Tíminn - 04.02.1995, Blaðsíða 18

Tíminn - 04.02.1995, Blaðsíða 18
18 mmmu Laugardagur 4. febrúar 1995 Lafbi Macbeth okkar tíma Tina Lynn Carter. Það voru frostrósir á gluggunum í Tulsa, Oklahoma, þegar hringt var í lögregluna kl. 7.40 að morgni, mánudaginn 20. nóvem- ber 1993. „Það er maður læstur inni í bíl fyrir utan verksmiðjuna okkar. Kannski er hann sofandi, en mér virðist sem hann sé dauður," sagði verkstjóri í leikfangaverk- smiðju sem hringdi. Gary Ross og Matt Palmer, full- trúar hjá lögreglunni, voru komnir að Bowens Carpet Center viö Charles Page breiðstrætið nokkrum mínútum síöar. Þeir litu inn um gluggann á umræddum bláum fjögurra dyra Hyundai, sem lagt var fyrir utan verksmiðj- una. í framsætinu sat maður og hallaði höfðinu að glugganum. Ross bankaði á gluggann, en maðurinn sat hreyfingarlaus. Hann virtist á miöjum þrítugs- aldri, með teppi um sig miðjan. Ross og Palmer opnuðu farþega- dyrnar með tækjum sínum og þaö kom ekki á óvart að maður- inn skyldi vera ískaldur viðkomu. Teppið haföi þjónað þeim til- gangi aö fela tvö skotsár á maga hans og brjósti. Brunagöt á skyrt- unni bentu til að hann hefði ver- ið skotinn af mjög stuttu færi, e.t.v. af ökumanni í hálfs metra fjarlægð. Um það bii 10-12 klukkustundir höfðu liðiö frá dauða hans. Sjálfsmorb eða ekki? Rannsóknarlib lögreglunnar hóf störf sín. Undir farþegasætinu fundust tvö skothylki og hálfsjálf- virk 38 kalíbera Llama skamm- byssa. „Þetta er morðvopnið," sagði Ross. „En kannski er ekki hægt að útiloka sjálfsmorð," bætti hann við. Palmer var ekki sammála. „Þetta er ekki sjálfsmorð," sagbi hann. „Skothamarinn er fastur á þessari byssu. Einhver er að reyna að leiða okkur í gildru." Ross beit í vörina á sér, þegar hann sá að Palmer hafði á réttu ab standa. Auk þess voru blóð- slettur í ökumannssætinu, sem bentu til aö fórnarlambið hefði verið látiö þegar bíllinn var skil- inn eftir. Palmer var einn af reyndari mönnum lögreglunnar, meb 35 ára starfsreynslu að baki. Hann hafði leyst mikinn fjölda saka- mála, en Ross var nýliði. Maðurinn bar á sér skilríki. Hann hét Donald James Selige, 24 ára gamall. Hann hafði komib við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnadreifingar. Mögulegt var ab hann hefði verið myrtur vegna fíkniefna. Ross og Palmer héldu til heim- ilis James, en þar var þeim sagt að hann byggi ekki lengur þar, held- ur hefbi hann nýverið kynnst ungri konu, Tinu aö nafni. Áður hafði hann verið í tygjum við Bernice nokkra Land. Lögreglan fór til heimilis Bernice, en hún var ekki heima. Bróbir hennar sagði að hún hefði farið út að leita ab James, þar sem Tina hefði hringt 10 sinnum eba oftar til að leita að James, sem hafði verið saknað um tíma. Ross og Palmer tókst að hafa upp á símanúmeri Tinu og hringdu þegar í hana. Karlmanns- rödd kom í símann. Matt Palmer. James Seiige. Þung ásökun „Er Tina við?" spurði Palmer án þess að kynna sig og skömmu síð- ar kom hún í símann. Eftir að Tinu skildist að lögregl- an þyrfti að hafa tal af sér, sagðist hún myndu taía við þá heima hjá sér. Bernice taldi engan vafa leika á að Tina heföi ráðið James af dög- um. „Tíkin sú arna," sagöi hún. „Hún hefur drepib hann." Ekki vildi hún rökstybja þessa tilgátu frekar, en sagöist vita aö Tina ætti skammbyssu. Það fyrsta, sem Palmer tók eftir þegar hann hitti Tinu fyrst, var að hún var ólétt líkt og Bernice. Palmer skýrbi henni frá því ab lík James hefði fundist. Hún var með „vini sínum", eins og hún kynnti hann, Tommy Brown, sem líkt og hún sjálf var á spjöld- um lögreglunnar fyrir ýmsa smá- glæpi, einkum er tengdust fíkni- efnum. Henni virtist ekki verða mikið um að fregna lát James. Tina sagöist ekki hafa séð James frá því ab hann hafði farið í öku- ferð daginn áður til að koma á viðskiptum við kaupendur eitur- lyfja. Hún sagbist vita til að hann ætti byssu, en gat ekki lýst henni nánar. Ross og Palmer tóku eftir að svo virtist sem hýn dytti út á köflum í yfirheyrslunni, líkt og þoka færð- ist yfir augu hennar og hún færi í annan heim. Ný saga Tina fór á salernið og á meðan var Tommy vinur hennar yfir- heyrður. Tina heyrði að Ross og Palmer voru