Tíminn - 24.06.1995, Síða 1

Tíminn - 24.06.1995, Síða 1
SIMI 563 1600 Brautarholti 1 STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Laugardagur 24. júní 1995 115. tölublað 1995 Ný þyrla Landhelgisgœslunnar, TF- LÍF, kom til landsins í gœr. Dómsmálaráöherra: „Stór tímamót í b j örgunarmálum" „Þat> var gaman a& fljúga með þyrlunni og áhrífamikib. Þetta er aflmikih tæki og engum ofsögum sagt ab þaí> muni marka mikil tímamót í björgunarmálum þjób- arinnar," segir Þorsteinn Pálsson, dómsmálarábherra. Fjölmenni tók á móti nýrri þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem er af gerðinni Super Puma, á Reykjavík- urflugvelli síðdegis í gær. Tilkoma þyrlunnar, sem ber einkennisstarf- ina TF-LÍF, markar tímamót í björg- unarmálum hér á landi og verður mikið öryggistæki, að mati kunn- ugra. Búiö er að tryggja fjárveiting- ar til reksturs þyrlunnar, að sögn dómsmálaráðherra. Flúgstjórarnir Páll Halldórsson og Benóný Ásgrímsson flugu þyrlunni hingað til lands frá aðsetri Puma- verksmiðjanna í Suður-Frakklandi, en þaðan var lagt upp á fimmtu- íslenska járnblendib: Stofnlánið borgað upp íslenska járnblendifélagib lauk í gær viö aö borga upp stofnlán sitt hjá Norræna fjár- festingabankanum. Þaö var Jón Sigurösson aöalbanka- stjóri sem tók viö lokagreiösl- unni úr hendi nafna síns, framkvæmdastjóra Járn- blendisins, en svo vill til aö þegar Norræni fjárfestinga- bankinn tók til starfa áriö 1976 var þetta fyrsta lánib sem bankinn veitti. í frétt frá Norræna fjárfest- ingabankanum kemur fram' aö þaö hafi vakiö athygli á sínum tíma aö íslendingum var veitt fyrsta lániö. Síöan hefur ís- Ienskum lántakendum fjölgaö jafnt og þétt. Þeir eru nú 32 aö tölu en fjárfestingabankinn á útistandandi 75 lán hér á landi og er heildarupphæö þeirra tæpir 33 milljaröar. Þar af skulda þrettán einkafyrirtæki rúmlega 2.2 milljaröa, en fyrir- tæki á vegum ríkis og sveitarfé- laga hafa fengiö sjö lán, alls aö upphæö 8.2 milljaröar. Islenskum einkafyrirtækjum sem fá lán hjá Norræna fjárfest- ingarbankanum hefur fjölgaö aö undanförnu og eru horfur á aö framhald veröi á þeirri þró- un. íslendingar eiga 1% hlutafjár í Norræna fjárfestingabankan- um en ríflega 10% heildarút- lána hans eru nú hjá íslenskum aöilum. ■ Immm 20 síðna fjölbreytt landbún- aöarblaö fylgir TÍMANUM í dag dagsmorgun. Millilent var í Storno- way nyrst í Skotlandi á fimmtu- dagskvöld og höfö þar næturdvöl. Lagt síöan í síðasta áfangann, frá Stornoway til íslands, snenima í gærmorgun og var lent í Reykjavík um kl. 15:00, en áður hafði verið höfð skömm viðdvöl í Vestmanna- eyjum þar sem þeir Þorsteinn Páls- son dómsmálaráðherra og Haf- steinn Hafsteinsson, forstjóri Land- helgisgæslu, voru teknir um borð. Flugþol þyrlunnar er alls 6 klukkutímar, hún getur flogið allt að 300 sjómílur á haf út og er ab öllu leyti búin þeim fullkomnustu tækjum sem völ er á. Tekur þyrlan allt aö 20 farþega, en þrír eru í áhöfn Má geta þess að þyrlan er al- menningi til sýnis á athafnasvæði Landhelgisgæslunnar við Nauthóls- vík milli kl. 13 og 17 í dag. ■ Fjölmenni tók á móti nýrri þyrlu Landhelgisgœslunnar á Reykjavík- urflugvelli ígcer. Tilkoma hennar markar kaflaskil í björgunarmálum hérlendis, ab mati kunnugra. Tímamynd: C S m mmm . ■ ' i • . ■ :%,í" ; ..já .. . : ' ■ - jSv'" ,. k ,, " ■ '' Jafnlaunasamningur og samskipti stéttarfélaga viö álveriö einfölduö og