Tíminn - 24.06.1995, Qupperneq 18

Tíminn - 24.06.1995, Qupperneq 18
18 fiMfiwn Laugardagur 24. júní 1995 Friörik L. Margeirsson frv. skólastjóri, Sauöárkróki Fæddur 28. maí 1919 Dáinn 12. júní 1995 Samferöamönnunum fækkar. Einn af öðrum hverfa þeir yfir móðuna miklu. Ekki fer það að jafnaði eftir ákveðinni aldursröð. Kallið kemur þegar minnst varir, stundum viðkomandi að óvör- um, en stundum með nokkrum fyrirvara. Einn vina minna og samferðamanna, Friðrik Marg- eirsson, sem var fyrir nokkrum dögum hress og að því er virtist fullur af lífsþrótti fyrir áhugamál- um sínum við búskap og hrossa- rækt, hefur nú haft vistaskipti og er fallinn frá eftir fárra daga legu og snarpa baráttu við dauðann. Fyrir nokkrum dögum kenndi hann nokkurs sjúkleika og var fluttur á Sjúkrahúsið á Sauðár- króki. í fyrstu virtist allt snúast til betri vegar og þegar ég heimsótti hann þangað var hann hress og bjartsýnn um bata. Ég átti því þá von að brátt mundi ég mæta hon- um á götu á leið til þess að sinna hugðarefnum sínum. En allt fór á annan veg. Skyndilega versnaði honum sjúkleikinn svo að ekki varð við neitt ráðið og andaðist hann mánudaginn 12. júní s.l. Friðrik var sonur hjónanna Helgu Pálsdóttur og Margeirs Jónssonar kennara og fræði- manns á Ögmundarstöðum í Skagafirði. Hann missti móður sína aðeins árs gamall. Nokkrum árum síðar, 1925, kvongaðist fað- ir hans Helgu Óskarsdóttur og eignuðust þau fjögur börn. Friö- rik ólst því upp á íslensku sveita- heimili ásamt yngri systkinum þar sem stunduð var kennsla og fræðimennska og þá einkum í sögu og íslenskum fræðum. Hann drakk í sig áhugann fyrir þeim málum og þó ekki síður sveitabú- skap til lífstíðar. Ásamt heimanámi stundaði Friðrik nám í Gagnfræðaskólan- um á Akureyri og síðan í Mennta- skólanum í Reykjavík og tók það- an stúdentspróf 1941. Síðan lá leið hans í Háskóla íslands og lauk hann þar námi í íslenskum fræðum með magisterprófi 1949. t MINNING Að námi loknu fluttist hann norður á Sauðárkrók til kennslu- starfa við Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki og Iðnskólann þar. Skólastjóri Iðnskólans var hann frá 1951 til 1964 og skólastj. Gagnfræðaskólans frá 1956 til 1984. Friðrik kvæntist Aldínu S. Ell- ertsdóttur frá Holtsmúla 1947. Þau eignuðust sjö börn, sem öll hafa skapað sér traustar stöður og starfsvettvang. Leiðir okkar Friðriks lágu fyrst saman er hann kom til Sauðár- króks til kennslustarfa. Strax bundumst við vináttuböndum, sem héldust alla tíð. Samstarf í skóla og að skólamálum var ætíð með ágætum. Leiðir okkar í og úr skóla lágu lengst af saman og var því oft komið við hjá þeim Óldu og Friðriki, þeginn kaffisopi og spjallað saman. Fjölskyldur okkar voru báðar bammargar og þau á svipuðum aldri og áttu því oft samleið í leik og starfi. Þau voru tíðir gestir á heimilum hvors ann- ars og léku sér saman. Á þeim ár- um, sem börnin voru að alast upp, var hér mikill áhugi fyrir sundíþróttinni og áttu Skagfirð- ingar fjölmennan hóp unglinga, sem á margra ára tímabili skaraði framúr í sundi á Norðurlandi. Ég minnist ánægjulegra stunda með sundhópnum á heimili þeirra Friðriks og Öldu eftir vel heppn- aðar sundferðir og til að efla sam- hug hópsins, enda voru systurnar á Hólavegi 4 drjúgur hluti þessa sundhóps. Þar var sungið og glaðst saman. Fyrir þessar sam- verustundir vil