Tíminn - 24.06.1995, Qupperneq 6
6
Wmmm
Laugardagur 24. júní 1995
Stjórn Evrópusamtakanna tekur til and-
svara vegna ummæla forsætisrábherra
Stjórn Evrópusamtakanna
hefur sent frá sér svofellda
orösendingu vegna ummæla
Davíös Oddssonar forsætis-
ráöherra um Evrópumál, í
ávarpi á þjóöhátíöardaginn:
„Meö ummælum sínum á
þjóöhátíöardaginn virðist for-
sætisráðherra gefa í skyn að
hann muni leggjast gegn því að
íslendingar skoöi þann kost sem
aðild að Evrópusambandinu er.
Slíkt er sérkennilegt í ljósi
stefnu flokks hans og ríkis-
stjórnar hans, sem hafa á
stefnuskrá sinni aö fylgjast vel
meö þróun ESB og útiloka enga
kosti.
I. Lýðræðisleg stjórnun ís-
lenskra málefna myndi ekki
hætta aö fara fram í íslensku
stjórnarráði og á íslensku þingi
þótt ísland gengi í Evrópusam-
bandiö. Almennt er ekki litið
svo á að stjórnvöld í aðildarríkj-
um ESB hafi afsalað sér völdum,
þótt ákvarðanir um ákveðna
málaflokka séu teknar af sam-
eiginlegum stofnunum.
II. Stjórnun málefna þeirra,
sem heyra undir Evrópusam-
bandið, fer ekki fram á „fram-
andi kontórum manna sem
enginn hefur kosiö og enginn
getur náð til." Lýðræðislegt um-
boð stofnana ESB hefur hingað
til ekki verið drgið í efa, þótt
þaö sé í sumum tilfellum
óbeint. í ráðherraráði sam-
bandsins, sem er helsta löggjaf-
arstofnun þess, sitja ráðherrar
sem yfirleitt eru kjörnir fulltrúar
í sínu heimalandi og meb ótví-
rætt lýðræðislegt umbob. Fram-
kvæmdastjórn sambandsins er
skipuð af ríkisstjórnum aðildar-
ríkjanna. Evrópuþingib er kjör-
ib beinni kosningu af borgurum
sambandsins. Stjórnkerfi Evr-
ópusambandsins hefur hlotiö
réttmæta gagnrýni, enda er það
ekki fullkomið fremur en önnur
lýðræöisleg stjórnkerfi og sætir
nú endurskoðun.
III. Þab er rétt hjá forsætisráö-
herra að kannanir nú um stund-
ir sýna að margir borgarar land-
anna þriggja sem gengu í Evr-
ópusambandið um síðustu ára-
mót sjá nú eftir aö hafa greitt
aðild atkvæði sitt. Samkvæmt
þessum könnunum eru sinna-
skiptin oftast tengd vonbrigð-
um með að efnahagsástand hafi
ekki batnaö jafnhratt og búist
var við. Þetta á við um Svíþjóð
og Austurríki, en ekki Finnland,
þar sem kannanir sýna að meiri-
hluti kjósenda er ánægður meb
ESB-aðild. Rétt er að allar hliðar
á þessu máli eins og öðrum
komi fram, er þau eru rædd af
mönnum sem fara með mikla
ábyrgð.
IV. Forsætisráðherra segir að
of seint sé fyrir áðurnefndar
þjóðir að ibrast, þar sem þjóðar-
atkvæbagreiðslur um Evrópu-
mál séu ekki endurteknar ef
meirihlutinn segi já, aðeins ef
hann segi nei. Rétt er, að eftir að
danska þjóðin hafði hafnað Ma-
astricht- samkomulaginu í at-
kvæðagreiðslu var henni gefinn
kostur á að greiba síðar atkvæði
um það ab nýju, með þeim und-
anþágum sem dönsk stjórnvöld
höfðu samið um. í hvorugt
skiptið var kosið um ESB-aðild
Danmerkur sem slíka. Jafnframt
er rétt að minna á ab Svisslend-
ingar hafa hafnað EES- aðild í
atkvæðagreiðslu og að Norð-
menn höfnubu ESB-aðild í tví-
gang. Verður ekki annab séð en
ab stjórnvöld hafi í öllum tilvik-
Þorgeir Elíasson í Bújöfri:
Kjörorðið að bjoða
fyrsta flokks vöru
Bújöfur hf. er fyrirtæki sem
stofnað var fyrir tveimur ár-
um og sérhæfir sig í búvél-
um. Fyrirtækið hefur lagt sig
fram um að sinna fáum
málaflokkum en gera þaö vel
og að sögn Þorgeirs er kjör-
oröiö að bjóða fyrsta flokks
vöru á hagstæðu verði.
