Tíminn - 30.09.1995, Síða 6

Tíminn - 30.09.1995, Síða 6
6 Laugardagur 30. september 1995 áll Pétursson bóndi frá Höllustö&um tekur á móti bla&amanni á skrifstofu sinni sólbjartan fimmtudag í dyrum skrifstofu sinna, á hvítri skyrtunni me& axlaböndin girt yfir. Þab gustar af persónu Páls hér ekki sí&ur en í þingsölum síöustu tuttugu árin. Páll er hreinn og beinn og liggur ekki á sko&unum sínum. Hann talar tæpitungulaust sitt skýra nor&- lenska mál. Út um glugga rá&- herraskrifstofunnar má sjá sýn- ishorn af fiskiskipaflotanum, misjafnlega ry&gub skip sem gæla vinalega vi& bryggjurnar fyrir framan Hafnarhúsib. Það kom talsvert á óvart þegar I’áll Pétursson var skipaöur fé- lagsmálaráðherra á síöasta vori. Ekki síst þar sem Páll var talinn til vinstrisinnaðra framsóknar- manna og ekki talinn mundu verða leiðitamur í ríkisstjórn með sjálfstæðismönnum. Menn áttu ef til vill ekki von á að sjá Pál í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og allra síst sem félagsmálaráö- herra. Sjálfur segist hann hvorki hafa sóst eftir þeirri stöðu í ráðu- neyti Davíðs Oddssonar, né neinu öðru. Hann hafi lengi ver- ið formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins og unað því starfi vel, enda þingflokkurinn afar samstæður. Pósturinn Páll prýöis- náungi Vonbrigði ýmissa stjórnmála- manna á vinstri vængnum með ríkisstjórn Framsóknar meö sjálf- stæðismönnum voru mikil og einkum voru það kratarnir sem létu örvarnar fljúga, einkum og sér í lagi var skeytum beint gegn Páli frá Höllustööum á Alþingi. Jón Baldvin talaöi um Póstinn Pál í þingræöu og var síðan snupraður fyrir af forseta þings- ins. „Ef ég man rétt, þá var Póstur- inn Páll prýðilegur og viðkunn- anlegur náungi og ég hef ekkert á móti því að líkjast honum. Auk þess er það trúnaðarstarf að vera póstmaður, því fylgir mikil ábyrgð og þeir vinsælir menn að ég best veit. Nú, kratarnir hafa sinnt mér sérstaklega, sem ég er þakklátur fyrir út af fyrir sig, ég gleymist þá ekki á meöan," segir Páll. Hann segir aö ekki hafi allir þykkan skráp til að taka svona at- lögum. „Ég hugsa að það sé einstak- lingsbundið hvernig svona nokk- uð snertir stjórnmálamenn. Sum- um hættir til að horfa á naflann á sér og eru viðkvæmir fyrir sinni persónu. Ég hef langa reynslu í pólitík og hef tekið þátt í mörg- um orrustum og er ekkert upp- næmur þótt einhvers stabar heyrist hljóð úr horni. Það hefur ævinlega verið svo og með árun- um er ég orðinn alveg ónæmur fyrir alls konar uppákomum í þinginu." Gott samstarf viö Davíö Talið berst að meintum erfið- leikum á samstarfi milli Páls Pét- urssonar og þingmanna Sjálf- stæðisflokksins. „Persónulega er ég kunnugur þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins og þekki mikið af úrvalsfólki innan raða þess flokks. Um all- langan tíma hefur verið góður kunningsskapur milli okkar Dav- íðs Oddssonar til dæmis, við átt- um afar gott samstarf í stjórn Landsvirkjunar. Mér fellur ágæt- lega að vinna með sjálfstæðis- mönnum. Allan þann tíma sem ég hef verið í pólitík höfum við framsóknarmenn þurft að vinna meö öörum, oftast í stjórnarsam- starfi, stundum í stjórnarand- stöðu. Það er ekki nema eðlilegur hlutur í landi samsteypustjórna að ólíkir flokkar vinni saman. En það verða þeir að gera af heilind- um. Það tel ég gert í þessu stjórn- arsamstarfi og þar hafa engir árekstrar orðið og ég sé ekki fyrir nein alvarleg ágreiningsefni. Það var gengið frá málefnasamningi áður en við mynduðum þessa ríkisstjórn. Ég var mjög sáttur við þennan málefnasamning og við munum að reyna að framkvæma hann eftir bestu getu. Þaö gengur ekki hnífurinn á milli okkar með það að við viljum laga ríkisfjár- málin, ná niöur fjárlagahallan- um. Viö göngum einbeittir að fjárlagagerð, að hafa hallann ekki meiri en 4 milljaröa og reyna að eyöa honum í fjárlögum ársins 1997 og hafa þau slétt. Það geng- ur ekki að afgreiða fjárlög með verulegum halla ár eftir ár. Við erum komin í krítíska stöðu og það er ríkisstjórnarinnar að breyta því," sagði Páll Pétursson. Viöskilnaöur slíkur aö hér er kappnóg