Tíminn - 26.08.1995, Side 15
Laugardagur 26. ágúst 1995
SMsn
15
Heilagleikinn fjarri
Newborn Holiness
kirkjunni á sunnu-
dagsmorgni:
Klukkan var 10.00 á sunnudags-
morgni þann 6. des. 1992. Dauðinn
í sinni ljótustu mynd hafði birst
síðbúnum kirkjugestum fyrir utan
Newborn Holiness kirkjuna á
Pompano Beach í Flórída meðan
hinir stundvísu sungu meb hárri
raust innan kirkjuveggjanna.
Hinn líflausi líkami bandarískrar
konu af afrískum ættum lá á jörð-
inni og var lítt hulinn fötum. Hún
virtist vera um þrítugt og lá með
andlitið upp og fætur í sundur.
Andlit og höfuð voru illa farin og
bentu til þess að konan hefði verið
barin harkalega. Hún virtist hafa
verið látin í nokkrar klukkustundir.
Steyptur pallur var rétt hjá líkinu
og var hann alblóðugur. Höfub
fórnarlambsins virtist hafa rekist í
pallinn og jarörask í kring benti til
þess að konan hefði veriö dregin að
þeim stab sem hún fannst á. Rauð-
leitt pils fórnarlambsins ásamt nær-
buxum hafði verið dregið niður á
ökkla en blússan verib dregin upp
þannig að brjóst hennar sáust.
Réttarlæknir skobaði hina
óþekktu konu og sagði að hún hefði
verið barin til dauða á grimmilegan
hátt.
Fljótlega fannst kona sem gat
borið kennsl á líkið. Hún sagbi líkið
vera af Doreatha Atkins og sagðist
konan hafa þekkt fórnarlambið
lengi. En hún hafði aðrar mikilvæg-
ar upplýsingar fyrir lögregluna.
Hún sagðist hafa séb Doreatha fyrr
um morguninn, milli 1.30 og 2.00 á
Hammondville Road og þá hafi
hún ekki séð neitt athugavert við
hana. Einnig kom fram ab Atkins
bjó meö kærasta sínum í Pompano.
Kærastinn var yfirheyrbur en
ekkert í framburbi hans gat gefið
nokkra skýringu á þessu morði.
Hann sagði Atkins hafa fariö út eft-
ir að hann sofnaði, líklega um ell-
efu-leytið.
Lítið geröist í málinu þar til tveir
Lík fórnarlambsins fannst hér
undir vesturvegg kirkjunnar. Stúlk-
an haföi veriö afklædd fyrir neöan
mitti og þannig kom lögreglan aö
henni.
hafa ekki séð neitt heldur hefði
Butch sagt honum ab hann hefði
séð þau Coffey og Atkins saman.
Coffey var því sleppt.
Þann 8.des. rakst löggan á Walker
úti á götu og sagðist hann hafa
heyrt mann nokkurn, Vic Piller,
verið að tala um að Coffey gæti ekki
hafa myrt stúlkuna. Því Piller þessi
sagðist vita hver hefði framið ódæð-
ib.
Vic Piller var eldri maður og af
talsmáta hans mátti ráða að hánn
væri mjög trúaöur. Hann sagöist
hafa þekkt ódæðismanninn og fjöl-
skyldu hans allt sitt líf.
Um fjögurleytið þessa nótt hafði
Piller verið að hjóla nærri kirkjunni.
Þar sá hann mann, William Wall-
ace, rífast vib Doreatha Atkins.
Hann var sannfærður um nöfnin
enda þekkti hann þau bæði. Þegar
leikar tóku að æsast fóru þau ab
beita ofbeldi en þá hjólaði Piller fyr-
ir horniö.
Nokkrum sekúndum síðar heyrb-
ist öskur og var Piller viss um að það
hefbi komið úr barka Atkins. Stuttu
síbar kom Wallace labbandi fyrir
hornið í blóðblettaðri skyrtu. Þegar
Piller reyndi aö spyrja hann hvað
væri í gangi vildi hann engu svara
en var bæði æstur og fjandsamlegur
sem kom Piller á óvart því þeir
þekktust mjög vel.
Tók þá Wallace upp grjóthnull-
ung, fór aftur bak við kirkjuna og
Piller hélt á brott.
í ljós kom að Piller var hræddur
við fjölskyldu Wallace og hvað hún
myndi taka til bragös ef hann gæfi
sig fram sem vitni. Því hefði hann
ekki komið fyrr.
