Tíminn - 26.08.1995, Side 18
18
Laugardagur 26. ágúst 1995
Jónas Einarsson
Fæddur 25. júni 1924.
Dáinn 19. ágúst 1995.
Jónas Einarsson fœddist á
Hvammstanga 25. júní 1924.
Hann lést í Landakotsspítala
laugardaginn 19. ágúst sl. For-
eldrar hans voru Einar Elíesersson
bóndi og síðar verkamaður, og
kona hans Pálína Bjömsdóttir.
Hann ólst upp hjá foreldmm sín-
um í Óspaksstaðaseli og síðar hjá
móðursystur sinni og hennar
manni í Graenumýrartungu.
Systkini Jónasar sem komust til
fullorðinsstarfa em: Bjöm, f.
28.12. 1918, látinn; Halla Inga f.
11.02. 1920 og Ingimar f. 17.12.
1926.
Jónas kvaentist 9. maí 1953
Guðbjörgu (Stellu) Haraldsdóttur.
Hún er fœdd 26.03. 1927 og er frá
Kerlingadal í Mýrdal, dóttir hjón-
anna Guðlaugar Andrésdóttur og
Haraldar Einarssonar.
Jónas og Stella eiga fimm böm
og em þau sem hér segir: Aðal-
steinn, f. 26.01. 1955, hann á
eina dóttur, Stellu Mjöll. Harald-
ur, f. 01.04. 1956, sambýliskona
hans er Helga Gísladóttir. Guð-
laug, f. 31.05. 1968, hún á einn
son, Jónas Rafnsson. Sambýlis-
maður Guðlaugar er Halldór R.
Lámsson, þau eiga eina dóttur,
Ásdísi Lovísu. Þórey f. 09.05.
1961, eiginmaður hennar er Þór
Jóhannsson og eiga þau fjögur
böm, Auði, Hildigunni, Bergþóm
og Kára. Silja f. 01.04. 1972,
sambýlismaður hennar er Ólafur
Sigurður Eggertsson og eiga þau
einn son, Eggert Emil.
Jónas var mestan hluta starfsœ-
vinnar kauþfélagsstjóri á Borðeyri.
Eftir að þau hjónin fluttust til
Reykjavíkur vann hann hjá Goða
hf.
Jónas verður jarðsunginn í Ás-
kirkju, mánudaginn 28. ágúst kl.
13.30.
Jónas Einarsson, fyrrum kaupfé-
lagsstjóri Kaupfélags Hrútfirö-
inga á Borðeyri, lést á Landa-
kotsspítala 19. ágúst sl. Hann
verður jarðsettur frá Áskirkju
mánudaginn 28. þ.m.
Jónas Einarsson var faeddur á
Hvammstanga 25. júní 1924 og
því liölega 71 árs að aldri er
hann lést. Foreldrar hans voru
hjónin Pálína Björnsdóttir og
Einar Elíesersson er þá bjuggu í
Óspaksstaðaseli, einu syðsta
býli sem þá var í byggð í Vestur-
Húnavatnssýslu. Ekki var auður
þar í búi enda fátækt landlæg.
Hitt var þó sýnu alvarlegra að
upp komu berklar á bænum en
þeir voru einn versti vágestur og
ógnvaldur þeirra tíma. Tvíbýli
var þá í Óspaksstaðaseli, þar
bjuggu ogjón, bróðir Einars, og
kona hans Sesselja, systir Pá-
línu. Til marks um þær hörm-
ungar er sjúkdómurinn olli var
að á fimm árum féllu sjö manns
í valinn, húsfreyjurnar báðar og
fimm börn en það mun hafa
verið helmingur fólksins á bæn-
um. Nærri má geta að fólkið er
eftir lifði hefur borið djúp sár og
mikinn trega, ekki síst þau
börnin sem komin voru til
nokkurs þroska og aldurs er
þessi ósköp dundu yfir. Áriö
1935 gefast bræðurnir upp og
bregöa búi. Jón hafði misst
konu sína og tvö böm. Hann
kom eina syni sínum er eftir
lifði í fóstur í höfuðstaðnum.
Elsti sonur Einars er lifði, Björn,
fór til móðursystur sinnar er bjó
á Kolbeinsá, Halla og Jónas fóru
að Grænumýrartungu til Ing-
veldar frænku sinnar og Ingi-
mar, yngsta barn Einars og Pá-
línu, fylgdi Þuríði ömmu sinni
og var í skjóli hennar til ferm-
ingaraldurs. Þegar þessir atburð-
ir urðu var Jónas nafni minn
tæplega 11 ára gamall. Var
hann heimilisfastur í Grænu-
mýrartungu allt þar til hann
gerðist starfsmaður kaupfélags-
ins á Borðeyri.
