Tíminn - 30.09.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.09.1995, Blaðsíða 10
10 WMmu Laugardagur 30. september 1995 Fjölskyldan í Þorlákshöfn í dag. F. v. Stefán Gubmundsson, Birgir Freyr, Hlíf Ragnarsdóttir og Anna Mjöll. Tímamynd þg Anna Mjöll Matthíasdóttir fagnaöi 4ra ára afmœli sínu á dögunum: Hraust í dag eftir t veggj a ára baráttu Frá Þorsteini Gunnarssyni, fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum: Anna Mjöll Matthías- dóttir hélt upp á fjög- urra ára afmælib sitt daginn sem blaöamaöur heimsótti hana og fjölskyldu hennar í Þorlákshöfn fyrir skömmu. Hún var úti a?> leika sér og þab var sólskinsbros á andlitinu, enda stór og vib- burbaríkur afmælisdagur framundan. Anna Mjöll virðist í dag hraust og frískleg stelpa og ekki að sjá á henni ab í tæp tvö ár átti hún við erfiðan og mjög sjaldgæfan sjúkdóm að stríða, svokallaðan affect-krampa. Sjúkdómurinn lýsti sér þannig aö ef Anna Mjöíl varð fyrir ut- anaðkomandi áreiti, brá eða rak sig á, stóð hún á öndinni og missti meövitund. Hún varð helblá í framan, eins og hún væri að kafna. En álltaf náði hún sér, „kom aftur inn" eins og mamma hennar segir. Gat liðið drjúgur tími, jafnvel í mínútum talið, þangað til hún fór að anda að nýju og það liðu stundum 20 mínútur þangað til hún komst til meðvitundar. Á erfiðasta tímabilinu gat þetta gerst 6-7 sinnum í mánuði. Um er að ræða vanþroska í stöðv- um í heilanum sem stjórna við- brögðum við áreiti. Þessi van- þroski eldist af börnunum, en hann getur verið mjög mis- munandi og er sjaldgæfur. Það var ýmislegt lagt á móður Önnu Mjallar, Vestmannaey- inginn Hlíf Ragnarsdóttur, meðan á þessu timabili stóð. í samtali við Tímann segir Hlíf frá þrautagöngu þeirra mæðgna, m.a. til þess aö fræða fólk um affect-krampa og ein- kenni hans. Hlíf hefur búið í Þorlákshöfn í sjö ár, en þar rekur hún eigin hárgreiðslustofu. Hún býr með unnusta sínum, Stefáni Guð- mundssyni, í fallegu einbýlis- húsi í Þorlákshöfn, ásamt Önnu Mjöll. Stefán er fjármálastjóri á Hótel Örk og á hann einn son, Birgi Frey. Undirbúningur fyrir afmælisveislu Önnu Mjallar var á lokastigi, þegar blaðamann bar að garöi, og spenna í loft- inu. Missti andann og blanaöi upp „Þetta hófst með því að þegar Anna Mjöll var 9 mánaða og að myndast við að ganga, datt hún með höfuðiö í parketið. Hún andaði ekki og blánaði öll upp. Við reyndum að ná í lækni, en það gekk ekki. En svo fór hún að anda og komst til meðvitundar eftir smátíma. í kjölfarið talaöi ég við lækni sem hélt ab hún hefði rotast, eins og reyndar vib líka. Hann sagbi okkur ab fylgjast vel meb henni næstu daga og ekkert gerðist í hálfan mánuð. Þá fór ég meb stelpuna til Hafnar í Hornafirði að heimsækja vin- konu mína og þetta gerist aftur, ab hún dettur út, ef hægt er að orba það svo. Ég fór með hana til læknis og héldu þeir aö vegna þess ab þetta hefði gerst hálfum mánuði áöur, hefði komið mar viö heilann eba eitt- hvað slíkt. Ég var send strax til Reykjavíkur með Önnu Mjöll í rannsókn til sérfræbinga og þá var