Tíminn - 19.08.1995, Page 13

Tíminn - 19.08.1995, Page 13
13 Laugardagur 19. ágúst 1995 skólahaldi á framhaldsskóla- stigi að því leyti aö flestir nemendur þess eru mun eldri. í sumum tilfellum er um full- orðið fólk að ræða sem flytur þá hingað og er jafnvel með fjölskyldur með sér." Rögn- valdur Skíði segir dæmi um að fólk hafi sest að á Dalvík eftir nám við fiskvinnsluskól- ann og með þessari starfsemi fjölgi bæjarbúum nokkuð á hverjum vetri því að meðal- tali stundi á bilinu 50 til 60 nemendur nám við sviðið. Sundlaug og sjó- varnargarður vekja athygli Þegar ekið er um Dalvíkur- bæ verður vart hjá því komist að veita athygli sérstakri byggingu í suðurhluta bæjar- ins. Turnar gnæfa yfir og falla vel að umhverfinu þar sem byggðin stendur undir brattri fjallshlíð. Þarna er um ný- byggða sundlaug Dalvíkinga að ræða og þar er að finna fyrsta flokks aðstöðu fyrir íbúana og ferðamenn sem ’þangað koma. Rögnvaldur Skíði segir að bygging sund- laugarinnar sé annað af tveimur stórum verkefnum sem bæjarfélagið hafi ráðist í á undanförnum árum. Hitt sé bygging sjóvarnargarðar er verja eigi höfnina fyrir sjó- gangi, einkum úr norðri. Þeg- ar farið er um hafnarsvæðið blasir þetta mannvirki við þar sem það teygir sig fram fyrir bryggjur og skipalægi. „Með tilkomu garðsins erum við komin með góða fiskihöfn og mun betri vöruhöfn en hér var áöur. Starfsemin á hafnar- svæðinu hefur einnig farið vaxandi og lætur nærri að alls fari um 50 þúsund tonn af vörum um hafnirnar á Dalvík í Ólafsfirði og á Hauganesi en þessar hafnir mynda eitt hafnarsamlag. Þá má einnig geta þess ab um 4 þúsund skipakomur eru á ári til þess- ara hafna eða um 11 siglingar að meöaltali á dag þegar öll umferð er talin." Talsverb hreyflng á fólki Engar stórframkvæmdir eru á döfinni á Dalvík í næstu framtíð og segir Rögnvaldur Skíði að menn séu að hvíla sig eftir þessi tvö stórvirki sem hann gat um og ab greiða niður kostnað vegna þeirra framkvæmda. Hann segir að næsta stórframkvæmd á veg- um Dalvíkurbæjar verði trú- lega uppbygging grunnskól- ans en þar skorti húsnæbi og einnig sé horft til þess að unnt verði að gera hann að einsetnum skóla. í dag eru 1509 íbúar á Dalvík og segir Rögnvaldur Skíði að þeim hafi fækkað um 25 á síbasta ári. Þarna geti þó verið um tíma- bundna fækkun að ræða þar sem talsverð hreyfing sé á fólki; það flytji burt en einnig komi annað fólk í staðinn. Því þurfi þessi tala ekki að tákna að um raunverulega fækkun íbúa sé að ræða. Að komast á ferðakortiö Dalvíkingar eru að reyna að koma sér á ferðakortið eins og aðrir landsmenn. í bænum er að finna góða abstöðu fyrir ferðamenn; gott tjaldstæði og golfvöll að ógleymdri hinni nýbyggðu sundlaug. Þá er einnig að finna veitingastaöi og skammt frá bænum er stærsta hesthús landsins; byggt úr loðdýraskála. Rögn- valdur Skíði Friðbjörnsson segir að athugað hafi verið á hvern hátt nýta megi friðland á bökkum Svarfaöardalsár til ferðaþjónustu. Landið liggur beggja vegna árinnar og vegna raka þess er þar að finna mjög fjölskrúðugt fugla- líf. Fuglaskoðunarmenn og áhugafólk um fuglalíf er þegar farið ab leggja leib sína að Svarfaðardalsá og Dalvíkingar vonast til að þetta náttúrulífs- svæði megi verba til þess að efla ferðamálin í framtíðinni. ÞI Rögnvaldur Skíöi Fribbjörnsson. framleiðir um 300 rotþrær a ari Sæplast hf. Erum aö leggja fram okkar skerf til betra umhverfis, segir Þórarinn Matthíasson, sölustjóri Rotþrær í porti Sœplasts tilbúnar ab fara ofan íjörbina og bœta umhverfi mannabústaba. tímamynd þi. „Við erum að leggja okkar skerf til betra umhverfis með þessari framleiðslu