Tíminn - 07.02.1995, Blaðsíða 2
2
Wéwltm
Þriöjudagur 7. febrúar 1995
Tíminn
spyr...
Á a& afgreiba frumvarp um
breytingar á stjórnarskránni
óbreytt?
Petrína Baldursdóttir,
þingmabur Alþýöuflokks-
ins í Reykjaneskjördæmi:
„Nei. Þab eru ýmsar breyt-
ingar sem ég vil sjá á frum-
varpinu áöur en það verður
afgreitt. Ég vil ekki nefna
einstaka þætti í því sam-
bandi."
Egill Jónsson,
þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins á Austurlandi:
„Ég tel að frumvarpið sjálft
sé til afar mikilla bóta eins
og það var lagt fram. Hins
vegar er ég mjög ánægður
meb þá umræðu sem fram
hefur fariö og þær athuga-
semdir sem gerðar hafa ver-
ið og skýrðar fyrir mér."
Gísli S. Einarsson,
þingmaður Alþýðuflokks-
ins í Vesturlandskjör-
dæmi:
„Nei. Það þarf að binda um-
ráðarétt yfir fiskveiðiréttind-
unum inn í stjómarskrána.
Það er grundvallaratriði."
Deildar meiningar um leibir til hœkkunar skattleysismarka innan
verkalýöshreyfingar. Keflavík:
Samningastaban
kortlögb hjá VMSÍ
„Vib ætlum að fara yfir stöb-
una og fá afstöbu manna til
framkominna krafna. Hvort
menn vilja bæta í eba slaka á
og hvort menn hafa ein-
hverjar abrar hugmyndir
eins og t.d. að krefjast ekki
hækkunar skattleysismarka
eins og ASÍ. Ég vænti þess ab
fá viðbrögb manna vib því,"
segir Kristján Gunnarsson,
formaöur Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavíkur, en
félagib stendur ab Flóa-
bandalaginu ásamt Dags-
brún og Hlíf.
Á morgun verður haldinn
formannafundur í Verka-
mannasambandi íslands þar
sem farið verður yfir stöðu
mála í þeim viðræðum sem
fram hafa farið um gerð sér-
kjarasamninga einstakra fé-
laga og deilda sambandsins og
þær undirtektir sem launa-
kröfur þeirra hafa fengið hjá
atvinnurekendum í tengslum
við gerð aðalkjarasamnings. Á
fundinum verður eflaust einn-
ig rætt um það hvort ástæða sé
til þess hvetja stjórnir aöildar-
félagana til að afla sér heimild-
ar til verkfallsboöunar.
Kristján Gunnarsson segist
hafa undrast það mjög að í
kröfugerð formanna lands- og
svæðasambanda innnan ASI
gagnvart stjórnvöldum skuli
ekki vera gerð krafa um beina
hækkun skattleysismarka. Þess
í staö er krafist hækkunar
skattleysismarka með afnámi
tvísköttunar lífeyrisgreiðslna í
stað þess aö hækka persónuaf-
slátt eða lækka tekjuskattspró-
sentuna. ASÍ vill að launafólki
verði heimilt að draga 4%
framlag í lífeyrissjóði frá tekj-
um við álagningu skatta og við
það mundu skattleysismörkin
hækka í 59.500 krónur á mán-
uði á þessu ári og í 60.700
krónur á því næsta. Aftur á
móti krefst Flóabandalagið
þess að skattleysismörk verði
hækkuð milliliðalaust í 65
þúsund krónur á mánuði.
Formaður Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavíkur segir
að öll lækkun á framfærslu-
kostnaði heimila sé af hinu
góða. En Kristján sat auka-
flokksþing krata um nýliðna
helgi þar sem formaður flokks-
ins sagði það vel koma til álita
að skoða leiðir til að lækka
verð á opinberri þjónustu í
tengslum við aðgerðir vegna
kjarasamninga.
Sl. laugardag vakti það at-
hygli að Kristján mætti ekki á
boðaðan fund með atvinnu-
rekendum í Karphúsinu, en
þangað var hann boðaður sem
fulltrúi VMSÍ. Ástæðan fyrir
því að hann mætti ekki á
fundinn þennan dag var sú að
hann fékk sjálfurr aldrei neitt
fundarbob heldur frétti það frá
öbrum rétt fyrir kvöldmat að
hann hefði átt ab mæta á fund
með atvinnurekendum klukk-
an þrjú sama dag.