farið að tala um að þetta gæti verið þessi sjúkdómur, sem er frekar sjaldgæfur að mér skilst. Sjúkdómurinn heitir af- fect-krampi. Hún var send í heilalínurit til að athuga hvort um flogaveiki gæti veriö ab ræða, eba eitthvað slíkt. En það kom allt gott út úr því. Ég var svo send heim, en var eiginlega eitt spurningarmerki. Ég vissi ekkert hvab þetta var og lækn- arnir lýstu þessu mjög illa. Þab átti eiginlega ab sjá til," sagði Hlíf. Þegar heim var komib fór á- standib hins vegar versnandi. Anna Mjöll leib út af í tíma og ótíma, hætti að anda og varb helblá, en komst ávallt fljótlega til meðvitundar aftur. Hlíf var ein með hana á þessum tíma og það reyndist mjög erfitt að ná í lækni. Enginn læknir er í Þor- lákshöfn sem hægt er ab ná í utan venjulegs opnunartíma á heilsugæslunni. Þar er símsvari sem gefur upp annað síma- númer. Og þar er annar sím- svari, sem gefur upp númer í bílasíma sem Hlíf náði loksins í! Og á meöan var Anna Mjöll meðvitundarlaus og andaði ekki. „Ég gat ekki hringt í þessi númer og einnig verið að sinna barninu. Þetta var mjög erfitt og tók mjög á. Ég vildi fá frek- ari rannsóknir á stelpunni til að fá endanlega úr því skorið hvab væri eiginlega ab. Ég var mest hrædd um að hún yrði fyrir einhverjum skaða vegna súr- efnisskorts. Þetta lýsti sér yfir- leitt alltaf eins. Ef Anna Mjöll varð fyrir einhverju utanað- komandi áreiti, rak sig á eða brá, varb hrædd eða ef ég skammaði hana, þá stóð hún á öndinni. Sum börn fara svona úr frekju og það héldu læknarn- ir jafnvel fyrst. En svo blánaði hún upp, stífnaði og enginn púls fannst. Einnig var erfitt að ná tungunni. Þetta var óhugn- anlegt." Hlíf segir að reynsla sín af því sem á undan er gengið sé að læknar, sem ekki voru sérfræð- ingar, höföu heyrt um þennan sjúkdóm, affect-krampa, en ekki séð slíkt tilfelli. Sjúkdóm- urinn virðist því vera mjög sjaldgæfur. Það gerði hana mjög hrædda. Og svo virðist vera alveg sama í hvaða bækur Hlíf hefur leitab, um barnasjúk- dóma, Heimilislækninn o.s.frv., hún hefur hvergi rekist á staf um þennan sjúkdóm og það varð ekki til að róa hana niður. „Hlíf, þetta er búiö'' „Ég fór svo með Önnu Mjöll til sérfræðings í Reykjavík, Hróðmars Helgasonar hjarta- læknis, en þá var hún orðin rúmlega ársgömul. Fyrst var búib að segja mér ab sjúkdóm- urinn ætti að hafa elst af henni þegar hún væri ársgömul, en þetta hélt alltaf áfram og ágerð- ist frekar en hitt. Hróðmar reyndist mér ofsalega vel og tók stelpuna inn á spítala í hálfan mánuð. Þar var hún rannsökub hátt og lágt og niðurstaban varð sú að þetta væri affect- krampi. Þetta mun vera van- þroski í stöðvum í heilanum sem stjórna viðbrögðum vib öllu áreiti. Stöðvarnar voru ekki nógu þroskaðar og þegar stelp- an varð fyrir áreiti sló hún út. Þeir segja að í hjartanu séu mælanleg 2 til 3 slög á mínútu á meðan þessu stendur. Hún andar ekki, en þessi slög duga til þess aö hún verði ekki fyrir súrefnisskorti þótt það sé drjúg- ur tími, jafnvel mínútur, sem líða þangab til hún dregur and- ann að nýju. Og þótt