Tíminn - 24.06.1995, Qupperneq 19
Laugardagur 24. júní 1995
19
Kristín Skúladóttir
frá Keldum á Rangárvöllum
Krístín Skúlaclóttir fœddist á Keldurn
30. mars 1905. Hún lést ádvalar-
heimilinu Droplaugarstöðum í
Reykjavík 13. júmí síðastliðinn, ní-
rœð að aldri. Foreldrar hmnar voni
Svanborg Lýösdóttir fiá Hlíð í Gnúp-
veijahreppi og Skúli Guðmundsson
frá Keldum, sem bjuggu þar í 50 ár.
Hún var yngst 6 bama jieina og lifði
öll systkini sín. Elst var Aldís á Mó-
eiðarhvoli, naest Þuríður sem bjó í
Vesbnannaeyjuni, Guðnnmdur og
Lýður bjuggu á Keldum, en Helga
síðast á Selalœk. Yngri en Krístín var
uppeldisbróðir, Engilbert Kristjáns-
son, síðast bóndi í Pulu í Holtum.
Kristín var tvígift. Hún giftist fyrr
áríð 1936, Sigurði jónssyni smið frá
Sigurðarstöðimi í Bárðardal, f. 1908,
d. 1939. Þau cignuðust 2 syni: Skúla
fón fiantkvœmdastjóra lijá Loft-
ferðaeftirliti, f. 20. febr. 1938,
kvœntan Sjöfh Friðriksdóttur og eiga
þau 2 böm á lífi, ogSigurð dýralækni
á Keldum, f. 2. okt. 1939, kvæntan
Halldóm Einarsdóttur og eiga þau 4
böm. Seinni maður Kristínar var Ág-
úst Andrésson lireppstjórí í Hemlu.
Þaugiftust 1951, en vom bamlaus.
Krístín lauk kennaraprófi 1928 og
var við bamakennslu í Vestur- Land-
eyjum, Rangáivöllum og Stokkseyr-
arhreppi fram til þess að húm gekk í
hjónaband. Hún kenndi börnum á
Selalæk 1947-49 og kenndi aftur í
Vestur-Landeyjum 1957-64. Hún
bjó á Sigurðarstöðum 1936-43, var
hjá foreldrum síniim á Keldum
1943-47, á Selalæk 1947-49, í
Hemlu 1949-65 og í Reykjavík frá
1965 til æviloka. Kristín létsér annt
um þjóðlegan fróðleik, skrifaði nokk-
uð um þau efni ogsafiaði upplýsing-
um fyrír Þjóðliáttadeild Þjóðminja-
safnsius um árabil. Hún var list-
hneigð og liag\nrk, teiknaði m.a.
foma búsliluti og fieira frá lieimili
foreldra sinna og foifeðra á gamla
Keldnabænum. Útfór Kristínar var
gerð frá Fossvogskirkju sl. fimmtu-
dag.
Kveöja ab noröan
I>aö var vor í lofti um miöjan
maí áriö 1936. Haröur snjóavetur
var á enda. Snjórinn minnkaði og
jöröin grænkaði. Þaö ríkti eftir-
vænting hjá heimilisfólkinu á Sig-
urðarstööum í Bárðardal. I>ar
bjuggum við hjónin, bóndi minn
Sölvi Jónsson og lítil dóttir á fyrsta
ári. Einnig var á heimilinu
„Frænkan" góða, Imriöur Jóns-
dóttir prjónakona, fööursystir Söl-
va. Viö biðunr eftir að Sigurður
Jónsson, bróöir Sölva, kæmi hing-
ab með brúöi sína, Kristínu Skúla-
dóttur frá Keldurn á Rangárvöll-
um. Bréf kom er tilkynnti um
skipskomu til Húsavíkur. Þann 22.
maí komu brúðhjónin í hlaö
ásamt tengdamóður minni, Jón-
ínu Sölvadóttur. Hún hafði dvalið
í Reykjavík í 2 rnánuði hjá Maríu
dóttur sinni. Jón Jónsson, maöur
hennar, andaðist26. febrúar 1935,
en nú hugöist hún setjast að hjá
ungu hjónunum. Ég man vel
þetta kvöld.
Sólin skein á þröngan dalinn.
