Tíminn - 04.08.1995, Síða 6
6
■ÍMfrfri«yMr<Trr»ifrr>ífr
ftflnljTnijlnOTffl
Föstudagur 4. ágúst 1995
Frank Magee, framkvæmdastjórí feröamálaráös írlands, ásamt Loftus borgarstjóra og Ingibjörgu Sólrúnu.
Ljósmynd Brian Lynch
Borgarstjórar hittast
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri Reykjavíkur, og Se-
an „Dublin Bay-Rockall" Loftus,
borgarstjóri Dyflinnar á írlandi,
hittust aö máli á föstudaginn
var og var þessi mynd tekin við
það tækifæri. Ingibjörg var á
leið heim úr sumarfríi í Eng-
Farmenn hækka
Stjórn Vinnumálasambandsins
samþykkti á fundi sínum í vik-
unni að staðfesta kjarasamning
sinn við yfirmenn á farskipum.
Allir farmenn fá flata 11,45
hækkun launa við lok samn-
ingstímabils um næstu áramót.
landi og þáði boð borgaryfir-
valda í Dublin að gera stuttan
stans þar í borg. Samskipti íra og
íslendinga hafa að undanförnu
aukist til muna. Fyrir fáum ár-
um voru ferðir íslendinga til
frændþjóðarinnar á Eyjunni
grænu fátíðar. Nú er annað uppi
á teningnum og írland að verða
einhver vinsælasti ferðakostur
íslendinga.
Ingibjörg Sólrún skoðaði höf-
ubborg írlands og flaug síðan
heim með Atlanta-flugfélaginu. ■
Innheimta mengunar- og heilbrigöiseftirlitsgjalda
kœrb til umboösmanns Alþingis:
Skattur eða
þjónustu-
gjald?
Mengunar- og heilbrigbiseftir-
litsgjöld, sem lögð eru á at-
vinnufyrirtæki í Reykjavík, eru
nýr skattur á fyrirtæki en ekki
þjónustugjöld, ab mati Verslun-
arrábs íslands og Vinnuveit-
endasambands íslands. Sam-
tökin hafa óskað eftir áliti um-
bobsmanns Alþingis á lögmæti
gjaldanna.
Borgarstjórn Reykjavíkur sam-
þykkti í byrjun þessa árs að inn-
heimta gjald af fyrirtækjum
vegna heilbrigðis- og mengunar-
eftirlits. Gjöldin voru skilgreind
sem þjónustugjöld og við álagn-
ingu þeirra var vitnaö til laga-
heimilda til töku þjónustugjalda.
Fyrirtækjaeigendur fengu senda
gíróseðla vegna eftirlitsgjaldsins í
fyrsta sinn nú um mánaðamótin.
Jónas Fr. Jónsson, lögfræöingur
Verslunarráös, segir að margir séu
ósáttir við gjaldið og því hafi ver-
ib ákveðið að láta reyna á lög-
mæti innheimtu þeirra.
Gjöldin eru tvenns konar. Ann-
ars vegar er um aö ræða starfsleyf-
isgjald og hins vegar árlegt gjald,
sem fyrirtækjum er gert að greiða
hvort sem eftirlit hefur farið fram
á árinu eða ekki.
Gagnrýni Verslunarráðs og
Vinnuveitendasambandsins
byggir m.a. á þessu atriöi. í bréfi
þeirra til umboðsmanns segir að
gjöldin, sem innheimta á skv.
gjaldskránni, hafi allt yfirbragð
skattheimtu en ekki þjónustu-
gjalda. Markmið gjaldanna sé að
afla tekna til almenns reksturs
Heilbrigðiseftirlitsins, en ekki að
innheimta gjöld fyrir ákveðna
þjónustu. Vísað er í greinargerð
embættismanna Heilbrigðiseftir-
litsins um gjaldið, en þar kemur
fram að „ekki sé um eiginlegt eft-
irlits- og þjónustugjald á fyrirtæki
að ræða, heldur árlegt gjald óháð
eftirlitstíbni."
Gagnrýni samtakanna snýr
einnig að skiptingu fyrirtækja í
gjaldflokka, sem þau segja háöa
geðþóttaákvörðunum embættis-
manna og stríba gegn jafnræðis-
reglu stjórnsýslulaga.
