Tíminn - 19.08.1995, Side 3

Tíminn - 19.08.1995, Side 3
Laugardagur 19. ágúst 1995 mmmn 3 Noröurlöndin: Harma tilraun Kínverja Ríkisstjórnir Noröurlandanna hafa sent frá sér sameiginleg mótmæli vegna kjarnorkutil- raunar Kínverja í gær. í yfirlýs- ingu þeirra er minnt á að Kína var í hópi þeirra 178 ríkja sem beindu þeim tilmælum til kjarnavopnaveldanna sl. vor að forðast frekari tilraunaspreng- ingar. Sendiráð Norðurland- anna í Peking munu tilkynna kínversku ríkisstjórninni við fyrsta tækifæri að Norðurlönd- in harmi þessa síðustu tilrauna- sprengingu Kínverja. ■ ASÍ mót- mælir Miðstjórn ASÍ mótmælir þeim vinnubrögðum sem fjármála- ráðuneytið og ríkisskattstjóri hafa viöhaft við þá breytingu að reikna staðgreiðslu skatta af at- vinnuleysisbótum. Mótmælin eru sérstaklega vegna þess skamma tíma sem gefinn er til undirbúnings breytingarinnar hjá þeim aðilum sem bera ábyrgð á skattskilum og sjá um útborgun atvinnuleysisbóta. Miðstjórnin skorar á yfirvöld að taka sér þann tíma sem þarf í undirbúning fyrir þessa breytingu. ■ Járnblendiverksmiöjan á Crundartanga: Smábilun olli talsverð- um reyk Smábilun í reykblásara í Járn- blendifélaginu á Grundartanga bilaði á dögunum og á meðan á viðgerð stóð yfir varð að slökkva á honum og af þeim völdum slapp dálítill reykur út úr einum af sex skorsteinum. Fengu starfs- menn til þess leyfi frá Hollustu- vernd ríkisins á meðan á viðgerð stóð. Reykblásarinn er nú kom- inn í lag, en vegfarendur í Hval- firði urðu reyksins varir á meðan á viðgerð stóð, en engri hættu stafaði af. ■ Náðun Ól- afs Frið- rikssonar Náðun og eftirmál er heiti þáttar- ins í þáttaröðinni Nóvember '21 sem er á dagskrá á rás eitt á sunnudagsmorgun. Í þættinum er fjallað um náðun Olafs Frið- rikssonar og liðsmanna hans. Framsóknarflokkurinn gerði þaö að skilyrði fyrir stuðningi við rík- isstjórn Sigurðar Eggerz að Ólafur og menn hans yrðu náðaðir en þeir höfðu verið dæmdir til þungrar refsingar. í þessum sein- asta þætti koma fram meðal ann- arra Auður Jónasdóttir en hún hitti Nathan Friedman þegar hann kom hingað til lands árið 1931. Vilmundur Gylfason les frásögn Vilmundar Jónssonar læknis. ■ NISSAN TERRANO II SLX ARGERÐ 1996 5 dyra 4WD 2,4L SLX, 7 manna - 2400 cc - 12 ventla - Bein innsprautun - Hátt og lágt drif - Byggður á stálgrind Kr. 2.781.000. - Einnig fáanlegur Diesel 2,7 Turbo Breyttur bíll (auðveldur til breytinga) Stadalbúnaður: 1 Vökvastýri 10 Stillanleg hæð öryggisbelta 2 Veltistýri 11 Utvarp - segulband 3 Samlœsingar í hurðum 12 4 hátalarar 4 Rafdrifnar rúðuvindur 13 Hœðarstilling á ökumannssœti 5 Rafdrifnir speglar 14 Stafræn klukka í mœlaborði 6 Sjálfvirkar framdrifslokur 15 Bremsuljós í afturglugga 7 75% driflœsing að aftan 16 NATS þjófavarnakerfi 8 Rafmagnsloftnet 17 Hiti í framsætum 9 Höfuðpúðar á aftursætum 18 Samlitir stuðarar Öllum nýjum bílum frá Ingvari Helgasyni hf. fylgir frítt þjónustu - og smureftirlit í eitt ár eða upp að 22,500 km., verksmiðjuryðvörn og íslensk ryðvörn ásamt hljóðeinangrun. Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfða 2 Sími 525 8000

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.