Tíminn - 07.03.1995, Blaðsíða 5
Þribjudagur 7. mars 1995
M/e.—t..—
mmmu
5
„Þoturnar" andspœnis „Hákörlunum": atribi úr „West Side Story".
úr vesturbæ
Gömul saga
Þjóbleikhúsib: WEST SIDE STORY. SACA
UR VESTURBÆNUM. Söngleikur byggb-
ur á hugmynd Jerome Robbins. Leik-
texti: Arthur Laurents. Söngtextar:
Stephen Sondheim. Tónlist: Leonard
Bernstein. Þýbing: Karl Ágúst Úlfsson.
Danshöfundur og dansstjórn: Kenn
Oldfield. Tónlistarstjórn: jóhann C. jó-
hannsson. Hljóbstjórn: Sveinn Kjartans-
son. Lýsing: Björn Bergsteinn Gub-
mundsson. Leikmynd: Finnur Arnar Arn-
arsson. Búningar: María Ólafsdóttir. Ab-
stobarmabur danshöfundar: Ástrós
Cunnarsdóttir. Abstobarleikstjórn: Ran-
dver Þorláksson. Leikstjórn: Karl Ágúst
Úlfsson og Kenn Oldfield. Frumsýnt á
Stóra svibinu 3. mars.
Það er mikið fyrirtæki sem
Þjóðleikhúsið ræðst hér í. West
Side Story er ekki aðeins einn
frægasti söngleikur seinni
tíma, heldur mjög kröfuhart
verkefni, mannmargt og dýrt,
krefst í rauninni úrvalskrafta á
öllum vígstöðvum, leikara,
dansara, söngvara. Hvort sem
maður er áhugasamur um
söngleiki eða ekki, hlýtur mað-
ur að viðurkenna að viðfangs-
efni af þessu tagi er mikil ögr-
un og prófraun á starfsliðið að
sýna hvað í því býr og því
verðug glíma. Annað mál er að
Borgarleikhúsið hefur gert það
að sérstöku viðfangsefni sínu
upp á síðkastið að sýna amer-
ísk músíköl og eitt slíkt er nú í
gangi, Kabarett. Söngleikja-
unnendur fá því sinn deildan
verð vel úti látinn í leikhúsum
borgarinnar um þessar mund-
ir. Eg myndi að vísu alveg láta
mér nægja eitt músíkal á ári í
Borgarleikhúsinu, og þótt
minna væri. En hins vegar skal
strax fram tekið aö sýning
Þjóðleikhússins á West Side
Story er sómasamleg að vinnu-
brögðum og um sumt raunar
fram yfir það. Er þá ekki vafi á
að forn frægð viðfangsefnisins
muni stefna mörgum til að
horfa á þessa vesturbæjarsögu
næstu vikur.
Flestir vita líklega að Saga úr
vesturbænum er soðin upp úr
Rómeó og Júlíu Shakespeares.
Sagan um elskendurna ungu,
sem fengu ekki notið ham-
ingju sinnar vegna fjandskapar
fjölskyldna þeirra, er hér flutt
til gengis götustráka í New
York. Þar eigast við innfæddir
Ameríkanar og innflytjendur
frá Puerto Rico. í fyrrnefnda
LEIKHUS
GUNNAR STEFÁNSSON
genginu er Tóný, en María er
systir foringja hins liðsins,
Bernardós. Efnið skal ekki rak-
ið frekar, en í sem skemmstu
máli snýst þetta um hreina ást
á sorphaug haturs og grimmd-
ar. Árni Blandon rekur tilurð-
arsögu verksins í fróðlegri
grein í leikskránni og segir þar
að þegar það var frumsýnt í
Philadelphia hafi því verið illa
tekið, „þótti grimmt og nei-
kvætt". Auðvelt er að sjá að
þeim, sem vanir voru sykur-
sætum söngleikjum, hafi ekki
hugnast hrottaskapurinn hér,
en hin saklausa ástarsaga meb
ljúfum lögum eins og María og
í kvöld fleyttu leiknum til ver-
aldargengis sem vart á sinn
líka meðal söngleikja.
Dans og söngur: þetta er það
sem heldur West Side Story
uppi. Um dansatriðin í sýn-
ingu Þjóðleikhússins skal það
sagt að þau virtust vel og fag-
mannlega af hendi leyst.
Snerpa og öryggi einkenndu
þau og sýnist Kenn Oldfield
hafa leyst gott starf af hendi.
