Tíminn - 04.08.1995, Side 10

Tíminn - 04.08.1995, Side 10
10 Föstudagur 4. ágúst 1995 Neil Young, nœstum fimmtugur, en aldrei betri en nú. Neil Young er síungur Rokkarinn Neil Young er fæddur þ. 12. nóvember árib 1945 í Toronto í Kanada, en flutti ungur meb móöur sinni til Winnipeg, eftir skilnab for- eldranna. Þar tók hann fljót- Iega upp gítarinn og á menntaskólaá mnum var hann í ýmsum hljómsveitum. Og áriö 1969 kom út hans frumraun á plötumarkaön- um, sem bar einfaldlega nafn- ib Neil Young. Þar meb var kominn af staö ferill sem staö- iö hefur í meira en aldarfjórö- ung og á þessum tíma hefur hann gefiö út hvorki fleiri né færri en 34 plötur. Spegilkúlan Nýjasta afurð Neils Young er platan Mirrorball (sem er svona spegilkúla sem maður sér á diskótekum), og á henni spilar hin gríðarvinsæla hljómsveit Pearl Jam undir hjá honum, en þeir eru frá Seattle í Bandaríkj- unum. Platan var tekin upp snemma á þessu ári í tveimur stuttum lotum, enda segist Neil Young alls ekki vilja taka upp eitt Iag í einu, eins og sumir listamenn gera. Hann vill af- greiða hiutina fljótt og vel, ekki vera með neitt hangs. Og um Pearl Jam lét Young hafa þaö eftir sér aö þeir væru í fínu formi, góðir rokkarar. En hvað á titill plötunnar að segja okkur? „Platan er saman- safn af ímyndum og hugmynd- um sem flæddu fram. Þetta er eins og með spegilkúluna, í henni sérðu sífellt nýjar og nýj- ar myndir. Þessi lýsing á ágæt- lega við um það sem er að gerast á plötunni. Hún var ekki skipu- lögð í þaula, þannig að allir vissu nákvæmlega hvað átti að gerast á hverjum tíma, því ef hlutirnir eru framkvæmdir þannig, þá finnst mér engin á- stæða til þess að gera þá." Brjálaði hestur Það var því ekki mikið að gera fyrir Crazy Horse hljómsveitina hans Neils Young á Mirrorball. Tilurð Crazy Horse var þannig að þegar Young var að gera sína fyrstu plötu árið 1969, hitti hann hljómsveitina The Rockets, frá vesturströnd Bandaríkjanna. Og hann tók sér það bessaleyfi að endurskíra hana þessu nafni, en Crazy Hor- se var Síúx-Indíáni, stríðshöfð- ingi og garpur mikill. Bandaríski hershöfðinginn Custer féll á sínum tíma fyrir hendi Crazy Horse, en sjálfur féll hann fyrir hendi bandarískra hermanna í september árið 1877. Neil Young sá því ástæðu á sínum tíma til að skíra rokksveitina sína eftir þessum mikla Indíana. Erfiblelkar En lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá Neil Young, því dauði gítarleikara Crazy Horse, Danny Whitten, af völd- um eiturlyfja árið 1972 fékk mjög á hann. Og ári síðar lést annar vinur hans, rótarinn Bruce Berry. Sjálfur er Young flogaveikur og tveir synir hans, sem hann á sinn með hvorri konunni, eru lamaðir fyrir neð- an mitti. Og fráfall Kurts Cobain úr Nirvana fékk einnig mjög á hann, en milli þeirra hafði myndast vinátta og segja sögu- sagnir að Young hafi veriö að reyna að ná í Cobain daginn sem hann fyrirfór sér. Platan á undan Mirrorball, Sleeping with Angels, er tileinkuð minn- ingu Cobains. En þrátt fyrir mótlæti virðist Neil Young vera óstöðvandi og hefur nú sent frá sér enn eina gæðaskífuna, þar sem fulltrúar tveggja rokkkynslóða mætast og úr verður mikið neistaflug. Enda segir Neil Young: „Rokkið má ekki deyja, það á að vera á sí- felldu skriði. Og hér er ég og hef það fínt." ■ Minnstu munaöi ab heilablóö- fall Bills Berry, trommuleikara R.E.M., í Sviss fyrr á árinu gengi af sveitinni dauöri. í samtali vib „New Musical Ex- press" sagöi Michael Stipe söngvari þetta hafa verib hræöilega lífsreynslu og því fleiri rannsóknir sem Bill hefbi farib í, því meiri áhyggjur hefbu hinir liösmennirnir haft. „Viö hefðum sennilega hætt," segir Michael um möguleg áhrif hins örlagaríka heilablóðfalls trymbilsins á hljómsveitina. En hann segir að heilablóðfallið hafi ekki gert þá aö nánari vinum en þeir eru: „Við erum nú þegar það nánir vinir, að til þess að verða nánari, þá þyrftum við að fara inn í líkama hver annars!" Gítarleikari sveitarinnar, Pet- er Buck, segir að þeir hafi þurft að neita óskum Bills um að halda áfram með Evróputón- leikaferð sína í maí s.l.: „Hann vildi halda áfram, en vib töld- um að það væri best ab bíða, þar sem sá möguleiki var fyri hendi að hann næði sér ekki að fullu. Við myndum aldrei spila án hans," segir Peter. En nú er ljóst að Bill Berry og R.E.M. eru I fínu formi og fyrir skömmu skemmtu þeir 90.000 gestum Hróarskeldu, þ.á m. fjölda íslendinga, vib góðan orðstír. Þá hefur nýjasta afurð þeirra, Monster, selst eins og heitar lummur, eða í yfir 7 milljónum eintaka! Bono, söngvari U2, í gervi Mac- phisto frá Zooropa-tímabilinu, meö horn og allar grcejur. Nýjar U2-plötur á leiðinni írska risarokkbandiö U2 er núna í hljóöveri aö vinna nýja plötu, sem hefur fengiö titilinn „Music for Films" og á hún ab koma út í nóvember. Upptökustjóri plötunnar er enginn annar en takkasnill- ingurinn Brian Eno og athygli vekur aö nýja U2-platan ber sama heiti og plata sem Eno hljóöritabi snemma á ferli sínum. Brian Eno hefur unniö mikiö meb U2 á undanförn- um árum og veriö upptöku- stjóri á þeirra bestu verkum. Söngvari U2, Bono, segir að tónlistin sé í neðanjarðarstíl og beri keim kvikmyndatónlistar, enda verði hún boðin kvik- myndaleikstjórum til notkunar í myndum sínum. Þetta er ekki hefðbundið U2-rokk, því mikið af efninu er hreinn spuni, sem síðan var notabur til að klippa saman í lög og stemmningar. En þetta er ekki það eina sem U2 eru ab bralla, því þeir eru einnig að þrykkja inn á band rokkplötu, sem ekki hefur verið ákveðiö hvenær kemur út. Það er því ljóst að engin lognmolla er hjá U2 þessa stundina og mikið af efni í vændum frá þeim.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.