að spyrja hann óþægilegra spurninga þegar hún kom af snyrtingunni og þá öskraði hún skyndilega: „Hættiði að kvelja hann. Hann kom hvergi nálægt þessu." Ross og Palmer báöu hana að SAKAMÁL segja sér það sem hún vissi um málið. Tina breytti nú frásögn sinni á þá leið að hún hefði vitað hvar James hefði átt að hitta kaupend- urna og þegar hann skilaði sér ekki til baka, hefði hún orðið áhyggjufull. Hún hefbi keyrt að Charles Page breiðstrætinu og fundið James örendan í framsæt- inu. Hún þreifaöi á honum til að fullvissa sig um að hann væri lát- inn, en þá var hún skyndilega lýst upp af bíl með tveimur farþegum, sennilega morðingjum James, „sem höfðu komið aftur til ab ganga úr skugga um ab hann væri örugglega dauður", eins og hún skýrði frá. Hún sagðist hafa kast- ab sér á gólfið og mennirnir í bílnum hefðu látið sér nægja ab líta stuttlega á James, síðan hefðu þeir ekið á brott. Sagan var ekki trúverðug og ekki bætti úr skák að þrátt fyrir þetta sagöist Tina hvorki geta gef- ib lýsingu á mönnunum tveimur né ökutæki þeirra. „Það var svo dimmt," var þab eina sem hún haföi frekar um málið að segja. „Af hverju keyrbirbu hann ekki á spítala, þegar þeir voru farnir?" spuröi Palmer. „Ég veit það ekki, ég var með blóð hans á fötunum mínum og þorði það ekki," sagði Tina. Tina sagði ab lokum að morð- ingjarnir hefðu haft ærna ástæðu C ary Ross. til að myröa James, því hann hefði verið með eiturlyf ab verð- mæti 7000 dala eða tæprar hálfrar milljónar ísl. króna. „Þetta var stærsti samningur sem hann hafði staöið í um langt skeiö," sagði Tina. Vinurinn talar Ross og Palmer yfirgáfu Tinu og sögðust tala við hana síðar. Henni virtist létta er þeir fóru, og Palmer sá ekki betur en að hún væri brosandi er hann leit inn um gluggann á jarðhæðinni, eftir að hann yfirgaf húsiö. Palmer vissi ab mál Tinu var erfitt að sækja, en eðlisávísun hans gerði vart ráð fyrir þeim möguleika að hún segði sannleik- ann. „Við verbum að einbeita okkur að vini hennar, Tommy," sagði hann við Ross er þeir fóru nibur á lögreglustöð að gefa skýrslu um málið. Þremur dögum seinna báru ákafar tilraunir Palmers til að fá Tommy til að leysa frá skjóðunni árangur. Tommy virtist vib- kvæmur ab eðlisfari og Palmer sá strax snöggan blett á honum og þrýsti síðan á hann oft á dag að skýra sér frá því sem hann vissi. Annað, sem hjálpaði Palmer, var ab kynni Tinu og Tommys höfðu varað stutt og því þótti honum ólíklegt að Tommy hefði náð að bindast henni sterkum tryggða- böndum. Á fjórða degi hringdi Tommy svo í Palmer og bað um að fá að tala viö hann. Tommy sagði ab morguninn sem morðið var framib hefði Tina komið heim í miklu uppnámi og staðið klukkustundum saman undir sturtunni. Palmer flaug í hug að sagan. um lafði Macbeth hefði endurtekið sig. Þaö hefði í raun verið samviska hennar, sem hún hefði verið aö reyna að þvo, en ekki líkami. Tommy sagði að Tina hefði ver- ið með mikið fé á sér og auk þess með fulla vasa af dópi. Hún hafði ekki sagt honum frá því sem gerst hafði, en bent án orða á byssu sem hún hafði meðferðis. Tommy sagði Palmer að hann vissi ekki af hverju hann heföi ákveðið ab hjálpa henni, en eitt- hvaö hefði sagt honum að losa Tinu vib morövopnið og hann hefði boðist til að farga því á meðan hún var í sturtunni. Hún samþykkti það og tjáði honum að hún hefði gert þetta fyrir þau bæði. Tommy ók að stöðuvatni skammt frá og losaði sig þar við byssuna. Síban fór hann heim og beið komu lögreglunnar. Glæpur í auðgunar- skyni Fjórum klukkutímum síðar haföi leitarflokkur lögreglunnar fundið morðvopniö og eftir það var ékki eftir neinu að bíða. Gefin var út handtökuskipun á Tinu, og Tommy var einnig haldið í varð- haldi. Fyrst eftir handtökuna hélt Tina fram sakleysi sínu, en eftir að hafa ráöfært sig við lögfræöing játabi hún sekt sína, til að fá ekki þyngstu refsingu. Hún sagði gíæpinn framinn í auðgunar- skyni. 13. júní 1994 var hún dæmd í ævilangt fangelsi. Tina fæddi heilbrigt stúlkubarn, sem hefur veriö ættleitt, en síöasta misseriö hefur Tina tvívegis orðib uppvís að notkun fíkniefna innan veggja fangelsisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.