Tíminn - 04.08.1995, Qupperneq 2
2
1T111 T 11 11
fcfltapETn.iB.MMM.
Föstudagur 4. ágúst 1995
Hallbjarnarstabir á Tjörnesi:
Veðurfarssaga aldanna
geymd í gömlu fjósi
Hjónin Kári Árnason og Fanney Sigtryggsdóttir hafa opnab safn steingervinga úr Tjörneslögunum
Fjölskyldan ab Hallbjarnarstöbum á Tjörnesi. Frá vinstri: Sigrún Huld Káradóttir, Árni Vibar
Kárason, Fanney Sigtryggsdóttir og Kári Árnason.
Þau búa viö dyr mikillar sögu. í
sjávarbökkunum undan bænum
sprettur hún fram og þar er ekki um
sögu þess fólks sem byggir landið í
dag eða forfeðra þess að ræða held-
ur sögu löngu liöinna alda og tíma-
skeiða. í setlögum í Tjörnesskaga er
að finna ómetanlegar heimildir um
fjarlægar aldir og veðurfar á norður-
slóðum í allt aö fjórar milljónir ára.
Þessi saga birtist í steingervingum
sem fundist hafa í setlögunum og
nú hafa hjónin Kári Árnason og
Fanney Sigtryggsdóttir á Hallbjarn-
arstöðum á Tjörnesi opnað safn þar
sem steingervingar frá ýmsum
tímabilum ja.ösögunnar eru til sýn-
is. Meö opnun safnsins hafa skapast
möguleikar fyrir fólk til að afla sér
upplýsinga um forvitnilega hluti úr
fjarlægri fortíð og safnið er einnig
framlag þeirra hjóna til ferðaþjón-
ustunnar þar sem þau deila þeim
ómetanlegu upplýsingum sem
steingervingarnir hafa að geyma
með almenningi sem leggur leið
sína um Tjömes. Safnið var opnað á
síðasta sumri í gömlu fjósi sem þau
hjón hafa endurbyggt og heimsóttu
um eitt þúsund manns það á fyrsta
árinu og um 900 manns hafa þegar
komið af þessum sökum að Hall-
bjarnarstöðum á því sumri sem nú
er að líða.
Tjörnesskaginn er talinn vera ris-
hryggur sem lyfst hafi um allt að
300 metra eftir lok ísaldar eöa á síð-
ustu milljón árum. Vísbendingar
um það felast í skeljum og minjum
sjávardýra sem fundist hafa í allt að
300 metra hæð á nesinu. Setlaga-
syrpurnar, sem berggrunnur skag-
ans er myndaður úr, eru víðfrægar
vegna hins mikla heimildagildis og
hafa vakið áhuga margra jarðvís-
indamanna, innlendra sem er-
lendra, er eytt hafa miklum tíma í
rannsóknir á steingervingum og
geta meö því rakið veðurfar og
einnig útbreiöslu ýmissa lífvera á
fyrri tímaskeiöum.
Hafa búiö viö jarö-
fræöi og rannsóknir
Hjónin á Hallbjarnarstöðum hafa
því búið við jarðfræði og rannsókn-
ir og einnig fjölskylda Kára um
nokkra ættliöi því afi hans og nafni,
Kári Sigurjónsson er bjó á Hall-
bjarnarstöðum á Tjörnesi á fyrri-
hluta aldarinnar, gerbist mikill
áhugamabur um jarðfræði svæbis-
ins og starfaði þar með jarövísinda-
mönnum. Segja má að hann hafi
vakið athygli vísindamanna á þessu
einstæöa svæði en hann lagði með-
al annars stund á tungumálanám
og stóð í bréfaskriftum viö vísinda-
menn víða um heim. Kári eldri hóf
einnig að safna steingervingum og
hafa afkomendur hans haldib því
áfram til þessa dags og hafa hug á
að fjölga gripum í safni sínu í fram-
tíðinni. í safninu eru nú um 400
munir af um 100 tegundum stein-
gervinga. Ýmsir þekktir jarövísinda-
menn hafa komiö við sögu setlaga-
rannsóknanna á Tjörnesi og þar
með heimilislífs á Hallbjarnarstöð-
um, og má þar meðal annars nefna
dr. Helga Pjeturs er vann þar við
rannsóknir uppúr aldamótum, og
einnig jaröfræðingana Guömund
G. Bárðarson, Jóhannes Áskelsson,
Þorleif Einarsson, Jón Eiríksson,
Leif Símonarson, steingervinga-
fræöing auk erlendra vísinda-
manna.
