Tíminn - 07.02.1995, Blaðsíða 4
4
Þri&judagur 7. febrúar 1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf.
Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Stefna án
skilgreiningar
Á aukaþingi Alþýðuflokksins, sem haldib var nú um
helgina, var samþykkt sú stefnumörkun að sækja
beri um aðild að Evrópusambandinu sem fyrst. Þessi
stefna kemur ekki á óvart, þar sem ræður formanns
flokksins hafa upp á síðkastiö hnigið í þessa átt.
Alþýðuflokkurinn hefur sérstöðu með þessari
stefnumörkun. Hins vegar vantar allar skilgreiningar
á því, hvaða umræðugrundvöll á að setja fram með
umsókn um aðild og hvaða upplegg á að vera í við-
ræbum við ESB.
Það hefur ekki verið um það deilt að sjávarútvegs-
stefna bandalagsins, eins og hún er nú, samrýmist
engan veginn íslenskum hagsmunum. Ákvarðanir
um heildarafla á íslandsmiðum eru þar með teknar
út í Brussel, og auðlindastefnan er sameiginleg.
Sú staðreynd liggur einnig á borðinu að endur-
skoðun sjávarútvegsstefnu Evrópubandalagsins
verður ekki fyrr en að sjö árum liönum, eða árið
2002. Ekkert liggur því fyrir um þab á, þessu stigi
hverjar breytingar verða á henni, því margt getur
breyst á skemmri tíma.
Sjávarútvegssamningur Norðmanna við Evrópu-
bandalagið var kynntur á þann hátt, að með aukn-
um áhrifum Norðmanna innan bandalagsins
mundu fást breytingar á sjávarútvegsstefnunni.
Norskir kjósendur tóku ekki þessa áhættu. Hagsmun-
ir Norðmanna í sjávarútvegi, miðað við önnur um-
svif í þjóðarbúskapnum, eru þó smáræði borið sam-
an við íslendinga.
Það er því með miklum ólíkindum ab Alþýðu-
flokkurinn skuli móta þessa stefnu nú gagnvart Evr-
ópusambandinu, án þess að gera nokkra grein fyrir
því hvað hún felur í sér. Ástæðan er vafalaust sú að
Jón Baldvin, formabur flokksins, metur það svo að
þetta útspil sé líklegt til þess að rífa Alþýðuflokkinn
úr þeirri kreppu, sem hann er í, og vinna fylgi frá
Sjálfstæöisflokknum í þéttbýlinu. Það er vissa fyrir
því að raddir eru mjög sterkar innan Sjálfstæðis-
flokksins um að sækja um aðild að Evrópusamband-
inu og ganga í það. Forustumenn Verslunarráðs og
Samtaka iðnaðarins hafa ekki farið leynt með þessar
skoðanir, en Sjálfstæðisflokkurinn á sterk ítök í þess-
um samtökum. Innan Vinnuveitendasambandsins
er einnig að finna sömu skoðanir. Davíð Oddsson
hefur hins vegar tekið þá stefnu að ýta málinu á und-
an sér og segja að það sé ekki á dagskrá. Þannig
hyggst hann vinna sér tíma fram yfir kosningar og
treystir á þab að Evrópusinnar í flokknum hafist ekki
að, en hann fái plús fyrir afstöðu sína hjá almennum
flokksmönnum, sem vilja fara með varúð. Þetta her-
bragð Davíös hefur tekist hingað til, en nú reynir Jón
Baldvin að nota Evrópumálin sem valslöngu til þess
að kasta grjóti í Sjálfstæðisvirkið.
Það kemur hins vegar í ljós, hvort þetta herbragð
Jóns heppnast og hvort tekst meb þessum aðferðum
að rjúfa skarð í virkisvegginn. Næstu vikur munu
leiða það í ljós.
Það er hins vegar Ijóst að Davíð Oddsson ætlar að
sigla með Sjálfstæðisflokkinn í gegnum kosningar
með því ab drepa málinu á dreif og segja það ekki
vera á dagskrá. Það gefur honum síðan frjálsar hend-
ur eftir kosningarnar.
Sigrar Akureyrar
KA sigraöi í bikarkeppninni í
handknattleik karla um helgina
og fór bikarinn þar me& norður til
Akureyrar í fyrsta sinn. Þjálfari KA
er Alfreð Gíslason, en faðir hans
Gísli Bragi Hjartarson vann ein-
mitt líka stóra sigra í sinni keppn-
isgrein, pólitík, í síöustu viku,
þegar hann ásamt félögum sínum
í meirihluta bæjarstjómar Akur-
eyrar náðu til bæjarins hátt í 100
nýjum atvinnutækifærum í
tengslum vi& hugsanleg skipti á
söluaðilum fyrir Útgerðarfélag
Akureyringa. Til viöbótar þessu
hafa Akureyringar ástæðu til að
fagna flutningi veiðistjóraemb-
ættisins norður og er óhætt að
segja að heldur lífvænlegra sé í
plássinu núna en lengst af síöasta
kjörtímabil, þegar drungi og
deyfð einkenndi bæjarlífið undir
nýsköpunarstjórn Allaballa og
Sjálfstæðisflokksins.
