Tíminn - 07.03.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.03.1995, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 7. mars 1995 7 UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND Uffe verst fregna um starf NATO-stjórans Kaupmannahöfn - Reuter Uffe Elleman-Jensen, fyrrum ut- anríkisráöherra Danmerkur, vill ekkert segja um blaöafregnir þess efnis, aö hann hafi hug á því aö sækjast eftir starfi framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins, kunni svo aö fara aö öskaö veröi eftir nýjum manni í þaö starf. „Ég hef nákvæmlega ekkert aö segja um þaö mál," segir Uffe Elie- man-Jensen. „Þaö væri ekki rétt af mér aö segja nokkurn skapaöan hlut um þaö á þessu stigi." Uffe var sterklega oröaöur viö framkvæmdastjórastööuna eftir aö Manfred Wörner lést í fyrra- sumar. í september, þegar kosn- ingabarátta fyrir þingkosningar í Danmörku stóö sem hæst, dró hann sig til baka og kvaöst fremur vilja vera í framboöi til forsætis- ráöherraembættis í Danmörku en framkvæmdastjórastöðunnar í Briissel. Þrátt fyrir glæsilegan kosningasigur var honum þó ekki falin stjórnarmyndun, en síðan svo fór hefur hann ekki dregið dul á það að hann hafi áhuga á NATO-stjórastólnum, hvenær sem tímabært veröi aö ræða þaö mál. Willy Claes, sem tók viö starfi framkvæmdastjóra NATO sl. haust, á nú í vök að verjast vegna spillingarmála í belgískri pólitík. í síðustu viku tók hann fram aö hann ætlaði sér að sitja sem fast- ast á framkvæmdastjórastólnum en undanfarna daga hefur hann veriö beittur auknum þrýstingi að segja af sér. ■ Zjírinovskí með stórhuga áform um nýja skipan landamæra Nýju Delí - Reuter ESB: Rússum loks settur stóllinn fyrir dyrnar Vladimír Zjírinovskí, einn öfgafyllsti leiðtogi þjóðernis- sinna sem um getur, telur rétt aö Indverjar innlimi Pakistan og Bangladesh. Til þess ab svo megi verða þarf Afganistan aö hverfa af landabréfinu sem kann aö þykja nokkuð umhendis, en Zjírinoskí kann ráö við því. Hann segir aö Rússar geti bara skipt á landsvæði viö Afgana. Þessar hugmyndir er Zjír- ínovskí aö reifa við gestgjafa sína í Indlandi, hiö ríkisrekna menningarráö. Meðal þeirra sem hann hefur hitt aö máli í heimsókninni er Sjivraj Patil sem er forseti þingsins. ■ Síðustu að- skilnaðar- sinnar flæmdir frá Grozníu? Moskvu - Reuter Rússneska herstjórnin birti í gær yfirlýsingu um ab tekist hefði ab vinna bug á síðustu uppreisnarmönnunum í Grozn- íu, höfuðborg Tsétsenju, og væri borgin nú algjörlega á valdi Rússlands. í yfirlýsingunni er tekið fram aö síbasta vígi Tsét- sena í borginni hafi veriö í Tsémaretsje sem er í suburhlut- anum. Ekki hefur komiö staöfesting á þessari frétt, en í orösendingu hersins segir að þeirri hernaðar- abgerð sem miöað hafi að því ab ryöja höfuöborg Tsétsenju af vopnuðum og ólöglegum upp- reisnarmönnum sé nú lokið, án þess ab mannfall hafi oröiö í libi innanríkisráðuneytis Rússlands. Þær orðsendingar sem herinn hefur birt síðan innrásin í Tsét- senju hófst fyrir tæpum þremur mánuðum hafa í fæstum tilvik- um reynst áreiðanlegar. Rússneski herinn náöi hern- aðarlega mikilvægum stöbum í Grozníu á sitt vald í síðasta mánubi, þar á mebal forseta- höllinni, en síban hafa aöskiln- aðarsinnar barist gegn rússneska hemum í úthverfum borgarinn- ar. ■ Briissel - Reuter Utanríkisráðherrar Evrópusam- bandsins