Meöalhiti kaldasta
mánaöar yfir 0°C
Kári Árnason segir að mjög heil-
lega jarömyndun frá ísöld sé að
finna á Tjörnesinu. Undir hinum
þykku setlögum sé tertíert basalt
sem talið er vera um átta milljón ára
gamalt. Setlögin skiptist í þrjár syrp-
ur sem aðgreinist af hraunlögum og
séu þau yngstu talin vera um
tveggja milljón ára en þau elstu um
fjögurra milljón ára. Setlögin nái yf-
ir um sex kílómetra vegalengd í mó-
bergsbökkum á vestanverðu Tjörn-
esi, að miklu leyti í landi Hallbjarn-
arstaða en einnig í landi jaröanna
Ytri-Tungu og Hringvers. Kári segir
aö rannsóknir jarðfræðinga hafi
leitt í ljós að Iögin séu að miklu leyti
gerð úr sjávarseti en inn á milli séu
lög af vatnaseti, surtarbrandi og
hrauni. Það segi til um að svæðið
hafi ýmist verið ofan eða neöansjáv-
ar á umræddu tímabili. Rannsóknir
á surtarbrandinum og frjókornum
bendi eindregiö til ab ýmsar trjáteg-
undir hafi vaxið á Tjömesi sem tæp-
ast yrbi lífvænt þar nú og megi í því
sambandi nefna að auk barrskóga
og lerkis hafi lauftré einnig vaxið á
Tjörnesinu. Samkvæmt upplýsing-
um sem lesnar hafi verið úr stein-
gervingunum sé talið að meðalhiti
kaldasta mánaðar ársins hafi vart
verið undir 0' á Celsius og sjávarhiti
allt að 5" hærri en nú er. Sömu sögu
er að segja af skeljategundum sem
fundist hafa. Margar þeirra lifi ab-
eins í mun hlýrri sjó en nú er fyrir
Norðurlandi og finnist meðal ann-
ars í Norðursjó, í Miðjarðarhafi og
viö Kanaríeyjar. Þá sé að finna steina
í Tjörnesfjörum sem ættaðir eru frá
Grænlandi og talið að borist hafi
hingaö til lands með hafís.
Kári og Fanney segjast lengi hafa
hugsað um að koma upp opnu safni
áður en hugmyndinni var loks
hrint í framkvæmd. Margir feröa-
menn fari um Tjörnes á hverju
sumri og bændur hugi nú að marg-
víslegum möguleikum til ferða-
þjónustu til aö auka atvinnumögu-
leika vegna samdráttar í hinum
hefðbundnu búgreinum. Fanney
segir að þegar þau hafi farið að huga
að ferðaþjónustu sem aukabrúgrein
þá hafi hugurinn staðnæmst aftur
og aftur við hugmyndina um safn-
ið. Mikið framboö sé á gistingu og
þau hafi því afráðiö að leigja gamalt
íbúöarhús á jörðinni til sumaraf-
nota fyrir stéttar-
félag fremur en
selja tilfallandi
lausagistingu.
Þegar þau Fann-
ey og Kári höfðu
ákveðið að opna
safnið hófst
hann handa við
að laga fjósib en
þab hafði ekki
verið í notkun
um 20 ára skeið
eba frá því kúa-
búskapur var af-
lagður á Hall-
bjarnarstöðum.
Brjóta varð upp
gólf og steypa að
nýju auk þess
sem hann
klæddi húsið að
utan og hefur nú
komið upp myndarlegri snyrtiað-
stöðu. Fjósloftið er gert úr klofnum
rekaviði og lét Kári það halda sér en
hreinsaði og sprautaði méð viðarol-
íu. Stórar dyr voru einnig gerðar á
gafl fjóssins þannig að auðvelt er að
ganga um sýningarsvæðið og fötl-
uðum er einnig greið leið í og um
safnið. Svo haganlega er þetta gert
að vart er hægt að hugsa sér ab
nautgripir hafi gengib þarna um
gólf fyrr á árum.