Starfsleyfisgjald samkvæmt
gjaldskránni er á bilinu frá 5-40
þúsund krónur, en árlega gjaldið
10- 80 þúsund krónur. ■
Aöstoð við náungann
i.
Alvarleg slys eða náttúruhamfarir
setja ávallt björgunarstörf og skipulag
björgunar í svibsljósið. Menn gagnrýna,
ræða úrbætur og þannig þróast starf Al-
mannavarna og björgunarsveita. Stund-
um véröa óhöpp, fjöldaslys eða víðtæk-
ar leitir til þess að menn setja fram rót-
tækar og umdeildar tillögur um trygg-
ingar, bannsvæbi eða uppstokkun
byggða. Um eitt eru menn þó sammála:
Járövirkni, veðurfar og strjálbýli í land-
inu setja okkur alveg sérstök skilyröi
sem útheimta virkar, vel skipulagðar og
öflugar björgunarsveitir.
II.
Ég hef stundum blandað mér í um-
ræöur um björgunarmál. Nú eru uppi
raddir um að harmleikurinn í Súðavík
hafi sýnt ab sameiginleg stjórn björgun-
arsveita sé hið eina rétta. Mig langar því
ab rifja upp það sem ég setti fram fyrir
áratug eða svo. Sumt af því hefur þegar
gengiö eftir að fullu eða að hluta, tveim-
ur atriðum hef ég breytt.
III.
Grunnatribi varðandi björgun og al-
mannavarnir vegna náttúruvár eru
þessi:
1. Björgunarstörf eiga að vera ókeyp-
is og skilyrðislaus.
2. Hvab feröamenn varðar á að setja
UM-
HVERFI
Ari Trausti
Guðmundsson
jarðeðlisfræðingur
tilkynningarskyldu á sumar tegundir
feröa og á sumar ferðaleibir. í sumum
tilvikum verður að fara yfir leið og bún-
að með feröamönnum.
3. Sameina á allar björgunarsveitir í
ein samtök og gera hluta þeirra aö laun-
uöum fagmönnum (meira en nú er);
bæði sem kennara, stjórnendur og sér-
hæfða björgunarmenn. Auka á sérhæf-
ingu manna og hækka meðalaldur
björgunarmanna. Hvorki má skerða
sjálfboðastarf né nýliðun.
4. Rétt eins og viðlagasjóbsgjald er
innheimt, þarf aö innheimta björgunar-
gjald og auka hlutdeild hins opinbera í
rekstri björgunarsveita. Þetta þarf ekki
endiljega að merkja minni, sjálfráð fram-
Iög almennings.
5. Sameina á stjórn björgunarsveita,
yiðbúnað í héraði og forvarnir undir einn
hatt með því aö láta Almannavarnir ríkis-
ins, Landhelgisgæsluna og sameinaöar
björgunarsveitir renna saman, auka þann-
ig hagkvæmni og afköst og nota bestu
þættina úr skipulagi allra aöila.
6. Koma á upp fjórum björgunarmiö-
stöövum (Reykjavík, ísafjöröur, Akur-
eyri, Egilsstaöir/Reyöarfjörður), auk hér-
aðs- og staöbundinna stöðva sem þegar
eru til (og mætti sameina að hluta). Öfl-
ugt skip í hverri miðstöð og a.m.k. tvær
stórar þyrlur í landinu (Reykjavík og Ak-
ureyri) tryggja sem skjótust viðbrögð.
IV.
Erfiðara veðurfar, aukin snjóflóða-
hætta, hætta á gosum nálægt byggö og
hætta á öflugum jarbskjálftum ætti að
opna augu manna fyrir úrbótum í björg-
unarmálum líkum og hér hafa verið
taldar upp. Kostnaöur við einfalt, vel
skipulagt björgunarkerfi kynni að veröa
eitthvað hærri en núverandi fjárútlát
vegna margfalds, flókins og óhagkvæms
skipulags. Munurinn væri þó líklega
ekki mikill og vel þess virði að leggja
hann til. Við berum öll ábyrgö hvert á
öðru. ■