ég nú þakka sér- staklega. Friðrik Margeirsson var traustur vinur vina sinna, hjálpsamur og velviljaður. Hann var fróður um marga hluti, hafði skemmtilegan frásagnarmáta og var vel hagorð- ur. Þannig heyrði ég hann fara með löng fréttabréf til vina sinna í bundnu máli. Hann sóttist ekki eftir vegtyllum eða völdum, en var trúr þeim störfum, sem hann tók ab sér að vinna. Ég hefi áður minnst á áhuga Friðriks á búskap og hrossarækt. Jafnframt kennslustörfum stund- aði hann ætíð smábúskap og að mestu á Ögmundarstöbum. Eftir að hann hætti kennslu snéri hann sér í ríkari mæli en áður að hrossarækt. Hann hafði gott vit á hrossum, uppeldi þeirra og tamn- ingu, eins og sönnum Skagfirð- ingi sæmdi, og var búinn að koma sér upp hrossastofni, sem hann hafði miklar væntingar um. Síðustu árin eyddi hann lengst af tíma sínum í ab vinna að þessu hugðarefni. Við hjónin söknum mjög vinar í stað þar sem Friðrik var. Heim- sóknum til annarra en barna okk- ar hefur fækkað með árunum. Til þess liggja margar ástæður. Til Friðriks og Öldu hlutum við þó alltaf að koma öðru hverju til að rifja upp gamlar minningar okkur öllum til ánægju og gleði, það var bara einn þáttur lífsins. Við sökn- um þess mjög að höggvib hefur verið svo stórt skarð í vinahóp- inn. Ég vil svo að lokum fyrir mína hönd, konu minnar og barna, þakka öll samskipti við fjölskyld- una á Hólavegi 4 á liðnum áratug- um og votta Öldu, börnum henn- ar og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúöarkveðjur. Minnumst þess ab við andlát Friðriks Margeirssonar kvöddum við góðan dreng. Guðjón Ingim. Elskulegur vinur minn, Fribrik Margeirsson, Hólavegi 4, Sauðár- króki, fyrrum skólastjóri, lést 12. júní í sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Eftir snögg veikindi og erfið í nokkra daga kvaddi hann meb ljúfum hætti, nánast eins og sofn- aði. Þab er alltaf mikill söknuður og eftirsjá í góbum mönnum og mikilhæfum eins og Friðrik var. Þá ber líka ab geta þess, að það er mikil gæfa að hafa fengið aö lifa DAGBOK 175. dagur ársins -190 dagar eftir. 2S.vlka Sólris kl. 2.55 sólarlag kl. 24.04 . Lengd dagsins breytist ekki Félag eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni Brids í Risinu á morgun, sunnudag, kl. 13. Félagsvist kl. . H. Dansað í Goðheimum, Sig- túni 3, sunnudagskvöld kl. 20. Margrét Thoroddsen verður til viðtals þribjudaginn 27. júní. Panta þarf tíma. Taska tapabist Þorbjörg í Austurbrún 6 hringdi og kvað íþróttatösku hafa horfið frá sér. Taskan hékk á baki hjólastóls hennar á gang- inum heima hjá henni, mánu- daginn 18. júní rétt fyrir kl. 17.30 á neðri hæð C6. Þorbjörg biður þann, sem varð þab á að taka töskuna, að skila henni aft- ur. í töskunni var Polaroid myndavél og einnig vörur ab verðmæti 14.000 kr. frá verslun- unum Tékk-Kristall, Pennanum og Hagkaup og filma frá Hans Petersen. Sími viðtakanda er 5531172. Einnig má skila töskunni til húsvarðar hússins. Fjölskylduhátíð á Miklatúni Á morgun, sunnudag, kl. 14- 17 verður haldin fjölskylduhá- tíb fyrir íbúa Hlíðahverfis á Miklatúni. Á hátíðinni verður margt til gamans gert. Það verða m.a. leiktæki fyrir börnin, þau geta látib mála sig í framan, furðu- fuglar mæta á svæðið og mögu- lega Brúðubíllinn, íþróttafélagið Valur stendur fyrir uppákomu, slökkviliðib sýnir björgun úr bílflökum, dansskólar