Tíminn - 26.08.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.08.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 26. ágúst 1995 5 Tímamynd C 5 Jón Kristjánsson Stjórnmálin í haust Þaö hefur löngum veriö svo aö þegar líð- ur á sumariö lifnar yfir stjórnmálaum- ræðunni í landinu. Þetta ár hefur veriö viðburðaríkt á þeim vettvangi svo sem er um kosningaár, ekki síst þegar kosningar leiöa til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Ný þingsköp fela þaö í sér að þing kemur saman aö kosningum loknum og í sam- rærni viö það kom Alþingi saman í vor. Það var ekki einungis til þess aö kjósa þinginu nefndir og forustu heldur voru þar nokkur veigamikil mál afgreidd þannig aö á fyrstu dögum reyndi á ný- liða í Alþingi og nýja ríkisstjórn. Einnig reyndi á nýja og gamla stjórnarand- stöðu. Það kom greinilega í ljós aö hún unir hlutverki sínu illa. Unniö á vorþingi samkvæmt áætlun Ríkisstjórnin setti sér aö afgreiða laga- breytingar um sjávarútvegsmál og vegna Gatt samnings á vorþinginu. Hvort tveggja voru deilumál ekki síst sjávarút- vegsmálin. Hins vegar gekk afgreiösla mála samkvæmt áætlun og þaö var aldr- ei ætlunin á þessu stutta vorþingi að koma í löggjöf öllum stefnumálum ríkis- stjórnarinnar. Kröfur stjórnarandstöö- unnar um slíkt eru auövitað ólíkinda- læti, því að innan þingmannahóps stjórnarandstööunnar eru ekki slík börn í stjórnmálum aö alvara sé aö baki slíku tali. í samræmi viö þetta hefur veriö rekið upp hljóö um þaö af og til í sumar að ekkert heyrðist í ríkisstjórninni og hún væri ekki aö hafast neitt aö. Jón Baldvin reyndi aö búa til mál úr því þegar hún var búin að sitja 100 daga aö störfum, og taldi aö þá ætti aö vera búiö aö koma öll- um stefnumálum í framkvæmd. Breytt vinnubrögö Þegar Alþýöuflokkurinn var í ríkis- stjórn meö Sjálfstæöisflokknum var lagt upp meö hátíðlegar yfirlýsingar um það aö ráðherrar ættu ekki aö vera stööugt í fjölmiðlum. Það áform fór eins og fólk man, og yfirlýsingagleði ráðherra voru lítil takmörk sett. Hins vegar hefur það verið svo í sumar aö ráðherrar hafa ekki riðið göröum og grindum í fjölmiðlum meö yfirlýsingar. Þeir hafa verið aö störf- um í sínum ráðuneytum að undirbúa haustið, einkum fjárlagagerð og þær lagabreytingar sem kunna aö fylgja henni, og vinna í undirbúningi annarra mála. Þing hefst svo á ný 1. október og reikna má með aö þau mál sem verið hafa til umræðu á síðasta vori og í sumar komi til kasta þess. Heilbrigðismálin og út- gjaldaþenslan Af einstökum ráðuneytum má segja aö dansinn sé krappastur í heilbrigöis- og landbún- aöarráðuneytinu. Gífur- leg útgjaldaþensla er í heilbrigðismálunum sem hefur mistekist að ná tökum á, á síðasta kjörtímabil. Mér dettur ekki í hug aö halda því fram aö fyrrverandi heil- brigðisráðherra hafi ekki haft vilja til þess. Staöreyndin er hins vegar að sparnaöur upp á einn milljarö í heilbrigöismálum á þessu ári sem áform- aður var í fjárlögum náöi ekki fram aö ganga. Þessi vandi er nú hluti af því sem viö er að glíma í heilbrigðisráðuneytinu. Hinn hlutinn er þensla í útgjöldum, m.a. í tryggingakerfinu vegna hækkana sem bundnar eru í lögum. Saubfjárræktin í ógöngum I landbúnaöarráðuneytinu var ástand- ið þannig aö málefni sauðfjárræktarinn- ar voru í algjörum ógöngum og ógern- ingur aö framkvæma ákvæöi búvöru- samningsins án þess aö þaö þýddi algjört hrun í stéttinni. Þaö varð því fyrsta verk nýs landbúnaöarráöherra að taka upp samninga um endurskoðun þeirra ákvæöa samningsins sem varöa sauðfjár- bændur. Þessar