Tíminn - 01.06.1995, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 1. júnf 1995
UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM
HÖFN í HORNAFIRÐI
By stra-1
hornl
Um 180 ær báru á
einum og hálfum
sólarhring á sama
bænum
Sauöburöur hefur nú náö há-
marki. Þrátt fyrir kulda er Bjarni á Fornustekkjum hugar ab lambfé.
þokkalegt hljóö í bændum. ----------------------------------
Á Fornustekkjum í Nesjum
reka Bjarni Sigjónsson og Ást-
hildur Gísladóttir eitt stærsta
fjárbú sýslunnar, en þar bera í
vor um 760 kindur aö gemsum
meötöldum. Þaö má því nærri
geta aö nóg er aö gera á bænum
og oft þung augnlokin. í mestu
törninni báru 180 ær á einum
og hálfum sólarhring.
Bjarni segir að miklu muni aö
geta gefiö fénu úti allan vetur-
inn. Hann hefði skipt fénu í
fyrra og þær ær sem heföu verið
úti heföu skilað töluvert þyngri
lömbum en þær sem gefið var
inni. Einnig gengi þeim betur
að bera.
Bjarni hefur gefið fé sínu úti í
alian vetur og aðeins hýst þaö
tvisvar sinnum. Það er því
spurning hvort gamla beitar-
rómantíkin sé að hefja innreið
sína að nýju.
Frá afhendingu búnabarins. Ceorg sýslumabur, Agnar yfirlögregluþjónn og
Bára formpbur Eykyndils.
VESTMANNAEYJUM
Glæsilegur árangur nemenda
FÍV í vísindakeppni fram-
haldsskólanema:
Gull og silfur
Nýlega var tilkynnt hverjir
hrepptu verölaun í Hugvís-
keppninni, vísindakeppni
framhaldsskólanema. Náöu
nemendur Framhaldsskólans í
Vestmannaeyjum þeim glæsi-
lega árangri aö hreppa bæöi
gull og silfur í keppninni, en
Menntaskólinn í Reykjavík
fékk 3. verölaun.
Þessi frábæri árangur er ekki
aðeins viöurkenning fyrir
krakkana heldur einnig skól-
ann, Rannsóknasetur Háskól-
ans í Eyjum og Náttúrugripa-
safniö, en forstööumenn þess-
ara stofnana voru þeim innan
handar viö úrlausn verkefn-
anna. Þau samanstóöu af
rannsókn á hrygningu loön-
unnar og atferli hennar, o~g
ætisvenjum þykkvalúru.
Loðnuverkefniö fékk gulliö og
þykkvalúran silfriö.
Borgar sig ekki aö gera at í
lögreglunni í Eyjum:
Sést strax hvaban
hringt er
Hann ríður ekki viö einteym-
ing rausnarskapurinn hjá stelp-
unum hjá slysavarnadeildinni
Eykyndli og umhyggja þeirra er
lýtur aö öryggismálum.
Nýveriö afhentu þær form-
lega búnaö sem gerir það aö
verkum, að þegar hringt er í
neyðarnúmer og til lögreglu
kemur strax fram á tölvuskjá
hvaðan hringt er.. tlm er að
ræða hugbúnað sem kostar vel
á annað hundrað þúsund krón-
ur.
Öryggisþátturinn viö þetta er
mikill, því þegar hringt er í
neyðamúmeriö eöa til lögreglu
í neyöartilfellum gleymist oft
að tilkynna hvaðan er hringt.
Einnig aðstoöar nýi búnaður-
inn lögreglu viö aö taka
hrekkjalóma í landhelgi, sem
iöka aö hringja og gera at í lög-
reglu og slökkviliöi.
(jJMíJTfl
'ISJf!
KEFLAVIK
27 þús.t. magnesí-
umverksmíbja á
Suburnesjum?
Hitaveita Suðurnesja er sam-
starfsaöili um könnun á hag-
kvæmni byggingar 27 þúsund
tonna magnesíumverksmiðju. í
tengslum við þaö hefur verið
ákveöið að senda menn frá fyr-
irtækinu til Kanada og Banda-
ríkjanna til aö skoöa slíkar verk-
smiðjur og til viðræðna við þar-
lenda aðila um möguleika á að
slík verksmiðja yrði reist hér-
lendis.
Samkvæmt upplýsingum Suö-
urnesjafrétta hefur þetta mál
verið í skoðun hjá MOA og HS
um nokkurt skeib. Finnbogi
Björnsson, stjórnarformaður
HS, staöfesti í samtali við blaðið
að menn frá Hitaveitunni veröi
sendir utan til að kanna málið
frekar.