Á þessum tíma var Grænu-
mýrartunga fjölmennt velmeg-
andi menningarheimili. Þar var
stórt reisulegt steinhús, raflýst
frá vatnsrafstöö. Gunnar bóndi
var fjölgáfaður og hefur eflaust
haft djúp áhrif á hinn unga
svein. Frænka nafna, Ingveldur,
var mikil húsmóðir, dugnaðar-
forkur og stjórnsöm. Nafna
mínum lá alltaf hlýtt orð til
þeirra hjóna og taldi sig eiga
þeim gott að gjalda. Hygg ég að
þetta hafi veriö gagnkvæmt frá
þeirra hendi. Oft heyrbi ég síðar
á ævinni Gunnar bera lof á gáf-
ur og hæfileika nafna míns.
Á þessum árum var farskóli í
Bæjarhreppi. Kennt var á þrem-
ur bæjum innst í hreppnum,
Gilhaga, Melum og Fögru-
brekku, hálfan mánuð í senn á
hverjum stab. Kennari okkar
innbæinga var Bjarni heitinn
Þorsteinsson. Undir hans hand-
leiðslu stigum við fyrstu skrefin
á okkar skólagöngu og hófust
þar kynni okkar sem urbu því
nánari er árin liðu. Við t.d. skrif-
uöumst oft á er hann var í Reyk-
holti og ég í Reykjaskóla og
raunar miklu lengur, en það er
önnur saga.
Haustið 1943 settist hann í
Reykholtsskóla og lauk þaðan
gagnfræðaprófi 1946. Árið eftir
réðst hann til kaupfélagsins á
Borðeyri og hóf þar meb ævi-
starf sitt. Fyrstu þrjú árin vann
hann við almenn verslunar- og
afgreiðslustörf. Mörgum mun í
minni hve hraöhentur hann var
og hve snyrtilegur búðarvarn-
ingurinn var frá hans hendi.
Maðurinn var og hamhleypa til
allra verka. Hann sagði eitt sinn
frá því á góðri stundu ab einn
aldinn þegn á Borðeyri hefbi
látið þau orð falla í áheyrn
manna þegar ráðning hans að
t MINNING
kaupfélaginu var kunn ab hann
yrði aldrei lengi þar þessi flauta-
þyrill. Ekki urðu það orð að
sönnu því að við kaupfélagiö
starfaði hann samfellt í yfir 30
ár.
Á eftirstríðsárunum svo-
nefndu varb á ýmsan hátt mikið
uppbyggingarstarf í sveitum
landsins. Menn voru fullir bjart-
sýni og þá hófst ræktunarbú-
skapur með miklum umsvifum.
Hinn ungi kaupfélagsstjóri á
Borðeyri lá þar ekki á liöi sínu
og var fljótlega hafist handa við
margs kyns uppbyggingu. Það
væri of langt mál upp að telja
en þeir sem áhuga hafa geta les-
iö sér til um þessi efni í bókinni
Strandir, 2. bindi en þar er ítar-
leg frásögn skráð af Jónasi um
sögu Kaupfélags Hrútfirðinga.
Nafni minn festi fljótt rætur á
Borðeyri en staðurinn átti sér
merka sögu í verslun og var um
skeið höfuðverslunarstaður við
Húnaflóa. Þegar hér var komið
sögu heyrði þaö sögunni til og
félagssvæði Kaupfélags Hrút-
firöinga ab mestu leyti bundið
við byggðina beggja vegna
fjarðar. Þó höfðu bæir austan
við Hrútafjarðarháls svo og býli
fremst í Laxárdal í Dölum lengi
vel viðskipti sín á Borðeyri.
Hinn 9. maí 1953 kvæntist
nafni minn eftirlifandi konu
sinni, Guðbjörgu Haraldsdótt-
ur, sem best er þekkt undir
gælunafni sínu, Stella, en hún
var ættuð frá Kerlingardal í
Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu.
Þeim hjónum fæddust fjögur
börn og einn dreng, Aðalstein
Þorkelsson, tóku þau í fóstur og
hefur hann ætíð verib sem eitt
af þeirra börnum. Er hann elstur
þeirra, ókvæntur en á eina dótt-
ur. Næstur kemur Haraldur,
ókvæntur en heitkona hans er
Helga Gísladóttir. Elst dætra
Jónasar og Stellu er Guðlaug, í
sambúb meb Halldóri Randver
Lárussyni. Þau eiga eina dóttur
en fyrir átti hún son er ber Jón-
asarnafnið. Þá er Þórey gift Þór
Jóhannssyni og eiga þau fjögur
börn. Yngst er svo Silja, í sam-
búð með Ólafi Eggértssyni og
eiga þau eitt barn.
