Tíminn - 01.06.1995, Side 5

Tíminn - 01.06.1995, Side 5
Fimmtudagur 1. júní 1995 5 ' - ■£ ■ * Fyrir miöri mynd er svokölluö Camlabúö á Höfn í Hornafiröi, fyrsta húsiö sem þar var reist. Þaö geröi Ottó Tulinius kaupmaöur ár- iö 1897, en áöurstóö húsiö viö Papós. Húsiö var gefiö Sýslusafn- inu og þar er nú Byggöasafn Aust- ur-Skahfellinga. Vinstra megin er kaupmannshúsiö sem reist var sama ár, en þaö var síöan íbúöarhús kaupfélagsstjóra á Höfn allt til ársins 1975. Síöan hefur kaupfélagiö veriö þar meö fundaraöstööu á neöri hœö, en uppi er starfsmannaíbúö. Til hægri á myndinni erpakkhús kaupfélagsins. Þaö gaf kaupfélagiö Byggöasafninu á afmœli sínu fyrir fimm árum. Þar er nú „ Handraö- inn", sýningar- og vinnuaöstaöa handverksfólks, auk þess sem Byggöasafniö hefur þar geymslu. Myndina tók Vigfús Sigurgeirsson Ijósmyndari um 1950. Kaupfélagið á Höfn 7 5 ára í dag eru sjötíu og fimm ár liöin frá stofnun Kaupfélags Austur- Skaftfellinga. Af því tilefni býö- ur kaupfélagiö til kvöldveislu í íþróttahúsi Hafnarbúa og hefst hún kl. 20.30 í kvöld. Þar koma fram m.a. Jóhannes Kristjáns- son eftirherma, Karlakórinn Jökull, tríóib Organicum Melos og Leikfélag Hornafjarðar sem flytur svibsetta þætti úr sögu kaupfélagsins. Á sjálfan afmælisdaginn og dagana þar á eftir verða ýmislegar uppákomur á Höfn af þessu til- efni. Opnuð verður krambúð í stíl fyrstu verslunar kaupfélagsins, í Heppuskóla verður sýning á mál- verkum eftir Bjarna Guðmunds- son, fyrrum kaupfélagsstjóra, og minjasýning í Byggðasafninu verður opnuð. Þá verða vöru- kynningar og afmaelistilboö í verslunum kaupfélagsins. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga rekur verslanir, sláturhús, kjö- tvinnslu, mjólkursamlag, brauö- gerð og fóðurstöð, auk þess sem það annast vöruflutninga. Félagið Hér er veriö aö setja upp fyrstu frystivélarnar í sláturhúsi kaupfé- lagsins. Þaö var áriö 1945. Hœgra megin á myndinni er Sveinn jónsson, sem sá um upp- setninguna, en vinstra megin er Arngrímur Císlason, sem er elsti starfsmaöur Kaupfélags Austur- Skaftfellinga og annast enn eftirlit meö frystivélum. Myndina tók Sveinn Cuönason Ijósmyndari á Eskifiröi. á drjúgan hlut í Borgey hf., sem er helsta fiskvinnslu- og útgerðarfyr- irtæki í Austur-Skaftafellssýslu. Allt frá stofnun hefur kaupfé- lagið verið umsvifamesti atvinnu- rekandi í sýslunni. Fyrstu árin var starfsemin helst á sviði verslunar og landbúnaðar, en er fram í sótti lét kaupfélagið einnig til sín taka í útgerð og fiskvinnslu. Kaupfélag Berufjarðar samein- aðist Kaupfélagi Austur-Skaftfell- inga fyrir fimm árum og nær fé- lagssvæðið allt frá Streitishvarfi í austri að Skeiðarársandi í vestri. Þegar Kaupfélag Austur-Skaft- fellinga tók til starfa voru félagar 193 að tölu, en eru nú um þús- und. í seinni tíð hefur reksturinn oft veriö erfiður, en á síðasta ári varð þó á breyting til batnaðar, enda þótt tap á rekstrinum hafi þá numið 4.9 milljónum króna, eins og segir í frétt