samþykktu í gær aö fresta því aö ganga frá viðskiptasamningi við Rússa þar til fyrir lægi að þeir virtu mannréttindi í Tsétsenju. Franski utanríkisráöherrann mun gera sér ferö til Moskvu þegar í þess- ari viku og gera valdhöfum þar ljóst að Evrópusambandib muni ekki undirrita bráðabirgðasamning um viðskipti, þótt þegar hafi verið gengib frá samkomulagsdrögum, fyrr en ástandið í Tsétsenju sé farið aö skýrast. Franski ráðherrann, Alain Juppe, er nú formaður ráöherraráös ESB. Mun hann fara til Moskvu, eins og ráögert var, í fylgd meö utanríkis- rábherrum Spánar og Þýskalands, en í staö þess aö kynna Borís Jeltsín forseta samningsdrögin eiga þeir nú að gera honum grein fyrir því að ekki veröi gengið frá viöskipta- samningi fyrr en veruleg framför hafi orðið í Tsétsenju. ■ Hey til sölu Fullþurrkaðar og pakkabar rúllur til sölu. Stórar og litlar. Góðar fyrir hross á úti- og innigjöf. Upplýsingar á kvöldin í síma 98-76548. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ ‘mm't JJMf Styrkveiting úr Þró- unarsjóði leikskóla Tilgangur sjóbsins er að stuðla að þróunarverkefnum í leikskólum. Með þróunarverkefnum er átt viö nýjungar, tilraunir og nýbreytni í uppeldisstarfi. Um styrk geta sótt sveitarstjórnir/leikskólastjórar/leikskólakennarar. Sækja má um styrk til nýrra verkefna og verkefna sem þegar eru hafin. Umsókn skal fylgja umsögn viðkom- andi rekstraraðila leikskóla. Styrkumsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu fyrir 1. apríl næstkomandi á þar til gerðum eyðublöð- um sem liggja frammi í afgreiðslu menntamálaráðu- neytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Til sölu Volvo 740, árg. '87. Ekinn 95 þús. km. Ný vetrardekk, sumardekk á felgum, dráttarkrokur, grjótgrind, sílsalistar. Verð 840 þús. Lán til allt ab 36 mánaða. 6 mánaba ábyrqð. Uppl. í síma 98- 22109. Þótt Óskarsverblaunin veröi ekki veitt fyrr en í lok þessa mánaöar fer spennan nú vax- andi dag frá degi. Jodie Foster er tilnefnd sem besta leikkona í aö- alhlutverki, í hlutverki Nell í samnefndri kvikmynd sem byrjaö er aö sýna í Reykjavík . Reuter LANDNYTING Horft til framtíðar Ráðstefna haldin 10. mars 1995 kl. 11:00- 17:00, að Borgartúni 6, Reykjavík, til heiöurs Sveinbirni Dagfinnssyni. Dagskrá: Kl. 11:00 Setning landbúnaðarrábherra — Halldór Blöndal Kl. 11:10 Ávarp — Svelnn Runólfsson Kl. 11:20 Landnýting í víbu samhengi — Björn Sigurbjörnsson Kl. 11:40 Að byggja landib með lögum — Bjarni Guömundsson Kl. 12:00 Umræður Kl. 12:15 Matarhlé Kl. 13:00 jarðvegsrof og landnýting — Ólafur Arnalds Kl. 13:15 Náttúran og nýting lands — Siguröur Þráinsson Kl. 13:30 Landgræðsla og skógrækt í landnýtingu — Þröstur Eysteinsson Kl. 13:45 Fræðsla og þekking — Anna Guðrún Þórhallsdóttir Kl. 14:00 Ferðaþjónusta og landnýting — Birgir Þorgilsson Kl. 14:15 Ásýnd lands og ástand gróburs — Ása Aradóttir Kl. 14:30 Umræður Kl. 15:00 Kaffihlé Kl. 15:30 Viöhorf bóndans — Þorfinnur Þórarinsson Kl. 15:45 Lífrænn landbúnaöur, leib til landbóta — Ólafur R. Dýrmundsson Kl. 16:00 Bændur græða landið — Guörún Lára Pálmadóttir Kl. 16:15 Gróöurvernd og landnýting — Sveinbjörn Dagfinnsson Kl. 16:30 Umræður Kl. 17:00 Ráðstefnuslit Rábstefnustjórar Sigurgeir Þorgeirsson og Magnús Jóhannesson. Stofnanir landbúnaðarins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.