Tíminn - 07.02.1995, Blaðsíða 9
Þribjudagur 7. febrúar 1995
9
á höttunum eftir honum þegar
hann ákvað að snúa heim frá
Bandaríkjunum. „Herbert er frá-
bær leikmaður og félagi. Hann er
líka besta fyrirmynd fyrir ungu
strákana sem möguleg er, og gef-
ur sér góðan tíma fyrir þá. Ef ég
væri í sporum Herberts, mundi
ég íhuga þann möguleika að
spila í Evrópu, þar sem ég hef trú
á að hann gæti komist að hjá
góðu liði, ef hann hefur réttu
umboðsmennina sem kunna að
koma honum á framfæri. En ef-
laust verður mikið kapphlaup
um hann hér heima fyrir næsta
tímabil. Ef ég verð áfram að
þjálfa liðið, þá vil ég hafa hann
áfram, en ég stend ekki í vegi fyr-
ir honum."
Stoltir á heimavelli
„Stærsta ástæðan fyrir frábær-
um árangri á heimavelli er án efa
stoltiö. Omeðvitað berjumst við
meira á heimavelli til að halda í
árangurinn, en þetta er eins og
einhver kæmi heim til þín og
ætlaöi að stela sjónvarpinu þínu.
Þá myndir þú örugglega berjast
fyrir því! Það er gaman að vinna
á heimavelli fyrir fullu húsi
áhorfenda, og ennþá skemmti-
legra ab sjá sömu andlitin koma
aftur og aftur, einmitt til þess að
sjá okkur vinna. Umgjörðin
kringum leikina, eins og uppá-
komurnar í hálfleik, er líka góð,
sem gerir oft gæfumuninn fyrir
því hvers vegha fólk kemur og
hvetur okkur, sem svo aftur skil-
ar sér í betri árangri."
Pabbar ungu strák-
anna í liöinu
„Þab má vel segja ab við eldri
leikmennirnir, sem erum
reynslumeiri, séum hálfgeröir
pabbar þeirra yngri og ef við get-
um miðlað reynslunni, þá efast
ég ekki um ab þeir geri sér grein
fyrir að við getum farið alla leið."
ÍR abeins meö eina
tæknivillu
Breiðholtsliðið hefur vakið at-
hygli fyrir prúðmennsku á vellin-
um. Til þessa hefur aðeins verið
dæmd ein tæknivilla á liðið í vet-
ur, langminnst allra liða, á Rho-
des fyrir að hanga í hringnum,
sem hann segir hafa verið klaufa-
legt hjá sér. „Það er aldrei hægt
aö breyta því sem dómarinn hef-
ur dæmt. Hví þá að vera að eyða
orkunni í að mótmæla?. Þetta er
neikvæð orka, sem á endanum
dregur liðið niður." Rhodes segir
að ef hann ætti að taka út ein-
hverja dómara og segja þá besta,
myndi hann nefna Kristin Ai-
bertsson og Kristján Möller.
Grindavík og Njarö-
vík á hærra plani
„Ég geri mér vonir um að ÍR
komist í undanúrslit íslands-
mótsins ásamt Njarðvík og
Grindavík. Fjórða liðið þar er
hins vegar erfitt að segja til um
hvert veröur, en KR, Keflavík og
jafnvel Þór og Skallagrímur koma
til greina. Grindavík og Njarðvík
eru hins vegar með bestu liðin og
þau eru einfaldlega á hærra plani
en önnur lið. Við ÍR-ingar leikum
að jafnaði alltaf vel á heimavelli,
en þessi tvö spila að jafnaði alltaf
vel, hvar sem er. Það er hins veg-
ar frábært fyrir okkur aö vera
búnir að vinna öll liðin og t.d.
vera eina liðið, sem hefur unnið
Njarðvík til þessa í deildinni.
Þetta er gott upp á sjálfstraustið
að gera og einnig þegar við mæt-
um einhverju liðanna í úrslita-
keppninni, vita þau að þau geta
ekki farið áhyggjulaust í leikinn
gegn okkur."
„Stelpurnar laðast
enn að Rhodes. Þetta
er kannski ekki
vandamál, en það,
sem fer stundum í
taugamar á mér, er
þegar konur vita að
ég er konan hans, en
reyna samt til við
hann."