Fyrstu árin bjuggu þau hjón í
gömlu timburhúsi sem heitir
Tómasarbær. Síðar var byggt
hús fyrir kaupfélagsstjórafjöl-
skylduna og heitir það Hlíðar-
hús. Bæði standa þau enn, hið
fyrra sumardvalarstaður en
Hlíðarhús er enn íbúðarhús
kaupfélagsstjórans. Heimili
kaupfélagsstjórahjónanna á
Borðeyri var á þessum árum
rómað fyrir gestrisni og höfð-
ingskap. Kaupfélagsstjórastarfið
var þá, sem það er enn, krefj-
andi og oft ekki dans á rósum.
Alú&ar þakki sendum viö öllum þeim er sýndu okkur hlýhug og hluttekn-
ingu viö andlát og útför afa okkar
Jakobs Frímannssonar
fyrrverandi kaupfélagsstjóra KEA
Sérstakar þakkir færum vib Bæjarstjórn Akureyrar, Kaupfélagi Eyfiröinga
og Frímúrarareglunni á Akureyri.
Fyrir hönd fjölskyldunnar
Jakob Frímann Magnússon
Borghildur Magnúsdóttir
Starfsdagurinn var sjaldnast
miðaður við klukku heldur ver-
ið að svo lengi sem þurfa þótti.
Oft voru kvöldin og helgarnar
hvab drýgstur tími enda þá
helst næðis að vænta. í slátur-
tíðinni á haustin var álagið lík-
lega hvað mest og oft snemma
risið en seint sest. Stjórnarfund-
ir kaupfélagsins voru nær und-
antekningarlaust haldnir á
heimili þeirra hjóna. Mér eru
minnisstæðar þær stundir. Það
gjörði m.a. hið glæsta umhverfi
og hlýja og þægilegt viðmót
þeirra hjóna beggja. Það er eng-
inn efi ab á Borðeyri áttu þau
sína hamingjuríkustu daga.
Bæði nutu þau vinsælda og
virðingar sveitunga og sam-
ferðamanna og völdust til ým-
issa trúnabarstarfa. Hann sat
m.a. í hreppsnefnd Bæjarhrepps
um tíu ára skeið og er hann
hvarf þaðan að eigin ósk 1978
var Stella kjörin í hans stab og
var fyrsta konan í Bæjarhreppi
er þess trúnaðar naut.
Jónas var einkar farsæll í starfi
og naut óskoraðs trausts allra er
hann í umboði kaupfélagsins
átti viðskipti við. Á þessum ár-
um var blómaskeið samvinnu-
starfsins í landinu. Þar var hann
og vel hlutgengur og hjónin
Stella og Jónas á Borðeyri vel
kunn og virt í röðum sam-
vinnumanna vítt og breytt um
landið. Hann var mikill nátt-
úruunnandi og þau bæði enda
nutu þau þess ef stund gafst að
hverfa á vit víðfeðmis landsins.
Mun Jónas hafa verið einn
helsti hvatamaður að hópferða-
lögum kaupfélagsstjórafélags-
ins. í þessum ferðum var oft
fjölmenni mikið enda þóttu þau
hin besta fjölskylduskemmtun.
Þar var Jónas jafnan hrókur alls
fagnabar enda þekktur sagna-
maður og skjótur til svars ef svo
bar undir.
Auðvitað var nafni minn barn
síns tíma eins og við öll. Héraði
sínu og æskuslóðum unni hann
af heilu hjarta og þótt hann
kynni vel að meta fagurt lands-
lag og stórbrotið stóð þó Hrúta-
fjörðurinn og fólkið þar huga
hans næst alla tíð.
í desember 1980 urðu þátta-
skil í lífi nafna. Þá lét hann af
starfi kaupfélagsstjóra á Borð-
eyri og þau hjón fluttu til
Reykjavíkur og bjuggu eftir það
í íbúð sinni að Kleppsvegi 52.
Og enn voru þau hinir sömu
höföingjar heim að sækja og áb-
ur nyrðra. Eftir flutningana
hófu þau bæöi störf hjá búvöru-
deild SÍS og síban fyrirtækinu
Goða. Þar vann hann meðan
starfsoka leyfði og helgaði
þannig samvinnuhreyfingunni
starfskrafta sína í nær hálfa öld.
Það var í árslok 1991 að dimm-
an skugga bar á líf þeirra hjóna.
Þá greindist hann með sjúkdóm
þann er síöan dró hann til
dauða. Hann gekkst fyrst undir
stóra aögerð þá um jólaleytið.