Fingraför Wallace komu heim og
saman við þau sem tekin höfðu ver-
ið á vettvangi og hófst þá leit að
hinum grunaða. Fjölskylda hans
sagði hann út úr bænum en í nafn-
iausu símtali kom fram ab Wallace
væri í felum í blokkaríbúð í bænum.
Það var um kvöldmatarleytið
SAKAMAL
heimilislausir menn, Butch og Wal-
ker, sem höfðust viö í skóglendi ná-
lægt moröstaðnum gáfu sig fram
við lögreglu og sögðust hafa séð
konuna umrædda nótt. Hún hafi
verið með manni, Willard Coffey,
og þau hafi gengið saman að kirkj-
Willard Coffey
var þá kallaður inn
til yfirheyrslu en
hann sagðist ekkert
vita um morðiö og
ekkert tengjast því.
Hann neitaði að
hafa verib á gangi
með fórnarlambinu
og sagðist hafa ver-
ið hjá vini sínum
um kvöldib og ver-
ið þar alla nóttina.
Vinurinn stabfesti
þessa fjarvistar-
sönnun Coffey.
Daginn eftir var
líkið krufið og nib-
urstöðurnar komu
engum á óvart.
Stúlkan hafði verið
barin til dauða í
andliti og á höfði
en einnig verið
kyrkt. Hins vegar
var ekki ljóst hvort
hún hefbi líka verið
misnotuð kynferð-
islega.
Einn af tækni-
mönnum lögregl-
unnar fór aftur á
moröstaðinn og
kom til baka með
tvö sett af fingraför-
um sem hann hafði
Ung kona barin og kyrkt til
dauða við hlið kirkjunnar
Aöalsönnunargögnin, fingraför moröingjans og
fórnarlambsins, í málinu fundust á þessum loft-
rœstiútbúnaöi viö kirkjuna.
William Wallace gat þvegiö blóöiö af fötum sínum
en aö mati kviödóms gat hann ekki hvítþvegiö sam-
visku sína.
fundib á loftræsti-
búnaði rétt við
kirkjuna. Það var
ljóst ab fingraförin
tengdust morðinu
því önnur þeirra
tilheyröu Doreatha
Atkins.
Samt sem áður
var enginn grunað-
ur og var lögreglan
ekki ánægð meb
gang mála. Hún
kallaði því Butch
og Walker aftur til
yfirheyrslu en þeir
héldu fast við sinn
fyrri framburð.
Lögreglan sá þab
eitt ráð til að leysa
úr þessari flækju
milli vitnanna og
Coffeys að leiða
saman hesta þeirra.
Walker og Cof-
fey var leyft að
þræta um máliö
fram og til baka í
von um að lögregl-
an fengi nýjar upp-
lýsingar. Eftir
drjúga stund bar
Walker framburð
sinn til baka og
viðurkenndi að
þann 10. des. að löggan sá ættingja
Wallace fara inn í íbúðina sem fram
að því hafði virst mannlaus. Þeir
eltu konuna og handtóku Wallace
sem var staddur í íbúðinni.
Við yfirheyrslur á ættingjanum
kom fram að Wallace hafði ekki
komið heim til sín umrætt kvöld
heldur um eftirmiðdaginn á sunnu-
deginum klæddur blóði drifnum
flíkum. Hann gaf þá skýringu á
blóðinu að hann hefði verið ab
ferma vörubíl fyrir sláturhús.
En á stöðinni neitaöi Wallace
öllu. Hann sagðist hafa verið með
vinum þetta kvöld og hvorki þekkja
fórnarlambið né hafa komib í ná-
grenni kirkjunnar. Þegar honum
var gert ljóst að lögreglan hefði
vitni að veru hans við kirkjuna
þetta kvöld breytti hann sögU sinni.
Þá sagöist hann þekkja stúlkuna og
hafa verið þarna við kirkjuna en svo
þagnabi hann og vildi ekkert frekar
segja. Hann játaði ekki en var samt
sem áður dæmdur fyrir morð.
Bestu sannanirnar komu í raun
ekki fram fyrr en eftir aö Wallace
var hnepptur í fangelsi en samfang-
ar hans sögðu að Wallace hefbi lýst
morðinu þar í smáatriðum.
Wallace verður annaðhvort
dæmdur í lífstíðarfangelsi eða í raf-
magnsstólinn.