Mikil var breytingin fyrir þig,
Kristín mín. Þú sem varst vön víö-
áttu Suðurlands. Ég veit betur nú
hvað þú hefur átt erfitt. En þiö
hjónin voruö ákveöin í því að
starfa saman af dugnaöi. Sannar-
lega var tekið til höndunum. En
eins og oft fyrr, áraöi ekki vel til
búskapar. Ekki kom Kristín tóm-
hent. Því aö meö á skipinu komu
kýrefniö Lína og hesturinn Glæsir
ásamt búslóð.
Gunnlaugur Jónsson, þriöji
bróðirinn, haföi byggt nýbýlið
Sunnuhvol í túnjaöri Sigurðar-
staða. Þau Árdís Sigurðardóttir
höfðu flutt á nýbýlið 1935. Ekki
var því landrými til stórbúskapar.
Komiö var upp hlööu, fjárhúsi og
bætt viö húsakynni bæjarins.
Dáöist ég aö dugnaöi þínum,
Kristín, þegar þú varst aö hjálpa
bónda þínum viö uppbyggingu
heimilis þíns. Öldruðu konurnar
lögöu sitt af mörkum. En stund-
um gafst tóm litla stund yfir kaffi-
sopa viö eldhúsboröiö. Viö yngri
húsfreyjurnar, stundum allar
þrjár, nutum þess að hvíla okkur
og ræöa saman. Ég man glamp-
ann í augum þínum, er þú lýstir
umhverfinu og fjallahringnum á
Keldum. Bækur voru lesnar, út-
varpið var umræöuefni.
Þann 20. febrúar 1938 fæddist
eldri sonurinn, Skúli Jón. Var
hann sannarlega sólargeisli frá
fyrstu stund. En áfram var haldið
langan dag. Þann 2. október 1939
fæddist annar drengur ykkar
hjóna. Ég man vel er ég kom aö
rúminu þínu og sá unga manninn
breiðleitan og karlmannlegan. En
stundum geta örlögin veriö
grimm og óvægin. Hinn Í5. októ-
ber veiktist Siguröur bóndi þinn.
t MINNING
Haföi veriö lasinn, en staöiö meö-
an stætt var. Engin mannleg hjálp
bjargaði lífi duglega bóndans, aö-
eins 30 ára. Eftir stóðst þú meö
drengina þína fjarri öllu þínu
fólki. En þú varst hetja. Nýfæddi
drengurinn var skírður viö kistu
fööurins, nafni hans. Amma Jón-
ína reyndist góöa hjálpin viö litlu
drengina og frænkan góöa var
betri en engin. En stundunr kem-
ur aðeins ljós. Til þín kom ráös-
maöur duglegur drengskaparmab-
ur, Hermann Benediktsson. Og
áfram var búiö. En mæðiveikin
kom í fjárstofninn og eyddi hon-
um. Vorið 1943 ákvaöst þú aö
stefna heirn aö Keldum. Enn var
bjartur vordagur 27. júní. En nú
stóöum viö heimilisfólkiö meö tár
í augum er viö horfðum eftir bíln-
um. En þú fórst ekki ein. Nú áttir
þú tvo efnilega syni, sem hafa ver-
iö þér stoö og styrkur í gegnum líf-
iö. Gaman var að fá þig í heim-
sókn vorið sem Skúli var fermdur.
Kæra Kristín mín, ég þakka þér
samfylgdina forðum og hlýjar
kveöjur í gegnum árin. Enn er vor.
Ég vona aö bjart veröi hjá þér í
nýjum heimi.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra í fjölskyldunni.
Jónína Stefánsdóttir,
Sigurðarstöðum í Bárðardal
Kvebja frá tengdadóttur
Hún tengdamóðir mín blessuö,
Kristín Skúladóttir frá Keldum,
hefur kvatt þennan heim. Hún
haföi þráö þaö í langvinnum veik-
indum aö fá aö fara meö friði.
Henni hlotnaöist þaö og „sofnaöi
burt úr heimi" á sólríkum degi,
þegar sumariö var allt í einu kom-
iö til Reykjavíkur, vorlaust að
kalla, eftir langan íslenskan vetur.
Hún hélt góöu minni og skýrri
hugsun fram undir þaö síðasta.