Hún tókst vel og hann komst
aftur til nokkurrar heilsu, byrj-
abi að vinna í hálfu starfi og
menn fylltust nokkurri bjart-
sýni um framhaldið. En þó má
segja að sú von hafi að nokkru
einkennst af orðum Jóhannesar
úr Kötlum í ljóði hans Karl faðir
minn en þar segir á einum stað:
„því þrátt fyrir vonina óbum
við öll í efasemdanna skugga."
En frestur var það samt og hann
kærkominn, bæbi honum,
venslamönnum hans öllum og
vinum. Honum tókst af sínum
alkunna dugnaöi og seiglu t.d.
að aka sjálfur hringinn í kring-
um landið. Þá áttu þau hjónin
vikudvöl í sumarhúsi austur á
Héraði. Hittum við hjónin þau
þar alsæl og ánægð. Þar ferðuð-
ust þau m.a. niður á firðina og
inn að Sænautaseli og Vetur-
húsum og víðar.
Svo er það um miðjan vetur
1994 að hann þurfti að leggjast
á sjúkrahús og gangast undir
enn stærri aðgerð en áður. Þótti
þá sýnt að hverju stefndi og ab-
eins spurning um tíma. En
nafni vildi ekki gefast upp,
heldur berjast til þrautar. Hann
átti sér takmark eða draum. Að
komast norður og heyra nið
Hrútafjarðarár er lék svo ljúft í
eyrum lítils drengs í Óspak-
staðaseli förðum. Og þetta tókst
með góðri aðstoð Stellu og Alla,
sonar þeirra. Snemma í septem-
ber á síðasta ári rættist draum-
urinn með veiðiferð í Hrúta-
fjarðará. Þá var hún ekki veiði-
leg blessunin enda sjaldan orðið
vatnsminni. En á elleftu stundu
tók lax á í Réttarfossi. Sá reynd-
ist 12 pund. Það var hápunktur
allra væntinga og ég hef sjaldan
eða raunar aldrei heyrt nafna
minn svo glaðan í sinni frá því
heilsan bilaði og hann var eftir
þessa ferð. Af þessu má sjá að
hann naut áb ýmsu leyti ríku-
lega þess frests er honum gafst.
Þá er og skylt að geta þess að
nokkrum sinnum fóru þau aust-
ur í Vík í Mýrdal en þar eiga
Stella og systkini hennar hús
það er foreldrar þeirra bjuggu í á
sínum tíma. Oft munu bæði
þau og fjölskylda þeirra hafa átt
þar glaðar og góðar stundir og
sótt þangað þrótt og þrek, ekki
síst eftir að halla tók undan fæti
hjá nafna mínum.
Þess var getið í upphafi þess-
ara minningarorða hve grimm
örlög fjölskyldunni voru búin í
Óspaksstaðaseli. Þó var það svo
að þangað hvarflaöi hugur hans
og oft lagði hann þangað leið
sína. Mig langar að taka mér
bessaleyfi og birta hér orðrétta
frásögn hans sjálfs þar um er
hljóðar svo: „Mér hefur löngum
verið bernskuheimili mitt
Óspakstaöasel hugleikið. Lagði
ég því oft leið mína þangað. Á
stundum voru hugsanir mínar
og tilfinningar utan raunveru-
leikans. Þetta er því kveðja mín
til tóftabrotanna í Selinu." Þessi
orð ritaöi hann um sólstööur
1993. Svona skrifa hvorki né
tala þeir sem bera beiskju eða
kala í brjósti heldur hinir er
hafa heitt og stórt hjarta. Sterkir
stofnar bogna en brotna ekki.
Eins og áður getur tókust með
okkur nöfnum náin kynni á
æsku- og ungdómsárum okkar.
Þau hafa síðan varaö. Síðustu
árin, einkum eftir að heilsa
hans bilaði, höfðum við náiö
samband, tölubumst þá oft við í
síma, stundum daglega, oftast
um allt og ekkert eða ekki neitt.
Ég held við höfum notið þess
báðir. Veikindi hans voru þó
aldrei rædd nema svona al-
mennt hvernig heilsan væri.
Hann bar sig alltaf vel. í minn-
ingunni var hann hress til
hinstu stundar. Ég sá hann síð-
ast rúmri viku fyrir endalokinn,
þá var auðséð að hverju dró, þó
slógu báðir á létta strengi af
gömlum vana. Stellu, börnum,
tengdabörnum, barnabörnum
svo og öðrum ættingjum vott-
um við Elladís og okkar fjöl-
skylda dýpstu samúð.
Blessub veri minning þín,
kæri vinur.
Jónas R. Jónsson frá Melum