Tíminn - 30.09.1995, Qupperneq 7
Laugardagur 30. september 1995
7
Hjálmar Árnason alþingismaöur
stýrir nefnd sem um þetta fjallar.
Þaö er mín skoöun aö atvinnu-
leysisbætur eigi aö vera fyrir fólk
sem vantar vinnu og er í at-
vinnuleit. Þaö kann aö vera aö
einhverjir sem nú njóta atvinnu-
leysisbóta ættu aö vera annars
staöar staösettir, fólk sem getur
unniö en vill ekki vinna. Þaö ætti
aö vera á félagslegu framfæri,"
segir Páll I’étursson.
„Þaö er ákaflega dýrt fyrir sam-
félagiö aö hafa mikinn fjölda
fólks atvinnulausan. Atvinnu-
leysistryggingar kosta okkur nú
um 4 milljaröa króna á ári. Það
eru milli 5 og 6 þúsund á at-
vinnuleysisskrá. Ég lít svo á aö
þaö besta sem við getum gert fyr-
ir þetta fólk sé aö hjálpa því að fá
vinnu. Viö höfum gert átak í því
aö gera vinnumiðlun virkari,
koma á betra sambandi milli
þeirra sem vantar vinnukraft og
hinna sem vantar vinnu. Þetta
hefur skilað töluveröum árangri í
fiskvinnslunni. Milli 100 og 200
manns hafa beinlínis í kjölfarið á
þessu átaki fengið vinnu í fisk-
vinnslunni. Þetta sparar atvinnu-
leysistryggingasjóði 134 milljónir
á ári fyrir utan verðmætasköpun
af vinnu fólksins.
Ég hef verið tregur til að veita
útlendingum utan EES atvinnu-
leyfi. Viö höfum dregið það við
okkur í sumar meöan ástandið er
svona hér. Nú er það ekki hug-
mynd okkar að stöðva framleiðsl-
una og því verðum við núna að
fara að veita útlendingum at-
vinnuleyfi — takist ekki aö
manna vinnustaðina meö íslend-
ingum. Þá eru það fyrst og fremst
Pólverjar sem sótt er um að flytja
hingað til lands."
Hreint ekki í nöp við
útlendinga
-Er það rétt að allir útlendingar
hér á landi séu í vinnu?
„Ég hef Iátið athuga þetta, og
þá kemur í ljós að erlendir ríkis-
borgarar sem njóta atvinnuleys-
isbóta á íslandi eru tiltölulega
miklu lægri prósenta en íslend-
ingar. Það mun vera 2,1% hjá
erlendum konum og 2,9% hjá
körlum. Þetta segir okkur þá
sögu ab útlendingarnir séu dug-
legir við að útvega sér vinnu.
Þetta er væntanlega vinnusamt
fólk sem sækir það fast að fá
vinnu."
-Nú hefur þú allt að því verið
stimþlaður sem útlendingahatari?
„Þaö er alveg fjarri lagi að mér
sé í nöp viö útlendinga. Það hef-
ur ekki verið amast við neinum
útlendingum sem hér hafa haft
atvinnuleyfi. Enginn hefur þurft
að hverfa úr landi. Við höfum
aðeins skotib á frest að gefa út
ný atvinnuleyfi til þeirra sem
þess þurfa. Varðandi útlendinga-
hatrið er það eins fjarstætt og að
kalla til dæmis Samtök iðnaðar-
ins útlendingahatara fyrir ab
auglýsa íslenska vöru og hvetja
fólk ab velja íslenskt fremur en
útlent. Ég er á sama báti og þessi
góbu samtök. Sjálfur hef ég ver-
ib mikið í erlendu samstarfi,
bæði norrænu og evrópsku, ég
hef verið í sendinefnd Alþingis á
fundum EFTA og Evrópska efna-
hagssvæbisins. Og mér er ljóst
mikilvægi bæði norræns og al-
þjóblegs samstarfs."
/ nœstu viku kemur Alþingi
saman til fimda. Viðtalið hverfur
utn stund að því sem framundan
er í þinginu. Verður þetta fjörmikid
átakaþing?
„Ég skal ekki segja. Það gæti
fariö eftir ýmsu. Stjórnarand-
staðan á við erfiöleika að stríða.