Það eru einkum fimm flokk-
ar sem Bújöfur hefur lagt
áherslu á en það eru: Valmet
dráttarvélar, sem framleiddar
eru á Norðurlöndum fyrir
Norðurlönd; Suun mykjudæl-
ur, Trima moksturstæki fyrir
flestar gerðir dráttavéla; ZTR
165 gamalreyndar tromlu-
sláttuvélar; og síðast en ekki
síst NHK 1650 rúllupökkunar-
vélar sem tengdar eru aftan í
rúllubindivél og pakka á sjálf-
virkan hátt um leib og heyrúll-
an er bundin.
Yfirbygging Bújöfurs er sára-
lítil vegna sérhæfingarinnar og
segir Þorgeir það lið í því aö
halda niðri veröum. „Breyttir
verslunarhættir gera það að
verkum aö við eigum öll að
geta dregið úr kostnabi með
aukinni hagræbingu, þau tæki
sem við höfum eru nýjasta
tölvutækni og framþróun í
símatækni og fjarskiptum
Þorgeir Elíasson.
ásamt verulega bættri flutning-
þjónustu. Auk þess hefur fjár-
magnskostnabur lækkað og
allt gerir þetta okkur kleyft að
lækka verð til viðskiptavin-
anna. Bændur vilja án efa okk-
ar hag bestan, sem erum að
þjónusta þá, þó þeir séu ekki
tilbúnir að borga fyrir óeðli-
lega yfirbyggingu fyrirtækja í
hvaða mynd sem hún kann að
birtast," segir Þorgeir.
um virt þjóöarviljann. Réttur til
úrsagnar úr ESB er skýr, og
reyndi á hann er Grænlending-
ar sögðu skilið við Evrópusam-
starfið.
V. Forsætisráðherra segir að
„væri ísland í Evrópusamband-
inu og gengi samrunastefnan til
þess endapunkts sem trúuðustu
samrunamennirnir þrá, mætti
meö sanngirni segja að staða
hins íslenska Alþingis yrði mjög
áþekk því sem hún var á fyrstu
dögum hins endurreista þings,
fyrir 150 árum.
Um þetta er í fyrsta lagi það
að segja ab fráleitt er ab líkja
samskiptum abildarríkja Evr-
ópusambandsins, sem ganga
sem sjálfstæð ríki til töku sam-
eiginlegra ákvarðana þar sem öll
ríkin eiga atkvæðisrétt, við
tengsl hjálendu og herraþjóðar
á nítjándu öld.
Hins vegar virðist forsætisráð-
herra horfa fram hjá því er hann
segir EES-samninginn gott sam-
skiptaform við Evrópusam-
bandið, að með honum er Al-
þingi áhrifalítið um margvíslega
löggjöf sem það þiggur frá Evr-
ópusambandinu. Ætti ísland
fulla abild að Evrópusamband-
inu hefði það miklu meiri áhrif
á ákvarðanir sem varða hags-
muni íslendinga.
VI. Æskilegt væri aö forsætis-
ráðherra útskýrði betur ummæli
sín um að þaö sé „þyngra en tár-
um taki þegar velmenntað og
velmeinandi fólk er uppfullt af
vanmetakennd fyrir þjóbarinn-
ar hönd" og að þeir sem Iengst
gangi segi aö ísland geti í besta
falli nýst sem verstöð til ab
tryggja þjóðinni mannsæmandi
líf í útlöndum. Eigi þessi um-
mæli að eiga við um þá sem
vilja tryggja áhrif íslendinga á
eigin mál með þátttöku íslands í
alþjóðlegu samstarfi hefur for-
sætisráöherra tekið rangan pól í
hæöina.
Stuðningsfólk þess ab ísland
sæki um aðild að Evrópusam-
bandinu treystir íslendingum
þvert á móti til að ganga með
reisn til samstarfs við önnur
Evrópuríki og er ekki hrjáð af
vanmetakennd þeirra sem álíta
landið of veikburða til slíks
samstarfs og vilja ekki láta reyna
á aðildarumsókn. Með sömu
reisn ætti ab hafna aðildar-
samningi, væri íslenskum hags-
munum ekki borgið." ■
Lína meb leikstjórastólinn sinn.
Framtíöar
leikstjóri
fær stól
Hún Lína Guðnadóttir, 16 ára,
var útnefnd leikstjóri mánað-
arins úr hópi þeirra sem sent
hafa inn tillögu ab mjólkur-
auglýsingu og er því leikstjóri
maímánabar í verblaunasam-
keppni ungs fólks um bestu
mjólkurauglýsinguna í ár.