hún væri farin að anda, liðu stundum 20 mínútur þar til hún komst aft- ur til meðvitundar. í slæmum köstum missti Anna Mjöll nið- ur þvag og saur. Sérfræðingarn- ir sögðu við mig að þetta myndi eldast af stelpunni við tveggja ára aldur, en þetta varb aldrei verra en einmitt þá. Til þess ráös var tekið að setja Önnu Mjöll á hjartalyf til þess að örva hjartsláttinn. Hún fékk það fyrir kvöldmat til að hjálpa henni, þegar hún var þreytt, til að komast yfir erfiðasta tímabil dagsins. Flún var á lyfinu í nokkra mánuði, en mér fannst það ekki virka sem skyldi," seg- ir Hlíf. Versta kastið, sem Anna Mjöll fékk, var þegar þær mæðgur voru í heimsókn í Vestmannaeyjum veturinn 1993 á Illugagötunni hjá for- eldrunCHlífar, Ragnari Þór Baldvinssyni og Önnu Jó- hannsdóttur. Heimsóknir til Vestmannaeyja eru tíðar og segist Hlíf alltaf hafa veriö langöruggust meb Önnu Mjöll þar, því þar sé þjónustan mjög góð. Ef hringt var í neyðarnúm- erið, sem þá var 000 en er í dag 112, kom strax sjúkrabíll, lækn- ir og lögregla til þess að að- stoða. En þegar Anna Mjöll datt út í þessu tilviki, eins og Hlíf segir, reyndi hún ab blása og hrista, en ekkert gekk. „Það var hringt á sjúkrabíl. Pabbi, sem ýmsu er vanur, hafði aldrei séb þetta áður og honum fannst við kannski gera of mik- ið úr þessu. En þab endaði með því að hann tók barnið af mér og sagöi: „Hlíf, þetta er búið." Svo labbaði hann út og beið eftir að sjúkrabíll kæmi. En þá allt í einu rankaði hún við sér og náði sér." Var ekki hægt að fá barnapíur „Þab var mabur hérna í þorp- inu, sem hafði samband vib mig að eigin frumkvæði og kenndi mér ab blása Önnu Mjöll. í kjölfarið, þegar stelpan datt út, þá blés ég hana og hún náði sér miklu fyrr og var ekki eins þreytt. Þessi maður bjarg- aði eiginlega sálarlífi mínu. Þegar ástandið var hvað verst, gerðist þetta allt að því sjö sinnum í mánuði. Svona hélt þetta áfram þangað til hún var tveggja og hálfs árs. Þá héldum vib að þetta væri búið. En svo gerðist það fyrir hálfum mán- uði ab hún datt aftur út. Þessu áttum við alls ekki von á. Hún var að leika sér inni í herberg- inu sínu og datt á gólfið. Þá gerði ég ekkert rétt, ég var ein- hvern veginn búin að útiloka aö þetta gæti gerst aftur. En loks þegar ég ætlaði að fara að blása hana, fór hún að anda og komst til meövitundar. Ég var orðin mjög róleg yfir þessu á sínum tíma. Hún kannski datt út þegar ég var ab vaska upp. Þá tók ég hana upp á eldhúsborö, blés hana og hélt svo áfram ab vaska upp. Við ætluðum að fara með Önnu Mjöll til læknis, því þessu tímabili átti ab vera lok- ib," segir Hlíf. Þegar Anna Mjöll var að detta út af og til, hafði það ýmis ó- þægindi í för með sér. Erfitt var að koma henni í pössun, því fólk treysti sér einfaldlega ekki til þess, eins og kannski skiljan- legt er. „Það vill enginn koma nálægt svona barni. Allir eru svo hræddir við að þetta gerist hjá því. Ég var ein með hana á þessu tímabili og varð að vinna úti, þar sem ég rek hárgreiðslu-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.