Það mun hafa verib ágreining-
ur milli dansstjórans og leik-
stjórans sem olli því að Karl
Ágúst Úlfsson hvarf frá leik-
stjórn skömmu fyrir frumsýn-
ingu og er ekki gott að segja
hvaða áhrif það hefur haft á
sýninguna. Varla hefur það
styrkt leikhlið sýningarinnar,
enda er hún greinilega veikust.
Söngurinn verbur auðvitað
framar öðru að vera í lagi. Á
því sviði var Marta G. Hall-
dórsdóttir stjarna kvöldsins,
en hún fer með hlutverk Mar-
íu. Marta syngur ágætlega,
enda auðheyrilega vel skóluð
söngkona. Sviðsframkoma
hennar er einnig mjög eðlileg
og falleg, en leikurinn fremur á
yfirborði. Á móti henni leikur
Felix Bergsson. Felix er þekki-
legur leikari og syngur þokka-
lega, reyndar ekki meir en það,
og hefði vissulega verið gott að
hafa yfir þjálfaðri söngvara að
rába í hlutverkið. Leik hans
Sog var ljótt í
Sinfóníuhljómsveitin hélt afar eftir-
minnilega tónleika í Hallgrímskirkju
2. mars, þar sem fyrst var fluttur
fiðlukonsert nr. 5 eftir Mozart (A-
dúr K.219) og síðan Sögusinfónía
Jóns Leifs. Osmo Vanska stjórnaði.
Einleikari á fiðluna var „hollenski
fiðlusnillingurinn" Isabelle van Keu-
len, sem spilaði af dæmafárri reisn
og þokka. Því er jafnan haldiö fram,
að tónlist Mozarts geri meiri kröfur
til flutnings en flest annað, ef hún á
að ná þeim guðdómlegu hæðum
sem efni standa til, og það tel ég aö
sannarlega hafi tekist í þetta sinn.
Enda tóku allir á honum stóra sín-
um undir stjórn Vanskas, og úr varð
Mozart eins og hann getur háleitast-
ur orðið.
Jón Leifs leitaðist við að skapa
norrænan eða íslenskan skóla í tón-
list, sem byggðist á „hetjuanda" ís-
lendingasagna og eddukvæba. Þessi
heimur þykir mörgum útlending-
um afar kaldranalegur, líkastur
fjallstindi sveipubum hrímþoku.
Enda eru margendurtekin þau orð
Jóns Leifs, sem Hjálmar Ragnarsson
tónskáld hefur eftir honum, að til
þess að skilja verk sín þyrfti útlend-
ingur fyrst ab tileinka sér íslensku
fornbókmenntirnar á frummálinu,
og síðan að kynnast vetrarbriminu
þar sem þab svarrar við klakabrynj-
uð björgin. Énda verður því ekki
neitað, aö yfirbragð Sögusinfón-
íunnar minnir talsvert á brimsog og
bárubresti — þar voru m.a. að verki
10 slagverksleikarar sem hvergi
drógu af sér. Þessu er lýst í vísunni
alþekktu:
Dauðinn sótti sjávardrótt,
sog var Ijótt í dröngum.
Ekki er rótt að eiga nótt
undir Gróttutöngum.
Sögusinfónían er a.m.k. að ein-
hverju leyti „prógramm-tónlist",
eins og fyrirsagnir þáttanna fimm
og skýringar í tónleikaskránni bera
með sér: Skarphébinn, Guðrún
Ósvífursdóttir, Björn ab baki Kára,
dröngum
jón Leifs.
TONLIST
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
Grettir og Glámur, Þormóður Kol-
brúnarskáld. Þetta mun vera greini-
legast í Gretti og Glámi, þar sem
stööugur lægsti tónn flautunnar
lýsir bib Grettis undir feldinum, en
tröllslegt harkið á milli átökum
beljakanna. í síðasta þætti eru not-
aðar eftirlíkingar af fornlúðrum
þeim sem Danir fundu í jörðu
kringum aldamótin, og sem hinir
dauðu í kirkjugarbinum á Fokstab í
Vikivaka Gunnars Gunnarssonar
feiltóku fyrir hinn hinsta lúður. Hér
blása lúðrarnir inn orustuna ab
Stiklastöðum þar sem Ólafur helgi
féll meb miklu liði, og segir frá í
Fóstbræðrasögu. Stefib „Hani,
krummi, hundur, svín" gengur í
gegnum þennan þátt.
