Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627281234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Tíminn - 07.03.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.03.1995, Blaðsíða 9
Þri&judagur 7. mars 1995 fKjHÉroi 9 KRISTJAN GRIMSSON Cunnar Kjartansson, formaöur dómaranefndar HSÍ, um ummœli sem viöhöfö hafa veriö um störf dómara í úrslitakeppninni: Peningaþátturinn orðinn of stór ,Menn eiga ekki aö þurfa aö vera ílífshœttu eftir leiki" „í mörgum tilfellum eru þjálfar- arnir ekki sanngjarnir og ættu sumir þeirra aö skoöa reglurnar aöeins betur áður en þeir fara aö gagnrýna dómarana," segir Gunnar Kjartansson, formaöur dómaranefndar HSÍ, en dómarar hafa mikiö verið gagnrýndir fýr- ir sína frammistöðu í úrslita- keppni karla í handbolta sem hófst í síðustu viku. „Auövitað gera dómarar mis- tök, en vonandi eru þau ekki þaö mörg aö þau séu þess vald- andi aö fólk komi og horfi bara á dómarana en ekki handboltann. Við erum vondu mennirnir í umfjölluninni, því hún snýst alltof mikiö um þau mistök sem við gerum. Stundum gerum viö mistök, en stundum er þetta til- búningur hjá mönnum." Gunnar segir að ekki sé hægt aö væna dómara um reynslu- leysi eöa um að vera í lítilli æf- ingu, því þeir dæmi um 50 leiki á hverju tímabili á meöan liöin spili um helmingi færri leiki. „Viggó Sigurðsson hélt því fram í einu blaðanna í gær að dómar- ar tækju engin þrekpróf. Þetta er bara bull. Viö þurfum t.d. aö hlaupa 2,4 km á innan við 12 mínútum og það gera og geta dómararnir," segir Gunnar. Hann vill heldur ekki meina aö álagið sé of mikið á dómur- unum, en 10 pör dæma í 1. deild karla. „Aöalvandamáliö í sambandi við fjölda dómara er að mörg félög á borö viö Stjörn- una og FH eiga engan lands- dómara. Síðan eru menn frá þessum félögum með skoöanir á því að dómgæslan þurfi aö vera betri. Af hverju útvega menn þá ekki betri dómara? Þaö er hægt að sekta félög ef þau útvega ekki dómara. Þaö hefur ekki verið gert, en þaö er kannski full ástæöa til aö fara að beita þeim sektarákvæöum núna. Þaö virð- ist líka oft gleymast í umræö- unni að milliríkjadómarapörin okkar hafa aldrei fengið eins mörg verkefni erlendis og nú. Þeir eru aö fá einkunnir fyrir sín störf, sem eru meö því hæsta sem hægt er aö fá. Því er rétti- lega haldið fram aö Rögnvald (Erlingsson) og Stefán (Arnalds- son) séu eitt af 8 bestu dómara- pörum í heimi, en Eyjólfur Bragason, þjálfari ÍR, segir þá vera óhæfa í þessi störf. Þetta er skoðun þjálfaranna og hana virðum viö, en ég er bara ekki sammála því aö dómgæslan sé VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 4.3.1995 (T)( (S l)® VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1 . 5 al5 0 4.869.523 O 4af5G! Plús s 491.420 3. 4 af 5 125 6.780 4. 3al5 3.977 490 Helldarvlnningsupphæð: 8.157.173 m ! BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR eins slök og þeir vilja meina. Því miöur virðist það líka vera svo aö þeir sem gagnrýna séu þeir sem tapa og gleyma því aö kunna að vera íþróttamenn," segir Gunnar. „Peningaþátturinn virðist vera alltof stór í þessu dæmi. Þaö er mjög alvarlegt mál, þegar menn eru farnir að væna dóm- ara allt aö því fyrir mútuþægni. Það er hins vegar enn alvarlegra þegar ráðist er á menn eftir leiki, þá er þetta komið út í tóma vit- leysu," segir Gunnar. Eftir leik Stjörnunnar og KA á föstudags- kvöldiö var veist aö honum og Óla Ólsen, en þeir dæmdu leik- inn. „Eg hef aldrei lent í öðru eins, og á vonandi aldrei eftir aö lenda í ööru eins. Mín tilfinning fyrir leiknum var sú að viö vær- um þarna að vinna alveg norm- aldómgæslu. Þaö em nokkur at- riði í leiknum sem má deila um, en þau voru ekki mörg," segir Gunnar. Vill hann fá sérstaka vernd eftir leiki? „Ég vil ekki fá neina vernd eftir hvern leik. Þannig á það ekki aö vera. Þetta á aö vera íþrótt, en ekki þannig aö menn séu í lífshættu þegar þeir koma og dæma handboltaleik," sagöi Gunnar aö lokum. í Jjánnálum FjkLSI ER GOÐUR TIMI UD C | MGERN FYRIR ilil CINingu 4 I FJARMALUNUM FRAMTALIÐ ER AFGREITT OG ALLAR TÖLUR Á BORÐINU. NOTAÐU TÆKIFÆRIÐ! Húsnædisstofnun, Neytendasamtökin, bankar og sparisjóöir bjóða ókeypis leiðbeiningar og ráðgjöf um fyrirhyggju og ráðdeild í fjármálum fjölskyldunnar alla þessa viku. Leitaðu eftir upplýsingum og ráðgjöf áður en í óefni er komið Félagsmálaráðuneytið Ar Hiísnœðisstofnun ríkisins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 45. Tölublað (07.03.1995)
https://timarit.is/issue/282234

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

45. Tölublað (07.03.1995)

Aðgerðir: