Tíminn - 04.02.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. febrúar 1995
9
Allar myndir úr leitinni í Súbavík voru teknar í leyfisleysi:
Máttu ekki einu sinni
mynda út um gluggana
Fréttamenn, sem komu til
Súðavíkur með varöskipinu
Tý, eru ósáttir viö Ólaf Helga
Kjartansson, formann al-
mannavarnanefndar og
sýslumann á ísafirði, og
segja að hann hafi reynt að
koma í veg fyrir að þeir gætu
sinnt fréttaflutningi af
björgunarstöfum í Súöavík.
Þegar myndatökumenn og
fréttamenn komu til Súðavík-
ur voru þeir kyrrsettir í frysti-
húsinu og meinaðar allar
myndatökur, að skipun sýslu-
manns.
„Ég hef aldrei kynnst því í
mínu starfi fyrr, að vera tekinn
beinlínis í gíslingu og haldið í
stofufangelsi á vettvangi," seg-
ir Eggert Skúlason, fréttamað-
ur á Stöð 2, en hann var einn
þeirra fréttamanna sem voru
kyrrsettir í Frystihúsi Frosta í
Súðavík.
„Vissulega hefur Ólafur
Helgi Kjartansson einræöis-
vald samkvæmt lögum við
svona aðstæður, en fram til
þessa hafa menn meðhöndlaö
þetta vald af skynsemi. Þegar
við komum til Súðavíkur, vor-
um við settir beint inn í
Frosta, læstir þar inni og mátt-
um ekki einu sinni mynda út
um gluggana. Miðað við þá
framkomu, sem sýslumaður
hafði sýnt okkur á ísafirði þeg-
ar við komum þangað, var
greinilegt, að ef við hefðum
ekki farið að hans boöum, var
næsta skref handjárnin og
rimlarnir," segir Eggert.
Fréttamenn og myndatöku-
menn, sem fóru með varðskip-
inu Tý, voru þeir fyrstu sem
komu til Súöavíkur, fyrir utan
fréttaritara. Þrátt fyrir að í
þeirra hópi væru reyndir fag-
menn, bæði á sviði mynda-
töku og fréttamennsku, kom
næsta lítið út úr fyrirhöfninni.
Sem dæmi um þetta má nefna
að einu fréttamyndirnar, sem
teknar voru af björgunar-
mönnum við leitarstörf, voru
teknar í leyfisleysi af fréttarit-
ara Stöðvar 2 á ísafirði á VHS-
vídeótökuvél. Eina blaðaljós-
myndin, sem var tekin og birt-
ist á forsíðu Morgunblaðsins,
vár ekki tekin af Ragnari Ax-
elssyni Ijósmyndara, heldur af
björgunarsveitarmanni sem
laumaöi vél frá honum inná
sig og smellti af — einnig í
leyfisleysi.
Fréttamennirnir segjast ekki
hafa fengið skýringar á því
hvers vegna þeir fengu ekki að
starfa í Súðavík og hafa bent á
að þeir séu fyllilega dómbærir
á sín störf undir kringumstæð-
um sem þessum. Þeir bera til
baka að ekki hafi verið til nóg
af snjóflóðaýlum. Eftirá hefur
komið í ljós að til eru betri
fréttamyndir frá snjóflóðinu á
Neskaupstað 1974, heldur en
frá Súðavík.
„Við erum fullorðnir menn
og tökum sjálfstæða ákvörðun
um það að leggja okkur í sömu
hættu og björgunarmenn,"
segir Eggert. „Það er jafnframt
okkar fag aö leggja mat á hvað
telst frétt og hvað er óviðeig-
andi við þessar kringumstæð-
ur.
Frá Súöavík eftir flóöiö. Einu heimildarmyndirnar afleitinni eru lélegar VHS-myndir og mynd sem leitarmaöur tók í leyfisleysi.
Varðandi snjóflóðaýlurnar,
þá er þetta bara rangt. Sumir
fréttamenn voru sjálfir með
snjóflóðaýlur og þaö var nóg
af snjóflóðaýlum á svæðinu,
eða í það minnsta sams konar
tækjabúnaði. Ólafur Helgi
Kjartansson var ekki að hugsa
um líf eða limi fréttamanna.
Hann tók sér einfaldlega rit-
stjórnarlegt vald á vettvangi
og hreinlega ákvað hvað færi í
fjölmiðla og hvað ekki."
— En er ekki upphaf og endir
málsins að sýslumaðurinn á ísa-
firði og leitarmenn hafa einfald-
lega ekki treyst þeim fjölmiðla-
mönnum, sem komu á staðinn
til þess að vinna sína vinnu?
„Það er því miður málið,"
segir Eggert. „Ég veit ekki
hvaða bíómyndir Ólafur Helgi
Kjartansson hefur verið að
horfa á, en ég veit það eitt að
íslenskir fréttamenn eru ekki
að sækjast eftir þeim hlutum
sem ofbjóöa áskrifendum
þeirra. Við vitum alveg hvar
mörkin liggja."