Sögusinfónían var gríðarlega til-
komumikil í þessum flutningi í
Hallgrímskirkju, sem tók sjálf
hraustlega undir og magnabi verkið
enn frekar. Osmo Vanská tók verk-
efni sitt sem stjórnanda sýnilega
mjög alvarlega og geröi sitt ýtrasta
skortir einnig nokkuö á dýpt-
ina. — Þessir ástföngnu ung-
lingar eru auðvitað ekkert auð-
leiknir á vorum kaldhyggju-
tímum, en þó .held ég hægt
hefði verið að komast lengra
með þau Mörtu og Felix með
markvissari leikstjórn. — Þess
er skylt að geta að Garðar Thór
Cortes og Valgerður G. Guðna-
dóttir hafa líka æft hlutverk
elskendanna og fara með þau á
móti þeim Felix og Mörtu.
Mannlýsingar er varla um að
tala í þessum söngleik, svo sér-
kennalausar og grunnar eru
þessar persónur sem hér stíga á
sviðið. Fyrir utan elskendurna
ungu er ekki ástæða til aö
nefna nema örfáa úr hópnum.
Hilmir Snær Guðnason leikur
Riff, vin Tónýs, og bætir engu
við orðstír sinn. Sama er að
segja um Baltasar Kormák sem
leikur Bernardó. Sérstaka at-
hygli mína vakti Sigrún Waage
sem leikur Anítu og syngur
einkar vel. — Annars eru hlut-
verkin yfirleitt þannig að frem-
ur reynir á fótafimi og líkams-
snerpu en sálfræðilegt innsæi
og þess vegna láta þau áhorf-
andann lítt snortinn. Það eru
langhelst gömlu kempurnar,
Rúrik Haraldsson (Doxi) og
Gunnar Eyjólfsson (Schrank),
sem gefa sínum persónum kar-
akter. Aftur er Sigurður Sigur-
jónsson eins og hann hafi
villst út úr Spaugstofunni í
hlutverki Krupkes.
Ekki verður frekari nafna-
þula uppi höfð. Ég hef enga
leiksýningu West Side Story
séð, aðeins kvikmyndina fyrir
nokkrum áratugum, og veit
því ekki hvert persónulegt
framlag leikmyndarsmiðar er;
kannski er þetta bara stæling,
og svo sem þokkaleg sem slík.
Útisviðið var vítt með skýja-
kljúfa New York að baki og hin
fjölmennu dansatriði fóru lið-
lega á sviðinu sem fyrr sagði og
samhæfingin var góð. Yfirleitt
var fagvinnan við sýninguna í
lagi, að því er ég fékk séð, og
varla lofsvert.
Texti Karls Ágústs hljómaði
lipur og eðlilegur í munni leik-
aranna og lagatextar féllu vel
að lögum, en ósköp var þetta
flatur kveðskapur. Það er lík-
lega ekki sök þýðandans.
En hvað um það: Saga úr
vesturbænum er komin á svið-
ið í Þjóðleikhúsinu. Þótt í ein-
stökum atribum megi betur
gera og dýpra rista í efnið,
hygg ég að áhorfendur geti vel
við sýninguna unað. Kann ég
svo ekki þessa sögu lengri. ■
til að magna ftutninginn, og sama
gerðu hljóðfæraleikarar. Þótt und-
arlegt megi teljast, því tónlistin
virðist vera mjög hægferbug, er
feikna mikið að gera í mörgum
hljóðfærum og spilverkið verulega
vandasamt í þessari yfirstærðartón-
list. Nú risu áheyrendur úr sætum
til að fagna Sögusinfóníunni. Og
hváb hefur þá breyst frá því næst-
um allir voru á móti Jóni Leifs og
tónlist hans? Það erum við sem höf-
um breyst — og það hefur tíöarand-
inn líka gert. Hins vegar skal ósagt
látið á þessu stigi hvort þessi flutn-
ingur, sem sagður er frumflutning-
ur Sögusinfóníunnar í heild sinni,
markar þau tímamót í tilveru vorri
og tónlistarlífi sem sumir hafa hald-
ið fram í hrifningu augnabliksins.
En allt um þab sýndu þessir tónleik-
ar að nú blása vindar meö Jóni
Leifs, og ab tónlist hans er svo stór-
brotin og sérkennileg ab sennilega
er hægt að „markabssetja" hana
sem íslenska menningu. ■