Tíminn - 30.09.1995, Qupperneq 9

Tíminn - 30.09.1995, Qupperneq 9
Laugardagur BO. september 1995 9 Stórhertar gœbakröfur hjá Afurbasölunni Borgarnesi hf., bœbi vib slátrun og úrvinnslu kjötafurba. Ivar Ragnarsson framkvœmdastjóri: AÓalmáíið að halda fyrirtæk- inu í fremstu röð „Viö erum aö uppfylla kröfur um innra eftirlit, sem er oröiö reglugeröarskylda fyrir kjö- tvinnslurnar. Viö erum búnir aö vera aö því í sumar aö koma því á í kjötvinnslunni hjá okk- ur," sagöi ívar Ragnarsson, framkvæmdastjóri Afuröasöl- unnar Borgarnesi hf., í samtali vib Tímann í gær, en miklar endurbætur standa yfir á vinnsluferlinu hjá fyrirtækinu. Þar er bæbi verib ab uppfylla kröfur nýlegrar reglugerbar um innra eftirlit og sömuleiöis ítar- legri kröfur sem Afurbasalan sjálf gerir til eigin framleibslu, eba eins og ívar oröar þab: „Þetta er gert til aö bregðast viö kröfu markaðarins og halda velli í samkeppninni. Þó svo aö menn séu aö tala um að uppfylla reglu- gerðarákvæði, þá er það ekki aðal- málið. Aðalmálið er að halda fyr- irtækinu í fremstu röð, það er þab sem við erum að gera. Þetta fyrir- tæki á að vera í fremstu röð, þaö var það á sínum tíma og á að vera þab. Við sættum okkur ekki við annað." í þessum ítarlegu kröfum fyrir- tækisins felst m.a. ab sambærileg- ar gæðakröfur eru gerðar til gæða- eftirlits við slátrunina og kjö- tvinnsluna sjálfa. ívar bendir á að það hljóti að vera jafn mikilvægt að varan, sem búin er til á haust- in og er hráefni fyrir kjötvinnsl- una, sé í lagi og að kjötvinnslan sjálf sé í lagi. Hann segir einnig að það komi að því að þetta verði Hitastiginu íkjötsal sláturhússins er nú stýrt þannig oð kindakjötiö er kælt nibur nákvæmlega eins og á aö gera tii aö þaö veröi best. á hvaða stigi vinnuferlisins sem þeir starfa. ívar telur fyrirtækið vera komið nokkuð langt í því að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til vinnuferlisins og ekki sé Allir starfsmenn Afurbasölunnar, sem koma nálægt matvœlum á einhverjum stigum, veröa aö klæö- ast hvítu frá hvirfli tii ilja. langt í land að uppfylla þær kröf- ur sem gerðar séu á Evrópumark- aði. Hins vegar þurfi að fram- kvæma ákveðnar endurbætur á frystihúsi Afurðasölunnar, en það er elsti hluti fyrirtækisins. ívar segir að þó þessar aðgerðir kosti ákveðna fjármuni tíma- bundið, þá muni þær skapa sparnað þegar upp er staðið: „Þetta er libur í því að gera þetta ferli ódýrara, minnka þennan ill- ræmda milliliðakostnað og verða samkeppnishæfari. Þetta hlýtur ab þróast meira í frjálsræðisátt og þá eru það þeir sláturleyfishafar, þau sláturhús og vinnslufyrirtæki, sem geta gert hlutina ódýrast og best, sem standa sig." -TÞ, Borgarnesi ívar Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Afuröasölunnar Borgarnesi hf., œtlar fyrirtœkinu aö halda velli í samkeppninni. Tímamyndir: TÞ, Borgarnesi reglugerðarskylda, auk þess sem það sé liður í samkeppninni að hafa vöruna í lagi á öllum stigum. Liður í breytingunum var að kæla vinnslusalinn í kjötvinnsl- unni. Því var síöan fylgt eftir í haust með því að kæla niður kjöt- salinn í sláturhúsinu, en nú er kindakjötið kælt niður nákvæm- lega eins og á að gera til að það verði best, að sögn ívars. „Þetta skilar miklu betra hráefni. Þetta er algjör bylting," segir hann. Það er einnig lögð rík áhersla á að Afurbasalan Borgarnesi hf. fái leyfi tii útflutnings á Evrópu- markað, en stefnt er að því að uppfylla öll skilyrði