Stæröin háir
landsliöinu
„Mér finnst Iandsliöiö vera
mjög hæfiieikaríkt og 'I'orfi
Magnússon þjálfari vera að gera
góða hluti meö liðið. Hann er að
fá það besta út úr leikmönnum
sínum, en helsta vandamáliö er
að landsliösmennirnir hér viröast
vera eitthvað minni en í Evrópu.
Kostirnir eru margar frambæri-
legar skyttur. Næsta skref er að
komast í B-riðii og þaö verður
erfitt en vel mögulegt, enda hef
ég mikla trú á þessu landsliði."
Aðspurður hvaða leikmenn hann
hefði í sínu landsliöi, sagði hann
eftirtalda vera frambærilegasta í
byr junarliðið: Guðmundur
Bragason Grindavík, Herbert
Arnarson ÍR, Jón Örn Guö-
mundsson ÍR, Falur Harðarson
KR og Nökkvi Már Jónsson
Grindavík.
Miklö aö hugsa um
íslenskan ríkisborg-
ararétt
„Ég hef hugsað mikið um að
gerast íslenskur ríkisborgari og
þannig getað leikið með íslenska
liðinu. Neikvæða hliðin á því
myndi vera sú hvaða lið hefði
efni á að halda mér fjárhagslega
„Efég væri í sporum
Herberts, myndi ég
íhuga að spila í Evr-
ópu."
sem innlendum leikmanni. Þá
held ég líka að viðhorfið sé hjá
hverju landi að gefa inniendu
leikmönnunum tækifærið, þó
svo fólk vilji líka sjá „útlend-
inga". Ég held á hinn bóginn aö
ég gæti vel hjálpað íslenska
landsliðinu og ég held ab vib
Guðmundur Bragason myndum
ná vel saman og styrkja hvor
annan í stöðu miðherja. Þab tek-
ur um þrjú ár að fá ríkisborgara-
rétt og ég tel mig alveg vera til-
búinn þá, þó svo ég verö orðinn
32 ára."
Ætla aö giftast á ís-
landi
Rhodes og Jacqueline eru búin
ab vera saman í 10 ár og ætla nú
ab láta verða af því ab gifta sig og
verður athöfnin hér á landi.
„Okkur líkar svo vel hérna, ab
þetta var ekki erfiö ákvörbun fyr-
ir okkur. ísland er líka okkar
heimili, þaö er alltaf gaman ab
fara til Bandaríkjanna, en það
eru bara heimsóknir," segir
Jacqueiine. „Það kemur vel til
greina að vera hér í mörg ár til
viðbótar. Hér er gott aö ala upp
börn, en það er á dagskrá hjá
okkur að eignast þau, og hér á ég
auðvelt meb að fá vinnu," bætir
Jacqueline við.
„Stelpurnar laöast
enn aö Rhodesy/
En þegar blaöamaður spyr
hvort Rhodes hafi ekki verið eft-
irsóttur af kvenfólkinu, er
Jacqueline fijót að svara. „Stelp-
urnar laðast enn ab Rhodes. Þetta
er kannski ekki vandamál, en
þab, sem fer stundum í taugarnar
á mér, er þegar konur vita ab ég
er konan hans, en koma samt til
hans og reyna til við hann þegar
ég stend vib hliðina á honum! Ég
myndi aldrei gera það, en sumar
gera þetta og virbist vera alveg
sama. Samt held ég að íslenskar
konur séu hrifnar af lituðum
mönnum, vegna þess að þeir eru
öðruvísi og það sem er öðruvísi
er spennandi. Þetta kom líka fyr-
ir í Bandaríkjunum, þannig að
þetta á ekki aðeins við hér," segir
Jacqueline.
Framstúlkur fögnubu
Framstúlkur höfðu ástæðu til ab
fagna á laugardaginn, því libið
náði að tryggja sér bikarmeist-
aratitilinn í handbolta eftir
magnaðan leik við Stjörnuna úr
Garbabæ, en þetta eru tvö bestu
lib landsins í dag. Framstúlkur
unnu síðast bikartitilinn árið
1991. Leikurinn var tvífram-
lengdur og mjög spennandi og
verður án efa til þess að færa
kvennahandknattleik upp á
hærri stall en hann er nú þega
Á myndinni stíga Framarar sij
urdansinn og glittir m.a. í Ha
dísi Guðjónsdóttur og Örn
Steinsen.
