Tíminn - 26.08.1995, Blaðsíða 12
12
Laugardagur 26. ágúst 1995
UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND
Wu kominn til
Kaliforníu
Mannréttindafrömuðurinn
Harry Wu var kominn heim til
sín í Kaliforníu í gær, eftir aö
Kínverjar höfbu rekiö hann úr
landi. Hann haföi þá setiö tvo
mánuöi í fangelsi f Kína sakaö-
ur um njósnir og var loks
dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir
njósnir og fyrir að þykjast vera
lögreglumaöur.
Sprengjuárás í
Finnlandi
í fyrrinótt sprakk sprengja í
bifreiö fyrir utan lögreglustöö
í Helsinki, höfubborg Finn-
lands. Einn lögreglumabur
slasabist og töluverbar
skemmdir urðu á bygging-
unni. Mabur, sem ekki vildi
segja til nafns, sagði í síma ab
hægrisinnub þjóbernishreyf-
ing í Finnlandi, sem nefndist
Alþjóöleg frelsisfylking finnsku
þjóbarinnar, hefði stabib fyrir
sprengingunni. Lögreglan
sagbist ekki hafa heyrt um
þessi samtök getib, en svo
virbist sem abalkrafa þeirra sé
ab Finnland fái afturyfirráð yf-
ir Karelíuhérabi, sem komst
undir stjórn Sovétríkjanna árið
1944.
Styttrl fangelsis-
dómar
Bretar styttu fangelsisdóma
hundruba norður-írskra skærli-
liba í gær í þeirri von ab þab
myndi libka fyrir vibræbum um
varanlegt fribarsamkomulag á
Norbur-írlandi.
Síöasta hálmstráiö?
Torvald Stoltenberg, samn-
ingamabur SÞ í Júgóslavíu
sem var, hélt því fram ab í
friðaráætlun Bandaríkjanna
fælist sennilega síbasti mögu-
leikinn á því ab friður komist á
á svæðinu. Verbi ekki unnt ab
ná samkomulagi á þeim for-
sendum verbi ástandib geig-
vænlegt. Reuter
Átök viö unglinga fara vaxandi í frönsku samfélagi og
veröa lögreglumenn varir viö sívaxandi hatur og óviíd í
þeirra garö:
Erfitt ástand
hjá frönskum
löggum
Á undanförnum mánuðum hafa
átök við unglinga verið meginvib-
fangsefni franskra lögreglumanna
í borgum landsins. Ekki líður sá
dagur að átök og deilur brjótist
ekki út á milli þessarra tveggja ab-
ila í þeim hluta borganna sem
kölluð eru „vibkvæm" hverfi. Þau
skipta núorbib hundruðum. Sífellt
yngri unglingar sjást í átökunum
og harkan eykst stöðugt. Opinber
yfirvöld: borgarráöin, kennsluyfir-
völd og sérfræbingar lögreglunn-
ar, reyna stöðugt ab finna lausnir
á vandanum, en þab hefur reynst
erfitt.
✓
Oeiröarlögregla
kvödd til
Ástandiö hefur versnað til muna
á abeins nokkrum mánuöum.
Þann 11. nóvember sl. endabi
deila á milli unglingahóps og ör-
yggisvarða í stórverslun í Parísar-
borg með óeiröum sem stóðu í
þrjár klukkustundir. Þrír lögreglu-
menn særbust í átökunum. Fjór-
um dögum síbar endurtðk sagan
sig og það tók tvö fylki sérþjálf-
aöra óeiröasveita tvær ldukku-
stundir að stilla til fribar. í allan
vétur hefur síöan borið á átökum
viö unglinga.
í maí sl. versnaði ástandib enn
frekar og þá særbust lögreglu-
menn við handtökur á glæpa-
mönnum. í júni særðust fleiri lög-
reglumenn viö skyldustörf, m.a.
fékk einn lögregluþjónn fjallahjól
í höfuðið þegar hann og félagar
hans reyndu aö stilla til friðar á
heimili einu. Þurfti aö leggja hann
inn á spítala.
ÞAÐ ER NÆSTA VIST AÐ...
Lögreglumenn segja þab eitt, ab
borgararnir sjái þá í einkennisbún-
ingunum, fylli þá hatri á sér. „í
þeirra augum erum við viðbjóðs-
legir kynþáttahatarar og ofbeldis-
seggir. Þab er rétt aö við beitum of-
beldi á móti ofbeldi, en þegar
maður stoppar mann á mótor-
hjóli, sem er ekki með hjálm, er
þaö ekki vegna þess að hann er
svartur. Þab er bara einfaldlega
orðið erfitt ab ræða málin," segir
hin 24 ára gamla lögreglukona,
Maryse Posty.
Dagskipunin: Hörfib
Fyrir nokkrum árum var þaö
óhugsandi ab franska lögreglan
léti undan glæpamönnum, en nú
er það daglegur viðburður. Dag-
skipunin er sú ab hörfa ef vand-
ræði eru mikil og fá lögreglumenn
þær skipanir ab skipta sér aðeins af
hlutunum ef aðstæöur eru full-
komlega öruggar, annars eigi þeir
að láta þab bíða.
Lögegluþjónninn Pascal Co-
urtmontagne fylgir þessum skip-
unum en segir: „Glæpamennirnir
hlæja framan í okkur og gera lítið
úr okkur. Maður spyr sig ósjálfrátt
hvaö maður sé aö gera í þessu
starfi. Hatrið gagnvart okkur er
mikiö."
