Tíminn - 30.09.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.09.1995, Blaðsíða 3
Laugardagur 30. september 1995 vmmm 3 Lítib sáttahljób í lœknum vegna tilvísana. Lœknafé- lag Austurlands: Vill a 5 sérfræðingar biðjist afsökunar Heilbrigöisráöherra telur brýnt aö ná sáttum um sam- skipti sérfræöinga og heimil- islækna og boöskipti þeirra á milli vegna sjúklinga. Af til- lögum til ályktunar sem liggja fyrir aöalfundi Læknafélags íslands viröist hins vegar sem afstaöa lækna hafi lítiö breyst frá því aö ráöherra frestaöi gildistöku tilvísanakerfisins í vor. í ávarpi Ingibjargar Pálma- dóttur heilbrigðisráðherra á aö- alfundi Læknafélags íslands í gær kom fram að nefnd sem fjallar um tilvísanir hyggist skila tillögum sínum í næstu viku. Óskaöi ráöherra eftir samvinnu við lækna um þessi mál. Fyrir aðalfundinum liggja þrjár tillögur sem lúta aö þessu efni. Ein þeirra er frá Læknafé- lagi Austurlands. í henni er lagt til aö aðalfundurinn skori á Sér- fræðingafélag íslenskra lækna aö birta leiöréttandi afsökunar- beiðni í sömu fjölmiðlum og sérfræðingar sendu niðrandi auglýsingar til gagnvart heimil- is- og heilsugæslulæknum. Tvær tillögur frá stjórn Sér- fræðingafélagsins ganga báðar út á að sjúklingur eigi frjálst val um hvaða lækni hann kýs að leita til. Önnur tillagan hljóðar þannig. „Aðalfundur LÍ 30. september 1995 telur eðlilegt að sérhver einstaklingur hafi heim- ilislækni að eigin vali. Fundur- inn telur hinsvegar að trygg- ingalegar hindranir á frjálsu og milliliðalausu aðgengi að öðr- um læknum skerði gæði lækn- inga. Jafnframt telur fundurinn það óverjandi að svipta sjúk- Iinga tryggingarétti leiti þeir beint til sérgreinalækna án milligöngu heimilislæknis." Ríkisútvarpib gefur HM '95 4 milljónir króna. Heimir Steinsson útvarpsstjóri: Getur talist álitamál Framkvæmdanefnd Ríkisút- varpsins hefur ákveöib aö gefa framkvæmdanefnd HM '95 fjórar milljónir króna. Fram- lagiö er hugsaö sem liöveisla viö framkvæmdanefndina í „því mikla uppgjöri, sem hún þessa dagana býst til aö ljúka eftir heimsmeistaramótiö í heild", eins og segir í bréfi RÚV. „Við urðum fyrir ýmiskonar höppum í sambandi viö HM '95, eins og aö dönsku sjónvarps- stöðvarnar leigðu okkur upp- tökubíla á kostnaðarveröi. Auk þess reiknuðum við ekki innri kostnað vegna málsins," segir Heimir Steinsson útvarpsstjóri, en framkvæmdanefnd HM '95 greiddi RÚV 43 milljónir króna alls fyrir útsendingar frá kepppn- inni. Aöspuröur hvort falast hafi verið eftir upphæöinni sagöi Heimir: „Nei, þaö vil ég ekki segja." — Er ekki umdeilanlegt á tím- um samdráttar og niöurskurðar í starfsmannahaldi hjá RÚV aö taka þessa ákvörðun? „Hún getur áreiðanlega talist álitamál, þessi ákvörðun. Hins vegar er þarna um að ræða svolít- ið sérstakt fyrirbæri. Við tókum aö okkur aö vinna verk fyrir þessi samtök. Þau eiga í vök að verjast fjárhagslega og það þótti rétt af okkar hálfu ab láta þau njóta góðs af því hve vel þetta fór." Framkvæmdastjórnina skipa útvarpsstjóri, framkvæmdastjóri sjónvarps, framkvæmdastjóri út- varps, fjármálastjóri og fram- kvæmdastjóri tæknisviðs. Heim- ir segir fulla sátt hafa verib um málið innan stjórnarinnar. -BÞ Ólafur C. Einarsson, forseti Alþingis, átti fund meb þingflokksformönnum og varamönnum