Guöjón Petersen, forstjóri
Almannavarna, sagðist í gær
lítið geta tjáð sig um málið.
Hann segir að málið verði hins
vegar skoðað og rætt við báða
aðila.
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumabur á ísafirbi, er sakabur um óeblilega afskiptasemi af
störfum fréttamanna í Súbavík á fundi blabamanna. Sýslumabur:
Líf þeirra og limir voru
á ábyrgb vettvangsstjóra
„Mér þykir miður, ef frétta-
menn kvarta undan störfum
mínum. Ég skil út af fyrir sig
vel að fréttamenn hafi verið
óánægðir með að komast ekki
út úr Frosta," sagöi Ólafur
Helgi Kjartansson, sýslumað-
ur á ísafirði, í gær. Ólafur
Helgi er sameiginlegur stjórn-
andi almannavarna í héraði
og stýrði aðgeröum í Súðavík.
Fréttamenn kvörtuöu sáran
undan meintri haröýögi
sýslumanns, vettvangsstjóra
hans og björgunarsveitar-
manna á fundi í Blaöamanna-
félaginu í fyrrakvöld, þar sem
fjallaö var um atburöina í
Súðavík og vinnu blaða-
manna þar.
„Það, sem fyrir okkur vakir,
eru ákveðin öryggissjónarmið
og þau gilda jafnt um frétta-
menn sem aðra. Þar sem snjó-
flóð hefur fallið má búast við
snjóflóði aftur. Ég reikna með
að við yrðum gagnrýndir harð-
lega, ef mennirnir yrðu fyrir
slysi á svæðinu. Fréttamennirn-
ir voru, að mér var tjáð, ekki sér-
lega útbúnir fyrir þetta, til
dæmis ekki með snjóflóðaýlur.
Það sem meira var, menn vom
að skiptast á um að nota ýlurnar
í björgunarsveitunum, reyndar
komst ekki nema ákveðinn
hópur ab í einu. Veðrið var
óskaplegt og hreinlega ekki
stætt, ég skil reyndar ekki hvers-
konar myndum menn áttu að
ná," sagði Ólafur Helgi.
„Ég hef síður en svo neitt
undan blaðamönnum aö
kvarta, en kannski hefði félag
þeirra átt ab gefa mér kost á að
sitja þennan fund og skýra mín
sjónarmiö. Þab hefði verið sjálf-
sagt að mæta, ef veður hefði
leyft," sagbi Ólafur.
Ólafur sagði að hann væri
heilshugar á þeirri skoðun að
veita bæri fjölmiðlum réttar
upplýsingar um atburði sem
þann, sem varð í Súðavík; einn-
ig að veita bæri blaðamönnum
aðgang ab vettvangi, svo fram-
arlega sem það væri hættulaust
og tefbi ekki björgunaraðgerðir.
Þegar búið hefði verið að kanna
aðstæður, var þeim frjáls för um
svæðib.
„Það, sem lá fyrir milli mín og
vettvangsstjóra inni í Súðavík,
var fyrst og fremst öryggi frétta-
mannanna sjálfra. Þeir fóru með
varbskipinu inn í Súbavík á
Ólafur Helgi Kjartansson.
ábyrgð skipherrans, sem sá um
að þeir kæmust á land. Við vor-
um alls ekki í stakk búnir til að
taka ábyrgð á lífi fleiri manna
en þeirra, sem voru að vinna
þarna við afar erfiðar aðstæð-
ur," sagði Ólafur Helgi Kjartans-
son.
Hann ítrekaði að samvinnan
við fjölmiðla hefði verið góð, að
hans mati. Fjölmiblar voru
bebnir að segja ekki frá snjó-
flóðinu fyrr en eftir klukkan
hálfellefu um morguninn. Við
þab stóðu þeir. Þetta byggðist
meöal annars á því að þá væru
komnir inn á Súðavík utanað-
komandi menn, sem gætu gefið
hlutlægar upplýsingar um at-
burðinn.
Ólafur Helgi sagðist þó vera
með í höndum fréttaskeyti frá
Reuter-fréttastofunni , frá þess-
um örlagaríka morgni, þar sem
segir ab „tíu hafa látist og 18
annarra saknað". Þetta skeyti
mun hafa farið um heims-
byggðina fyrir klukkan hálfell-
efu þennan morgun — og var
rangt, því ekki var vitaö hversu
margir höfðu látið lífið á þeim
tíma.
„Ég ítreka það, að ég varð ekki
var við annað en prýðisfólk í
þessum hópi fréttamanna, en líf
þeirra og limir voru á ábyrgð
vettvangsstjóra og þarafleibandi
Almannavarna. En okkar hlut-
verk var að bjarga þeim sem
urðu fyrir snjóflóðinu, loka af
svæðiö og vernda þá sem voru
við björgun á svæbinu fyrir
hættunni sem vofði yfir," sagöi
Ólafur Helgi Kjartansson.