gerö skilvirkari. Form. Hlífar: Lægstu laun hækka allt ab 16-17 prósent Á tólfta tímanum í gærdag var skrifaö undir kjarasamn- ing stéttarfélaga starfsmanna í álverinu og vibsemjenda þeirra eftir 20 tíma samninga- lotu í Karphúsinu. Ábur bob- uöu verkfalli sem átti aö koma til framkvæmda á miö- nætti var því frestab en stefnt er aö því aö niöurstaöa í at- kvæöagreibslu félaganna um samninginn verbi lokiö eftir sex daga. Samningurinn þyk- ir marka tímamót fyrir jafn- launastefnu og ákvæöi um einfaldari og skilvirkari sam- skipti stéttarfélaga vib álver- ib. Siguröur Tr. Sigurðsson, for- maöur Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, segist vera ánægöur meö samninginn og ætlar að mæla meö honum til samþykkis eins og forystumenn annarra stéttarfélaga í álverinu. Hann segir að meðallauna- hækkun samningsins sé um 11% en laun þeirra lægst laun- uöu mun hækka um allt aö 16% - 17% á samningstíman- um. Gildistími samningsins er til ársloka á næsta ári og verða greidd atkvæöi um hann í hverju félagi fyrir sig. Aftur á móti veröur sameiginleg at- kvæöagreiðsla í félögunum þeg- ar atkvæði veröa greidd um nýj- an kjarasamning og þá væntan- lega einhvern tíma á árinu 1997. Formaöur Hlífar segir samn- inginn vera tímamótasamning aö því leyti að þarna sé á ferö- inni mesti jafnlaunasamningur sem gerður hefur verið hérlend- is. Það felst m.a. í því að ófag- læröir fara allir í einn launa- flokk í staö þess að hafa 4 - 5 launaflokka og laun þeirra lægst launubu hækka mest. Þar fyrir ofan eru þrír launaflokkar iönaöarmanna og verslunar- fólks. Siguröur treysti sér hins- vegar ekki til aö nefna hver hækkunin væri í krónum talið. Af öörum helstu þáttum samningsins þykir mönnum einna mest koma til þeirra ákvæöa hans er lúta aö einfald- ari samskiptum stéttarfélaga og stjórnenda álversins. Formaöur Hlífar segir aö þessi samskipti hafi verkalýösfélögin verið aö þróa í gegnum árin en þetta sé í fyrsta skipti sem þau eru fest á blað í kjarasamningi. Hann tel- ur að þessi þáttur samningsins sé „vegabréf" fyrir stækkun ál- versins og fordæmisskapandi fyrir aðra fjárfesta til atvinnu- rekstrar á íslandi. Aöspuröur telur Siguröur Tr. aö þab fari alveg eftir því hvaöa félag á í hlut hvaö gerist ef eitt af 10 stéttarfélögunum fellir samninginn; Ef svo ólíklega mundi gerast að samningurinn yröi felldur í Hlíf, þá segist Sig- urður gefa sér einhvern tíma til að ræöa málin við viðsemjend- ur félagsins. Hinsvegar sé erfitt aö spá í slíka hluti fyrirfram því framhaldiö mundi alfariö ráb- ast af vilja félagsmanna. ■ Ár liöiö síöan sjónvarpspredikarinn Benny Hinn hélt krafta- verkasamkomuna í Kaplakrika. Landlceknisembœttiö: Engin kraftaverk Nú er um þaö bil ár libiö síban Benny Hinn predikari hélt trúarsamkomuna í Kaplakrika. Enn hefur ekk- ert tilfelli komiö til Land- læknis sem hægt er aö rekja til kraftaverka. Aö sögn Matthíasar Hall- dórssonar aöstoðarlandlækn- is fullyrtu aðstandendur sam- komunnar í sjónvarpsþætti í fyrra aö stööugur straumur fólks yröi á skrifstofu Land- læknisembættisins í kjölfar samkomunnar, straumur fólks sem hefði hlotið lækn- ingu meina sinna meö yfir- náttúrulegum hætti. Reyndin hefbi orðið allt önnur: „Þaö hefur ekki einn einasti komib og víst má telja aö læknar heföu sagt okkur frá því ef þeir vissu af slíkum tilfell- um." ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.