aö gera í félagsmálaráðuneyti höfðu þrír ráðherrar úr Alþýðuflokki stýrt á undan Páli, Jóhanna Sig- urðardóttir, Guðmundur Árni Stefánsson og Rannveig Guð- mundsdóttir. Vinnulag þeirra hafði ekki verið Páli þóknanlegt að öllu leyti. En hvernig var ab- koman, hvernig var „arfurinn" sem Páll Pétursson fékk? „Talandi um arfinn hér í ráðu- Páll Pétursson er í Helgarviötali Tímans aö þessu sinni. Fé- lagsmálaráöherrann segist hafa tekiö viö döpru búi af krata- ráöherrum, fjöldi fólks er aö vinna úr vandanum sem viö blasti. neytinu þá var hér fjölmargt ógert. Forverar mínir skildu þannig við að ég hef kappnóg að gera," segir Páll Pétursson. Hann segir að starfsfólk ráðuneytisins hafi frá fyrsta degi tekið sér fram- úrskarandi vel og hann væri afar ánægður með vinnuumhverfið og gott samstarf vib fjölda mjög góðra starfsmanna ráðuneytisins. Þar ynni bæði hæft fólk og sam- hent í einu og öllu. Verkaskipt- ing væri vel skipulögð og störfin unnin af prýbi.. „Það skiptir miklu máli fyrir fólkið í landinu hvernig unnib er úr vandamálunum. Ég hef áhyggjur af fólkinu, það eru mjög miklir erfiðleikar hjá fjölda- mörgum einstaklingum. Ég reyni ab afgreiða málin eftir því sem þau koma upp á borðið og leggst ekkert á ákvarbanir. Ég reyni ab hraða ákvörðunum eins og hægt er og reyni að ræða við sem flesta sem eiga erindi. Staðan er því miður afar slæm, því hef ég kynnst persónulega. Ég reyni að vinna að úrbótum á ýmsum svið- um og vona að sú vinna skili ár- angri," sagði Páll. Þenslan gat ekki staöiö lengur -En hvað ergert? „Við erum með nefndir í gangi sem fjalla um húsnæbismál og byggjum á stjórnarsáttmálanum. Magnús Stefánsson alþingismað- ur hefur stýrt nefnd sem er búin aö skila hluta af því verkefni, það er að segja aö gera húsbréfakerfiö sveigjanlegra. Við viljum lækka viðmiðunarmörk á lánum til endurbóta á eldra húsnæði. Það getur skipt miklu máli fyrir kaup- endur aq^eldra húsnæði og jafn- framt verið verulega atvinnu- skapandi fyrir iðnabarmenn. Það er alveg ljóst að það er ekki ástæða til að byggja af sama hraða og verið hefur gert. Á ár- unum 1988 til 1994 voru byggö- ar 12 þúsund íbúðir á sama tíma og íslendingum fjölgaði um 15 þúsund. Svona þenslutími stend- ur ekki mjög lengi. En þab er hins vegar mikilvægt að örva við- haldsvinnu við byggingar. Það er baráttumál hjá mér aö lækka þann þröskuld sem endurbætur áttu að kosta. Menn eiga kost á húsbréfum kosti endurbæturnar meira en 1.080.000 krónur, ég vil færa þetta niöur í 500 þúsund krónur. Þab gæti orðið til örvun- ar og atvinnusköpunar sem er mikilvægt þegar dregur úr ný- smíðum húsa. Varðandi greiðsluvanda heim- ilanna þá er starfandi nefnd und- ir stjórn ísólfs Gylfa Pálmasonar alþingismanns. Hún hefur unnið töluvert mikið starf við að hjálpa fólki að koma fjármálum sínum á réttan kjöl. Nefndin er komin vel á veg með tillögugerð sína um skuldaaðlögun sem byggist vænt- aniega á því að fólki er gefinn kostur á að semja um greiðslu skulda sinna. Þetta eru nokkurs konar frjálsir nauðasamningar. Takist fólki að leggja að sér og standa við samningana sem gerð- ir eru, þá verður hluti skuldar síð- an gefinn upp að vissum tíma liðnum. Hvað þá varðar sem eru í mestu uppnámi, í allra verstri stöðu, þá er ég að setja upp leið- beiningarstöð, tilraunaverkefni í samstarfi við fjölmarga aðila, þar sem fólk getur sótt sér leiðbein- ingar um hvernig það gæti forð- ast bráðasta háskann," sagði Páll Pétursson. Gjaldþrotaleiö — gróöaleiö fyrir lögmennina . „Ég lít svo á að gjaldþrotaleiðin sé ekki skynsamleg. Þá leið á ekki að fara fyrr en í fulla hnefana. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef undir höndum hefur ekkert fengist út úr 99% gjaldþrota- beiðni hjá Toilstjóranum í Reykjavík. Það eru ógnvænlegar tölur. Það virðist því aðeins lög- mannastéttinni til hagsbóta ab set'ja menn í gjaldþrot, ekki því fólki sem á skuldirnar. Þarna er verið aö kasta peningum út um gluggann," segir Páll. „Við erum að endurskoba lög- in um atvinnuleysistryggingar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.