þeirra í gærmorgun. Frá vinstri á myndinni: Rannveig Gubmundsdóttir, Alþýbuflokknum, Svanfríbur Jónasdóttir, Þjóbvaka, Svavar Gestsson, Alþýbubandalagi, Ólafur G. Einarsson, Jón Kristjánsson, Framsóknarflokki, Kristín Astgeirsdóttir, Kvennalista og Sólveig Pétursdóttir, Sjálfstœbisflokki. Tímamynd: GS Ólafur G. Einarsson forseti Alþingis hyggur á ýmsar breytingar á störfum þingsins í vetur: Ríkur vilji þingmanna til a6 bæta þinghaldiö „Vissulega ætla ég að gera breytingar, en það er vont fyr- ir mig að tala nákvæmlega um það á þessari stundu. Það er eitt og annað í bígerð sem ég mun ræða viö forystumenn þingflokkanna á föstudag (í gær)," sagði Ólafur Einarsson, forseti Alþingis í samtali við Tímann. Ólafur sagði að strax í fyrstu viku þings yrði byrjað með miklum krafti. Stefnuræða for- sætisráðherra er samkvæmt lög- um, en óvenjulegt er aö að fjár- lagaræðan sé flutt í fyrstu vik- unni, hún hefur gjarnan af ýms- um orsökum dregist fram eftir mánuði. Ólafur segir að hann hafi lagt áherslu á aö hún verði strax í fyrstu viku. Engir fundir verða í fjórðu viku október. Sú vika verður nýtt til að þingmenn geti farið í kjördæmi sín. Þetta hefur einu sinni verið reynt áður. „Ég kunni vel við mig í þessu starfi þegar ég tók við því," sagöi Ólafur, „og störf mín sem þingmaður og ráðherra hafa auðvitaö gagnast mér vel við þau störf," sagði Ólafur. „Ég tel að sú dapra mynd sem þingið hefur víst í augum al- mennings þurfi að breytast. Ég benti þingmönnum á það að þeir hefðu ef til vill sjálfir hvað mest um þá mynd að segja sem fólk hefur af þinginu. Þar verð ég kannski að hluta til með viss atriði uppi sem ég kem að í ræðu minni á þingsetningar- daginn", sagði Ólafur G. Einars- son. Ólafur segir að þingmenn hafi látið vel að stjórn í fyrra. Það hafi verið gott samstarf sem hann átti við þingmenn og þingflokksformenn. „Ég held að það sé mat þeirra sem fylgjast með þingstörfum að svipurinn á þinginu í vor hafi verið góður. Eg met það svo að þingmenn séu reiðubúnir að leggja sitt af mörkum til að bæta þinghaldið, til þess sé ríkur vilji. Forseti get- ur auövitað einn og sjálfur aldr- ei gert það, hann getur hins veg- ar haft mikið um það að segja," sagði Ólafur G. Einarsson. ■ Engir utanaökomandi fengu keypt nýju hlutabréfin í Granda hf.: Hluthafar í Granda keyptu, sjálfir 208 m.kr. bréfin Hlutafjárútboði Granda hf. aö nafnverði 100 millj. kr. er lokið og voru bréfin öll keypt af þeim hluthöfum sem fyrir voru, og fengu raunar færri en vildu. Ekki kemur því til sölu á al- mennum markaði. Gengi bréf- anna var 2,08. Hluthafar verða því að snara út 208 milljóna kaupverði bréfanna fyrir 5. október n.k. ■ Umdeild frœöikona heldur fyrirlestur í Odda á sunnudag: Ofbeldi í Jesú nafni Ofbeldi gegn konum og bömum er engu minna meðal kristinna trúarhópa en annarra þjóöféiags- hópa. Réttlæting á ofbeldinu er þá gjarnan sótt í texta Biblíunnar og ofbeldiö „framið í Jesú nafni". Þetta er meðal niöurstaöna eins af umdeildustu fræöimönnum á sviöi kvennafræöa í dag, dr. Evu Lundgren, en hún er stödd hér á landi í tilefni af ráöstefnu sam- takanna Norrænar konur gegn of- beldi. Dr. Lundgren er norsk, guðfræð- ingur ab mennt og prófessor við Fé- lagsfræöideild Uppsalaháskóla. Kenningar hennar eru mjög