Tíminn - 30.09.1995, Side 12

Tíminn - 30.09.1995, Side 12
12 Laugardagur 30. september 1995 Varnarliðið/Laust starf Varnarlibib á Keflavíkurflugvelli óskar að rá&a bifvélavirkja til starfa á Bifreiðaverkstæði StofnunarVerklegra Framkvæmda. Starfið felst í vélastillingum ásamt viðgerðum. Viðkomandi hafi mjög góða þekkingu á bílarafmagni og reynslu af notk- un tölvustýrðra vélastillingatækja. Góð enskukunnátta nauð- synleg. Umsóknir berist til Ráðningardeildar Varnarmálaskrifstofu, Brekkustíg 39, Njarðvík, sími 421-1973, eigi síbar en 5. október 1995. Starfslýsing liggur frammi til aflestrar fyrir umsækjendur og er þeim bent á að lesa hana áður en sótt er um. Umsóknareyðublöð fást einnig á sama stað. TIL SOLU Tilboö óskast í eftirfarandi bifreiðar og tæki vegna Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar: 1 Dráttarvél Fiat 70/90 4x4 með snjótönn 2 Salt/sandreifikassi Epoke 3 Salt/sandreifikassi Epoke 4 Malbiksvaltari HAMM 2800 kg 5 Mitsubishi sendibíll 6 Scania vörubíll LS 111 7 Malarflutningavagn (festivagn) 8 Toyota Corolla fólksbíll 9 M. Benz D409 11 manna fólks/sendibíll 10 Volvo FL6 árg. 1988, m/körfu Ruthman 11 Mitsubishi sendibíll 12 M. Benz L121 3 vörubíll með krana, skemmdur eftir umferðaróhapp 13 M. Benz D207, gamall bíll frá Ferðaþj. fatlaðra 14 M. Benz 1513 sendibíll 15 Mitsubishi L300 4x4 jeppi 16 Lada Station fólksbíll 17 Ford Econoline, sendibíll frá SVR 18 M. Benz L608 meö 6 manna húsi og palli 19 Grind með húsi M. Benz 161 3/og sorptunnu Kuka 20 Toyota Hilux frá SVR Einnig 3 snjótennur á dráttarvélar og kerra fyrir dráttarvél. Tækin verða til sýnis í porti Vélamiðstöðvar Skálatúni 1 (nema saltdreifikassarnir, festivagninn, dráttarvélakerran og grindin af M. Benz 161 3 m/sorptunnunni á svæði Véla- miðstöðvar á Ártúnshöfða) dagana 2., 3. og 4. október nk. Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 5. október kl. 14.00 á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Sími 5525800 árg. 1987 árg. 1980 árg. 1986 árg. 1982 árg. 1988 árg. 1981 árg. 1970 árg. 1988 árg. 1986 árg. 1976 árg. 1988 árg. 1985 árg. 1982 árg. 1986 árg. 1987 árg. 1988 árg. 1977 árg. 1 1986 J árg. 1980 árg. 1982 Leiðrétting við ummæli Elsu Sellurnar, hreyfing alþýðu- bandalagskvenna og annarra róttækra jafnabarkvenna, hélt fund fyrir skömmu meb öbrum frambjóbandanum í formanns- kjörinu í Alþýbubandalaginu. Sá fundur hefur orbib tilefni nokkurrar umræbu, m.a. á síb- um þessa ágæta blabs. Sl. fimmtudag svarar Elsa S. Þor- kelsdóttir, formabur yfirkjör- stjórnar í formannskjörinu, ummælum Árna Þórs Sigurbs- sonar, stubningsmanns Stein- gríms J. Sigfússonar, um ab hún hafi misnotab abstöbu sína. Ekki ætla ég ab blanda mér í þær deilur, abeins koma á fram- færi lítilli leibréttingu vegna yf- irlýsingar Elsu. Ahafnir 5 rœkjuskipa á Flœmingjagrunni mót- mœia ákvöröun Þor- steins P. Atvinna og lífs- afkoma í hættu Áhafnir fimm íslenskra rækju- veibiskipa á Flæmingjagrunni hafa sent frá sér harborb mót- mæli í framhaldi á samþykkt sjávarútvegsrábuneytisins á fundi NAFO. En þar skuld- bundu stjórnvöld sig til ab fjölga ekki rækjuskipum á þessu veibisvæbi frá því sem nú er. í mótmælaskeyti áhafna á Klöru Sveins SU, Dalborgar EA, Andvara VE, Arnarnesi SI og Ott- os Wathne NS til sjávarútvegs- ráðuneytisins er fullyrt að fyrir- varalaus veibistjórnun á Flæm- ingjagrunni muni kippa fótum undan atvinnu þeirra og stefna lífsafkomu þeirra í hættu. Jafn- framt átelja sjómenn harðlega þau vinnubrögð ráðuneytisins að ganga frá samningum um veiði- stjórnun á þessu svæði án nokk- urs samráðs við hagsmunaaðila. Áhafnirnar krefjast þess að ís- lensk stjórnvöld skrifi ekki undir samþykkt NAFO fyrr en hags- munaaðilar hafa fengið fullvissu fyrir því að þeim sé tryggður full- nægjandi veiðiréttur og lífsaf- koma á svæðinu. í mótmælaskeytinu er ákvörð- un ráðuneytisins sögð stríða gegn boöaðri atvinnustefnu ríkis- stjórnar, enda geta tugir sjó- manna átt von á að fá uppsagnar- bréf vegna verkefnaskorts skipa sem gerð hafa verið út til rækju- veiða á Flæmingjagrunni. ■ i B fir * . ■. 