Lína fékk að launum leik-
stjórastól eins og þeir gerast
bestir í Hollywood. Samkeppn-
in heldur áfram og lýkur 1.
október og verða þá veitt verð-
laun í öllum aldursflokkum,
myndbandstökuvélar. ■
Kvennalistinn:
Ráðherra taki á
málum Fósturskóla
Þingflokkur Kvennalistans
hefur sent Birni Bjarnasyni
menntamálarábherra svo-
fellda áskorun:
„Þingflokkur Kvennalistans
skorar á menntamálaráðherra
að taka nú þegar á málefnum
Fósturskóla Islands. Nú í vor
bárust þær fréttir að enn einu
sinni hefði skólinn orðið ab
hafna fjölda umsókna um
skólavist, jafnt frá þeim sem
lokib hafa stúdentsprófi sem
öðrum. Á sama tíma er ljóst að
svo mikill skortur er á fag-
menntuðu fólki í leikskólum
alls staðar á landinu ab horfir til
vandræða. Kvennalistinn telur
afar mikilvægt að búa vel að
fyrsta skólastiginu — leikskól-
anum — þar sem grunnur er
lagöur aö þroska og menntun
barnanna okkar. Eins og málum
er nú háttab sinnir ríkisvaldið
ekki þeirri skyldu sinni að
mennta nægilega marga leik-
skólakennara. Fósturskólanum
er afar þröngur stakkur skorinn
þannig að við núverandi að-
stæður getur hann ekki fjölgað
nemendum sínum. Þá eru uppi
athyglisverðar hugmyndir um
ab skólinn fari á háskólastig og
veröi hluti af nýjum uppeldis-
háskóla landsins. Ákvöröun um
uppeldisháskóla þarf að taka í
tengslum við ný lög um há-
skólastigið í heild, en nú er
mjög óljóst hver skilin eru milli
framhaldsskóla- og háskóla-
stigsins. Þab er mjög brýnt að
ákvörðun verði tekin um fram-
tíð skólans sem allra fyrst þann-
ig að staöa hans í skólakerfinu
verði ljós og að honum verbi
með nauðsynlegu fjármagni
gert kleift að fullnægja eftir-
spurn eftir vel menntuðu leik-
skólakennurum," segir í ályktun
þingflokks Kvennalistans.
Ósjálfráb þvaglát al-
gengur kvilli hjá konum
Anne G. Vinsnes, hjúkrunar-
fræðingur í doktorsnámi við
Norræna heilbrigðisháskólann
í Ranheim, gerbi ósjálfráð
þvaglát kvenna og rannsókn á
þeim kvilla í Noregi, ab um-
ræðuefni á hjúkrunarrábstefn-
unni sem nú stendur yfir í
Reykjavík.
Ánne skýrði frá niöurstöðum
rannsóknar sem gerð var í Noregi
til að varpa ljósi á það hvernig
konur fæm að því að búa við
þennan kvilla og komast að raun
um hvab byggi ab baki þörf
þeirra fyrir meöferð og hjúkrun í
tengslum við ósjálfráb þvaglát.
Alþjóöleg samtök sem hafa
þann tilgang að vinna bug á
kvillanum skilgreina hann sem
félagslegt og óþrifalegt vandamál
er sé svo algengt ab telja megi al-
mennan kvilla, en norska rann-
sóknin tók til kvenna sem hlutu
meðferð hjá heimilislæknum við
ósjálfráðum þvaglátum um eins
árs skeið. Þær sem ekki hljóta
bata á einu ári fá tilboð um sér-
tækar rannsóknir og framhalds-
meðferð.
Niburstöður ýtarlegra viðtala
við þær konur sem norska rann-
sóknin tók til benda til þess aö
þrenns konar viðhorf séu þeim
konum sem eiga við ósjálfráð
þvaglát að stríða sameiginleg,
þ.e. að kvillinn standi þeim fyrir
þrifum í daglegum störfum og at-
höfnum, að hann skerði lífsgæbi
þeirra og valdi því að þær missi
sjálfstraust og full tök á lífi sínu.
Áþekk rannsókn fór nýlega
fram á Kópaskeri og vom niöur-
stöður hennar kynntar í apríl-
hefti Læknablaðsins. Þar kom
fram að 56% kvenna sem svör
bárust frá reyndust eiga við
ósjálfráð þvaglát að stríða, þar af
29% í talsveröum eða miklum
mæli.
Samband reyndist vera milli
þessara þvagláta og fjölda fæð-
inga hjá konum. Kostur var gef-
inn á meðferð sem fólst í grindar-
botnsæfingum, auk þess sem
sumar konur fengu sýkla- eba
hormónalyf. Reyndist meðferð
hafa borið töluverðan árangur
þegar könnun fór fram að tíu
mánuðum liðnum. ■