Tíminn - 19.08.1995, Side 7

Tíminn - 19.08.1995, Side 7
Laugadagur19.ágúst1995 rSrly'WWW'Fr 7 Mööruvellir í Hörgárdal: Sóknarbörn vilja prestinn Miklar deilur eru risnar á milli sóknarprestsins í Mööruvalla- klaustursprestakalli í Hörgárdal, sr. Torfa K. Stefánssonar, og sóknarbarna í hinum fjórum sóknum prestakallsins. Ekki er þó að öllu ljóst um hvaö deilurnar snúast en einkum viröist þaö vera persóna prestsins sjálfs og sam- skipti hans viö íbúa sóknanna sem fólk telur sig ekki geta viö unað. Ekkert hefur komiö fram um aö sóknarpresturinn sinni helgihaldi eöa vinni önnur prest- verk meö þeim hætti aö svo magnaðar deilur sem nú hafa blossað upp gefi tilefni til. Sr. Torfa finnst framhjá sér gengið Sr. Torfi K. Stefánsson hefur kosiö aö túlka samstarfsreglur presta í Eyjafjarðarprófastdæmi um aö prestar vinni ekki prest- verk á starfssvæöi .hvors annars nema meb samkomulagi sín í milli mjög þröngt og þráfaldlega neitab öörum prestum um aö- gang aö kirkjum prestakallsins ef eftir því hefur veriö leitaö. Á und- anförnum vikum hafa komiö upp nokkur mál þar sem leitað hefur verið til annarra presta í prófastdæminu um að sinna prestverkum í Möðruvallaklaust- ursprestakalli en þeim verið meinað af hálfu sr. Torfa aö nota kirkjur á viökomandi kirkjustöö- um til að sinna þeim embættis- verkum. í því liggja tildrög þess að sóknarnefndir hinna fjögurra sókna töldu sig knúnar að leita til biskups um að hann hlutabist til um viöræöur á milli þeirra og sóknarprests. Óánægja frá upphafi Forsaga þessara deilna er þó nokkuö löng og segja má aö hún hefjist fyrir um sex árum þegar sr. Torfi K. Stefánsson hafði verið kjörinn til prestþjónustu í Mööruvallaklaustursprestakalli úr hópi fjögurra umsækjenda. Mjög fljótlega tók aö bera á óánægju meö hann á meðal sóknarbarna og strax voru brögö aö því að fólk leitaði til annarra presta um ýmsa kirkjulega þjón- ustu. Einkum var leitað til tveggja fyrrverandi sóknarpresta á Möðruvöllum, þeirra sr. Þór- halls Höskuldssonar á Akureyri og sr. Péturs Þórarinssonar í Lauf- ási. í einhverjum tilfellum munu ættartengsl eöa persónulegar vin- skapur fólks viö þessa presta hafa ráöiö því að leitáð var til þeirra en fljótt varð meira um slík erindi en eðlilegt veröur aö teljast þar sem þeir voru fluttir burt og teknir til starfa í öörum sóknum. íbúarnir safna undir- skriftum Auk þess sem sóknarnefndir hafa sent erindi til biskups og vígslubiskups Hólastiftis, hefur sr. Bolli Gústafsson í framhaldi af því fengið það verkefni í hendur að leita sátta meö presti og sókn- arbörnum í Mööruvallaklausturs- prestakalli. Hafa nokkrir íbúar í Möðruvallasókn hafiö söfnun undirskrifta þess efnis aö skora á biskup aö leysa sr. Torfa K. Stef- ánsson frá störfum. í máli tals- manna þeirra kemur fram ab þeir telji ástandið orbið svo alvarlegt ab ekki verði við unað og engin lausn muni finnast nema sr. Torfi hverfi af staðnum. Talsmenn undirskriftarmanna segja aö úti- lokað sé ab taka prestinn í sátt eftir þau sex ára kynni sem sókn- arbörnin hafa af honum. Enn er ekki ljóst hver viðbrögð sóknar- barna viö undirskriftasöfnuninni veröa. Undirskriftarmenn hafa ekki gefib neitt upp um árangur af nafnaleit sinni en látið ab því liggja aö fólk hljóti aö skrifa und- ir þegar til þess veröi leitað. Sr. Torfi hefur hinsvegar látiö hafa eftir sér aö fáir muni ljá þessum lista rithönd sína. Þannig stendur fullyrðing gegn fullyröingu á milíi prests og undirskriftar- manna. Kirkjustarf í molum En hver eru rök undirskriftar- manna fyrir svo alvarlegum til- mælum að presturinn verði aö víkja. Talsmenn þeirra benda á aö kirkjustarf sé í molum. Ekkert æskulýðstarf sé aö finna í sókn- um sr. Torfa. Við Möðruvalla- klausturskirkju hafi kórstarf næstum lagst af en áöur hafi öfl- ugur kór starfað