Tímamynd ÞÖ
Evrópuknatt-
spyrnan
England
Coventry-Chelsea..........2-2
F.verton-Norwich .........2-1
Ipswich-Crystal Palace ...0-2
Leicester-West Ham........1-2
Man. Utd-Aston Villa......1-0
Forest-Liverpool .........1-1
QPR-Newcastle ............3-0
Sheffield Wed.-Arsenal ...2-1
Southampton-Man. City ....2-2
Tottenham-Blackburn.......3-1
Wimbledon-Leeds...........0-0
Sta&an
Blackburn .27 18
Man. Utd ..27 17
Newcastle. 27 1.3
Liverpool.. 26 13
Forest.....27 13
Tottenh.... 26 12
Leeds.....26 10
Sheff.Wed. 27 10
Wimbl......26 10
Norwich ...26 9
Arsenal ...27 8
Chelsea....26 8
Man. City .26 8
Aston Villa 27 7
South......26 6
Cr. Palace ..27 7
QPR .......25 8
Everton....27 7
West Ham 26 8
Coventry ..27 6
Ipswich....27 5
Leicester ....26 4
5 4 58-24 59
6 4 48-21 57
9 5 45-29 48
8 5 45-21 47
7 7 40-29 46
6 8 44-37 42
9 7 34-28 39
9 8 35-33 39
6 10 31-40 36
7 10 25-29 34
9 10 30-30 33
8 10 34-37 32
8 10 35-41 32
10 10 32-36 31
12 8 37-42 30
9 11 21-26 30
6 11 38-44 30
9 11 27-36 30
4 14 24-33 28
10 11 25-45 28
5 17 29-55 20
6 16 24-45 18
Markahæstir: Alan Shearer
Blackburn 27, Robbie Fowler Li-
verpool 23.
1. deild — helstu úrslit
Bolton-Wolves ............5-1
Bumley-Swindon ...........1-2
Derby-Sheffield Utd ......2-3
Middlesboro-Reading.......0-1
Stoke-Portsmouth .........0-2
Tranmere-Notts County ....3-2
Staba efstu liba
Bolton ......29 14 8 7 49-31 50
Tranmere....29 14 7 8 46-33 49
Middlesb....28 14 7 7 41-26 49
Wolves......28 14 5 9 50-39 47
Reading .....29 13 8 8 34-27 47
Sheff. U....29 12 9 8 47-33 45
Skotland
Falkirk-Hearts.............2-0
Hibs-Partick...............1-2
Kilmarnock-Aberdeen........3-1
Motherwell-Celtic..........1-0
Rangers-Dundee Utd.........1-1
Staban
Rangers...24 15 6 3 43-19 51
Hibs ......24 8 12 4 34-23 36
Motherw. .24 9 9 6 36-36 36
Celtic.....24 6 14 4 24-21 32
Hearts ....24 9 4 11 30-33 31
Kilmarn. ...24 7 8 9 29-32 29
Falkirk ...24 6 9 9 31-37 27
Dundee U. 23 6 8 9 29-37 26
Aberdeen ..24 5 9 10 28-32 24
Partick ...23 5 7 11 23-37 22
Spánn — helstu úrslit
Valencia-Atl. Madrid........0-0
Sociedad-Compostela .......1-1
Barcelona-Gijon............3-1
Real Betis-Logrones.........1-0
Tenerife-Zaragoza...........2-0
Real Madrid-Sevilla ........2-0
Coruna-Bilbao...............0-0
Staba efstu liba
Real Madrid ..20 13 5 2 48-15 31
Coruna ......20 10 8 2 33-17 28
Barcelona....20 11 5 4 35-24 27
Real Betis...20 8 9 3 26-10 25
Zaragoza ....20 11 3 6 31-26 25
Tenerife....20 8 6 6 28-2122
Bilbao.......20 866 17-18 22
Sevilla......20 8 5 7 25-22 21
Tyrkland — helstu úrslit
Besiktas-Vanspor............3-0
Altay-Galatasaray.............0-3 -
Kayseripsor-Trabzonspor ....0-0
Fenerbahce-Denzlispor ......3-0
Petrospor-Genclerbirligi....1-2
Staba efstu liba
Besiktas......20 14 4 2 47-15 46
Galatasaray ...20 14 3 3 50-19 45
Trabzonspor .20 12 5 3 42-18 41
Fenerbahce „.20 12 4 4 49-21 40
Genclerbir. ...20 10 6 4 31-25 36