frá félaginu. ■ Áriö 1937 reisti kaupfélagiö sér nýtt hús, þaö sem sjá má til vinstri á myndinni, og rak þar verslun. í húsinu eru nú skrifstofur Kaupfélags Austur-Skaftfellinga. Ljósm. vigtús Sigurgeirsson Þetta eru fyrstu verbúöirnar á Höfn. Þœr reisti Þórhallur Daníelsson kaup- maöur 1918-19, en seldi síöar kaupfélaginu ásamt fleiri eignum. Þórhall- ur settist aö á Höfn áriö 1901 og rak verslunina þar í fyrstu fyrir hönd Tuliniusar, en eignaöist hana sjálfur áriö 1909. Litfagur hversdagsleiki Því myndi enginn trúa sem ekki þekkir til, hvaö veðurfar hefur mikil áhrif á daglegt líf íslend- inga. Þannig hefur mannlífið í höf- uðborginni lifnað og létt orðið yfir vegfarendum í góðu veðri að undanförnu. Jafnvel má sjá góðborgarana brosandi og glaða án þess að til góöa skapsins sé önnur ástæða en veðurblíða. I síðustu viku varö ég vitni að skemmtilegri uppákomu á hinu nýja Ingólfstorgi. Eg rann á hljóðiö þegar dynj- andi danstónlist í bland við létt spjall barst til mín þar sem ég var á göngu í Austurstræti. Á torginu voru nokkrir ungir tónlistarmenn og útsendingar- bíll ríkisútvarpsins. Mér varð fljótlega ljóst ab þarna fór fram bein útsending dægurmálaút- varps rásar 2. Ég staldraði við. Tónlistarmennirnir reyndust vera hljómsveitin Sniglabandið og til þeirra hringdu hlustendur með óskir um að þeir lékju hin og þessi dægurlög. Tónlistarmennirnir uröu við óskunum, ræddu stuttlega við þá sem hringdu og grínuðust á góðlátlegan hátt, en léku síðan af fingrum fram og fórst flutn- ingurinn vel úr hendi. Það rifjaðist upp fyrir mér að Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE: hafa nokkmm sinnum áöur orðið vitni að ýmissi skemmtan, sem óvænt hefur verið boðið upp á í miðbænum, þegar lúðra- sveitir eöa fjöllistamenn hafa leikiö listir sínar og komið veg- farendum í gott skap. Ég leit í kringum mig. Bros var á hverju andliti, hleg- iö var að hnyttilegum tilsvörum og þeir sem yfirgáfu torgið voru greinilega léttari í spori en þegar þeir komu. Ég var engin undantekning þegar ég gekk brosandi á braut og var þakklátur rás 2 fyrir þessa óvæntu skemmtun. Það er oft talað um að Reykja- vík sé stórborg, en á sama tíma hafa margir af því áhyggjur að lífið í miðbænum sé að fjara út. Menn segja að það sé rangt ab gera ekki eitthvað til þess að laða feröamenn að Reykjavík, þeim sé til dæmis smalað upp í rútur á hafnarbakkanum í hjarta borgarinnar og komi daubþreyttir til baka ab kvöldi. Auðvitað þarf eitthvaö skemmtilegt að vera á seyði eða merkilegt að sjá til þess að feröa- mennirnir vilji staldra við. Mið- bær Reýkjavíkur þarf ab hafa ýmislegt upp á að bjóða ef ferðamenn sem sleppa ferð að Gullfossi og Geysi eiga að nenna ab skríða út úr káetum sínum og í land. Eins má ekki gleyma þeim fjölmörgu innlendu ferða- mönnum sem leið eiga um Reykjavík, það er lítill menning- arbragur á miðbænum ef þeim finnst meira ævintýri að fara í Kringluna. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.