Áætlaö er að um 300 manns
gætu starfað við slíka magnesí-
umverksmiöju, ef af yrði.
DAGBLAÐ
Cubjón Hjörleifsson bcejarstjóri fcerbi hópnum blómvendi vib komuna til
Eyja. Frá vinstri Ármann, Björn, jóhann Örn, Markús Orri, Sighvatur, Aldís
Helga, Cunnar og Margrét. Fyrir framan eru Egill og Reynir.
AKUREYRI
Þrjú norblensk
frystihús hlutu
gæbaskjöld
Fiskiðja Raufarhafnar hf.
hlaut nýlega gæðaskjöld
Coldwater í Bandaríkjunum,
dótturfyrirtækis Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna.
Það var Páll Pétursson, gæða-
stjóri Coldwater, sem af-
henti skjöldinn, en Fiskiðjan
hefur hlotið hann 11 sinn-
um síðan árið 1980, sem er
frábær árangur.
Alls hlutu átta frystihús,
sem selja framleiðslu sína
gegnum SH, gæðaskjöldinn
að þessu sinni. Auk Fiskiðju
Raufarhafnar hf. hlutu tvö
norðlensk fyrirtæki sömu
viðurkenningu: Hraðfrysti-
hús Ólafsfjarðar hf. og Út-
gerðarfélag Akureyringa hf.,
og á Austfjörðum Dverga-
steinn hf. á Seyðisfirði og
Síldarvinnslan hf. á Nes-
kaupstað.
Eplasneplar komin út
Vaka-Helgafell hefur gefið
út bókina Eplasnepla eftir
Þóreyju Friðbjörnsdóttur.
Eins og kunnugt er hlaut
Þórey Islensku barnabóka-
verðlaunin 1995 fyrir hand-
ritið aö þessari bók á dögun-
um, en það var í tíunda sinn
sem verblaunin voru afhent.
í umsögn dómnefndar um
bókina segir m.a. ab sagan sé
sögð á nýstárlegan hátt og
skrifuð af mikilli leikni.
í kynningu útgefanda á
bókarkápu segir ab Eplasnepl-
ar sé fyndin og bráðfjörug
saga og smellfyndin fyrir
stráka og stelpur á öllum
aldri.
Þórey Friðbjörnsdóttir hefur
áður skrifab unglingabækurn-
ar Aldrei aftur, sem'hún sendi
frá sér árið 1993, og Þegar sál-
in sér sem kom út árið 1994.
Eplasneplar er 136 blaðsíður,
Kristín Ragna Gunnarsdóttir
gerði kápumynd bókarinnar
og G.Ben.-Edda prentstofa hf.
sá um prentvinnslu hennar.
Verð bókarinnar er kr. 1490
með virðisaukaskatti.
TÞ
Ný Úrvalsbók:
Blús yfir daubum hundi
Út er komin ný Úrvalsbók,
Blús yfir dauðum hundi.
Höfundur bókarinnar er Ne-
al Barrett, jr., en hann skrif-
abi einnig Úrvalsbókina
Bleikur vodkablús, sem kom
út á síðasta ári og hlaut
mjög góðar viðtökur. Ragn-
ar Hauksson þýddi bókina,
en hann hefur þýtt margar
Úrvalsbækur.
Blús yfir dauðum hundi fjall-
ar um Jack Track, bæjarlöggu í
smábæ í Texas. Þegar undar-
legustu atburðir fara ab gerast,
veit Jack varla í hvorn fótinn
hann á að stíga. Enginn hörg-
ull er á furðufuglum í bæn-
um, en spurningin er hvort
einhver þeirra sé morðóöur
brjálæðingur.
I frétt frá útgefanda segir að
bókin sé „þrælfyndin" og
„meinspennandi". Bókin er
256 síður og kostar kr. 895 út
úr búð. í áskrift kosta Úrvals-
bækurnar hins vegar 538 kr.
og er heimsendingarkostnað-
ur innifalinn.
TÞ
Þegar komið er af vegum með bundnu slitlagi
\ tekur tíma nð venjast breyttum aðstæðum
» V FÖRUM VARLEGA!
UMFERÐAR
RÁÐ
Tímamynd GS
MR fær andlitsförðun
Iðnaöarmenn nota tækifærið meðan á sumarleyfum í Menntaskólan-
um í Reykjavík stendur, til að gefa skólabyggingunni andlitslyftingu.
Nú er unnið að því að skafa gömul lög af málningu áður en sett verð-
ur ný áferö yfir. ■