Síöustu 7 árin var hún á vist-
heimilinu Droplaugarstöðum í
Reykjavík. Þar haföi henni liðið
vel eftir því sem frekast var unnt
og naut góbrar umönnunar starfs-
fólksins þar, sem við þökkum
vandamenn hennar.
Þar eignaðist hún fáa vini en
góöa. Einn þeirra var kempan,
Þóröur Kristíeifsson frá Stóra-
Kroppi, sem heldur andlegum og
líkamlegum þrótti svo fágætt er.
Hann varö 102 ára í vetur, daginn
eftir aö Kristín varö níræö. Alltaf
átti Þóröur gleöigeisla aö miöla
Kristínu, þegar þau hittust á gang-
inum.
Áöur en hún fór á Droplaugar-
staöi átti hún heima á Mánagötu
22, en haföi komið þangaö 23 ár-
um áöur og þar var hún þegar ég
kom inn í fjölskylduna. A Mána-
götu eignaðist Kristín trausta vini
þar sem voru nágrannar hennar í
næstu íbúð, Guðrún Guömanns-
dóttir frá Snæringsstööum í Svína-
dal í A-Húnavatnssýslu og maöur
hennar Jón Þorsteinsson frá Holti í
sömu sveit, einnig Albert bróöir
Guðrúnar. Þau gleymdu henni
ekki og heimsóttu reglulega, þótt
hún flytti úr næsta nágrenni. Þær
heimsóknir glöddu hana ósegjan-
lega.
Mér féll strax vel viö Kristínu,
því aö hún kom alltaf tíl dyranna
eins og hún var klædd. Þótt hún
væri orövör og umtalsgóð, var
maður aldrei í vafa um skoöanir
hennar. Hún var þó dul á tilfinn-
ingar sínar og ekki allra. Hún var
bæöi vinavönd og vinaföst og
frændrækni var sterkur þáttur í
eðli hennar. Hún haföi ríka rétt-
lætískennd, var fastheldin á fornar
dyggöir. Kristín var sveitakona í
besta skilningi þess orös og elskaði
heitt jörö þá sem hún gekk á og
landiö sitt, var natinn dýravinur
en haföi sérstakt yndi af hestum.
Hún var listfeng hagleikskona,
hneigð fyrir tónlist. Hún las mikiö
og valdi með kostgæfni lesefni
sitt. Hún haföi ríka þrá til aö fræö-
ast og fræöa aöra, sagbi vel frá.
Þessa eiginleika hennar fengu
börnin mín aö njóta, einkum tvö
þau eldri. „Ömmusögurnar" em
þeim enn í fersku minni margar
hverjar. Oft voru þær um ævintýri
frá æskuárunum á Keldum og þaö
er ánægjulegt aö þær em til marg-
ar þeirra bæöi skrifaðar og á hljóö-
snældum. Þegar ég kynntist henni
fyrir nærri því 30 ámm var hún sí-
skrifandi, eins og faöir hennar og
frændur höföu verið margir hverj-
ir. Hún haföi ríka sköpunarþrá.
Eftir hana liggur mikiö af mjög vei
geröum teikningum og smámun-
um ýrniss konar. Flest er þaö þjóö-
legs eölis og margar myndanna
eru af gömlurn búshlutum og öbr-
um munum frá Keldum á Rangár-
völlum. Nokkuö er til af ljóöum
eftir hana, en hún fór dult meö
þau verk sín og geröi lítið úr þeim.
Hún minntist oft á blessaða læk-
ina á Keldum og í eftirfarandi er-
indi hefur hún þá í huga:
Uppsprettan bólar við brekkurœtur
blátært er vatn og kalt,
býður sárþyrstum svölun góða
— silfurlind gefur allt.
Héráttu fjársjóð, bóndi á bœiniin,
betrí en gullið valt.
Kristín Skúladóttir fæddist ''á
Keldum á Rangárvöllum 30. mars
1905. Hún var fýrir nokkru oröin
90 ára þegar hún dó í Reykjavík 13.
