Tíminn - 04.03.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.03.1995, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 4. mars 1995 Stríb Perús og Ekvadors um umdeilt frum- skógasvœöi ógnar stööug- leika í ríkjum þessum og eyk- ur vandrœöi Rómönsku Am- er'iku út af gjaldeyris- kreppunni í Mexíkó Herir rómanskamerískra ríkja hafa yfirleitt frem- ur verið þungvopnað lögreglulið en herir í t.d. evr- ópskum skilningi orðsins og hlutverk þeirra eftir því verið fremur að bæla niður upp- reisnir innanlands og halda landsfólki „hæfilega" hræddu við stjórnvöld en að berjast við heri annarra ríkja. Er það í samræmi við það, að í Róm- önsku Ameríku hefur yfirleitt verið meira um átök milli að- ila innan ríkja en milliríkja- átök. Stríð milli ríkja eru þó síður en svo óþekkt í sögu heimshlutans og nú er eitt slíkt hafið á milli Suður-Amer- íkuríkjanna Perú og Ekvadors. Ríki þessi tvö eru áþekk um margt, skiptast eftir landslagi í strandlengju, fjallahéruð þar inn af og frumskóga í austur- hlíöum fjallanna og austur af þeim. íbúar beggja eru fyrst og fremst indíánar og kynblend- ingar þeirra og hvítra manna, sem flestir eru af spænskum ættum. Spænska er opinbert mál í báðum löndum og menning af spænskum upp- mna ríkjandi, þar á meðal kaþ- ólska. Stríb 1941 Rótanna að stríði þessu er að leita til upphafs landanna sem sjálfstæöra ríkja á fyrri hluta 19. aldar. Þeim tókst þá ekki aö ná samkomulagi um hvern- ig skipt skyldi á milli þeirra fmmskógasvæðinu austur af fjalllendi Ekvadors. Ekvador (landið er kennt við miðbaug- inn, sem liggur um það) hélt svæði þessu lengi vel, en erjur um það héldu áfram og 1941 kom til stríbs út af því milli ríkjanna tveggja. Fréttir af því stríði hurfu á bak við annað stríð, sem þá geisabi í heimin- um, en Bandaríkin, sem fyrir hvern mun vildu halda Subur- Ameríku rólegri undir þeim kringumstæðum, knúbu stríbsaöila til friðar með að- stoð þriggja myndarlegustu ríkja heimshlutans, Brasilíu, Argentínu og Chile. Perú, stærra og sterkara en Ekvador, hafði haft bemr í stríðinu og fannst málamiðlumnum þægilegast að láta fyrrnefnda ríkið hafa þab fram sem þaö vildi, þar eb að öðmm kosti hefði þurft ab senda her til Perúanskur hermabur og alþýba: herforingjar kvíba minnkandi fjárveitingum til hersins. Stríð í frumskógi ilum hafa brugðist við hart til að reyna ab stilla til friðar. Ætla mætti að þau hefðu sæmilegar vonir um það, því að hvorki Ekvador né Perú hafa efni á stríði. Ríkin hafa bæði verið heldur á uppleið í efnahagsmálum undanfarið, en þab gæti snúist vib af völd- um stríöskostnaðar. Þar að auki sjást þess þegar merki að stríð fæli frá löndunum túrista (sem eru farnir að verða Perú talsverb gjaldeyrislind) og er- lenda fjárfesta. Þeir síðar- nefndu hafa þegar ærnar áhyggjur af gjaldeyriskrepp- unni í Mexíkó og eru gjarnir á ab setja alla Rómönsku Amer- íku undir einn hatt. Með hlið- sjón af því er Ameríkuríkjum yfirleitt kappsmál að illdeilu þessari ljúki sem fyrst. Að öðr- um kosti er talið að hún gæti haft alvarlegar afleiðingar ekki einungis fyrir efnahag deiluað- ila, heldur og Rómönsku Am- eríku allrar. Enn