Ab fatta málib
Garri verður að játa að hann
hefur ekki fylgst með framvindu
bæjarmálanna á Akureyri frá degi
til dags. Honum hefur samt virst
nánast óskiljanlegt að fyrrverandi
bæjarstjórnarmeirihluti og núver-
andi minnihluti skuli enn vera í
pólitík eftir að hafa alltaf sagt
pass þegar kemur að atvinnumál-
um.
Þó örlaði á skýringu á þessu
hugmyndaleysi „nýsköpunar"-
bandalagsins á Stöð 2 á dögun-
um, þegar rætt var við bæjar-
stjórnarmenn á Akureyri. Þar
kom greinilega fram að sjálfstæð-
ismenn á Akureyri hafa einfald-
lega ekki skilið um hvað þetta
ÚA-mál snerist. Fulltrúi sjálfstæð-
ismanna, sem þarna kom fram
fyrir alþjóð, hreykti sér af því að
sjálfstæðismenn hefðu haft ein-
hvern sigur í málinu, vegna þess
að íslenskar sjávarafurðir fluttu
ekki norður. Þessi ágæti bæjarfull-
trúi taldi að Jakob Björnsson bæj-
arstjóri, sem talaði á móti honum
í sjónvarpsþættinum, hefbi verið
beygður og gerður afturreka með
áform sín.
Sé skilningur stjórnmálamanna
á atvinnumálum með þessum
hætti, er kannski ekki við því að
GARRI
búast að merkilegir hlutir gerist í
þeim málaflokki þegar þeir eru
við völd.
Gabbhreyfing víta-
skyttunnar
Þegar Valdimar Grímsson, víta-
skytta þeirra KA-manna, tekur
víti í handboltanum, þá skýtur
hann yfirleit ekki beint á markið,
heldur framkvæmir hann „gabb-
hreyfingu" þar sem hann þykist
ætla að gera eitthvað og nær
markmanninum á hreyfingu og
úr jafnvægi. Slíkt er raunar al-
þekkt aðferð við að taka víti. Aldr-
ei fyrr hefur Garri heyrt menn
gagnrýna vítaskyttur fyrir að
beita slíkri gabbhreyfingu, á þeirri
forsendu að þeir hafi „verið gerb-
ir afturreka" með eitthvað og ekki
skotið eins og þeir hafi ætlaö í
fyrstu. Það er einfaldlega ekki
hugmyndin að skjóta strax, held-
ur snýst málið um að skapa að-
stæður þar sem möguleikarnir eru
meiri á ab skora. Þegar markmað-
urinn er búinn að gefa skyttunni
til kynna hvaö hann hyggst fyrir,
er eftirleikurinn auðveldari fyrir
skyttuna.
Þetta skilur Sjálfstæöisflokkur-
inn ekki í ÚA-málinu. Meirihluti
bæjarstjórnar náði báðum stóru
fisksölufyrirtækjunum á hreyf-
ingu með því að gefa til kynna að
breytinga væri að vænta hjá ÚA
— með ígildi gabbhreyfingar víta-
skyttunnar. Hvort menn skoruðu
síðan í hægra eöa vinstra hornið
er ekki aðalatriði, því næsta óhjá-
kvæmilegt var að það tækist að
setja mark. Framsóknarmenn
vildu skora ÍS megin, en Gísli
Bragi SH megin og menn geta
endalaust deilt um hvort hefði
verið flottara.
Akureyringar munu varðveita
bikarinn í handbolta næsta árið,
en að ári fer fram önnur keppni
um hann. Vonandi vara sigrar Ak-
ureyringanna á sviði atvinnu-
mála lengur en eitt ár, og SH
standi við og fylgi eftir loforðum
sínum um atvinnutækifæri, þrátt
fyrir að þrýstingurinn frá IS muni
minnka eftir að fyrirtækið verður
búið að koma sér fyrir í nýjum
höfuðstöbvum utan Akureyrar.
Garri
Aðgerðir, en ekki bull
Árlegt tjón, sem rekja má til gá-
leysislegs ökulags, nemur svo sem
afrakstri meðal lobunvertíbar. En
hollt er að hafa í huga að fátt eitt
eykur hagvöxt eins tryggilega og
illa lukkuð bílslys með tilheyr-
andi eignatjóni og slysförum.