Hún er mjög sundruð. Sumir
leiðtogar stjórnarandstööunnar
eða þátttakendur í henni hafa
orðið fyrir miklum pólitískum
áföllum og eiga án efa í miklum
erfibleikum meb sjálfa sig. Ann-
ab hefur ekki gengið upp hjá
öbmm. Eflaust reyna ýmsir í ör-
væntingu að skjóta og höggva
þegar þeir greina færi. Hitt er
svo annað mál að það getur líka
vel verið að einhverjir þeirra
skilji að slík vinnubrögð skila
ekki árangri, þau auki ekki traust
á þeim. Ef þeir átta sig á því þá á
ég ekki von á því að þetta verði
grimmilegt átakaþing. Þetta
verður vona ég starfsamt þing.
Vib emm með margt á prjónun-
um í þessu ráðuneyti og við
vonumst eftir að Alþingi sam-
þykki töluvert mikið af lögum
sem vib teljum nauðsyn á. Von-
andi eigum við góða samvinnu
við aðra þingmenn í þeim efn-
um."
Félagslegar íbúbir
sem fólk getur ekki
keypt
Eitt af þeim verkefnum sem
nýr félagsmálaráðherra kom að
var félagslega íbúðakerfiö, íbúðir
þess kerfis hafa ekki reynst úr-
ræði fyrir efnalítið fólk og fólk
hefur hreinlega gefist upp á að
búa í slíkum íbúðum. Félagslegar
íbúðir hafa víða staðið auðar af
þessum sökum og orðið erfiður
baggi hjá mörgum sveitarfélög-
um.
„Einn þáttur í að laga þetta
kerfi gæti verið að færa íbúðirnar
niður í verbi þannig ab þær gætu
orðið söluvara á almennum
markaði. Eða þá að þær yrðu
leiguíbúðir á hóflegu verði á veg-
um sveitarfélaganna. í þessu
sambandi vil ég benda á ab viö
hækkuðum lánshlutfall við kaup-
endur fyrstu íbúðar úr 65% í 70%
og það varð til þess ab margir
sem annars hefðu farið í félags-
lega kerfið leggja heldur í að
kaupa á frjálsum markaði. Þetta
tel ég þróun í rétta átt. í ágúst-
mánuði voru afgreidd lán til 97
aðila sem eru að kaupa íbúð í
fyrsta skipti á sama tíma og 260
fóru í greiðslumat. Það er því
töluverður hluti þeirra sem eru
að kaupa sem eru að kaupa í
fyrsta sinn og á sama tíma dregur
umtalsvert úr ásókninni í félags-
lega kerfið," segir Páll.
Húsbréfakerfið segir Páll hafa
verið um margt gallað, um sumt
afturför frá kerfinu frá 1986, til
dæmis það aö stytta lánin niður í
25 ár. Páll segir ab Alþingi hafi
ekki verið gerð grein fyrir þeim
geigvænlegu afföllum sem kerf-
inu fylgdu.
„Afföllin hafa gert húsbréfa-
kerfið óaðlaðandi. Hins vegar er
það skjótvirkt og greiðir fyrir við-
skiptum með íbúðir. En það er
ekkert einfalt ab vinda ofan af
þessu en við erum að reyna end-
urbæta húsbréfakerfið, auka
sveigjanleikann, bjóba upp á 15
ára lán, 25 ára lán og 40 ára lán.
Meö 40 ára lánum minnkar
greiðslubyrðin um 19% sam-
kvæmt því sem nefnd Magnúsar
Stefánssonar leggur til grundvall-
ar. En það gefur auga leið að ef
menn fá lánaða peninga til 40
ára, þá þurfa menn áð borga eitt-
hvað hærri vexti en ef lánið væri
til 25 ára," sagði Páll Pétursson.
Húsnæöisstofnun
kann ab veröa lögö
niður
Talið berst að sakamáli sem ný-
lega kom upp innan Húsnæðis-
stofnunar ríkisins og mikið verib
fjallaö um í blööunum. Páll er
æðsti yfirmaður þeirrar stofnun-
ar. Mál þetta er nú í höndum
RLR og mun hafa sinn gang.
„Gangur málsins var sá að
hingað í ráðuneytið komu
ábendingar um að ekki væri allt
meb felldu í lögfræðideild stofn-
unarinnar. Ég vísaði málinu sam-
dægurs til ríkisendurskoðunar
sem kannabi það og komst að
raun um ab þarna væri um fjár-
drátt að ræða. Kæra var send í
kjölfarið til RLR. Við óskuðum
auðvitab eftir skýringum frá for-
stjóra Húsnæðisstofnunar og
hann sendi okkur sína greinar-
gerö. Við skulum svo bíða eftir
þeirri niðurstöbu sem verður úr
rannsókn RLR."