er þess að geta að hætt er við að ólga af völd- um ófriðarins leiði til minnk- andi stöðugleika yfirleitt í stríöslöndunum, þar á meðal valdarána og uppreisna sem aldrei eru langt undir yfirborð- inu þar. Hinsvegar gæti orðið erfitt um vik ab stilla til friðar, vegna stríösæsinganna sem hiaupnar eru í báða aðila. Þar ab auki eru á kreiki sögusagnir um að á hinu umdeilda frumskóga- svæði, þar sem fátt manna býr, sé í jörbu mikill auður í gulli, úrani og olíu. Um það er þó fátt vitað með vissu, því ab svæðib er lítt kannað. Varla þarf ab taka fram að hvor aðilinn um sig kennir hinum um upptök stríðsins. Ekki er laust við að heimsfjöl- miðlar fjalli um þab eins og einskonar „óperettustríð", en líklega er það ekki eintómt grín fyrir hermennina, sem elt- ast hver við annan og reyna að drepa hver annan í frumskóg- inum, þar sem mönnum óvön- um þeim gróðri er villugjarnt. Af þeim hafa þegar fallið ein- hverjir tugir. ■ Perúanskir hermenn á landamœrunum umdeildu: þeir eru sterkari abilinn í stríbinu. hjálpar Ekvadorum. Var því með samningi, gerð- um í Rio de Janeiro 29. janúar 1942, ákvebið að Perú fengi allt hið umdeilda svæði, eba næstum helming Ekvadors. Ekvadorar sættu sig aldrei við þá útkomu og lýstu samning- inn ógildan 1960. Síðan hefur verib árvisst að hitnab hafi í kolunum milli ríkjanna kring- um 29. jan. og þá gjarnan ver- ið skipst á skotum á landa- mærum, en ekki soðib veru- lega upp úr fyrr en nú. Ekvadorar munu ekki form- lega krefjast alls þess svæbis, er þeir misstu 1941-42, heldur heitir þaö svo að deilt sé að- eins um fremur lítið svæði á landamærunum. Þegar ný landamæri voru dregin upp milli ríkjanna eftir Rio-samn- ing 1942, tókst ríkjunum aldr- ei ab ná samkomulagi um hvar landamærin ættu að liggja á svæði þessu. BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEÍFSSON Herforingjar undir grun Mikill vígamóður og föbur- landsást hefur hlaupið í báða aðila út af viðureign þessari. Menn í bábum löndum flykkj- ast undir fánana sem sjálf- boðaliöar, í perúönskum blöð- um em Ekvadorar sjaldan kall- aðir annað en apar og Perú- menn hænsn í ekvadorskum. Perúmenn þykja sigurvæn- legri. Þeir eru miklu fjölmenn- ari en Ekvadorar, í her þeirra síbarnefndu em tæplega 60.000 manns og hann kvað vera illa búinn og þjálfunin ab því skapi. Her Perú er helm- ingi fjölmennari og stríðs- reyndur nokkub eftir hálfs annars áramgs borgarastríð við maóistahreyfinguna Skín- andi stíg og fleiri vinstriskæru- liba. Líklegar ástæöur til ab stríð braust út á landamærum þess- um einmitt nú em einna helst taldar að herir beggja telji sér nauðsyn að gera sig mikilvæg- ari í augum landsfólks og ekki síst stjórnmálamanna. Vinstri- skæruliðar í Perú eru nú að sögn fjölmiðla því sem næst sigraðir og óttast herforingjar þar að af því muni leiða að stjórnvöld dragi úr fjárveiting- um til hersins. Sixto Dúran- Ballén, forseti Ekvadors, hafbi boðað niðurskurð fjárveitinga til síns hers, herforingjum þar til lítils fagnabar. Túristar og fjárfestar flýja Ríkin, sem stóðu að Rio- samningnum, ásamt stríðsaö-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.