Franskir lögreglumenn gagn-
Franskir lögreglumenn v/ð skyldustörf. Barátta w'ð sífellt yngri unglinga veröur
œ viöameiri þáttur í starfi þeirra.
rýna fjölmiðla, sem þeir segja að
séu alltaf á móti öllu sem lögregl-
an geri, en dómskerfiö slái allt út.
Vanhæfni þess sé svo mikil ab
glæpamenn sem hafa framið alla
mögulega glæpi, aö undanskildu
morði, labbi út á göturnar um leið
og þeir hafi játab. Og þetta séu allt
niöur í 13 ára gamlir unglingar.
Dæmi eru um 14 ára ungling sem
var tekinn á járnbrautarstöb, þar
sem gengi stundabi að ræna far-
þegana. Sá ungi stjórnaði aðgerö-
um gengisins. En það sem heldur
lögreglumönnum við starfið er
starfsandinn, sem ku vera mjög
góður innan frönsku lögreglunn-
ar, þrátt fyrir að ástandiö sé eins
og það er. Þeim takist að leysa
fjölda glæpamála og árangur í
starfi er hvetjandi fyrir þá, rétt
eins og aðrar starfstéttir.
Byggt á The Cuardian.
Varasamt ab láta ofung börn ganga meb gleraugu?
Gæti skemmt sjónina
til frambúðar
Bandarískir vísindamenn halda
því fram, og byggja það á nibur-
stöðum rannsókna sinna, að
þegar ung börn eru látin ganga
meb gleraugu vegna nærsýni er
meiri hætta á ab nærsýnin verbi
varanleg, þ.e. ab augun leiðrétti
ekki sjálfkrafa sjóntruflanirnar
eins og gerast myndi ef þau
fengju að þroskast eöliiega.
Á meðan augun eru ab þrosk-
ast, geta gleraugu „blekkt" augun
þannig að þau „haldi" að enginn
sjóngalli sé til staðar og þar með
er komið í veg fyrir að sjónin lag-
ist af sjálfu sér, sem væri eðlilegur
partur af þroskaferli augans. Aug-
un ná fullum þroska um fimm ára
aldur og þeir sjóngallar sem þá
eru til staðar fylgja barninu til
frambúðar.
Þab eru bandarískir vísinda-
menn sem komust að þessum
niðurstööum eftir að hafa gert til-
raunir á ungum öpum. Utbúnir
voru sérstakir hjálmar sem aparn-
ir gengu með í nokkrar vikur.
Hjálmarnir voru þannig gerðir að
apamir neyddust til ab horfa í
gegnum linsur sem líktu eftir
nærsýni eba fjarsýni. Þegar augun
voru skobuð á eftir kom í ljós að
breytingar höfðu átt sér stað á
augasteinunum til þess að reyna
að leiðrétta sjónina. Ályktunin
sem vísindamennirnir draga af
þessu er að það sé innbyggt kerfi í
öpum, og væntanlega mönnum
líka, sem sjálfkrafa leiðréttir sjón-
ina á meðan augun eru að þrosk-
ast.
Li-Fang Hung hafði yfirumsjón
með rannsóknarvinnunni. Hann
leggur til aö augnlæknar útvegi
ungum börnum gleraugu sem
leiðrétta sjónina ekki aö fullu, en
þó nóg til að þau sjái sæmilega
skýrt. Þaö myndi virka hvetjandi
á augun og þau myndu þá þrosk-
ast á eðlilegan hátt.
Janet Silver er sérfræðingur við
augnsjúkrahúsið Moorfields í
London. Hún segir að það hafi
lengi verið umdeilt mebal augn-
lækna hvort það geti haft slæm
áhrif að láta of ung börn ganga
með gleraugu. Og nauösynlegt
væri að sýna fyllstu aðgát. „Við
verðum að átta okkur á því að
þessi rannsókn var byggð á frekar
litlu úrtaki af öpum og það er allt-
af varhugavert að heimfæra nið-
urstöður frá einni tegund yfir á
aðra."
Auk þess bendir hún á að börn
geta þjáðst af ýmis konar sjón-
truflunum öörum en fjarsýni, og
gleraugu séu tvímælalaust nauö-
synleg til þess að ráða bót á sum-
um þeirra. „Hver svo sem endan-
leg niðurstaða verður af þessum
rannsóknum þætti mér leiðinlegt
ef foreldrar héldu að gleraugu
gætu eyöilagt sjónina í börnum
þeirra, alveg sama hvaða augn-
truflunum þau þjást af." En hún
bætti því líka við að ef barni eru
fengin gleraugu of snemma „þá
virbist það vera rökrétt ályktun að
þab blekki augað þannig aö það
haldi að ekkert sé aö sjóninni og
þar af leiðandi eigi engar leiðrétt-
ingar sér stab."
Byggt á Sunday Times
Giinther Grass
gagnrýndur
Þýski rithöfundurinn
Gúnther Grass sendi nýlega frá
sér nýja skáldsögu sem fjallar ab
verulegu leyti um sameiningu
þýsku ríkjanna. Bókin hefur ver-
ið harðlega gagnrýnd af ýmsum
menningarvitum í Þýskalandi.
Grass hefur ekki viljað svara sér-
staklega gagnrýninni á bókina,
en hins vegar sárnaði honum
mjög vegna forsíðumyndar sem
birtist á nýjasta hefti tímaritsins
Spiegel, en þar sést einn helsti
bókmenntagagnrýnandi Þýska-
lands, Marcel Reich-Ranicki,
vera að rífa sundur nýju skáld-
söguna í bókstalegri merkingu. í
tímaritinu er síðan opið bréf til
Grass þar sem Reich-Ranicki ríf-
ur bókina í sig. ■