við kirkjuna. Erf- FRETTA- SKÝRING ÞÓRÐUR INGIMARSSON iðleikar hafi veriö í samstarfi prestsins viö organista og hafi vel hæfur organisti horfiö frá Mööru- vallaklausturskirkju eftir aðeins eins árs samstarf við sóknarprest- inn. Þá benda þeir einnig á aö enginn meðhjálpari sé starfandi vib Möbruvallaklausturskirkju og aö minnsta kosti tveir meöhjálp- arar hafi hætt störfum á þeim tíma sem sr. Torfi hafi þjónab staðnum. Sr. Torfi kveðst ætla að opna kirkjurnar Sr. Torfi K. Stefánsson hefur lít- iö viljað tjá sig um þessi mál viö fjölmiðla en þó hefur hann gefiö yfirlýsingu þess efnis aö hann muni túlka samstarfsreglur sókn- arpresta í prófastdæminu með rýmri hætti en hingað til og leyfa öörum prestum framvegis aö vinna prestverk í þeim fjórum kirkjum er heyra undir Möbru- vallaklaustursprestakall. Aö- stendendur undirskriftanna telja þá yfirlýsingu léttvæga og segja ab honum geti snúist hugur á augabragöi ef svo beri viö að horfa. Nýveriö fór fjölskylda í Mööruvallasókn þess á leit viö sr. Þórhall Höskuldsson aö hann jaröaöi aldraöa konu er verið haföi nágranni hans er hann þjónaöi á Möðruvöllum og haföi óskaö þess fyrir alllöngu á meðan hún hafði heilsu að hann myndi annast útför sína. Sr. Torfi tók þeirri málaleitan illa í byrjun en féllst síðar á aö gera þessa undan- tekningu. Deilur um jarðvegstöku blandast inn í máliö Nýveriö bættist svo einn kafli við þá framhaldssögu sem sam- skipti sóknarprests og sóknar- barna í Mööruvallakausturs- prestakalli er oröin, þótt hann tengist öörum samskiptaöröug- leikum aðeins meb óbeinu móti. Sr. Torfi K. Stefánsson mun hafa gert samkomulag viö verktaka af Svalbarðsströnd um efnistöku í landi prestsetursjarðarinnar og tilgangur efnistökunnar sá aö afla fjármuna til aö annast vibhald á húsakynnum prestsetursins. Samkvæmt lögum hafa sóknar- prestar ekki ákvörbunarvald í slíkum málum heldur stjórn Prestsetrasjóðs. Erindi varöandi efnistökuna mun hafa borist for- manni sjóösins en endanleg ákvörðun ekki hafa verið tekin þegar verktakinn hóf efnistöku að því að hann taldi í umboöi sóknarprestsins. Efnistaka á þess- um staö er umdeild þar sem ab henni er nokkurt umhverfislýti og hún er einnig talin skapa skil- yröi fyrir því aö vatnsskemmdir geti orðiö á grafreit sem -er skammt frá kirkjunni á Mööru- völlum í miklum leysingum. Ekki hefur fariö fram umhverfismat á þeim staö sem efnistakan var fyr- irhuguð og Umhverfisnefnd Eyjafjarðar hafði lagst gegn henni í fyrstu. Síðar var fariö fram á þaö viö nefndina aö hún legði blessun sína yfir mjög tak- makaöa efnistöku á staðnum. Klofnaöi nefndin þá í málinu og vildu tveir nefndarmanna leyfa efnistökuna en formaöurinn, Bjarni Guðleifsson, náttúrufræö- ingur hjá tilraunastöð RALA á Mööruvöllum, lagðist eindregið gegn henni. Svo vill til að Bjarni á einnig sæti í sóknarnefnd Mööruvallasóknar og þegar verk- takinn mætti meö tæki sín síðast- liðinn miðvikudag kvaddi Bjarni til lögreglu frá Akureyri til þess aö stööva verknaðinn í krafti þess aö formlegt leyfi heföi ekki borist frá Prestsetrasjóði. Prestur bobar breytt samskipti - vígslubiskup bjartsýnn. Hvort jarövegstökumáliö á eftir aö hafa áhrif á deilur prests og sóknabarna í Möðruvallaklaust- ursprestakalli á eftir aö koma í ljós en á fundi sem sr. Bolli Gúst- afsson, vígslubiskup, hélt meb deiluaðilum í Þelamerkurskóla á miðvikudagskvöld hét sr. Torfi K. Stefánsson því ab leggja sitt af mörkum til þess að sættir náist. Annar fundur sóknarprests og sóknarnefnda er fyrirhugaöur þar sem nánar á aö fjalla um á hvern hátt samskiptum prests og sókn- arbarna verbi háttab í framtíð- inni. Eftir fundinn á miöviku- dagskvöld lét vígslubiskup í ljós bjartsýni um aö endi veriö bund- inn á þetta deilumál.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.