-Kemur til greina að Húsnœðis-
stofnun ríkisins verði lögð niður?
„í stjórnarsáttmálanum er það
sett á blað að kanna hvort hús-
næðislánakerfið væri betur kom-
ið í bankakerfinu. Þaö verbur lit-
ið á það. Ég tel þó að Húsnæðis-
stofnun hafi unnið mikilvægt
verk þótt eflaust megi sitthvað
gagnrýna í störfum hennar."
Neyöarbjöllur klingja
í sveitarfélögunum
Eitt þeirra vandamála sem knýr
dyra í félagsmálaráðuneytinu er
sívaxandi vandi sveitarfélaganna
í landinu. Á borði ráðherra er ný-
útkomið DV með fyrirsögn þar
sem sagt er frá skuldum þriggja
þorpa á Vestfjörðum og stór-
felldri skuldaaukningu þeirra. Nú
er einnig rætt um að viövörunar-
bjöllur klingi líka í stærri kaup-
stöðum, Kópavogi, Hafnarfirði, -
jafnvel í höfuðborginni sjálfri.
Páll segir aö staða sveitarféjag-
anna sé mikið áhyggjuefni. Árið
1993 hafi hallarekstur sveitarfé-
laganna verið 5 milljarbar. Hall-
inn skapaðist fyrst og fremst í
þrem þeirra, Reykjavík, Kópavogi
og Hafnarfirði segir Páll. Hann
segir þó aö útlitiö nú sé til muna
betra fyrir árið 1994 enda þótt
sveitarfélögin hafi mörg hver
reist sér hurðarás um öxl og þurfi
að berjast við skuldir um langan
tíma.
„Þetta eru gífurlegar byrðar-
sem sveitarfélög þurfa að bera á
komandi árum. Ef vib lítum á
halla upp á 5 milljarða hjá sveit-
arfélögum, til dæmis 3 milljarða
halla hjá Reykjavíkurborg, þá
samsvarar þaö, ef þaö er yfirfært
yfir á ríkisfjármálin, 30 milljörð-
um króna. Þetta eru gífurlega há-
ar tölur. Það hlýtur því að vera
höfuðmál að ná þessum halla
niður. Þetta virkar ekkert síður á
ríkisfjármálin og rekstur þjóðar-
búsins, pressar upp vextina og
dregur úr hagvexti," sagði Páll.
Hann segir að óraunsæ fram-
kvæmdaglebi hafi ríkt í mann-
virkjagerð margra sveitarfélaga,
mörgum þessum framkvæmdum
hefði mátt fresta.
Alls ekki á leiö út úr
pólitík
Páll Pétursson er 58 ára gamall
með 20 ár að baki sem þingmað-
ur. En hvað á hann langt eftir í
pólitík?
„Mér finnst ég í brúklegu
vinnustandi ennþá og vonast til
að verða þab áfram. Ef þú ert að
spyrja hvort ég sé á leiö út úr
pólitík, þá er ég það alls ekki,"
segir Páll og kímið bros læðist yf-
ir andlit hans. Fyrir síðustu kosn-
ingar háöi hann snerru um fyrsta
sæti listans á Norðurlandi vestra
viö vin sinn og félaga á Sauðár-
króki, Stefán Guðmundsson, og
haföi betur.
Páll Pétursson var og er bóndi.
Að loknum stúdentsprófum frá
MA 1957 gafst honum og eigin-
konu hans, Helgu Ólafsdóttur,
kostur á helmingi af óræktuðu
landi á Höllustöðum. Þar hófust
þau hjón handa um að reisa ný-
býli og lögðu áherslu á sauðfjár-
búskap og bjuggu við góðan hag.
Árið 1977 lést Pétur bóndi Pét-
ursson á Höllustöðum en móðir
Páls, Hulda Pálsdóttir, lést á síb-
asta ári. Áður en Pétur dó höfðu
þeir feögar stofnað til félagsbús á
Höllustöðum sem enn er rekib í
því formi. Þar reka búið í dag
dóttir Páls og Helgu heitinnar,
sem lést árið 1988, Kristín og
maður hennar, Birkir Freysson.
„Ég tel mig bónda þótt það sé
nú ekki nema af nafninu til. Allt-
af minnkar vinnuframlagið sem
ég get lagt til viö búið. En ég
reyni að koma að búskapnum
eins og kringumstæður leyfa.
Þetta starf sem ég er í núna gefur
ekki kost á að vera fjarvistum
lengi. Ég tók ekkert sumarleyfi í
sumar, en ég fór í göngurnar í
haust og í það fór vika".
