Tíminn - 04.02.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.02.1995, Blaðsíða 10
'10 Laugardagur 4. febrúar 1995 SIGHVATUR BJÖRGVINSSON segir sérfrœbinga í hópi lœkna rába sig sjálfa í vinnu hjá ríkinu — hann reyni ab sporna vib því ab fjármunir borgaranna fossi vibstöbulaust út um kranann — Gubmundur Árni hefur lýst yfir stubningi vib tilvísanamálib í heilsugœsluhópi Alþýbuflokksins — samtök voru stofnub gegn úrrœbum rábherrans. Sighvatur er í einkavibtali Tímans og segir: Eru að slá skjaldborg um tekjumöguleika sína Sighvatur Björgvinsson set- ur í afturábakgírinn í til- vísanamálinu. Hann tjábi blabamanni Tímans í einkavib- tali í gær ab hann hyggbist setja tilvísanakerfib á til 2 ára, - - þab yrbi litib á þann tíma sem reynslutíma fyrir kerfib. Ab honum loknum geta yfirvöld gert annab tveggja, sett kerfib á til frambúbar, eba fellt þab nib- ur og tekib upp núverandi kerfi. Reynt að skrúfa fyrir lekan krana „Allar götur frá 1993 höfum við reynt að ná samningum við sérfræbingana. Félag sérfræði- lækna hefur neitab mér um ab taka þátt í nefnd til að skoða til- vísanakerfið, þeir sögbust ekki hafa áhuga á því kerfi. Vib höf- um reynt allar leibir til ab sporna vib því að fjármunir borgaranna fossi vibstöðulaust út um þennan krana. Ekkert hefur borib árang- _ur," sagði Sighvátur Björgvinsson heilbrigðisráðherra í einkasam- tali við Tímann í gær. Sjálfrábnir í vinnu sína „Kerfið í dag er þannig að sér- fræðingar geta með einu bréfi til heilbrigðisyfirvalda tilkynnt ab hérmeð hafi þeir opnab lækna- stofu. Þar meb eru þeir farnir að skrifa reikninga út á trygginga- kerfið. Þab væri laglegt ef þetta væri svona í menntakerfinu. Ég nefni sem dæmi velmenntaðan stærðfræöing sem kæmi heim. Hann gæti meö einu bréfi til- kynnt Háskóla íslands að hann hefði hafið kennslu í stofu á heimili sínu og tæki við öllum áhugasömum íslendingum í kennslu. Reikninginn gæti hann þá sent til Háskólans. Sérfræðing- amir í læknisfræði búa við þau óvenjulegu kjör aö geta ráðið sig sjálfir í ríkiskerfinu. Sérfræðing- um hjá Tryggingastofnun fjölg- aði á síöasta ári úr 350 í 362," sagði ráðherrann. Hann sagði þaö undarlegt í þessu tilviki ab verksalinn, læknirinn, hefði all- an rétt. Verkkaupinn, ríkið, heföi þar engan rétt. Sjúklingar hjá mörgum læknum í senn Sighvatur sagöi það verulegan galla á núverandi kerfi að einn og sami sjúklingurinn getur verib hjá mörgum sérfræðingum í senn. Þab væri ekki bara heimil- islæknirinn hans sem ekkert vissi um feril sjúklingsins. Heldur væri engin yfirsýn neins staðar. Þab væru dæmi um aö verið væri að gera sömu rannsóknir á sama sjúklingi fyrir marga lækna, og kannski verið ab gefa sjúklingi mismunandi lyf af fleirum en einum lækni. „Ég tel þab alrangt aö verið sé að stofna velferð sjúklinga í voba með tilvísanakerfinu. Þvert á móti eru verið að tryggja það að einhver abili í heilbrigðiskerfinu hafi yfirlit yfir það hvað verið er aö gera fyrir sjúkling og við sjúk- ling. Hins vegar stefnir það heill heilbrigðiskerfisins í voða ef allir sérfræðingar hætta að vinna fyrir Tryggingastofnun ríkisins þannig að fólk geti ekki snúið sér til eins eða neins með sín vandamál. Ég trúi því einfaldlega ekki fyrr en ég tek á því að þessir sérfræðing- ar geri slíkt. Þetta tilvísanakerfi er notað á flestum Norðurland- anna, þar á meðal í löndum sem talin eru hafa hvað besta þjón- ustu. Margir okkar sérfræðinga eru menntaðir í þessum löndum, til dæmis í Svíþjóð og Dan- mörku. Að þeir skuli leyfa sér að tala um að verið sé að skerða sér- fræöiréttindi þeirra með því ab setja á tilvísanakerfi er undarleg þversögn. Þetta kerfi er að