samningaviöræður hafa staðið yfir í sumar, en þær eru ekki ein- faldar og fátt um góða kosti. Ljóst er að þær hugmyndir sem viöraöar hafa veriö fela í sér verulegar breytingar, en vilji ráðuneytisins er að ganga svo frá málum að sauðfjárrækt hér á landi eigi framtíö fyrir sér, þótt bændum kunni að fækka í greininni. Úrræði stjórnarandstööunnar felast ekki síst í því að setja íslenskan landbúnað í óhefta samkeppni án nokk- urrar aðlögunar. Verkefni félagsmálaráö- herra í félagsmálaráðuneytinu blasa við mörg verkefni. Þar stóöu málin þannig að viðskipti sveitarfélaga og ríkisvaldsins vegna félagslegra íbúða eru í ógöngum. Það er unnið að til- lögugerð um úrbætur í þessum málum. Fé- lagslegar íbúðir standa auðar víða um land og í hálfgerðu reiðileysi. Við svo búið má ekki standa. Það er einnig unnið að tillögum um greiðsluaðlögun og ráö- gjafarþjónustu vegna fjármála einstak- linga. Þetta er afar mikilvægt verkefni og brýnt að vel takist til. Það mætti nefna mörg fleiri verkefni í félagsmálaráðuneytinu, en á síðasta kjör- tímabili var alls ekki vinnufriður í því ráðuneyti fyrir innanflokksátökum hjá Alþýðuflokknum og stöðugra ráðherra- skipta af þeim sökum. Fiskvinnslan og atvinnu- leysiö Viðbrögð málgagna stjómarandstöð- unnar við stefnumörkun Páls Pétursson- ar í atvinnuleyfum fyrir útlendinga eru furöuleg svo ekki sé meira sagt. Reynt er að róta upp moldviðri um rasisma og eitthvað þaðan af verra, og við íslending- ar séum að hverfa frá skuldbindingum okkar varðandi þessi mál. Staðreyndin er hins vegar sú að það eina sem gerst hefur er það að ætlast er til að látið sé á það reyna hvort vinnuafl fæst hér innanlands, áður en leitað er eftir vinnu- afli út fyrir þann sameiginlega vinnu- markað sem við eru aðilar að. Það hefur aldrei stabið til að brjóta skuldbindingar okkar um sameiginlega norrænan og Evrópskan vinnumarkað. Fólk frá EES svæðinu getur einfaldlega fengib vinnu hér eins og íslendingar væru. Að halda öðru fram eru blekkingar settar fram gegn betri vitund. Stóryrðin um þetta mál í Alþýðublað- inu og Vikublaðinu eru þessum blöðum og greinarhöfundum þeirra til skammar. í gegnum þau skín fyrirlitning á lands- byggðinni og fiskvinnslu yfirleitt, eink- um í hinum dæmalausa leiðara Viku- blaðsins um málið nú í vikunni. Steinn Steinarr sagði eitt sinn um grein í Þjób- viljanum sáluga að mörgum flokks- manni muni renna til rifja að „sjá blað sitt undirorpiö svo marklausu bulli og mannskemmandi kjaftæði". Mér duttu þessi ummæli í hug þegar ég las leiðara Vikublabsins. Ég hygg ab margur góður flokksmaður í Alþýðubandalaginu muni sperra eyrum við fullyrðingum um að það sé rasismi og heimska og niðurlæg- ing við atvinnulaust fólk ab bjóða þeim atvinnu við fiskvinnslu út á landi. Það hefur margsinnis komið fram að ef það tekst ekki að manna frystihúsin meb Islendingum munu atvinnuleyfi veröa gefin út til útlendinga til að ganga í þessi störf. Málið er því ekki flókið, en umræð- an því lágkúrulegri. Ábyrgö stjórnarandstöö- unnar Þegar Alþingi kemur saman í haust mun verða tekist á vib fjárlagagerð sem verður erfið, og afrakstur vinnu sumarins mun skila sér í lagafrumvörpum og um- ræðum á Alþingi. Vonandi verður um- ræðan þar málefnalegri en verib hefur í sumar af hálfu stjórnarandstöðunnar. Hlutverk hennar er að veita aðhald og vera gagnrýnin á verk ríkisstjórna á hyerjum tíma, en sú gagnrýni verður ab vera byggð á rökum og stefnu viðkom- andi flokka. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.