úr hverf- inu sýna dans, Megas spilar og syngur, harmonikku-hljómsveit spilar o.fl. Emmess-ís gefur íspinna, hægt verður ab kaupa grillaðar pylsur á vægu verði, og ennfremur ætla íbúarnir að bjóða hver öðrum upp á heima- bakaðar kökur (kaffisopi og kökusneið á kr. 50). Sem sagt, allir í hverfinu ætla að leggjast á eitt og hafa það gaman (og von- andi veöurguðirnir líka). Allir krakkar (á öllum aldri) eru hvattir til ab mæta í furðufötum til þess ab lífga uppá stemmn- inguna. jónsmessuhátíb í Vibey Dagskrá Jónsmessuhelgarinn- ar veröur með hefðbundnum hætti. í dag, laugardag, kl. 14.15 verður fariö í gönguferð um Austureyna og m.a. skoðuö ljós- myndasýning, sem opnuð verð- ur þann dag í skólahúsinu á Sundbakka. Á morgun, sunnu- dag, kl. 14 messar sr. Þórir Stephensen í Viðeyjarkirkju. Marteinn H. Friðriksson og Dómkórinn sjá um tónlistina. Eftir messu, kl. 15.15, er staðar- skoðun. Staðarhaldari segir frá kirkjunni, gengur síðan meb fólki um Viöeyjarhlaö og næsta nágrenni Stofunnar og lýkur meb því að ganga með þeim sem það vilja austur á Sund- bakka til að skoba sýninguna í skólanum. Viðeyingafélagib verbur meb kaffisölu í félags- heimili sínu í gamla vatnstank- inum. Veitingahúsið í Viðeyjarstofu er opib alla daga. Bátsferbir um með honum. Friðrik fæddist á Ögmundar- stöðum 28. maí árið 1919. For- eldrar hans voru hjónin Margeir Jónsson, kennari og bóndi og þjóðkunnur fræbimaður og fyrri kona hans, Helga Pálsdóttir Frið- rikssonar, húsasmiðs á Saubár- króki og konu hans Ingibjargar Gunnarsdóttur. Ekki naut Friðrik móður sinnar lengi, því hún lést 14. september 1919. Margeir kvæntist aftur árið 1925 Helgu Óskarsdóttur Þor- steinssonar, bónda í Kjartansstað- arkoti í Staðarhreppi. Það var mikið lán fyrir Friðrik svona ung- an að eignast svo góba fóstur- móbur. Ég kynntist því betur síð- ar, þá er ég var í barnaskóla á Ög- mundarstöðum, hvað Helga var gób og mikilhæf móðir og hús- móbir. Þau hjón eignuöust saman fjögur börn og eru þau, talin í ald- ursröb: Hróbmar, Margrét, Ey- björg, Jón Kristvin og Sigríður. Þegar foreldrar mínir fluttust að Steinholti árib 1926 er ég orðinn sjö ára. Fáum dögum síðar er ég ab skoba nýtt heimili og nýtt um- hverfi og sé hvar drengur á mín- um aldri horfir til mín og er rétt við túngirðinguna. Ég fer að engu óðslega, enda feiminn. Hann spyr mig hvort ég vilji sjá hrossin sín og ég vildi það. Hann leibir mig til hrossanna, sem voru nokkuð óvenjuleg. Hann sýndi mér marga gæðinga mismunandi skreytta og voru það leggir af sauðfé. Þessi ungi og efnilegi hrossaeigandi var einmitt Friðrik Margeirsson. Hann byrjaöi snemma að nota tímann á lifandi helgar eru á klukkustundarfresti frá kl. 13. Aukaferð með kirkju- gesti er kl. 13.30. Sumarskákmót Taflfélagsins Hellis Fyrsta sumarskákmót Taflfé- lagsins Hellis hefst þriðjudag- inn 27. júní kl. 20. Mótinu verð- ur framhaldiö fimmtudaginn 29. júní kl. 20. Tefldar verða 25 mínútna skákir, 6 umferðir. Teflt verður í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi. Mótið er öllum opib. Félagsfundur hjá Neistanum Neistinn, aðstandendafélag hjartveikra barna, heldur félags- fund í Seljakirkju nk. þriöjudag kl. 20.30. Félagar og allt áhuga- fólk er hvatt til þess að mæta. Stjórnin. Aðalfundur Sögufélags Aðalfundur Sögufélags verður haldinn nk. þriðjudag kl. 20.30 í Skólabæ við Suðurgötu. Fund- arefni: 1. Venjuleg aðalfundar- störf. 