Páll ræktar frændgarðinn og
heldur góðu sambandi vib sveit-
ina. Þaö er hans jarðsamband,
þar liggja hans rætur. Börn hans
og Helgu heitinnar eru þrjú og
barnabörnin 7 talsins. Svo aðeins
sé vikið að frændgarðinum, þá er
þar að finna meðal annars góðs
fólks, fjármálaráðherrann Friðrik
og sjálfan Hannes Hólmstein, —
og þar er líka hún Björk söng-
kona, sem Páll segist hlusta á, en
yfirleitt ekki nema nauðugur!
Áhyggjur af bændum
landsins
„Ég hef verulegar áhyggjur af
landbúnaðarmálunum. Þar þarf
að taka til hendi. Bændastéttinni
er ekki sýndur skilningur. Störf
bænda eru ekki metin að verð-
leikum. Andstaða, ósanngirni og
jafnvel fjandskapur veður uppi í
þjóðfélaginu," segir Páll.
„Ég hef á umliðnum árum
gagnrýnt margt í landbúnaðar-
stefnunni sem fylgt var. Ég var
óánægður meb þann farveg sem
sauðfjárframleiðslan var sett í og
treysti mér ekki til ab standa að
löggjöf sem stóð fyrir niður-
skurðinum. Það var fyrirsjáanlegt
strax að það þýddi ekki að kvóta-
setja eina kjöttegund en láta
hina vera frjálsa. Hún var dæmd
til að verða undir í því skipulagi.
Ég var óánægöur með búvöru-
samninginn og benti á það. Ég
hygg að reynslan hafi sannaö að
ég hafði rétt fyrir mér. Þótt bú-
vörusamningurinn hafi vafalaust
verib gerður af góðum huga, þá
hefur hann orðið bændastéttinni
til mikillar ógæfu. Við verðum ab
brjótast út úr þeim hugsunar-
hætti að héðan sé ekki hægt að
flytja út landbúnaðarvörur. Á því
veltur gjörsamlega framtíö sauð-
fjárræktar á íslandi og öll búseta í
stórum landshlutum. Ef sauöfjár-
framleiðslan hrynur, þá hrynja
byggöirnar og þá hrynja þorpin,"
sagði Páll Pétursson.
Bílakaup hagsýns
bónda
Bílakaup rábherra ber gjarnan
á góma. Páll er kominn á rauðan
glæsijeppa, sem hann keypti hjá
Sölu varnarliðseigna. Páll segir aö
þau kaup hafi veriö gerð á nótum
hins hagsýna bónda og sparað
ríkissjóði fé.
„Ég tel mig hafa gert skynsam-
lega hluti. Ég vildi ekki fara fram
úr þeim reglum sem um þessi
kaup gilda, með því að kaupa
dýrari bíl en fyrir 3 milljónir
króna. Ég taldi mér nauðsynlegt
að hafa jeppa, enda þingmaður
dreifbýliskjördæmis og ferbast
því mikið. Nýir jeppar fást ekki
fyrir þessa upphæð og því keypti
ég gamlan, og vonandi góðan
bíl, enda er hann lítiö keyrður.
Ég hef átt marga bíla og aldrei
keypt nýjan. Mér bregður því
ekki við að kaupa enn einn not-
aðan. Ég hefði kevpt bíl í Heklu
ef þeir hefðu getað boðið mér
betri kjör," segir Páll.
Hjónaband ráöherra
og borgarfulltrúa
■ Páll Pétursson er kvæntur borg-
arfulltrúa, Sigrúnu Magnúsdótt-
ur. Páll er yfirmaður sveitar-
stjórna landsins. Rekast hér hags-
munir á?
„Ég missti konu mína, Helgu,
fyrir 7 árum. Ég var svo heppinn
að kynnast Sigrúnu og við ákváb-
um ab rugla saman reitum. Ég er
afar hamingjusamur í því hjóna-
bandi og tel mig mikinn ham-
ingjumann að eignast hana fyrir
konu. Varðandi hennar störf og
mín störf, þá er því að svara ab
hún starfar í sinni pólitík með
góbum árangri. Við höfum svip-
aða sýn til stjórnmála og mér
finnst mikiil styrkur að eiga hauk
í horni þar sem Sigrún er," sagði
Páll Pétursson að lokum. • ■
„Ég lít svo á að gjaldþrotaleiðin sé ekki skynsamleg," segir Páll Pétursson.
Tímamynd: C S