Tíminn - 26.08.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.08.1995, Blaðsíða 4
4 WtttUWU Laugardagur 26. ágúst 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Grunnskólarnir til sveitarfélaga Nú nálgast sá tími sem skólarnir koma saman eftir sumar- leyfi. Þúsundir skólanema halda þá áfram námi og nýir hefja nám í skólakerfinu. Fram undan eru þáttaskil í rekstri grunnskóla. Á árinu 1996 er ætlunin aö sveitarfélögin taki aö fullu yfir kostnaö viö hann og ríkiö veröi aöeins eftirlitsaöili. Þessi breyting var ákveöin meö nýjum grunnskólalögum frá Alþingi á liönum vetri og nú er unniö aö nánari undirbúningi og út- færslu laganna. Þessi breyting er þáttur í þeirri stefnu sem uppi hefur ver- iö aö styrkja sveitarstjórnarstigiö meö því aö auka umsvif þess og fá því ný verkefni. Teningnum var kastaö í þessu efni meö nýjum verkaskiptamálum áriö 1989 þar sem sveitarfélögin tóku aö sér allan rekstrarkostnaö viö grunn- skóla nema laun kennara. Um þessa breytingu viröist ríkja nokkuö breiö samstaöa hjá sveitarstjórnarmönnum og á Alþingi. Deilur síðasta vetur beindust fremur aö því hvort tímabært væri að sam- þykkja löggjöfina meöan svo margt væri óljóst um útfærsl- una, til dæmis þá jöfnun sem þarf aö veröa milli stórra og smárra sveitarfélaga til þess aö öll sveitarfélög ráöi viö verk- efnið. Til þess aö þessi breyting raski ekki skólastarfi í landinu þarf að undirbúa hana mjög vel. Skólarnir eru viðkvæmir vinnustaöir og um þá þarf aö ríkja friður. Þótt breytingin varöi aöeins laun kennara er hún flókin og þaö þarf að semja skýrar reglur um hverig fariö er meö áunnin réttindi og síöast en skki síst hvaöa heimanmund þetta verkefni fær frá ríkinu. Hann felst í því að breyta lögum um tekju- stofna sveitarfélaga þannig að tekjur komi á móti þessum auknu verkefnum. Aö þessum málum ernú unnið. Þau em tekin til umfjöll- unar á þingum sveitarstjórnarmanna sem eru haldin um þessar mundir. Á þingi Sambands sveitarfélaga á Austur- landi var gerð ítarleg grein fyrir stöðu mála af hálfu ráðu- neytis, Kennarasambands íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar kom fram að góöur andi ríkir í viðræðun- um og er það vel. Mjög mikilvægt er að gengiö sé frá öllum kostnaöarþátt- um áöur en breytingin tekur gildi, þannig aö sem minnst truflun veröi af. Ekkert bendir til annars nú en aö það tak- ist fyrir 1. ágúst 1996 aö flytja þennan stóra málaflokk aö fullu til sveitarfélaga. Þaö er afar áríöandi aö breytingin veröur til þess aö efla skólastarf í landinu og bæta skólana. Þaö er ekki ástæða til þess að vantreysta sveitarstjórnarmönnum til þessa verkefnis. Sveitarfélögin hafa yfirleitt staðiö myndarlega aö rekstri skólanna og þessi skipan felur í sér dreifingu valds og aukna ábyrgö á hendur sveitarstjórnarstigsins í landinu. Ef vel tekst til mun þaö hafa mikil áhrif á verkaskiptingu í stjórnsýslunni í framtíðinni. Oddur Ólafsson: Stýring þjóöflutninga Erlent vinnuafl hér á landi og eftirsókn vinnufærs fólks til ab flytja til útlanda hefur vakiö upp svolitla umræðu sem at- vinnuleysi og búferlaflutningar innanlands blandast inn í. Launakjör, byggöastefna og húsnæbismál og annab land- lægt klúbur blandast í málin og lausn á vanda er ávallt álíka fjarri og regnbogi á sólríkum rigingardegi. Páll Pétursson, félagsmálaráb- herra, hefur sætt gagnrýni fyrir þær hugmyndir ab stemma stigu viö innflutningi erlends vinnuafls meb þab fyrir augum aö láta íslenska atvinnuleys- ingja ganga fyrir þeirri vinnu sem býbst. Fiskverkendur mótmæla harblega þar sem þeir segjast ekki fá íslenskt fólk í vinnu og byggist afkoma vinnslustöbva og þar meb margra byggöarlaga á erlendu vinnuafli. Abrir segja vandalaust ab senda íslenskt fólk í verstööv- arnar, þab hafi verið gert ábur fyrr og enginn skráöur atvinnu- laus. En þaö var nú þá og skrán- ing vinnumarkaöar laut öðrum reglum en nú. Fátæktarkjör Ekki er langt um liöib síöan fólk fór landshorna á milli í ver- tíbarvinnu á útmánubum og síldarvinnu á sumrum. Þegar aflabrögö voru góð og síldin gaf sig voru mikil uppgrip í útgerö- arbæjum. Fólk þénaði vel og auöurinn dreiföist um