Nú ætla yfirvöldin og trygg-
ingafélög ab fara að efna til átaks
rétt einu sinni til að auka umferð-
aröryggi og draga úr umferðar-
slysum. Er nú í vændum fjöl-
miölafár og pésadreifingar um að
ökumenn eigi að'sýna tillitssemi í
umferðinni og að það sé tryggara
að ökumenn kunni á bíl en að
þeir kunni ekki að stjórna svoleiö-
is farartæki.
Opinbert markmið atvinnu-
fólksins í umferðarbulli er að
draga tuttugu af hundraði úr
óhöppum. Það á að gerast með
beltahnýtingum, hjálmum og
rándýrum loftpúðum, sem þjóta
út úr stýrum og mælaborðum
þegar maður keyrir á annan bíl
eba steinvegg á ofsahraða.
Hins vegar fer minna fyrir því
sem endranær að það gæti gefið
góða raun að krefjast þess að öku-
menn kunni algengustu umferð-
arreglur og fari eftir þeim.
Löglausir atvinnu-
menn
Langflest umferðarslys verða í
þéttbýli, enda umferðarþunginn
mestur þar. Svo á að heita að í
gildi séu reglur um hámarks-
hraba, auk nokkurra annarra
ákvæða um takmarkanir á of-
boðslegu sjálfstæði og sjálfs-
ákvörðunarrétti þeirra einstak-
linga sem bílum aka. Það heyrir
til undantekninga að lög um há-
markshraða séu virt. Sú er ástæöa
langflestra bílslysa á götum sem
vegum.
Ef takast mætti aö koma bönd-
um á hraðaksturinn, sem fremur
á rót sína að rekja til taugaveikl-
unar en þess að um tímasparnað
sé að ræða, gætu atvinnubullarar
umferðarmála sett markið mikl-
um mun hærra hvað varðar fækk-
un slysa, en þau aumu 20% sem
nú á að stefna að.
Sé litiö á þéttbýlið þar sem flest
Á víbavangi
slysin verða, er auðvelt að draga
verulega úr hörmunginni, ef vilji
og umfram allt vit er fyrir hendi.
Gerum kröfu um að allir stræt-
isvagnar aki á löglegum hraða.
Lögreglubílar, sem ekki hafa
blikkandi ljós og sírenur, sömu-
leiðis. Leigubílstjórar og sendi-
ferðabílstjórar missa atvinnurétt-
indi sín, ef þeir verða ekki við
þeirri sjálfsögðu kröfu að fara að
lögum í vinnunni.
Hér er búiö að draga verulega úr
hraðakstri um götur og stræti og
munu einkabílstjórar draga dám
af siðbót alkunnra ökufanta.
Darraöardans
Forstjóri og stjórn SVS ættu að
sjá sóma sinn í að skilja að það er
ekki í þágu borgarbúa, eða íbúa
nærliggjandi sveitarfélaga, aö láta
strætisvagna geysast um á 80-100
km hraða. En það gera þeir þar
sem greiðfærara er, og eru einnig
á ólöglegum hraða í þröngum
gatnakerfum. Það er vont skipu-
lag sem neyðir bílstjórana til að
halda áætlun meb því að leggja líf
og limi samborgaranna í stór-
hættu.
Hundruö leigubílstjóra meö
gjaldmæla tengda við vegalengd-
ina sem þeir aka æsa upp umferð-
arhraðann og sýnist þeim vera
allt leyfilegt í þeim darraðardansi,
sem alltof margir ökumenn stíga
og skeyta hvorki um skömm né
heiður þegar þeir beita samborg-
ara sína grófasta ofbeldi.
Viðkvæði þeirra þræla, sem gert
hafa bílinn að húsbónda sínum
og herra þegar að er fundið, er að
bílarnir séu orðnir svo góðir og
fullkomnir að sjálfsagt sé að leyfa
gæbingnum að njóta sín. En um-
ferðarmannvirkin eru yfirleitt
ekki gerð fyrir rallyakstur í byggð
og eru ekki gerð meö það í huga
að kappakstur fari fram á þeim.
Séu umferðarlög svo vitlaus að
öllum þyki sjálfsagt að brjóta þau,
líka löggæslunni, veröur að
breyta þeim. En sé einhver alvara
að baki átaka um umferðaröryggi,
hlýtur það að vera höfuðmarkmið
ab lagfæra það sem helst fer úr-
skeibis. Og þaö eru umferöarlaga-
brotin.
Það gæti orðið-góð byrjun að
láta strætisvagna, lögreglu og at-
vinnubílstjóra hlíta lögboðnum
hraðatakmörkunum. Aðrir munu
fylgja eftir nauðugir, viljugir.
Að fá fólk til að hlíta lögum á
ekki að vera neitt átak, heldur
viðvarandi ástand.
Og þab mun margborga sig
með minni örkumlum í framtíð-
inni og miðað vib það er eigna-
tjónið fullkomib aukaatriði. OÓ