auk þess að efla starf- semi fyrirtækisins á þeim tíma þegar minnst er að gera í okkar hefðbundnu framleiðslugrein," segir Þórarinn Matthíasson, sölu- stjóri Sæplasts á Dalvík, en þessa dagana er verið að leggja loka- hönd á framleiðslu liðlega 300 rotþróa sem seldar veröa til sveit- arfélaga, sumarbústaðaeigenda og bænda víðsvegar um landið. Þetta er þriöja árið í röð sem Sæplast framleiðir rotþrær og er salan um 300 þrær á ári. Þórar- inn Matthíasson sölustjóri segir að helstu kaupendurnir séu sveit- arfélög víðs vegar um landið og þá ekki síst sveitahreppar sem séu að aðstoöa íbúana við að koma frárennslismálum sínum í betra horf. Víða hafi þessum mál- um verið ábótavant, sérstaklega til sveita og í sumarbústaða- byggðum, þar sem skolp og ann- að frárennsli hafi gjaman runnið í opna skurði og læki. Nú hafi reglur um frárennslisbúnað verið hertar en það sem athyglisverð- ast sé er að myndast hafi vakning víða um land til að ráða bót á þessum málum. Þórarinn segir að mikið af framleiðslu Sæplasts á rotþróm hafi farið til Borgarfjarð- ar þar sem unnið hafi verið að miklum endurbótum í frárennsl- ismálum að undanförnu en tals- vert af pöntunum hafi einnig borist úr öðrum landshlutum. Vorum spurbir hvort vib gætum annast þessa framleiðslu Sæplasti hf. var upphaflega komið á fót til þess að annast framleiðslu á fiskkössum fyrir sjávarútveginn og er það megin- uppistaöan í starfsemi fyrirtækis- ins. Þórarinn segir að farið hafi verið út í framleiðslu á rotþrón- um eftir að fyrirspurnir hafi bor- ist fyrirtækinu um hvort það gæti hugsanlega annast slíka fram- leiðslu. „Menn vissu að hér var um plastframleiöslufyrirtæki að ræða og töldu því þess virði aö athuga um hvort viö hefðum að- stæður til þess að gera þetta. Að athuguðu máli var síðan ákveðið að hefja þessa framleiðslu bæði vegna þess að um vænlegan markað virtist vera að ræöa og einnig var auðvelt að koma þessu fyrir innan ramma fyrirtækisins án þess aö leggja í verulegar fjár- festingar. Við erum einnig svo heppin að framleiðsla rotþrónna fer fram á þeim tíma sem minnst er að gera varðandi fiskkassana — það er að segja yfir sumartím- ann. Þannig náum við að nýta mannskap og tæki betur á heils- ársgrundvelli." Þórarinn segir að þegar farið hafi veriö út í fram- leiðslu rotþrónna þá hafi verið vitað að mikil þörf væri fyrir þessa framleiðslu en menn hefðu þó ekki gert sér grein fyrir hversu eftirspurnin væri mikil. Fram- leiddar hafi verið um 300 þrær af ýmsum stærðum á hverju ári og yfirleitt hafi þær allar selst. Sæ- plast framleiðir margvíslegar stærðir af þróm; allt frá 1500 lítra þróm sem er lágmarksstærð fyrir sumarbústaði og uppúr eins og Þórarinn oröar það. Um tvö ársverk ab ræba „Þetta hefur gengið mun betur en viö reiknuðum með," segir Þórarinn Matthíasson. „Fram- leiðslan hefst á útmánuðum og við erum farnir aö mynda lager strax á vordögum. Sölutímabilið hefst síðan þegar frost er farið úr jörð og menn taka aö huga að framkvæmdum." Aöspurður kvað Þórarinn erfitt aö meta hversu þróarframleiðslan skapi mörg störf þar sem hún er felld inn í annaö framleiðsluferli þegar minna er aö gera þar. „Ég gæti þó trúað að hún bæri uppi allt að tvö ársverk á 25 til 27 manna vinnustað." Ekki hefur þurft að leggja í mikiö markaösstarf vegna rotþrónna — þær hafa næstum selt sig sjálfar. Á meðan tíðinda- maöur átti tal viö Þórarin Matthí- asson sölustjóra hringdi síminn á skrifborbi hans nokkrum sinnum og ljóst var að minnsta kosti tveimur þróm yrði færra á lager fyrirtækisins að þeim samtölum loknum. ÞI.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.