Safnið á mikilvægt
rúm í huga þeirra
Þau hjón stunda sauðfjárbúskap
auk þess sem Kári hefur gert út á
grásleppu, sem er hefðbundinn at-
vinnuvegur á Tjörnesi og víðar á
Noröausturlandi. Tæpast verður
sagt að byrlega blási í þessum at-
vinnugreinum: fyrirsjáanlegur
áframhaldandi samdráttur í sauö-
fjárræktinni og síðasta grásleppu-
vertíð var einhver sú lélegasta sem
um getur. Þrátt fyrir það er engan
bilbug á þeim ab finna og þegar ég
kveb þau á tröppunum á Hallbjarn-
arstöðum í dagsbirtu um miðnætti
er ljóst ab uppbygging steingerv-
ingasafnsins á mikilvægt rúm í
Sagt var...
Verkasklpting borgarbúa
„Ingibjörg Sólrún var ekki kosin til ab
hafa áhyggjur. Atvinnuleysingjar geta
séb um þab."
Helga Saemundsdóttir skrifar um lúp-
ínulibib í Rábhúsínu í Moggann.
Einskis nýtur en dýr kapítalisti
„...sósíalisminn er libin tíb og nú er
þab kapítalisminn og markaburinn
sem blífur og Ólafur Ragnar þekkir
sinn vitjunartíma. Hann ætlar ekki ab
láta markabinn gleypa sig. Hann ætl-
ar ab gleypa markabinn. Rábgjöf Ól-
afs Ragnars var ekki sérlega vel séb
þegar kjósendum var bobib upp á
hana ókeypis. En þab er einmitt eitt
lögmál markabarins ab þab sem fæst
fyrir ekki neitt er einskis virbi og ekki
eftirsótt."
Dagfari í DV var heldur vantrúabur á
sannlelka kapítalismans í gær.
Ósamhljóba turtildúfur
„Ég vildi gjarnan segja ab samskipti
okkar fari batnandi og séu ab ná
fyrra horfi en þab er bara ekki þann-
ig."
Liz Hurley í sjónvarpsvibtali sem birt
var úr í DV í gær.
Kerfisþekklng rábherra
„Ég mat þetta ekki þannig ab þetta
leyfi (til flutnings á 3,2 mkr. hús-
bréfaláni af einni íbúb á abra) hefbi
eitthvab meb þab ab gera hvort ég
væri alþingismabur eba ekki. Eba ég
gerbi mér í þab minnsta ekki grein
fyrir því og hef enda alltaf verib á
móti því ab um mig giltu abrar regl-
ur en um abra menn."
Sagbi Svavar Cestsson fyrrverandi fé-
lags(húsnæbis)málarábherra sem í
Póstinum kvabst ekki hafa gert sér
grein fyrír því ab leyfi til flutnings á
vebrétti húsnæbislána heyrbi til al-
gjörra undantekninga.
Nagganæring í æb
„En hér strandar áhugi minn á
„nöggunum". Þab er einmitt þetta
„tilbúnir í ofninn" sem ég mótmæli
eindregib. Ég vil fá þessa nagga (úr
því farib var ab framleiba þá á annab
borb) beint í æb úr pokunum."
Ásgeir Ásgeirsson skrifar í DV um von-
brigbi sín meb íslenska ættingja
McNuggetana amerísku, hina nýkomnu
Nagga.
í heita
pottinum...
Enn heyrist ekkert frá HM-nefnd-
inni í handbolta um hagnað eða
tap af heldur mislukkuðu móti. Nú
heyrist því fleygt að á fundi í næstu
viku verði það loks gefið upp
hvernig til tókst í peningamálum. í
heita pottinum spá menn einhverj-
um tugum milljóna króna í tap —
sem almenningur mun væntanlega
borga með brosi á vör.
•
í DV var fjallað um málefni Reyk-
holts í stuttri frétt hinn 1. þessa
mánaöar. Það er allt gott um það
að segja, nema eitthvað virðist
hafa verið farið aö slá í fréttina því
fundur sem sagður var hafa veriö
„í gær" var haldinn rúmri viku áb-
ur en fréttin birtist, eins og var
reyndar búib ab koma fram í frétt-
um Tímans. — Betra seint en aldr-
ei, strákar. Það gengur vonandi
betur næst!
•
Umferðin út á land hefst í kvöld.
Þab var mál heldri manna f pottin-
um í gærmorgun að rólega og
ábyrga fólkib færi norbur og austur
í velgjuna, en hinir róstusömu til
Eyja og á Uxann. Á báðum stöðum
má búast við miklum mannfjölda.