um- deildar, ekki síst vegna þess aö hún hefur valið sér kristna trúarsöfnuði í Noregi sem vettvang rannsókna sinna. Lundgren heldur opinn fyrir- lestur í stofu 101 í Odda nk. sunnu- dag kl. 16. Sú niðurstaða ab heimilisofbeldi er engu minna meðal þeirra, sem telja sig sannkristna, en annarra er athyglisverð út af fyrir sig. En þrátt fyrir ab rannsóknir Lundgren ein- skorðist við trúarhópa, eru kenn- ingar hennar almennar, þ.e. eiga við alla þá sem búa við ofbeldi. Álfheiður Ingadóttir, starfskona Kvennaathvarfsins, segir að kenn- ing Lundgren um aðlögun að lífi vib ofbeldi, þ.e. hvernig ofbeldi verður smám saman sjálfsagður hluti af daglegu lífi fólks, hafi vakiö mikla athygli. í kenningu sinni lýsir Lundgren því hvernig bábir aðilar ablaga sig ab ofbeldinu og eiga hvor á sinn hátt þátt í ferlinu. Karlmaðurinn til að ná yfirráðum yfir konunni og undirstrika þannig karlímynd sína, en konan meö undirgefni og auð- sveipni undirstrikar þannig kven- leika sinn. Álfheibur segir einnig frá því að Lundgren hafi nýlega sett fram kenningar um það hvernig heimil- isofbeldið fellur smám saman í ákvebið mynstur og tekur þannig á sig svipmót helgiathafnar. Ofbeldiö verður ákveðib ferli þar sem eitt leibir af öðru, byrjar ef til vill meb löðrungi, síban er sparkab o.s.frv., og ferlið endar jafnvel meb blóm- vendi og iðran. Lundgren hefur komist að því að meðlimir trúarhópa leita gjarnan réttlætingar á olbeldinu í texta Biblíunnar. Með tilvitnunum í Biblíuna þykist menn hafa leyfi til að beita bæði kor.ur og börn ofbeldi og segja jafnvel að þeim beri ab gera það. Álfheiður segir starfskonur Kvennaathvarfsins hafa heyrt um slík dæmi, enda reyni menn að leita réttlætingar á ofbeldinu í hverju sem er. Eva Lundgren hefur skrifað fjölda bóka um rannsóknir sínar. Henni hefur nánast veriö útskúfab af norskum guðfræðingum og úr norskri kirkju, að sögn Álfheiðar. Þeir, sem vilja fræöast meira um rannsóknir Lundgren og kenningar, eru minntir á fyrirlesturinn í Odda nk. sunnudag. ■ Ákvörbun Kjaradóms: Órofa samstaða VMSÍ-félaga Ekki er búist vib því ab verka- Iýbsfélögin á Subvesturhorn- inu muni blása nýju Iífi í svo- kallab Flóabandalag til sam- fylkingar gegn ákvörbun Kjaradóms. Þess í stab er fremur búist vib því ab reynt verbi ab efna til órofa sam- stöbu verkalýbsfélaga í gegn- um Verkamannasambandib. En eins og kunnugt er, þá stóöu Hlíf í Hafnarfirði, Dags- brún og Verkalýös- og sjó- mannafélag Keflavíkur og ná- grennis að Flóabandalaginu sl. vetur, þegar félögin voru sam- stíga í kröfum sínum við gerö núverandi kjarasamninga. Þeg- ar á reyndi, náðist ekki sam- staöa milli félaganna um ab- geröir til aö knýja á um kröfur þeirra. Af þeim sökum mun ekki vera mikill vilji fyrir því að endurvekja bandalagiö til sóknar gegn ákvöröun Kjara- dóms. I lok næsta mánaðar veröur haldið reglulegt þing VMSÍ. Líklegt er taliö að blásiö veröi í herlúðra á því þingi, ef stjórn- völd hafa ekki komið til móts viö kröfur verkalýðsfélaga vegna ákvörðunar Kjaradóms. Á þinginu verður einnig tekin fyrir samþykkt framkvæmda- stjórnar VMSÍ um að forsendur kjarasamninga séu brostnar og því eigi að segja þeim upp, þannig að þeir verði lausir um næstu áramót. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.