finna í allri annarri heilbrigðisþjónustu. Til dæmis ferðu ekki til sjúkra- þjálfará" öðru vísi en méð tilvís- un. Ekki færbu röntgenmynd, eða ferb í blóörannsókn án tilvís- unar. Ég tala nú ekki um að Sighvatur Björgvinsson hitti ígœr forsvarsmenn sérfrœbinga ab máli út af tilvísanakerfinu. Meb honum á myndinni er Sigurbur Björnsson, formabur Sérfrœbingafélggs íslands, Gestur Þorgeirsson, formabur Lceknafélags Reykjavíkur og Sverrir Bergmann, formabur Lœknafélags íslands. Tímamynd cs. leggjast inn á spítala. Varla er verið ab skerða réttindi þessara lækna," sagði Sighvatur Björg- vinsson. Guðmundur Árni sagöist styöja tilvísanakerfiö Athygli vekja ummæli Gub- mundar Árna Stefánssonar í til- vísanamálinu. Hann telur kerfib best geymt niðri í skúffu ráð- herra. Þetta hlýtur ab vera vond staöa fyrir Sighvat Björgvinsson. Hann segist hafa sagt allt sem hann ætli aö segja um þab mál. Og þó: „Sjálfur hefur Guömundur Árni sagt í vitna viðurvist að hann styddi tilvísanakerfib. Hann hefur sagt þetta til dæmis á fundi heilbrigðishóps sem starfar innan Alþýbuflokksins," sagbi Sighvatur. „Ég veit ekki hvort þingmeiri- hluti er fyrir hendi fyrir tilvísana- kerfi. Hitt veit ég ab þab var ríkur þingmeirihluti fyrir því aö veita mér heimild til að taka upp til- vísanir. Ríkisstjórnin var einhuga í málinu. Og málib hlaut líka stuðning stjórnarandstöðuþing- manna. Þannig veit ég að þetta var skoöun Guðmundar Bjarna- sonar, fyrrverandi heilbrigöisráð- herra, og trúi ég því að það sé enn hans skoðun að tilvísana- kerfið sé skynsamlegt. Ég veit ab þetta er skoðun Finns Ingólfsson- ar, formanns þingflokks Fram- sóknarflokksins. Þetta er skoðun Svavars Gestssonar. Þab kann að vera að vera að einhverjir þeirra sem greiddu því frumvarpi at- kvæði sitt, um ab ráöherra fengi rétt til ab taka upp og ákvarða til- vísanir, kunni að hafa snúist hugur, þab má vera. En ég held að þaö sé mikill meirihluti fyrir þessu kerfi á Alþingi. Sighvatur í mót- mælabylgjunni Fáir ráðherrar í íslenskri ríkis- stjórn, ef nokkur, hafa fengib annan eins skammt af mótmæl- um hinna ýmsu hópa þjóðfélags- ins. Svo langt gekk að stofnuð voru sérstök samtök gegn Sig- hvati og úrræbum hans. Við spyrjum Sighvat út í þau mál. „Það er einfaldlega þannig meb mál eins og heilbrigðismálin að þau eru afar viðkvæm. Þú veist hvað þú hefur en þú veist ekki hvað þú hreppir ef breytingar eru gerðar. Það er mjög einfalt og auðvelt aö æsa fólk upp í hræðslu eins og gert var til dæm- is við lyfjabreytingarnar. Við get- um minnt á lætin um stofnun Sogs. Því var haldið fram að sú starfsemi yrbi stórhættuleg fyrir umhverfib. Þar var sagt ab þyrfti óhemjumikinn fjölda starfs- manna. Mig minnir ab sagt væri að það þyrfti 34 eða 35 sem áttu bara að passa stiga. Þessi umræða var í þessum dúr. Ég verð nú að segja að það var ekki ég sem vakti allt þetta moldviðri. Reynslan er ólygnust og menn hafa reynsl- una fyrir sér. Stofnuðu menn ekki samtök, hétu þau ekki Al- mannavernd eða eitthvað í þá veruna? Þetta voru samtök ým- issa voldugustu aðila í þjóbfélag- inu ög áttu ab beinast gegn mér og mínum úrræbum. Hvar eru þau? Ég hef ekki orðib þeirra var undanfarin misseri. Því miöur var fólk gert hrætt og það er afar ómaklegt að leika sjúklinga þannig." Þrjár varnarlínur hagsmunaaöila Sighvatur segir frá fundi sem hann sótti nýlega hjá OECD og fjallaði um kostnab í heilbrigðis- þjónustu, en hann sátu ýmsir þekktustu heilsuhagfræðingar í heimi og fjórtán heilbrigbisráb- herrar. Þar komu til umræðu erf- iðleikarnir við að ná niður út- gjöldum í heilbrigöisþjónustu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.