu og æskunni. En hún tók fram, að allt væri þetta einkar góðlátlegt og vel meint. Menn á öllum aldri létu óþvingað í ljósi aö þeim þætti hún aðlaöandi kona, bæði sem manneskja og kynvera. Hún sagðist ekkert skilja í þessu væli um áreitni, því hún væri alsæl með sitt hlutskipti. ■ Borgfirbingar— Mýramenn Ingibjörg Pálmadóttir alþingismabur og bæjarfulltrúar framsóknarmanna í Borgar- byggb eru meb viötalstíma í Framsóknarhúsinu, Borgarnesi, þribjudaginn 14. febrúar frá kl. 20.30-22.30. Stjórn Framsóknarfélagsins ÚTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í steypt rör. Verkið er boðið út á E.E.S. markaði. Magntölur eru: 1.400 mm rör u.þ.b. 480 m 1.600 mm rör u.þ.b. 770 m Rörin skulu afhent eigi síðar en 105 dögum eftir að tilboði bjóðanda er tekið. Útboðsgögn verba seld á kr. 1.000,- á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjud. 28. mars 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.