þessa mánaöar. Foreldrar hennar,
Skúli Guömundsson bóndi og
fræöimaöur og Svanborg Lýösdótt-
ur frá Hlíö í Gnúpverjahreppi,
bjuggu á Keldum í 50 ár. Faöir
Skúla, Guömundur Brynjólfsson,
haföi búiö þar á undan honum í
önnur 50 ár, en áöur í 14 ár á Árbæ
á Rangárvöllum. Keldnaheimiliö
var um langt skeið mannmargt
menningarheimili þar sem fomar
dyggöir vom í hávegum haföar og
viröing borin fyrir fólki, móöur-
málinu, landinu og sögunni. Viö
slík áhrif ólst Kristín Skúladóttír
upp. Þaö var gott aö kynnast þess-
ari konu og minning hennar mun
fylgja okkur.
Blessuö sé minning hennar.
Halldóra Einarsdóttir
íGrafarholti
Fréttir í vikulok
Ófribur innan kirkjunnar
Prestastefna fór fram í vikunni og uröu þar meiri væringar en
lengi hefur verið. Ólafur Skúlason biskup var gagnrýndur af
ákveönum hópi manna innan kirkjunnar vegna mála sem
tengjast skipan presta. Biskup segir aö kirkjan hafi goldiö fyrir
þá neikvæðu umræðu sem fariö hefur fram í fjölmiðlum um
þessi mál.
Reykholtsskóli sameinabur FVA?
Samkvæmt úttekt hjá Hagsýslu ríkisins er mælt meö að
Reykholtsskóli verði lagður niöur sem sjálfstæö stofnun og
felldur undir Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Ennfrem-
ur hefur komiö fram að skólinn hafi ítrekað farið yfir fjárlög og
árangur nemenda vart ásættanlegur.
Hætt vib ab sökkva olíuborpallinum
Miklar deilur stóöu í vikunni um fyrirhugaöa förgun gamals
olíuborpalls Shell í hafið úti fyrir strönd Skotlands. John Maj-
or, forsætisráöherra Bretlands, lét á endanum undan miklum
þrýstingi og var hætt viö að sökkva pallinum. Margir töldu aö
máliö hefði fordæmisgildi en hundruð úreltra borpalla bíöa nú
þess að verða fargað.
Þyrlan loks komin
Langþráð þyrla Landhelgisgæslunnar kom til landsins í gær
og ætti öryggi sjómanna að batna stórum meö tilkomu henn-
ar.
Umdeildur hvalreki
«
Þrjá búrhvali rak á land viö Hóla í Öxarfjarðarhreppi og olli
meintur stuldur á kjálkum nokkrum deilum. Meöal annars
voru sveitarstjóri og oddviti Raufarhafnar sakaðir um stuld.
Sættir hafa tekist í málinu.
Umdeild sakbending
Sá fáheyrði atburöur varö viö Hafnarfjörö i vikunni aö um 70
sjómönnum af færeyskum togara var stillt upp í sakbendingu
eftir aö tvær konur höföu ásakað skipverja um nauögun. At-
burðurinn hefur mælst illa fyrir og hefur lögreglan veriö gagn-
rýnd fyrir.
Óljóst meb meirihluta í Hafnarfirbi
Meirihluti bæjarstjórnar í Hafnarfirði sprakk í vikunni og er
ekki víst hverjir muni sitja í næstu stjórn ásamt krötum.
Lélegur árangur í íslensku í sam-
ræmdu prófunum
Niburstööur samræmdu prófanna sýna að meöaleinkunn í
íslensku hefur lækkaö um rúmlega einn á milli ára. Formabur
Félags móöurmálkennara ásakar stjórnvöld um aö standa ekki
við gefin fyrirheit um að hlúa að íslenskunni. Börn frá Reykja-
vík og Reykjanesi komu samkvæmt venju best út úr prófunum.
Trjágróbur í Reykjavík í slæmu
ástandi
Ýmis trjágróður, einkum barrplöntur, kom illa undan vetri
vegna langvarandi frosta í vetur. Ástandiö er víðast betra úti á
landi.
Samningar tókust í álverinu
á elleftu stundu
í gær tókust loks samningar í álversdeilunni, aðeins nokkr-
um klukkustundum áöur en slökkt var á kerunum, sem heföi
þýtt tjón upp á hálfan milljarð. Samiö var um 11% launahækk-
un aö meðaltali. Verkfallinu er þar meö frestað í sex daga en á
þeim tíma munu félagsmenn greiða atkvæöi um samningana.