1 E C lur e ItlÖI iUI c * Olt ur e gærur i e hækjur e Vlf e SfjÚpur ¥ e fl kur e mc iiiui c * döm íui e bruöir r c* r\Ui c* isir e blo ’iuarosir c * i IJofj c * ommur frúr c* s * e _» piiilll c ^ mófir e ski /isur e lessur r g ui9ii & Gubrún Ágústsdóttir. Minnsti meirihluti Hún segir þar: „Rétt er að taka fram að í stjórn Sellanna sitja auk mín og Hildar þær Guðrún Ágústsdóttir, Stefanía Traustadóttir og Þuríður Pétursdótt- ir. Guðrún Ágústsdóttir var fjarver- andi þegar þessi ákvörðun var tek- in. Aðrar stjórnarkonur voru sam- þykkar eða lýstu a.m.k. ekki and- stöðu sinni. Fundurinn í kvöld er því ekki einungis á mína ábyrgb, heldur fjögurra stjórnarkvenna Sell- anna." Þetta er ekki rétt hjá Elsu. í fund- argerð kemur fram að ein af þeim fjórum stjórnarkonum, sem sátu fundinn, mótmælti og lét þab koma fram í bókun að hún teldi rangt að halda fund þar sem aðeins annar frambjóðandi væri frummæl- andi. Jafnframt vissu aðrar stjórnar- konur mætavel um mína afstöðu til slíks fundar. Fundurinn var því haldinn á ábyrgð þriggja stjórnar- kvenna í Sellunum gegn vilja tveggja. Það er minnsti mögulegi meirihluti í fimm manna stjórn. Þetta er alveg skýrt. Það er líka skýrt að af þeim þremur, sem samþykktu fundinn, er ein starfsmaður flokks- skrifstofunnar og önnur formaður yfirkjörstjórnar í formannskjöri. Vpnandi Áður í greininni haföi Elsa sagt frá málamiðlun innan stjórnarinn- ar fyrr á þessu sumri þegar hún og tvær aðrar stjórnarkonur vildu lýsa yfir stuðningi vib annan frambjóð- andann í formannskjörinu, þ.e.a.s. við Margréti. Ég var því mótfallin. Taldi ekki rétt að einstök félög væru meb slíkar yfirlýsingar og er það í samræmi við vilja flokksins. Aðeins eitt félag hefur lýst yfir slíkum stuðningi og á það hefur verið litið sem víti til varnaðar. Nú er það svo að engin stjórnarkona í Sellunum hefur treyst sér til ab stybja konu í ýmis embætti flokksins skilyrðis- laust. Yfirleitt hefur mér þó reynst þab létt verk. Svo er ekki nú. Ég treysti Steingrími einfaldlega betur til þess ab leiða flokkinn í gegnum erfib verkefni og jafnframt spenn- andi tíma. í síðasta formannskjöri í flokknum treysti ég hins vegar Sig- ríði Stefánsdóttur og vann að henn- ar sigri. Sellurnar eru fámennur félags- skapur, sem á sér athyglisverða sögu sem verður ekki sögb hér. En þab er áreiðanlega ekki til fram- dráttar þessum félagsskap hvernig knappur meirihluti stjómar hefur beitt honum að undanförnu. Um þau mál á að ræba á öðrum vett- vangi. Hér er komið á framfæri leið- réttingu á því að formaður Sellanna sagði því miöur ekki satt í grein sinni í Tímanum. Gitðrím Ágústsclóttir Verkefnastyrkir UNESCO 1996-97 I fjárhagsáætlun Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, erfé til verkefnastyrkja sem stofnan- ir, félög og samtök í aðildarlöndum UNESCO geta sótt um. Þurfa verkefnin að falla undir viðfangsefni UNESCO á sviði menntamála, menningarmála, vísinda og fjölmiðl- unar. í umsókn skal vísað til greina í verkefnaáætlun UN- ESCO. Kallast þetta styrkjakerfi „Participation Pro- gramme". Hvert aðildarland getur sótt um styrk til 10 verkefna og skal raða þeim í forgangsröð. Engin trygging er fyrir því að íslenskar umsóknir hljóti styrk. Styrkir eru einkum veittir til verkefna sem geta leitt til áframhaldandi alþjóðasamstarfs. Verkefni sem tengjast málefnum kvenna, æskufólks, Afríku og þeim þróunar- löndum sem verst eru sett, njóta forgangs, en þessi svið eruC forgangsverkefni UNESCO. Hámarksstyrkur er 26.000$, en styrkir eru að jafnaði lægri. Styrkir eru veittir til að: - halda ráðstefnur og fundi, námsstefnur og námskeið (þýðingar og túlkakostnaður, ferðakostnaður þátttak enda, sérfræöiaðstoð); - gefa út rit, einkum þýðingar á ritum UNESCO; - fá sérfræðings- og ráðgjafaraðstoð; - afla tækja og búnaðar. Styrkþegar þurfa að senda skýrslu og reikningsskil til UN- ESCO að verkefni loknu. Umsóknareyðublöð fást hjá íslensku UNESCO-nefndinni, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Skila skal umsóknum á sama stað. UNESCO-nefndin hér á landi mun fjalla um íslenskar um- sóknir sem berast áður en þær verða sendar til skrifstofu UNESCO í París þar sem ákvörðun um styrki er tekin. Umsóknarfrestur: 1. desember 1995 islenska UNESCO-nefndin, 29. september 1995

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.