2. Erindi. Söguleg endalok Síldareinkasölunnar 1931. Guðni Jóhannesson sagnfræbingur tal- ar. Stjórnin. hátt. Og tíminn leið og við Friðrik hefjum okkar skólagöngu 10 ára. Á þeirri tíb var barnaskóli aðeins nokkrar vikur á vetri hverjum. Nú er tíðin önnur. Skólastjórinn var Margeir, faðir Friðriks, sem var af- burðakennari og Friðrik var af- burðanemandi. Við vorum ekki tvéir í skólanum, þar voru margir krakkar sem ég minnist með þökk. Ég á margar góbar minn- ingar frá þessum árum. Friðrik var síðan gagnfræðingur frá MA 1937. Stúdent frá MR 1941. Stundaði nám í íslenskum fræðum við Háskóla íslands árin 1942-49. Lauk magistersprófi 1949. Friðrik var stundakennari við Kvennaskólann í Reykjavík 1945-48 og við gagnfræðanám- skeið í MR 1945-47. Friðrik kvæntist fallegri og góðri konu 21. febrúar 1947, Öldu, dóttur Ellerts Jóhannssonar og konu hans Ingibjörgu Sveins- dóttur, er lengi bjuggu með mikl- um myndarbrag í Holtsmúla í Staðarhreppi. Friðrik sagði mér það sitt mesta gæfuspor. Þau hjónin áttu góðu barnaláni að fagna. Börn þeirra eru talin hér eftir aldri: Helga Ingibjörg, gift Kristni Haukssyni, þau eiga þrjú börn. Heiðrún, gift Sveini Rúnari Sig- fússyni, þau eiga þrjú börn. Hallfríöur, gift Sigurði Jóni Þor- valdssyni, þau eiga tvo syni. Jóhann, kvæntur Hildi Sigríði Sigurðardóttur, þau eiga tvo syni. Friðrik Margeir, kvæntur Sigur- laugu Hrönn Valgarðsdóttur, þau eiga tvö börn. Valgerður er fráskilin en á tvö börn. Páll, kvæntur Guðnýju Hólm- fríði Axelsdóttur, þau eiga eina dóttur. Það leyndi sér aldrei að sambúb þeirra Öldu og Friðriks var elsku- leg og til mikillar fyrirmyndar og þau voru mjög hrifin hvort af öðru. Sú væntumþykja, sem þau báru hvort til annars, var hrein og tær og náði að endast þeim til lokadags. Eftir að hafa lokið meistara- prófi í íslenskum fræðum 1949 heldur Friðrik á heimaslóðir með sitt fólk. Hann varð kennari við Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki og Iðnskólann og lengst af skóla- stjóri í báðum skólunum, þar til Iðnskólinn var færður í Fjöl- brautaskólann þá er hann tók til starfa. En Friðrik var skólastjóri Gagnfræðaskólans allt til starfs- loka 1984. Nemendur hans hafa tjáð mér ab hann hafi verið mjög vinsæll og góður kennari og mildur skólastjóri. Að loknu ævistarfi sem kennari og skólastjóri hélt Friðrik áfram að sinna sínum hrossum. Hann átti alltaf hross allan sinn starfs- aldur og fór mjög vel með sín hross, svo ab til fyrirmyndar var. Við fórum í nokkrar ferðir með Öldu og Friörik, hjónakornin. Þeirra mest var hringferð um byggðir landsins 1992. Við vor- um ákaflega heppin með veður, sól og blíða var alla dagana tíu, en við fórum heldur hratt yfir. Samt sem áður sáum vib fegurð lands- ins okkar í fullum skrúba og nut- um hennar í ríkum mæli. Þegar vib hjónin lítum nú yfir liðnar stundir með Öldu og Frið- rik, gerum við okkur ljóst ab þær voru okkur ákaflega dýrmætar og gefandi og munu verða okkur leiðarljós á marga lund. Ég og viö bæði vonum ab við fáum að sjá Öldu sem oftast. Við hjónin vottum Öldu, börn- um hennar og tengdabörnum einlæga samúð okkar og ekki má gleyma að óska barnabörnum hennar góðrar ferðar inn í fram- tíðina. Gísli Guðmundsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.