til þess næsta haust. Nú þegar hafa hreinlætis- kröfurnar verið uppfylltar og fólk- ið er klætt eins og það á að vera samkvæmt kröfum, segir ívar, en í því felst m.a. að allir starfsmenn sem vinna við meðferð kjötsins eru hvítklæddir frá hvirfli til ilja, Innlendir kúabœndur lítt farnir ab huga ab lífrœnni framleibslu mjólkur. Kristján Oddsson, Nebra-Hálsi í Kjós: Síöasta áriö sem ég nota tilbúinn áburö Lífrænt ræktaöar vörur njóta vaxandi vinsælda erlendis og er ástæöa til aö ætla ab svipuð þróun verbi hérlendis. Nú síö- ast berast fregnir af vottun fyrir lífrænt ræktaö kjöt í Mýrdal, en lífræn framleiösla á mjólk hefur hingab til aö- eins veriö stundub á einu búi hérlendis. Kristján Oddsson, kúabóndi aö Neðra-Hálsi í Kjós, hefur smám saman verið að leggja niður áburöarnotkun og nú ræktar hann um 25 hektara án þess að nota áburð, samfara því að minnka tilbúinn áburð á hinum hlutum túna sinna. Hann vonast til að geta fengið vottun um lífrænt ræktaöa mjólk eftir tvö ár og er fullviss að íslenskir neytendur séu til- búnir að greiða hærra verö fyrir lífræna mjólk en venjulega. Tíminn tók Kristján tali í gær um þessi mál. Hann sagði allt vera á áætlun, breytingin tæki nokkurn tíma, slíkt væri naub- synlegt til að vel færi. 25 hektarar af lífrænt ræktuöu landi Kristján er þegar búinn að breyta helmingi túna sinna í lífrænt ræktað land, en skil- greiningin á því er að 2 ár líði frá því að tilbúinn áburður er notaður, svokallaður útskolun- artími. „Ég hef náttúrlega verið að minnka tilbúna áburðinn smátt og smátt, en er kominn meb 20-25 hektara af lífrænu landi núna," segir Kristján. Aö auki segist Kristján þurfa að huga ab tæknilegum atrið- um hjá kúnum, enn vanti nokkuð upp á að hann hafi gert allar þær breytingar sem þarf fyrir vottun. I því felast atriði eins og að geldneyti þurfa að vera í lausagöngu og undirlag náttúrulegt, ekki úr steinsteypu heldur úr hálmi, gúmmíi eða sagi. Hugmyndin að lífrænni ræktun mjólkur kviknaði fyrst árib 1984 hjá Kristjáni og segir hann margar vinnustundir og mikinn pening hafa farið í Kristján Oddsson á Nebra-Hálsi. verkefnið. Hvað hefur hann upp úr krafsinu þegar áfanganum verður náð? „Ég verð náttúrlega með gæðavöru í farteskinu, land- búnað sem er umhverfisvænn. Mjólkin yrði dýrari og þannig er ég að auka framieiðsluverb- mæti." Kristján er viss um að íslensk- ir neytendur séu tilbúnir að greiða hærra verð fyrir lífrænt ræktaða mjólk en venjulega. „Það er ákveðinn hópur í þjóð- félaginu sem sækist eftir þessari afurð. Ég hef einnig verið með lífrænt ræktað grænmeti og þannig komist í óbein tengsl við þessa neytendur. Það er engin spurning að það er mark- aður fyrir þessa vöru." Tvö ár í vottun Fyrir stundar einn íslenskur bóndi framleiðslu á lífrænt ræktaðri mjólk, í Skaftholti, en þar er stunduð osta- og jógúrt- gerð, mestmegnis til einkanota. Þar er fremur lítið kúabú, en Kristján er með 32 mjólkurkýr og 35 geldneyti. Hann notaði aðeins 1,5 tonn af áburði í sum- ar sem leiö og reiknar með að það sé síðasta árið sem hann notar tilbúinn áburð. Hann segir takmarkið vera að klára verkefnið á tæpum tveimur ár- um. Þess má að lokum geta að Kristján hefur ekki farið fram á neina styrki eða þróunaraðstoð og stendur því einn straum af þessu verkefni, sem margir telja að eigi eftir að skipa stærri sess í framtíðinni í íslenskum land- búnaði. -BÞ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.