Tíminn - 01.06.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.06.1995, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 1. júní 1995 Allt eins og þab á ab vera. Bœrinn Mibsitja í baksýn. Próf í frum- þjálfun hrossa Jóhann Þorsteinsson a5 Mi5- sitju í Skagafiröi hefur tekiö menn í læri um skeiö í hestat- amningum og lýkur námi þeirra meö prófi. Hann hefur aöalatvinnu af flestu því sem tengist hestum svo sem tamn- ingum, hrossarækt og nú síö- ast kennslu tamningamanna. Nokkuö er síðan Jóhann fór aö taka tamninganema í form- legt læri og lýkur náminu meö frumtamningu þriggja hrossa. Prófiö er bæði verklegt og munnlegt og þaö eru meölimir í Félagi tamningamanna sem sjá um einkunnagjöf. „Námiö er nokkuð strangt, en gefur ákveðinn gæðastimpil um grundvallarþekkingu á tamn- ingu hrossa," segir Sólveig Stef- ánsdóttir, húsfreyja á Miösitju í Skagafiröi. Tamningamenn eru þjálfaöir með þessum hætti víöa um landiö, en Sólveig segir mikla og vaxandi ásókn í þetta nám. Þau hjónin hafa allar sínar tekjur af hestum og segir Sólveig afkom- una bærilega, meö mikilli vinnu þó. ■ Sigmundur Kristjánsson frá Akra- nesi leggur á klárinn ábur en stóra stundin rennur upp, prófib sjálft. Prófdómarinn frá Félagi tamningamanna, Ingimar Ingimarsson, „leitar hófanna" á einu afþremur hrossum sem Sigmundur frumtamdi. Tímamyndir: Ágúst Björnsson Betra er ab hrossib sé rólegt þegar stigib er á bak, því annars fer margra mánaba vinna fyrir lítib. Útgeröarfélag Akureyringa hf. 50 ára: Felaginu hefur tekist ab halda í horfinu á tímum aflaskeröingar og samdráttar Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tfm- ans á Akureyri: Útgeröarfélag Akureyringa hf. varð 50 ára síöastliðinn föstu- dag og var afmælisins minnst í matsal fyrirtækisins aö viö- stöddum forráðamönnum Ak- ureyrarbæjar, stjórnendum og mörgu af starfsfólki félagsins auk fleiri gesta. í tilefni af af- mælinu færöi Akureyrarbær félaginu útilistaverk aö gjöf og var verkiö, sem er eftir Kristin E. Hrafnsson mynd- höggvara og ber heitiö „Mitt á milli nálægöar og endalausrar fjarlægöar", afhjúpað aö lok- inni athöfninni í matsalnum. Þá kom einnig út saga Útgerð- arfélagsins í fimmtíu ár, en hún er rituð af Jóni Hjaltasyni, sagn- fræöingi á Akureyri. Nefnist verkiö „Steinn undir framtíöar- höll" og er heitiö fengið úr ljóöi er Kristján skáld frá Djúpalæk orti í tilefni þess aö fyrsti togari félagsins, Kaldbakur EA 1, kom til heimahafnar á Akureyri. Jón Hjaltason kynnti bókina og gat þess að uppruna félagsins mætti rekja til baráttunnar viö at- vinnuleysiö, því stofnun þess hafi orðið á tímum vaxandi at- vinnuleysis og menn taliö aö meö því aö ráðast í aukna út- vegsstarfsemi frá Akureyri yröi best spornað gegn þeim vágesti. Jón Þóröarson, formaður stjórnar Útgerðarfélagsins, fjall- aði nokkuð um stöðu þess og framtíð og sagði meðal annars að á næstu árum bendi allt til ab bolfiskafli verði í lágmarki og því þurfi aö leita sóknarfæra á öðrum vígstöðvum. Hann sagði að miklar breytingar hafi orðið á félaginu á þeim fimmtíu árum sem það hefur starfað og tekist hafi ab stýra því gegnum erfið- leika með stuðningi bæjarfé- lagsins á ámm ábur. Jón sagbi að Útgerðarfélagiö verði fram- vegis sem fyrr að vera framsæk- ið fyrirtæki og hafa yfir bestu fá- anlegri þekkingu í atvinnu- greininni ab rába. í máli Jakobs Björnssonar bæjarstjóra kom fram að þótt starfsemi félagsins hæfist af full- um krafti með fyrstu togara- kaupum þess, þá hafi reksturinn ekki verið neinn dans á rósum og bæjarfélagið orðið að hlaupa undir bagga með fjárframlögum um nokkurra ára skeiö. Þeim framlögum hafi síðar verib breytt í hlutafé og þar sé að finna ástæbur þess ab Akureyr- arbær hafi eignast meirihluta í félaginu. Með breyttum tímum og bættri afkomu félagsins hafi þessi hlutur verið að minnka, því aðrir hluthafar hafi aukið sína hluti og nýir komið ab. Með væntanlegu hlutafjárút- boði félagsins að upphæö 150 milljónir króna verði Akureyrar- bær minnihlutaaðili ab félag- inu, þótt ekkert af hlutabréfum hans verbi selt. Jakob sagði ab öllum megi vera ljóst að starfsemi Útgerðar- félagsins hafi mikla þýðingu fyrir atvinnulíf á Akureyri þar sem sjávarútvegur, landbúnað- ur og iðnaður nái að mynda þá samfellu atvinnulífs, er Akur- eyri og Eyjafjarðarsvæðið búi við í dag. Útgerðarfélag Akureyringa velti um þremur milljörðum króna á síðasta ári og skilaði um 155 milljón króna hagnaði. Jak- ob Björnsson sagbi að meb kaupum á aflaheimildum og öðrum aðgeröum hafi tekist að tryggja hráefnisöflun sem sé grundvöllur aukinnar vinnu, vöruþróunar og vaxandi út- flutningsverðmæta. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.