Tíminn - 19.08.1995, Qupperneq 9

Tíminn - 19.08.1995, Qupperneq 9
Laugardagur 19. ágúst 1995 V V V V VW w 9 Vigur á ísafjaröar- djúpi er lifandi byggöasafn sem sí- fellt fleiri feröamenn heimsœkja: „Æðarvarpið í vor tókst vel þótt ekki hafi þetta litið vel út í vor vegna snjóa framan af. Mér sýn- ist að við náum 50 til 60 kílóum af dúni eftir þetta sumar. Verðið er einnig ágætt; um 35 þúsund kr. og hefur verið að hækka eftir lægð síðustu tvö til þrjú ár," seg- ir Bjöm Baldursson bóndi í Vigri á ísafjarðardjúpi. Sífellt vaxandi vinsælda nýtur meðal ferðamanna að heim- sækja Vigur. Frá 15. júní og fram í ágústlok eru þangað dag- legar ferðir með bátnum Eyjalín og eru skipulagðar á vegum Vesturferða hf. Búist er við að um þúsund ferðamenn komi í eyna í sumar sem er nokkru færra en undanfarin ár. Það er í almennu samræmi við það sem fólk sem starfar við ferðaþjón- ustu Vestfjarða segir; færri feröamenn koma vestur í sumar en hin síðari. Innlendir ferða- menn eru færri en verið hefur, en fjöldi þeirra erlendu er svip- aöur. Bœjarhús í Vigur ergömul og sér- stœb. Lengst til hœgri á myndinni er vindmyllan sem byggb var árib 1840 og endurbyggb nýlega. Ósk Sturludóttur og Salvar, bróðir Björns, býr þar með eig- inkonu sinni Hugrúnu Magnús- dóttur og þremur krökkum. Þá eru ótaldir foreldrar þeirra bræðra, þau Baldur Bjarnason og Sigríður Salvarsdóttir sem um áratugi hafa búið þarna. Drjúg vinna aö hreinsa dúninn í Vigur er búið með 120 fjár og tíu kýr. Er mjólkin flutt í samlagið á ísafirði með Djúp- bátnum. En það eru þó fyrst og fremst hlunnindin sem gera bú- setu í Vigur svo eftirsóknar- verða. í sumar verptu þar um 3.600 æðarkollur, samanber að um 60 kolluhreiöur þarf fyrir hvert kíló af dúni. Segir Björn að hjá heimilisfólki í Vigur sé Póstmeistarinn. Sigríbur Salvars- son á pósthúsinu í Vigur, sem lík- lega er þab minnsta á íslandi. Þab er gaman ab vera í Vigur. Á þessari mynd eru þeir Snorri Sal- varsson og Baldur Óskarsson úr Reykjavík sem er í sveit í sumar. sagt við blaðamann áður en hann lagöi af stað í Vigurferöina góðu. Það eru orð að sönnu enda eru flest þar með þeim hætti er var. íbúðarhús er byggö á síðustu öld en frægust er þó vindmyllan góða sem byggð er árið 1840. Myllan er einkennis- tákn eyjunnar og var endur- byggð fyrir fáum árum á vegum Þjóðminjasafns og er í dag í hennar umsjón. Öllum ferðamönnum sem koma í Vigur er boðið í kaffi hjá ábúendum þar og heimabakaö bakkelsi af bestu gerð. í fyrradag voru á boröum fjórar sortir af bakkelsi á borðum, sem eru fjór- tán færri en segir frá í Kristni- haldi undir jökli. Af Sigríbi póstmeistara Allir ferðamenn sem koma við í Vigur þurfa að koma viö í pósthúsinu þar, sem líklega er hið minnsta á Iandinu. Ferða- menn kaupa kort með myndum úr eynni og póstleggja þau þar. Sigríður Salvarsdóttir, húsfreyja í Vigur, er póstmeistari og hennar er að stimpla allan póst Þab þarf mög handtök vib ab hreinsa œbardúninn. Björn Baldursson ab störfum. drjúg vinna fram eftir hausti að hreinsa dúninn og um jól sé hann allur farinn til kaupenda. Helstu markaðir fyrir íslenskan æðardún eru í Japan og Tævan. - Einnig gefur lundaveiðin Vig- urbændum vel. „Að koma í Vigur er einsog að koma í lifandi byggðasafn," var og þar sést svart á hvítu hvar póstlagt hefur verið verið. Á pósthúsinu fást einnig ýmsir munir og minjagripir sem tengj- ast og minna á þessa sérstæðu eyju sem sífellt fleiri ferðamenn heimsækja. ■ Myndir og frásögn; Sigurbur Bogi Sævarsson. Æbardúnn, ferðamenn og minnsta pósthús á íslandi Aldrei hik í huga Löngum hefur verið vel búiö í Vigur. Björn Baldursson segir að í sínum huga hafi aldrei verið hik ab setjast þar að. Aðstæður til búsetu í eynni góbar og sam- göngur með ágætum. Yfir sum- artímann hefur Eyjalín daglega viðkomu í Vigur og tvisvar í viku árið um kring er Djúpbát- urinn Fagranes á ferbinni; á þriðjudögum og föstudögum. „Síðan erum við með gúmmít- uðru hér og getum alltaf skotist í land," sagði Björn Baldursson, þegar blaöamaður ræddi við hann í fyrradag. Níu eru nú skráðir tiil heimil- is í Vigur. Þar býr Björn Baldurs- son með konu sinni, Ingunni

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.