„Þannig að ég var ekki ab
hunsa nein fundarboð, þab er
af og frá. Það vakna margar
spurningar því samgöngur og
fjarskipti eru með ágætasta
móti. Reyndar var ég á krata-
þingi á Hótel Loftleiðum og
það vita allir að þar er sími,"
segir Kristján Gunnarsson.
Erlendir feröamenn í
janúar um 10% fleiri en
í fyrra:
Um 1.900
Danir og
Svíar her í
janúar
Fjöldi ferðamanna til Iands-
ins í janúar, íslenskra jafnt og
erlendra, var ekki verulega
frábrugðinn frá því sem verib
hefur I janúar á nokkrum
undanförnum árum. Rúm-
lega 6.700 íslendingar sneru
aftur heim á „klakann" í
mánubinum og um 5.600 út-
lendingar heimsóttu okkur.
Samtals þýðir þetta um 400
manns til landsins á dag ab
mebaltali. Þetta er fjölgun um
5% og 10% frá því í fyrra, en
abeins 2-3% fleira en í janúar
1993.
Það vekur mesta athygli hve
margir Danir leggja hingað leið
sína á þessum árstíma. Tæplega
fimmtungur erlendu ferða-
manna var Danir, eða nærri
1.100 manns. Svíar voru um
800 þannig að Danir og Svíar
voru þriðjungur allra erlendra
ferðamanna í janúar. Banda-
ríkjamenn voru tæplega 1.400 í
mánuöinum, Bretar rúmlega
500 og Þjóðverjar tæplega 500
talsins. Fólk frá öbrum þjóðum
en ofannefndum var hér sára-
fátt í janúarmánuði. ■
Norrœna sakfrœbiráöiö flutt til íslands í fyrsta sinn:
Afbrotafræðirannsóknir
og ráðgjöf meginmálin
Skrifstofa Norræna sakfræði-
rábsins (Nordisk Samar-
beidsrad for Kriminologi)
flutti í fyrsta skipti til íslands
núna um áramótin og verður
hér næstu þrjú árin, til árs-
loka 1997. Hildigunnur ÓI-
afsdóttir afbrotafræbingur
gegnir formennsku í ráðinu
þessi þrjú ár en framkvæmd-
um stýrir Þóroddur Bjarna-
son félagsfræbingur. Skrif-
stofa sakfræðiráðsins er vib
Háskóla íslands.
Norræna sakfræðiráðið tók
til starfa í ársbyrjun 1962 sam-
kvæmt ákvörðun dómsmála-
ráðherra Norðurlandanna.
Meginhlutverk þess er ab styðja
og styrkja rannsóknir í afbrota-
fræði og verða stjórnvöldum til
ráðgjafar um afbrotafræðileg
málefni. Hvert Norburland-
anna fimm á 3 fulltrúa í ráðinu,
hvar af tveir skulu vera afbrota-
fræðingar. Skrifstofan flytur á
3ja ára fresti. Sakfræbiráðið er
fjármagnað með framlögum frá
dómsmálaráðuneytum Norbur-
landanna og skipti kostnaöar-
ins sú sama og hjá Norður-
landaráði. Um þriðjungur af
fjármunum ráösins fer í rann-
sóknarstyrki. ■
Frá vinstri Arinbjörn Viihjálmsson, Björgvin Njáll Ingólfsson, Siv Friöleifs-
dóttir, Hjálmar Árnason, Drífa Sigfúsdóttir, Sigurbjörg Björgvinsdóttir og
Unnuf Stefánsdóttir.
Framsóknarflokkurinn opnar
kosningaskrif-
stofu á
Reykjanesi
Framsóknarmenn í Reykja-
neskjördæmi opnubu aðal-
kosningaskrifstofu sína
laugardaginn 4. febrúar ab
Bæjarhrauni 22 í Hafnar-
firði.
Á þriðja hundrað manns
mætti á opnunarhátíðina sem
var hin fjörugasta. Siv Frib-
leifsdóttir, sem leiðir listann,
og Hjálmar Árnason, sem skip-
ar annað sætib, fluttu ávörp og
einnig nýráðinn kosninga-
stjóri, Arinbjörn Vilhjálmsson
arkitekt.
Þetta mun vera fyrsta kosn-
ingaskrifstofan sem opnar fyr-
ir alþingiskosningarnar í vor.
Hún verður opin í febrúar
milli kl. 16.00 og 20.00 alla
virka daga og milli kl. 16.00 og
20.00 á laugardögum. Opnun-
artími í mars verður auglýstur
síbar. Síminn er 5655705.