landið. Nú gildir hagræbingin og lítið er um yfirtíð og dagvinnulaun- in í fiski freista varla nokkurs manns. Fiskvinnan gerir varla betur en að þeir sem hana stunda eru matvinnungar eða rétt rúmlega þaö. Fólk sem flýr fátæktarlönd sættir sig viö þessi kjör, en íslendingar varla. Þessa ættu menn ab gæta sem halda ab hægt sé aö útrýma at- vinnuleysi og skaffa afskekktum fiskvinnslustöbvunm vinnuafl meb stjórnvaldsaðgeröum. Það er láglaunastefnan sem er aö koma fiskibnabinum í koll. En erlenda vinnuaflib bjargar því sem bjargaö verður. Á ská og skjön í fyrra fluttu 850 íslendignar af landi brott umfram þá sem til landsins komu. Fyrstu sjö mán- ubi þessa árs eru þeir brottfluttu 500 fleiri og þyngist straumurin enn. Atvinnuástandi er nær ein- hliba kennt um. Helmingur allra skráöra at- vinnuleysingja er í Reykjavík. Samt fjölgar íbúum þar og er fækkunin því annars staðar. Fólksfækkunin er mest þar sem atvinnuástand er best og meðal- tekjur hæstar. Eitthvab er þetta á ská og skjön vib viðteknar skýringar á búferlaflutningum og ástandi atvinnumála. Opinber húsnæðisstefna hef- ur átt ab laöa fólk að byggðar- lögum eða aö halda í þá íbúa sem fyrir eru. Allt virkar það öf- ugt og eru nú félagslegar íbúðir * I tímans rás víba orbnar myllusteinn um háls sveitarfélaga. Mál þessi lætur Páll félags- málarábherra sig varða að von- um og eins og varðandi at- vinnumálin er hann hreinskil- inn og sagbi við Tímann í gær: „Sveitarfélögin eru komin í óskaplega kreppu út af félags- legum íbúðum. Þetta hefur orð- ið að iönaðarvandamáli fyrst og fremst til aö hafa einhver um- svif og byggja." Fjárfestingadella Ráðherrann telur frágang firru og ab fólk hafi ekki efni á að búa í þessum dýru íbúðum. Þarna situr snarruglað ráða- leysi í fyrirrúmi. í stað þess ab félagslegar íbúðir eiga að efla byggð og vera íbúum til hags- bóta gera þær sveitarfélögin fá- tækari og aumari og síst meira aðlabandi til búsetu. Eins og meb fjölmargar aðrar óarðbærar framkvæmdir sem hið opinbera kemur nærri, eru þær til þess gerðar að verktakar fái einhver umsvif. Fram- kvæmdirnar glæöa atvinnulíf einstakra hagsmunahópa rétt um sinn, en veröa öðrum byrði sem oft bætist ofan á aðra offjár- festingu. Úrbætur geta ekki falist í öðru en því að leysa sveitafélög und- an okinu og miöa leiguverö vib láglaunastefnuna sem fiskverk- endur og aðrir atvinnurekendur eru búnir að grunnmúra í alla kjarasamninga við almúgann. Óraunhæf þjóöar- sátt Þjóðarsátt er um að viðhalda smábyggðastefnunni og vogar enginn í móti að mæla. Það er sama hver búsetuþróunin er, áfram skal haldið að efla strjála byggð með úthafsveiðiskipum, félagslegum íbúöabyggingum og samgöngumannvirkjum. Víða er bakland verstöðva að tæmast af fólki og fækkar þá enn þeim sem gömul hefð er fyrir að sækja í fiskvinnu og bjarga verðmætum þegar mikið berst á land. Smábátaútgerð minnkar og sí- fellt meiri hluti heildaraflans er veiddur fjarri heimaslóð fiski- skipanna. ísland er að breytast. Allt at- vinnuumhverfi tekur stakka- skiptum og byggöaþróunin er allt önnur en allir þykjast stefna að. Sjálfsþurftarbúsakpur heyrir liðinni tíð til, en hann getur alt eins komist í tísku seinna meir og er ekkert nema gott um það aö segja. Vel má vera aö hægt verði aö stýra atvinnulausu fólki til þeirra staöa þar sem skortur er á vinnuafli og er hugmyndin þess virði að láta reyna á hana. Ef til vill geta niðurgreiddar lúxus- íbúðir orðið það aðdráttarafl sem valdib geta stramhvörfum í búferlaflutningum. Vafasamt er samt að það takist og að útlent vinnuafl haldi smá- byggðastefnunni við lýði enn um sinn. Þá mun fólk úr öðrum og þriðja heiminum standa að nokkru leyti undir menntun þeirra mörgu íslendinga sem leita starfa og frama við sitt hæfi meðal þeirra þjóða sem ekki byggja efnahag sinn á lágum launum þeirra sem vinna við frumframleiðslu. í fyrra og í ár hverfa álíka margir starfshæfir íslendingar til útlanda og sem nemur íbúa- tölu meðalkaupstaðar. Og landsfeðurnir telja bjarta tíb framundan og eru með sólgler- augu á skrípamyndum til að fá ekki ofbirtu í augun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.